Morgunblaðið - 08.10.1989, Page 20

Morgunblaðið - 08.10.1989, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER , ,, MO.RGUNBLADIÐf$PmTO#*f1^f^TQ:BER 21 JltargiiiiÞIftfrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 90 kr. eintakið. Sovétveldið að liðast í sundur? Er veldi Sovétríkjanna í Austur-Evrópu að liðast í sundur? í Búdapest sitja trún- aðarmenn kommúnistaflokks- ins í Ungverjalandi á fundi og ræða tillögu um að leggja flokk- inn niður og stofna nýja tegund af sósíalískum flokki. í Varsjá hefur kommúnistaflokkurinn gefið eftir stjórnarforystuna og innan þess flokks eru einnig umræður um breytingar á nafni eða stofnun nýs flokks á grunni hins gamla. í Austur-Þýzka- landi lýsir leiðtogi Sovétríkj- anna því yfir, að vandamál kommúnista þar verði ekki leyst í Moskvu heldur í Austur- Berlín. Efnahagsástandið í Sov- étríkjunum sjálfum versnar stöðugt og þau hafa ekki lengur bolmagn til þess að veita hinum gömlu leppríkjum í Austur- Evrópu nokkurn fjárhagslegan stuðning. Þess vegna leita þau nú eftir aðstoð Vesturlanda. Þess verður vart langt að bíða, að svipuð hreyfing komist af stað í Tékkóslóvakíu. Austur-Þýzkaland er sérmál. Velmegun hefur lengi verið meiri í Austur-Þýzkalandi en í öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Fólksflutningarnir frá Austur- Þýzkalandi til Vestur-Þýzka- lands undanfarnar vikur sýna hins vegar, að kommúnistar í Austur-Þýzkalandi ráða ekki lengur við samkeppnina við Vestur-Þýzkaland um lífskjör og lífsskilyrði. Það er því ekki að ástæðulausu, að spurningin um sameiningu þýzku ríkjanna tveggja er komin til umræðu og þykir ekki jafn óhugsandi og áður, að af henni geti orðið. Öll er þessi framvinda mála ótrúleg frá sjónarhorni þeirra, sem fylgzt hafa með þróun mála í Evrópu frá stríðslokum. Við fögnum þessari þróun. En það er líka ástæða til að gera sér ekki of miklar vonir. Hið mikla ríki kommúnismans í austri er veruleiki. Þótt þar sé nú við mikla erfiðleika að stríða, bæði efnahagslega og stjórn- málalega, geta þær breytingar, sem þar er nú unnið að, leitt til þess, að Sovétríkin verði öflugri í framtíðinni en þau hafa jafnvel verið fram að þessu. Allar líkur benda til, að Sovétríki, sem hefðu yfir meiri efnahagsstyrk að ráða, mundu hyggja á nýja útþenslu. Þess vegna eru nágrannaríki þeirra í Austur-Evrópu engan veginn laus úr heljargreipum kommún- ismans, þótt ráðamenn í Moskvu eigi ekki annan kost nú en að slaka á klónni. Öflugri Sovétríki í framtíð- inni geta líka ógnað vestrænum ríkjum hernaðarlega í enn ríkara mæli en nú. Þótt okkur finnist hættan vera að líða hjá getur hún orðið enn meiri, þeg- ar komið er fram að aldamót- um. Þess vegna væri það jafn mikil fásinna fyrir Vesturlanda- þjóðir að leggja niður vopn nú eins og það var á fyrstu árunum eftir heimsstyijöldina síðari, þegar þessar þjóðir afvopnuð- ust í stórum stíl og stóðu varn- arlausar frammi fyrir sókn Sov- étríkjanna í Austur-Evrópu. um, því ekkert var túnið. Snjór lagð- ist snemma að svona hátt, svo varla var um neina sauðbeit að ræða að vetri.“ Þetta var mikill snjóavetur, og Björn missti 50 ær af 80 fjár. „Þær voru orðnar svo aðframkomn- ar, að þær átu af sér ullina og dráp- ust af því.