Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989
33
TTT—
Minninff:
Friðrik Karlsson
framkvæmdastjóri
Þagalt ok hugalt
skyli þjóðans b.am
ok vígdjarft vesa,
glaðr ok reifr
skyli gumna hverr,
uns sinn bíðr bana.
Þessi vísa úr Hávamálum er í
minni gömlu afmælisdagabók látin
heyra til 28. september, þar sem
nafn Friðriks Karlssonar er skráð.
Þetta var fæðingardagur lians —
en einnig lokadagur lífsgöngunnar.
Mér finnst þessi gamla vísa fela í
sér forspá og einkunn um æviferil
þessa nýlátna vinar míns. Friðrik
var með ýmsum hætti einstakur á
meðal sinna samtíðarmanna, ogþað
sem einkum einkenndi hann var
honum allt til ávinnings. Það sem
mér er efst í huga í þessu sam-
bandi eru mannkostirnir; Heiðar-
leiki — traust og áræði.
Á engan skal hallað né í efa dreg-
ið að margir aðrir eru einnig þessum
kostum búnir, en samspil þessara
eðlisþátta í skapgerð Friðriks var
með nokkuð sérstökum hætti, og
vakti athygli þeirra er kynntust
honum. Að sjálfsögðu öfluðu þessir
eiginleikar honum virðingar ann-
arra manna, greiddu götu hans í
lífinu og skipuðu honum í virðingar-
sæti, hjá þeim sem þekktu hann
best og lært höfðu að meta hann
að verðleikum. Friðrik fæddist á
Hvammstanga 18. september 1918,
hann var í miðri aldursröð sjö al-
systkina, sem áttu að foreldrum,
Guðrúnu Sigurðardóttir og Karl
Friðriksson, brúarsmið.
Öllum er þekkja til þess tíma sem
í hönd fór 1918 er ljóst að þá var
öll þjóðfélagsgerð og efnahags-
ástand með þeim hætti að í saman-
burði við nútímann finnst manni
við hæfi að tala um tvo ólíka heima.
Þá var efnahagur mikils meirihluta
heimila í landinu ekki rýmri en svo
Leiðrétting
MISRITUN varð í kveðjuorðum
vegna fráfalls Ásgeir Ingvarssonar
hér í blaðinu á fimmtudag. I samúð-
arkvéðju frá „Félögum í Samstill-
ingu“ stóð bróðir. Hér átti að standa
móðir. Auk eiginkonu og barna
lætur hann eftir sig aldraða móður.
Beðist er velvirðingar á þessu.
að allra ráða þurfti að neyta til að
afla biýnustu nauðsynja svo sem
húsnæðis, fæðis og klæðnaðar, þótt
í þessum efnum væru hefðir og
kröfur svo ijarri nútímanum að það
yrði varla gert ungu fólki skiljan-
legt nema með langri ritgerð. Þessi
almennu lífskjör gerðu það að verk-
um að bernska og æska margra
einstaklinga var enginn dans á rós-
um. Það var ekki fátítt að börnum,
einkum drengjum, væri ráðstafað
til vandalausra löngu fyrir fermingu
til þess að vinna fyrir sér, og þar
með létta á heimilum foreldranna.
Friðrik mun hafa verið sjö ára þeg-
ar hann fyrst var lánaður sem létta-
drengur á sveitabæ í nágrenni
Hvammstanga, fyrst aðeins að
sumarlagi. Ári síðar var hann vist-
aður að Víðidalstungu í V-Hún. og
hlaut þar sitt uppeldi fram að ferm-
ingu. Fermingardagurinn skildi
ekki eftir minningar um veisluföng
og dýrar gjafir, eins og nú er al-
gengast. Nei — þegar fölblá vor-
nóttin hjúpaði landið við lok þessa
dags lá Friðrik sem lítill grátandir
drengur milli grænna þúfna í fjar-
iægu héraði. Tildrög þessa verða
ekki rakin hér — sumt sem mætir
okkur í lífinu er of viðkvæmt til að
fara um það orðum. En ég get þessa
atviks til þess um leið að benda á
þá eðliskosti Friðriks Karlssonar að
áföllin í lífinu urðu ekki til þess að
bijóta hann niður eða fylla hann
beiskju út í samtíðina, heldur hvatn-
ing til þess ásetnings að vinna sig
heiðarlega út úr aðsteðjandi erfið-
leikum. Fermingarsumarið og þau
næstu sem á eftir komu vann hann
á vegum föður síns við brúarsmíðar
og aðra mannvirkjagerð, en var
heima í sveitinni á vetrum, með
lögheimili í Víðidalstungu. Á
bernsku- og æskuárum í Víðidal
skaut ræktarsemi Friðriks svo djúp-
um rótum í þessu umhverfi að segja
má að þaðan hafi hann aldrei flutt
alfarinn. Á þessum árum ól hann
með sér þann draum að verða gild-
ur bóndi í þessu héraði. Þessi
draumur rættist, þótt með nokkru
fráviki væri, frá fyrstu hugmynd.
