Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 12
n M0RGUNJ3LAÐIÐ L^UGARpAGjJR 7.. OKTÖBER 1989 Afinæliskveðja: Jakob Frímannsson fv. kaupfélagsstj óri Tíminn líður fTjótt. Mér finns svo stutt síðan að ég var á ferð í sænsk- um rútubíl árið 1948 á leið frá Kaup- mannahöfn til Prag í Tékkóslóvakíu til að sitja fund Alþjóðasamvinnu- sambandsins. Ég hafði slegist í för með Vilhjálmi Þór, þáverandi for- stjóra Sambandsins og Jakobi Frímannssyni kaupfélagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga og við höfð- um fengið far með forystufólki í sænsku samvinnuhreyfingunni. Það var lærdómsríkt að aka í gegnum Þýskaland á þessum tíma. Ognum heimsstyijaldarinnar síðari hafði lokið fyrir þremur árum en samt blöstu við rústir borga og bæja og mannfólkið var hnuggið, enda margir misst mikið í hildarleiknum. Mér er enn í fersku minni ferðin til Prag og fundir Alþjóðasamvinnu- sambandsins, fundirnir vegna þess að þar blésu þá þegar vindar kalda- stríðsins. En fyrst og fremst var mér ferðin minnisstæð vegna þess að þar hófust kynni mín af þeim svilum, Jakobi og Vilhjáimi, enda þótt okkar kynni hafi byrjað tveimur árum áð- ur, þegar Samvinnutryggingar voru stofnaðar. Með Vilhjálmi starfaði ég svo næstu 6 árin, meðan hann var stjórn- arformaður Samvinnutrygginga og samstarf okkar Jakobs stóð í meira en þijá áratugi. Fyrst í stjórn Sam- vinnutrygginga, síðan í Sambandinu, þar sem hann sat í stjórn og sérstak- lega eftir að hann varð stjórnarform- aður þar árið 1960. Stjórnarfor- mennsku Sambandsins gegndi hann svo til ársins 1975, eftir að hafa starfað í samvinnuhreyfingunni í sex áratugi. Þessu til viðbótar hélt hann áfram setu í stjórnum Olíufélagsins og Samvinnutrygginga um nokkurra ára skeið. Jakob Frímannsson var mikill samvinnuleiðtogi. Hann var í hópi þeirra Eyfirðinga, sem mestan þátt áttu í því að gera samvinnustarfið í byggðum Eyjaflarðar að máttar- stólpa þjónustu og viðskipta enda átti Kaupfélag Eyfirðinga sterk ítök í þróun efnahags og menningar við Eyjafjörð. En forystumennimir í Kaupfélagi Eyfirðinga voru ekki ein- ungis leiðtogar í eyfirsku samvinnu- starfí heldur voru þeir jafnframt í forustusveit íslenskrar samvinnu- hreyfingar. Fyrstu þrír forstjórar Sambandsins höfðu áður gegnt kaupfélagsstjórastarfi í Kaupfélagi Eyfirðinga og frá upphafi hefur helmingur stjórnarformanna Sam- bandsins komið úr hópi Eyfirðinga. Jakob Frímannsson er fæddur á Akureyri 7. október árið 1899. Hann er því aldamótamaður í hópi 15 kaup- félagsstjóra sem fæddir voru á árun- um 1898—1899. Þrír í þessum hópi hafa orðið forystumenn í samvinnu- hreyfingunni. Vilhjálmur Þór, sem óþarft er að kynna, Þórður Pálma- son, sem stýrði Kf. Borgfirðinga í áratugi og sat í stjórn Sambandsins i mörg ár og svo Jakob Frímannsson. Jakob hóf störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, árið 1918, eftir að hafa lokið námi í Verslunarskólanum. Hann hafði að vísu starfað um eins árs skeið í kaupfélaginu 1915—16, er hann las jafnframt undir mennta- skólanám. Ur því varð ekki og leiðin lá svo í Verslunarskólann. Voru þeir þar skólafélagar hann og Þórður Pálmason. — Þegar