Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989 19 Kanadadagar á Islandi NÆSTKOMANDI mánudag- gengst sendiherra Kanada, R.H. Graham Mitchell, fyrir ráðstefnu á Hótel Sögu um nýja möguleika í milliríkja- viðskiptum og um aukin viðskipti milli Kanada og íslands. Jafnframt verður kynnt framleiðsla á annað hundrað fyrirtækja í Kanada og fiilltrúar um tuttugu fyrirtækja frá Kanada vérða til viðtals á „Mar- ket Place“ á Hótel Sögu eftir hádegi á mánudaginn til þess að gefa upplýsingar um viðskipti. A ráðstefnunni munu verða flutt þrjú erindi. Mr. Gary Scott, Deputy Director Western European Trade, utanríkisráðuneyti Kanada, mun ræða um „Free Trade between Canada and USA“, Ólafur Davíðs- son, framkvæmdastjóri FÍI, for- maður ráðgjafanefndar EFTA, um „Framvinduna innan EB og EFTA og nánara samstarf" og mr. Andrew de Schulthess, Special Ad- viser, Investment Counsellor Canadian High Commission London um „Investment and Joint Ventures in Canada". Umræður og fyrir- spurnir verða milli erindanna. Eftir hádegið á mánudag verða fulltrúar 20 fyrirtækja í Kanada ásamt viðskiptafulltrúa sendiráðs Kanada, Roger Chan, til viðtals á 2. hæð Hótel Sögu. Þangað geta þeir, sem óska viðskiptasambanda í Kanada, snúið sér milli klukkan 13.00 og 16.30. Mjög vaxandi áhugi er fyrir auknum menningarlegum sam- skiptum milli Kanada og íslands. Hingað er komin þekkt söngkona, frú Heather Ireland, frá Vancouv- er, BC, og mun hún koma fram í sjónvarpi á Stöð 2 og í Ríkissjón- varpinu síðar í vetur. Hún heldur hljómleika að Gerðubergi í Breið- holti á sunnudagskvöldið klukkan 20.30 og er öllum heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Væntanlega mun söngkonan einnig halda hljómleika á Akureyri síðar í þessum mánuði. Heather Ireland er mezzó-sópran og hefur sungið mikið í útvarp og sjónvarp í Kanada, með Winnipeg Symphony Orch- estra, C.B.C. Orchestra, Vancouver Heather Ireland, söngkonan, sem syngur í Gerðubergi sunnudags- kvöld. óperunni o.m.fl. og efnt til margra hljómleika í Kanada og víðar. Kynning' á bókmenntum hjá Eymundson í sambandi við „Kanada daga“ á Islandi efnir Almenna Bókafélagið, Bókaverzlunin Sigfús Eymundsson, til kynningar á bókmenntum Kanada, sem hefst nk. mánudag. Utanríkisráðuneyti Kanada hefur boðið rithöfundinum, M.D. Valgard- son, til íslands og mun hann opna bókasýningu á ritum Kanadamanna í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar kl. 10. f.h. á mánudaginn. Klukkan 15 mun hann lesa æur verkum sínum. Vestur-íslenski rit- höfundurinn William D. Valgardson er mjög þekktur rithöfundur sem nýtur sívaxandi vinsælda í Ameríku, og hefur hlotið margví- slega viðurkenningu fyrir ritstörf sín. Ein af smásögum hans, Blóð- rót, kemur út í íslenskri þýðingu á mánudaginn. Rithöfundurinn er ís- lendingum að góðu kunnur m.a. af kvikmyndum, sem gerðar hafa ver- ið eftir verkum hans og sýndar hafa verið í íslenska Ríkissjónvarp- inu. Valgardson er einnig prófessor í „Creative Writing" við University of British Columbia í Vancouver og mun flytja fyrirlestur um þetta efni við Háskóla íslands meðan hann dvelzt hér. William D. Valgardson telst