Þegar Friðrik er rúmlega tvítugur
eru kreppuárin að víkjka fyrir
hernámi og margvíslegum þjóð-
félagsbreytingum sem stríðsárin
ollu. Um þetta leyti fór hann að
vinna hér fyrir sunnan, og hafði
það strax að markmiði að safna
nokkrum sjóði, sem gerði honum
fært að festa kaup á jörð fyrir norð-
an, ef færi gæfist — og tækifærið
gafst fyrr en varði. Það mun hafa
verið síðsumars 1940 að Friðrik
hittir norður í Víðidal Jóhann Jónas-
son, fyrrverandi bónda í Hrísum,
sem þá hafði ákveðið að selja þessa
jörð sína á næsta ári, en sjálfur var
hann fluttur í annað sveitarfélag.
Friðrik tjáir sig fúsan að kaupa
jörðina, þótt enn væri jarðakaupa-
sjóðurinn í rýrara lagi. Þeir ræða
málin og gera munnlegan samning.
Jarðarverðið skyldi vera kr.
18.000,-, útborgun kr. 5.000,-.
Þetta skyldi verða frágengið að
Auðunnarstöðum í Víðidal á tiltek-
inni klukkustund að ári liðnu. Að
svo búnu kveðja þeir, og höfðu síðan
ekkert samband í heilt ár. En á til-
teknum tíma ári síðar eru báðir
mættir á Auðunnarstöðum — Frið-
rik með kr. 5.000,- í vasanum, sem
þá var umtalsverð fjárhæð. Nú fyrst
voru viðskiptin færð á blað og frá
öllu formlega gengið. Þarna áttust
við aldraður bóndi og ungur maður
með óráðna framtíð — þarna var
kynslóðabil, en báðir mótaðir í sama
umhverfi og sömu viðhorfum — við-
horfum sem entust báðum þessum
heiðursmönnum til æviloka. Þeir
höfðu vanist því að töluð orð væru
jafngild þeim sem rituð voru á blað.
Ég get þessa hér vegna þess að
mér finnst að af þessum viðskiptum
stafí ljós frá liðnum tíma, vitnandi
um traust og heiðarleika íslenskrar
bændamenningar. Á þessum tíma
var Friðrik ekki í stakk búinn til
búskapar, hann leigði því jörðina
sína og hófst handa á öðrum vett-
vangi, sem á næstu árum var bygg-
HOLTA
SÓLEY
Dryas octopetala
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
143. þáttur
Holtasóley er ein af fjölmörgum
plöntum sem eru afar algengar
hérlendis, en sjást hér varla í
görðum þótt erlendis séu þær
mjög eftirsóttar. Sennilega er
holtasóley of algeng hér til þess
að mönnum hafi dottið í hug að
hafa hana í görðum. En þar gétur
hún tvímælalaust verið til mikillar
prýði, þó svo að ekki þurfi að
fara langt til að njóta hennar í
náttúrunni. Hún býr einnig yfir
þeim kostum, eins og flestar íslen-
skar holtaplöntur, að vera afar
harðgerð. Það skiptir hana litlu
máli hvoit hún er undir snjóhlíf
að vetri eða hvort hún stendur
berskjölduð. Ekki þarf heldur að
hafa áhyggjur af skjóli fyrir vind-
um, en verulegan skugga fellir
hún sig ekki við, þá er hætt við
að hún blómstri heldur lítið. Að
öðru leyti er holtasóley auðveld
viðureignar í r'æktun.