Sigurður Krist- insson kaupfélagsstjóri KEA tók við forstjórastarfi Sambandsins við frá- fall Hallgríms bróður hans árið 1923, var Vilhjálmur Þór ráðinn kaupfé- lagsstjóri og gerðist þá Jakob fulltrúi hans. Til þess hefur verið tekið hve, þeir Vilhjálmur og Jakob unnu vel saman i Kaupfélagi Eyfirðinga. Þeir voru jafnaldrar og giftir systrum. Vilhjálmur var mikill framkvæmda- maður enda uppbygging stórfelld á vegum kaupfélagsins á þessum árum. Það var þannig forystuafl í nýjum þáttum þjónustu, framleiðslu og verslunar. Byggð Eyjafjarðar blómgaðist og þáttaskil urðu í mjólkurframleiðslu. Akureyri naut góðs af uppbyggingu sveitanna. Margbreytilegur iðnaður óx upp, sem byggðist á vinnslu land- búnaðarafurða, eins og mjólkur- iðnaður, ullar- og skinnaiðnaður svo nokkuð sé nefnt. Annar iðnaður fylgdi svo í kjölfarið. Sagt er að það hafi komið í hlut Jakobs að sjá um framkvæmdir og íjármál þar að lútandi. Hann var og maður sem hafði góða sýn yfir mál- efni Kaupfélags Eyfirðinga, hélt fast í spottana og sá þannig til þess að hvergi væni lausir endar. Það kom því af sjálfu sér, að Jak- ób Frímannsson tæki við, þegar Vil- hjálmur Þór flutti til Bandaríkjanna árið 1938 til þess að vera í forsvari fyrir deild íslands á heimssýningunni í New York 1939. Naut Jakob al- menns trausts eyfirskra samvinnu- manna til þess að taka formlega við kaupfélagsstjórastarfinu frá 1. jan- úar 1940. í tíð Jakobs Frímannssonar hélt starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga áfram að vaxa. Eftir lok heimsstyij- aldarinnar hófst mikil uppgangur í efnahag íslendinga. Þjóðin hafði á stríðsárunum safnað dqugum sjóð- um erlendis. Bjartsýni ríkti meðal almennings, enda höfðu lífskjörin stórum batnað. íslenska samvinnu- hreyfingin var virkur þátttakandi í uppbyggingunni og í stærsta kaup- félaginu hélt Jakob Frímannsson fast um stjórnvölinn. Það gerði hann reyndar allar götur til ársins 1971 er hann lét af kaupfélagsstjórastarf- inu fyrir aidurssakir. Kaupfélag Eyfirðinga var horn- steinn í atvinnulífinu á Akureyri og víðar í byggðum Eyjaíjarðar. Þétt- býliskjarnar við fjörðinn byggðust og blómgvuðust og oft með sam- vinnuhreyfinguna að bakhjarli. Síðustu árin áður en Jakob hætti störfúm í kaupfélaginu hafði hann um nokkurra ára skeið haft sem full- trúa ungan mann, Val Arnþórsson, sem áður hafði starfað í Samvinnu- tryggingum. Tók Valur síðan við kaupfélagsstjórastarfihu af Jakobi og síðar við formennsku í Sambandi af Eysteini Jónssyni 1978. Þegar ég lít til baka þá fer ekki á milli mála, að gott samstarf við stjórnárformenn Sambandsins, var þýðingarmikil forsenda þess að far- sællega mætti takast að ráða fram úr málum. Mikilsvirði var einnig góð- ur andi sem ríkti innan Sambands- ins, bæði hvað varðaði stjórn og starfsfólk. Þess végna gat samvinnu- hreyfingin haldist vel saman, en það er lykilatriði hvort sem menn sækja fram eða þurfa að veijast skakkaföll- um. Sannleikurinn er nefnilega sá, að samvinnustarfið byggist á því að unnt sé að nýta mátt hinna mörgu bæði í sókn og vörn. Ég tel það mikla gæfu fyrir mig að hafa haft trausta og víðsýna stjórnarformenn í Sambandinu. Af