með réttu höfuðrithöfundur „Nýja ís- lands“ nútímans, en á þessu ári er öld liðin frá því er Stephan G. Stephansson nam land í þriðja sinn vestan hafs og settist að nærri smábænum Markerville í Alberta- fylki í Kanada. Þessa dagana kem- ur út bókin „Vestur í frumbýli“, útgáfa dr. Finnboga Guðmundsson- ar. í bókinni eru kvæði, bréf og erindi Stephans G. frá árinu 1891, Rósa Benediktsson: Foreldrar mínir og 50 stökur Stephans G. Stephans- sonar. Á Hótel Sögu verða næstu daga sýnd tvö myndasöfn, „Insuvit“ og „People of the Cedars", sem eru eign utanríkisráðuneytis Kanada. Laugarásbíó endursýnir nú um helgina kvikmyndina „Hnignun ameríska heimsveldisins" í tilefni Kanadískra daga í Reykjavík. Myndin lýsir vinafólki, háskóla- borgurum, sem virðast öll fallin í gryíju sjálfselsku nútímans. Myndin er dæmi um góðar myndir, sem koma frá Kanada og fór fram hjá allt of mörgum, þegar hún var fyrst sýnd hér fyrir nokkru. (Frcttatilkynning) Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveinn Hjörleifsson, Þorkell Eiríksson yfírþjónn og Sturla Péturs- son. Naustið 35 ára: Tilboðsmatseðill í há- deginu og á kvöldin VEITINGAHÚSIÐ Naustið verður 35 ára þann 6. nóvember næst- komandi. Af því tilefni býður Naustið mat á tilboðsverði frá næstkom- andi sunnudegi til afmælisdagsins. Sérstakur tilboðsmatseðill verð- ur, annars vegar í hádeginu virka daga og hins vegar á kvöldin frá sunnudags- til fimmtudagskvölds, og verður skipt um matscðilinn vikulega. Á afmælisdaginn sjálfan verður síðan haldið upp á af- mælið með hófi. Sturla Pétursson og Sveinn Hjör- leifsson hafa rekið Naustið undan- farin tvö ár og hafa leigusamning í nokkur ár enn. Lögðu þeir áherslu á að þeir rækju veitingahúsið með sama sniði og verið hefði frá upp- hafi og hefðir Naustsins í heiðri hafðar. Þeir sögðu að eigenda- skipti á þeim húsum sem Naustið er í hefði engin áhrif á rekstur veitingastaðarins. Núverandi rekstraraðilar hafa á undanförnum tveimur árum endur- bætt húsnæðið, einangrað það og endurbætt eldhúsið. Þeir sögðu hins vegar að engu hefði verið breytt í veitingastaðnum sjálfum. Ekki væri ástæða til þess vegna þess hversu vel hefði verið staðið að innréttingu staðarins í upphafi. Þeir innréttuðu hluta hússins upp á nýtt og reka þar veitingastaðinn Geirsbúð. Þá vinna þeir að því að setja upp veitingasal í kjallara Naustsins. Stefna þeir að því að opna þar sal sem tekur 160 manns fyrir áramót. Tilboðsmatseðiliinn í hádeginu verður tvíréttaður og kostar matur- inn 500 krónur. Verður hann í gildi mánudaga til föstudaga fram að afmælisdegi Naustsins. Kvöldmat- seðillinn verður fjórréttaður og kostar maturinn 1.490 krónur. Hann gildir frá sunnudagskvöldi til og með fimmtudegi. DA90 Sýnum allar geróir af LADA bílum helgina 7. og 8. október frá kl. 10-17 Mikið úrval skrásettra bíla til afhendingar strax. Tökum gamla LADA bílinn upp í nýjan og semjum um eftirstöóvar. —------iKto " Veitingar verða á boðstólum. tAD* góður kostur í bílakauputtt BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HE fl - Ármúta 13 - 108 Reykjavík - & 681200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.