Holtasóleyjan er jarðlægur,
skriðull runni, þakinn fallegu
fíngerðu laufi, ijúpnalaufinu svo-
kallaða. Laufinu heldur holtasól-
eyjan allan ársins hring, þótt það
missi að nokkru leyti sinn dökk-
græna lit áð vetrinum. Blómlegg-
irnir rísa svo lítið eitt upp úr lauf-
breiðunni og bera hin stóru blóm
í maí og júní. Blómin eru oftast
með 8 hvít krónublöð. Þetta er
óvenjuleg tala og er latneska nafn
plöntunnar dregið af þessu ein-
kenni (octopetala). Eftir blómgun
fá plönturnar svo á sig nýja mynd,
upp úr blómbotninum stendur þá
skúfur af löngum hárum. Sumir
telja plöntuna jafn heillandi á
þessu stigi (en þá er hún stundum
nefnd hárbrúða) og þegar hún er
í blóma. Holtasóley er fyrst og
fremst steinhæðarplanta sem fer
vel innan um gijót. Hún getur
með tímanum orðið ansi umfangs-
mikil en hana má snyrta til eftir
þörfum. Stundum ræta skriðular
greinar sig og þær má þá nema
brott og planta annars staðar sem
nýjum plöntum. Heyrt hef ég að
holtasóley geti einnig farið mjög
vel hangandi utan í hleðslum, en
ekki hef ég reynt hana þannig.
Holtasóley m.un fáanleg í einstaka
gróðrarstöðvum, en einnig er
reynandi að sá til hennar, helst á
haustin, en erfiðlega getur gengið
að fá fræ hennar til að spíra.
Agiiar Ingólfsson
I-I
ingavinna hér í Reykjavík. En hann
kom sér fljótlega upp nokkrum
stofni sauðfjár og hrossa, sem hann
hefur æ síðan falið ábúendum jarð-
arinnar til varðveislu. Hann hefur
mikið bætt jörð sína hvað varðar
ræktun og húsakost, og hann hefur
verið í forystu í veiðiréttarmálum
og hagnýtingu veiðiréttar í sínu
sveitarfélagi á síðustu áratugum. í
Hrísum byggði Friðrik sér sumar-
bústað sem hann dvaldi í ásamt fjöl-
skyldunni, þegar því varð viðkomið.
Nú síðast nokkrum vikum fyrir
andlát sitt lét hann flytja sig norður
svo hann gæti kvatt æskustöðvarn-
ar og góðvinina sem hann átti á
hveijum bæ í nágrenninu — já, allt
það er tengdist draumsýninni um
dalinn hans góða og búskap í blóm-
legri sveit.
í einkalífinu sínu naut Friðrik
mikillar gæfu varðandi maka og
afkomendur. Á árinu 1942 kynntist
hann hinni ágætustu konu, Guð-
rúnu Pétursdóttur, ættaðri frá
Dýrafirði. Þau efndu til brúðkaups
síns í febrúar 1944 og settu saman
heimili af litlum efnum, en bjart-
sýni og dugnaður beggja leiddi fljót-
lega til rýmri Ijárráða og 1947
höfðu þau komið sér upp ágætri
íbúð í Mávahlíð 39, þar sem þeirra
glæsilega heimili hefur verið æ
síðan. Börn þeirra hjóna urðu þijú,
en elsta barnið lést skömmu eftir
fæðingu. Þau sem upp komust eru:
Sigríður P., jarðfræðingur, gift
Bjarna S. Ásgeirssyni, lögfræðingi,
búsett í Hafnarfirði, og Karl, hag-
fræðingur, giftur Hafdísi Rúnars-
dóttur, hjúkrunarfræðingi, og eru
þau búsett í Mosfellsbæ. Barnabörn
þeirra Friðriks og Guðrúnar eru
þijú.
Eftir að Friðrik stofnaði heimili
hér í borg voru umsvif hans af
ýmsu tagi. Hann rak trésmíðaverk-
stæði í nokkur ár, stofnsetti og
rak, ásamt öðrum, plastpokaverk-
smiðju um árabil. En á árinu 1963
var hann ráðinn framkvæmdastjóri
við byggingu Domus Medica v/Eg-
ilsgötu, og síðar sem framkvæmda-
stjóri þeirrar starfrækslu sem þar
hefur farið fram á vegum þeirra
félaga sem læknastéttinni heyra
til, m.a. annaðist hann rekstur veit-
inga- og skemmtistaðar í húsi
þessu, sem að stórum hluta mun
liafa fjármagnað byggingu hússins.
Ég geri ráð fyrir að þessum þætti
í starfsævi Friðriks verði gerð skil
af þeim sem þar eru kunnugri, en
ég veit að sínu hlutverki í Domus
Medica skilaði hann með þeim hætti
að þar mun sæti hans verða vand-
fyllt. Mér er það kunnugt að frá
hendi læknafélaganna hefur Friðrik
hlotið heiður og verðskuldað þakk-
læti, sem m.a. birtist í því að á
þessu ári var hann, fyrstur manna
utan stéttarinnar, gerður að heið-
ursfélaga Læknafélags Islands. Á
sviði félagsmála var Friðrik virkur
þátttakandi, og gjarnan valinn til
forystu. Hann mun t.d. lengst allra
hafa gegnt formannsstarfi í Hún-
vetningafélaginu í Reykjavík og
haft forgöngu um flest það sem
félagið hefur best látið af sér leiða.
