Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 40
tf 40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 1989 Hl ^AI^POLLUXTZT^ /'f' ð ft ft Konan mín hefur opnað augu min fyrir því að óvið- unandi sé að kaupið mitt fari í brennivín. Gefur þú í glas? Já, sýndu honum spjaldið. Það er lagið. HÖGNI HREKKVISI Rætinn málflutningur og miklar rangfærslur FR 119 svarað Til Velvakanda. í Morgunblaðinu 15. sept. 1989, á síðu Velvakanda, var grein sem bar yfirskriftina: „Félag farátöðva- eigenda á íslandi — Afskrifa verður deildirnar." Undirritað FR 119. Ekki hirti sá góði maður um að láta skírnarnafn sitt fylgja með, þó allir FR-menn viti hver FR 119 sé. Þessi pistill er í raun tæpast svara'verður, þar sem hann er yfir fullur af rætn- um málflutningi og rangfærslum. Þó ætla ég að fjalia um sama efni, án þess að loga af heift og hatri í garð deildanna. Það er óneitanlega kaldhæðni örlaganna að lesa þessa grein á sama degi og Landsþing FR er sett og bera saman við bréf, sem þessi sami maður á hlut að ásamt 5 öðrum, og sent var öllu deildarstjórn- arfólki, að ég tel. Nú vill svo heppilega eða óheppi- lega til, allt eftir því hvemig á það er litið, að sá er þetta skrifar hefur verið í stjórn deildar 11 nú síðustu 9 árin og því verið í snertingu við yfirstjórn Landsfélags FR. Þar sem FR 119 hefur verið starfandi land- stjórnarmaður, oftast sem gjaldkeri, ætti hann því að ráða nokkru um, hvernig þeim fjármunum er varið sem aflast í árgjöldum félagsmanna árlega, a.m.k. að þeim hluta sem til Landsjóðs fellur. Það hefur ekki ver- ið stór hluti af hverju árgjaldi sem hver deild fékk í sinn hlut eða 35%; ef deild innheimti sjálf að ósk Land- stjórnar bættust 10% við. Nú síðustu 2 árin hefur verið föst krónutala af árgjaldi, 654 kr., til deilda, því pró- sentureikningur var aflagður, þótti of ‘erfiður í framkvæmd. Það ættu allir að sjá að það eru engar svim- andi upphæðir sem falla í hlut deilda sem fámennar eru, það er ekki ástæðan fyrir því að illa ári í félags- rekstrinum, aldeilis ekki. Heldur allt annað og meira, semsé andfélagslegt hugarfar, samhliða vafasömum ákvörðunum ofan frá, í samspili við enn vafafyllri fullyrðingar. Þetta ætti FR 119 að vita, en ekki að skella skuldinni á hinn almenna fé- Félag farstöðvaeigenda á íslandi: Afskrifa verður deildirnar Til Veivakanda. Laugardaginn 16. þ.m. verður le.t.v. síðasta ársþing félagsins haldið lá Hótel Loftleiðum. Þessi orð eru Isogð vegna þess að flest bendir til, ð verði skipulagi og formi félagsins | kki breytt á þessu ársþingi á þann I eg að deildarekstur verði afnuminn, ■verði félagið ekki til að ári liðnu. f Ástæða þess hvemig nú er komið l fyrir félaginu er sú, að slðustu 2-3 in hefur félagsmönnum orðið ljóst merlyum, að á nokkrum stöðum úti á landi á þessi lýsing ekki við, þar hafa deildimar verið reknar á heiðar- legum grundvelli, en annars staðar er aðra sögu að segja, svo sem I Reykjavlk. Þar og á mörgum öðrum stöðum eru fámennar kllkur sem kjósa sjálfar sig til skiptis ár frá ári og sökum gamalla og úreltra félag- slaga, sem enginn getur breytt nema þessi sama klfka, eru þessum hópum umsvif á þessu svæði gætu verið undir sama þaki. Allur radlórekstur fyrir Reykjavík, Hafnarfjörð og jafn- vel Reykjanes á skilyrðislaust að vera I