þeim fjórum sem ég vann með átti ég lengst samstarf með Jakobi Frímannssyni. Þar bar engan skugga á og vináttuböndin urðu traustari með hveiju árinu sem leið. Jakob Frímannsson helgaði sam- vinnuhreyfingunni starfskrafta sína öll starfsárin, en sakir mannkosta komst hann ekki hjá því að taka þátt í störfum á opinberum vettvangi. Góður vinur Jakobs lét þau orð falla fyrir mörgum árum að Jakob væri að eðlisfari hlédrægur og að pólitísk völd og metorð hefðu aldrei freistað hans, þótt þau mundu hafa orðið honum auðfengin ef hann hefði sóst eftir þeim. Opinberu störf Jakobs voru m.a. fólgin í því að eiga sæti í stjórn Akureyrarbæjar. Hann sat í bæjar- stjórn um þriggja áratuga skeið. Hann var sóknarnefndarmaður í mörg ár og vann mikið við undirbún- ing að byggingu Akureyrarkirkju. Þá sat hann og í stjórn Laxárvirkjun- ar. í stjóm byggingar fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Hann var einn af stofnendum Flugfélags Akur- eyrar og í fyrstu stjórn þess og síðan í stjórn Flugfélags Islands frá upp- hafi og síðar í stjórn Flugleiða. Þá átti Jakob sæti í stjórn Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. frá stofnun og var stjórnarformaður þess fyrirtækis um árabil. Einnig var hann í mörg ár sænskur vararæðismaður. Jakob hefur verið heiðraður á margvíslegan hátt. Hann er heiðurs- borgari Akureyrar og hefur hlotið heiðursmerki bæði innlend og erlend. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru í starfssögu Jakobs Frímannssonar. Hann hefur unnið mikið ævistarf og íslensk samvinnu- hreyfing á honum mikið að þakka. Það var mikil gæfa fyrir Jakob að eignast góða konu og friðsælt heimili. Árið 1926 giftist hann Borg- hildi Jónsdóttur bankaritara, Finn- bogasonar. Heimili þeirra á Akureyri var annálað fyrir fegurð og smekkv- Nú eru þeir kaldir hjá Rönning í Kringlunni Kæliskápar, frystiskápar og frystikistur á mjög góðu verði! Nú á haustdögum seljum við kæliskápa frá 21.000 kr., frystiskápa frá 26.950 kr., sam- byggða kæli- og frystiskápa frá 37.500 kr. og frystikistur frá 39.406 kr.* Mikið úrval - margar stærðir og gerðir frá OSBY, /////• k ik iik i^ SNOWCAP og GRAM. Nýfið ykkur einstakt •//(// KLylNINIINv-7 tækÍfærí. KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJAVÍK/SÍMI (91)685868 * Verð miðað við staðgreiöslu. ísi. íslensk gestrisni lá þar í loftinu, þar var fyrir fegurð og smekkvísi. Islensk gestrisni lá þar í loftinu, þar var opið hús fyrir þá íjölmörgu sem erindi áttu við kaupfélagsstjórann eða þá aðra sem áttu aðeins það erindi eitt að fá að njóta samveru með þeim heiðurshjónum, Borghildi og Jakobi. Þangað var gott að koma, myndarskapur húsmóðurinnar var einstakur. Þau hjónin áttu eina kjör- dóttur, Bryndísi, velgefna og list- ræna, sem látin er fyrir nokkrum ámm. Barnabörnin eni tvö, Jakob Frímann tónlistarmaður og Borg- hildur, húsmóðir. Það hafa verið miklir sólargeislar fyrir þau Borghildi og Jakob, að fá barnabörnin í heimsókn eða til dvalar þar nyrðra í lengri eða skemmri tíma, ekki síst eftir að aldurinn færðist yfir. Þá hefur tengdasonurinn, Magnús Guðmundsson, sýnt þeim hjónum mikla artarsemi í gegnum