Þar var hann gerður að heiðurs-
félaga árið 1978.
Kynni okkar Friðriks hófust þeg-
ar hann var átta en ég tíu ára. Síðan
þá hefur hlýr strengur vináttunnar
aldrei rofnað, þótt slaknað hafi á
sambandinu á vissum tímabilum
æviskeiðsins. Við þessi þáttaskil í
lífi okkar votta ég honum virðingu
og þakklæti, og fjölskyldu hans
samúð mína og konu minnar. Ég
hugsa gott til endurfunda þegar
stundaglas hérvistar minnar hefur
tæmt verið. Megi hann njóta náðar
Guðs og hlýrra hugrenninga góðra
vina.
Sigurður J. Petursson
Fleiri greinar um Friðrik
Karlsson munu birtast í blaðinu
næstu daga.
ÉLAGSLÍF
□ MÍMIR 59891097 = 1 frl
Krossinn
Auöbrekku 2.200 Kópavogur
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30.
Skíðadeild Víkings
Vinnudagur verður á skíðasvæði
Víkings á sunnudag 8. október
kl. 11.00.
Mætum öll!
Stjórn skiðadeildar
Vikings.
Samkomuherferð
í Bústaðakirkju
Tissa Weerasingha frá Sri Lanka
talar í krafti Guðs í kvöld
kl.20.30. Fyrirbænaþjónusta.
lofgjörð og tilbeiðsla.
Allir velkomnir.
Öll sem eitt,
samstarf kristinna
í Reykjavík.
Sítmhjálp
í dag kl. 14.00-17.00 er opið
hús í Þribúðum, félagsmiðstöö
Samhjálpar, Hverfisgötu 42.
Litið inn og rabbið um daginn
og veginn. Heitt kaffi á könn-
unni. Kynnt verður ný bók frá
Samhjálp. Við tökum lagið sam-
an og syngjum kóra kl. 15.30.
Takið með ykkur gesti.
Allir velkomnir. Samkoma í
Þribúðum á sunnudag kl. 16.00.
Samhjálp.
Y7=77
KFUM»KfUKI»98-lM9
90ár fyrlrcubu Ulands
KFUMOG KFUK
Nýtt félagsheimili KFUM OG
KFUK i Suðurhólum 35, i efra-
Breiðholti, verður vigt í dag kl.
14.00. Félagsfólk og aðrir vel-
unnarar félaganna velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almenn bænasamkoma i kvöld
kl. 20.30.
iKJj Útivist
Dagsferðir sunnudag-
inn 8. október
Landnámsgangan. 21. ferð. Nú
lokum við hringnum.
Þóroddsstaðir - Óseyrartangi.
Brottför kl. 10.30 frá Umferðar-
miðstöð - bensínsölu.
Hraun - Óseyrartangi. Samein-
ast morgungöngunni. Brottför
kl. 13.00 frá Umferðarmiðstöð -
bensínsölu. Fararstjóri: Einar
Egilsson. Takið þátt i siðustu
göngunni i landnámi Ingólfs. í lok
göngunnar verða veitt verðlaun
fyrir góða þátttöku, göngumönn-
um boðið uppá landnámsnasl
og ýmsa þjóðlega skemmtun.
Ath.: Skrifstofan Grófinni 1 er
opin frá kl. 12-18. Simar 14606
og 23732.
Sjáumst!
Útivist.
FERDAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir Ferðafélagsins
sunnudaginn 8. okt.:
Kl. 10.30 Hengill (803 m).
Ekið í áttina að Sleggjubeins-
skarði og gengið þaðan. Verð
kr. 1.000,-.
Kl. 13.00 Hengladalir.
Ekið að Kolviðarhóli og gengið
upp Hellisskarð og sem leið liggur
í Hengladali. Komið til baka um
Sleggjubeinsskarð. Verð kr. 800,-.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bil. Fritt fyrir börn að 15 ára aldri.
Ath.: Fyrsta myndakvöldið
verður miðvikudaginn 11. okt.
kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skip-
holti 50a. Myndakvöld Ferðafé-
lagsins eru eins og fyrr, bæði til
fróðleiks og skemmtunar.
Ferðafélag íslands.