höfuðstöðvum félagsins, undir kallmerkinu 200, og mætti þannig á einfaldan hátt spara félagsmönnum nær eina og hálfa miiyón króna, sé litið til þeirra upphæða sem runnið hafa til deildanna I Reykjavík, Hafn- arfirði og Keflavík árlega, mörg und- pnfarin ár. DeilHir enj qkiildum vafð- lagsmann og deildastjórnarfólkið, eins og hann gerir í grein sinni. Sú var tíðin að FR 119 hvatti mjög til deildastofnunar á svæðum þar sem engin deild var starfandi, árangurinn sagði til sín, deildir allstaðar starf- andi. Nú á 2—3 síðustu árum er stöð- ugt unnið að því að fækka deildum og tekst býsna vel á stundum, raun- ar með aðstoð þeirra, sem vilja að öll tilveran logi í úlfúð og illindum svo auðveldara verði að sá fræjum haturs, en tróna sjálfir sem olíufurst- ar með logagylltan geislabaug, standandi yfir moldum félagsskapar- ins. „Mikil hafa straumhvörfin orð- ið.“ Sá félagaflótti, sem átt hefur sér stað úr Félagi farstöðvaeigenda nú að undanförnu, er í beinum tengslum við það sem hér fyrr er skráð, að viðbættu því að markvisst hefur ver- ið unnið að því að innprenta mönnum að alltof hátt deildaframlag sé rót alls ills, sem er rakalaust rugl. Ekki er við neinn að sakast nema Land- sjóð sjálfan, þar sem FR 119 hafði hönd í bagga ásamt sínum félögum í landstjórn, þó óráðsían væri svo mikil að endar næðu ekki saman. Það er engan veginn tímabært að gleðjast yfir dauða Félags farstöðva- eigenda, því áfram verður haldið á sömu braut. Deildir halda áfram að verða til innan félagsins, svo er Landsþingi FR fyrir að þakka, sem haldið var 15. og 16. sept. sl. á Hótel Loftleiðum. Raunar með allt öðrum stjórnunaraðferðum en voru. Verða nú einfaldari og nútímalegri í framkvæmd, þar sem deildir fá stærri hlut af árgjaldi og ítök í stjórn Landsfélagsins. Nú ættu allir FR- menn að gleðjast innilega yfir því að öll sú yfirbygging, sem búið var að hlaða á eitt lítið féiag, er á braut. Þar sparast stór hluti þeirra millj- óna, sem FR 119 sakar deildir um að hafa sólundað í vitleysu á umliðn- um árum, sem er hið argasta fleip- ur. Hvernig eiga deildir að geta eitt fjármunum út og suður, þegar þær voru og eru sveltar fjárhagslega? Dæmi 100, 35%+10% til deilda, á móti 65% til 55% til Landsjóðs, og 654 til deilda, en 1.246 til Land- sjóðs, þó var Landsjóður á illa rifnum buxum. (í þessum tölum er eitt ár- gjald lagt til grundvailar.) Gjaldalið- urinn á móti er krafa landstjórnar að deildir starfræki deildarradió hver á sínu svæði, þá oftast í leiguhús- næði að viðbættum hitunarkostnaði og Ijósum. Þar er sá deildarhlutur árgjalds farinn og meira til hjá þeim, sem smáar eru í sniðum. Allt vegna skammsýnna andfélagslegra afla í æðstu stöðum félagsins, sem hafa fengið að valsa of fijálslega í störf- um. Margt í þessari grein virðist rek- ast hvert á annars horn, ástæðan er sú að hlutir hafa gerst í félaginu, sem eru til vansæmdar hveijum sönnum félagsmanni. Að endingu félagi góður, FR 119, taktu nú af þér þursagrímuna, sem kennd er við Mólokk, og vertu þú sjálfur í þeirri von að þú og þínir fylgismenn skaði ekki Félag far- stöðvaeigenda meira en orðið er. Ásniundur U. Guðmundss. FR 562 gjaldkeri deildar 11 Víkverji skrifar Réttur bama verður höfuðvið- fangsefni félags sem stofnað verður á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október