árin. Kæri vinur Jakob, tíminn flýgur hratt þegar aldurinn færist yfir og margt hefur skeð síðan við vorum á leið til Prag 1948. Á þessum ijórum áratugum hefur þróun vísinda og tækni fleygt fram með ótrúlegum hraða. Allt hefur það lagt stoðir undir það mikla neyzluþjóðfélag sem menn nú búa við. Hið gífurlega fram- boð á vörum og þjónustu hverskonar hefur ýtt mikið undir þá miklu pen- ingahyggju sem nú setur svo mjög svip sinn á þjóðfélagið okkar. Mér verður þó mest hugsað til samvinnu- hreyfingarinnar, hvernig hún getur haldið áfram að gegna hlutverki sínu í hinum síbreytilega heimi. Þar hafa nú mörg dökk ský dregið fyrir sólu og ósjálfrátt hafa margar spurningar komið upp í hugann er snerta hreyf- inguna og þó ekki síst Samband ísl. samvinnufélaga, þennan burðarás samvinnustarfsins sl. 87 ár. Þær spurningar heyrast nú oftar manna á meðal, hvort framtíð Sambandsins sé virkilega í hættu og hvaða ráðstaf- anir sé verið að gera til þess að koma í veg fyrir slíkt. Alvarleg rekstrar- vandamál kreijast skjótra og marg- vissra úrlausna, ekki síst vegna þess að í því þjóðfélagi sem við nú lifum í er sú hætta fyrir hendi, að tíminn vinni á móti, auki vandann, og vanda- málin verði þá líkt og snjóbolti sem veltur undan hallanum og hleður meira og meira á sig. Það hvílir því mikil ábyrgð á forys- tunni í samvinnuhreyfingunni að finna markvissar úrlausnir á vandan- um. Slíkar úrlausnir þurfa að fela það í sér, að sterk samstaða geti ríkt innan samvinnuhreyfingarinnar á lausn vandamálanna. Innan tíðar leggjum við Margrét upp í ferð til Akureyrar til þess að fá að heimsækja ykkur Borghildi á hinum merka afmælisdegi þínum. Við viljum fá að þakka ykkur fyrir samstarfið og vináttuna í gegnum árin og það er svo margs að minn- ast frá liðnum árum. Það var gott að geta glaðst yfir áföngunum sem náðust í samvinnustarfinu og gott var líka að geta snúið bökum saman, þegar vandamálin steðjuðu að. En nú erum við bara áhorfendur, eftir að hafa lokið okkar ævistörfum í samvinnuhreyfingunni. Kannski er- um við eitthvað krítiskari á nútíðina, vegna þess að okkur er ekki sama hvað verður um þessa hreyfingu sem átti hug okkar allan. Við Margrét færum ykkur Borg- hildi bestu afmælisóskir og biðjum guð að gefa ykkur friðsælt ævikvöld. Erlendur Einarsson í dag er Jakob Frímannsson níutíu ára, einn af mætustu sonum þessa lands og heiðursborgari Akureyrar. Þegar við leiðum hugann að því, hve Jakob hefur á langri starfsævi og í víðum verkahring átti ríkan þátt í uppbyggingu og menningarlífi bæj- arins og byggða við Eyjafjörð er þessi afmælisdagur hans um leið merkisdagur í sögu norðlenskrar byggðar og reyndar víða um landið allt. Flestum er kunnugt um farsæla forgöngu Jakobs Frímannssonar í verslunar- og viðskiptalífi þjóðarinn- ar. Færri vita að hann lét málefni kirkjunnar sig miklu skipta og helg- aði þeim krafta sína. Með afmælis- kveðju minni flyt ég honum sérstaka þökk fyrir samstarf okkar á liðnum árum, dýrmæta vináttu hans og mikla þjónustu í safnaðar- og kirkju- starfi, og þá á ég einkum við þátt í hans í byggingu Akureyrarkirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.