nk. og mun bera heitið Hjálpum böivum. Víkveija lék for- vitni á að vita í hveiju réttur bama fælist. í samþykkt Allsheijarþings Sameinuðu þjóðanna um það efni má m.a. lesa að öll börn skuli eiga skólagöngu vísa, að þau skuli njóta ástar og öryggis og sömuleiðis vemdar og hjálpar fullorðinna. Þá skulu öll böm njóta góðra og heilsu- samlegra uppvaxtarskilyrða, eiga heimili og fá saðningu dag hvem. Bömum má ekki misþyrma og hlífa ber þeim við erfiðisvinnu og öll eiga þau rétt á friði. Af þessari upptalningu er ljóst að víða er pottur brotinn, en ekki bara í fátækum og stríðshijáðum löndum, eins og maður gæti í fyrstu haldið. Aðgerða er vissulega þörf til að breyta hugsunarhætti okkar og framkomu gagnvart bömum, sér- staklega er Víkveiji með í huga óvenju háa slysatíðni íslenskra bama. T-k að hefur verið sagt um þýskar 3C0 fjölskyldur, að þær saman- standi af manni, konu og . . . hundi. Þótt þetta sé nú sagt í ein- hveijum gantaskap, þá felst í því sannleikskom. Bameignir hafa greinilega ekki átt upp á pallborðið hjá Þjóðveijum og meðalaldur þýsku þjóðarinnar er hærri en gengur og gerist í heiminum. Afleiðingar þessa em með ýmsum hætti. Meðal ann- ars sækjast Þjóðveijar eftir útlendu ungu og vel menntuðu fólki og hafa m.a. ungir írskir mennta- og iðnað- armenn flutt í stómm stíl til Þýska- lands að undanfömu. Nýjasta dæ- mið er svo flóttamannastraumurinn frá Austur-Þýskalandi, en þar er yfirleitt um að ræða ungt og vel menntað fólk sem treystir sér vel í samkeppni við landa sína vestan landamæranna um störf. Það hlýtur að vera grátlegt fyrir stjómvöld i Austur-Þýskalandi að horfa upp á þennan atgervisflótta, og þeim er vorkunn. Það er hægt að slaka á klónni í Ungveijalandi og Póllandi og jafnvel þróa þessi þjóðfélög til lýðræðis; þrátt fyrir það verða Ung- veijaland og Pólland áfram til. Hins vegar byggist tilvera Austur-Þýska- lands á alræði og forsjá kommún- ista. Verði um einhveijar tilslakanir þar að ræða í átt að lýðræði er til- vem ríkisins ógnað. Þannig er skilj- anleg þijóska ráðamanna þar og hörð andstaða við umbætur, enjáfn- framt nokkuð ljóst að á endanum brestur stíflan. xxx Ríkisútvarpið hefur losnað úr fjötmrn. Þannig fínnst Víkveija best að lýsa þeirri breytingu sem orðið hefur á dagskrá þess fyrir til- verknað verkfallsaðgerða tækni- manna. í stað misgóðra talmálsþátta er nú spiluð vönduð sígild tónlist. Víkveiji er sannfærður um að það myndi njóta mikillar hylli ef fram- hald yrði á þessari stefnu, eftir að verkfallsaðgerðir tæknimanna em að baki. Það hefur mátt lesa á biöð- um að starfandi er nefnd á vegum Ríkisútvarpsins sem hefur það markmið að marka dagskrárstefnu rásar eitt. Vikveiji beinir því til nefndarmanna að þeir sjái til þess að hlutur sígildrar tónlistar verði miklu meiri í framtíðinni í dagskrá Ríkisútvarpsins, jafnvel mætti hugsa sér sérstaka útvarpsrás senyútvarp- aði einungis sígildri tónlist. íslenska útvarpsfélagið rak reyndar útvarps- stöðina Ljósvakann um tíma sem ætlað var það hlutverk að flytja sígilda tónlist og jass. Mistökin, sem þar vom gerð og leiddu til lokunar stöðvarinnar, vom þau að mati Víkverja, að tónlistin á stöðinni var of blönduð og sígilda tónlistip. í minnihluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.