“ Um sumarið hafði Björn sótt tals- vert af surtarbrandi á hestum, og tók hver ferð sex tíma. Einyrkinn gat því ekki flutt mikið heim. Um veturinn þraut eldsneytið og „það varð svo kalt í bænum, að mikinn hluta vetrar var ekki hægt að snúa kodda í rúmi okkar, hann var gadd- freðinn við höfðalagið. Þá safnaðist mikil ísing fyrir uppi í ræfrinu, og varð þekjan öll með klakahellu, nokkurra þumlunga þykkri, og svo — var þetta að vætla niður um allt hús, þegar þiðnaði.“ Björn fluttist ásamt konu sinni og tveimur börnum að Lækjarbæ 1919 og þá var þar tvíbýli. Þar var í raun og veru ekki búandi og eftir- gjaldið segir hann hafi verið lítið. Hann þurfti að byggja yfir sig og sína fimm sinnum á ævinni. Slíkum einstaklingshyggjumanni var ekki fisjað saman. Hann vildi verða bóndi, þvíað þá væri hann kóngur í ríki sínu einsog hann segir. Þetta var áður en bændur urðu réttinda- litlir opinberir starfsmenn með föst- um tekjum á fjárlögum. En þá hættu þeir líka að vera kóngar í ríki sínu; afsöluðu sér konungs- dæminu til þeirra sem ráðskast með skattpeninga fólksins og fjárlaga- stefnuna. Bændur hafa átt annað og betra skilið einsog fram kemur í gagnmerkri aldamótaskýrslu sjálf- stæðismanna á Iandsfundi. Þeir geta verið stoltir af slíkri stefnu- mörkun sem er í senn ákveðin, mannúðleg og síðast en ekki síst óvenju vel samin. M. (meira næsta sunnudag) HAMINGJA • og velferð eru ekki eitt og hið sama. Líklega er fólk aldrei fullkomlega ham- ingjusamt nema í auglýsingum. Þar er hamingjan svo yfirþyrmandi að venjulegir hversdagsjónar eru óhamingjan uppmáluð samanborið við það. Omexin er hárvökvi sem einkum er notaður við slæmu hár- losi. Slíkt los getur víst valdið mik- illi óhamingju. „Lyfið hefur gjör- breytt lífi mínu og stóraukið á ham- ingju mína“, segir kona í banda- rískri sjónvarpsauglýsingu sem ég rakst á fyrir nokkru útá Long Island. Og svo er Omexin kallað hamingjulyfið! Hamingja getur að vísu verið afstæð eins og allt annað. Sögu- maður eða málpípa Henry Millers í Tropic of Cancer segist vera ham- ingjusamur í einhveiju ömurlegasta umhverfi sem hægt er að hugsa sér. Bandaríkjamenn í París eru einstaklega vonlaus fyrirbrigði ef marka má þetta sjálfsævisögulega skáldverk Millers. Auðnuleysið er eitthvað svipað í sögu James Bald- wins, Another Country. Sagan fjall- ar þó fremur um hamingjusnautt fólk í New York en París. Vatnið í ánni svart, segir Baldwin, einsog sálarlíf þess sem drekkir sér í því. Áður hafði hann verið einn með vindinum. Það eru margir einir í hamingjusnauðu umhverfi alls- nægtanna. Tracey Ullman segir í einum sinna ágætu sjónvarpsþátta, að lýtalæknirinn geti gert hana „full- komlega hamingjusama"; hann einn getur boðið uppá garanteraða ham- ingju. Þeir eru víst fáir sem geta boðið hamingju með ábyrgð; einsog ísskápa; eða úr. En útlitið og innri maður eru sitt hvað. Fegurðar- drottningartitill tryggir ekki ham- ingju. Ófríð kona getur verið ham- ingjusamari en fegurðardís. Fátæk- ur maður hamingju- samari en auðkýfing- ur. Ein systranna í söngleiknum Inní skóginn sem hefur, verið sýndur við mikl- ar vinsældir í New York leggur lítið uppúr hamingjunni. Henni var kennt að vera aðlaðandi, ekki ein- læg; einsog hún segir sjálf. Aðlað- andi er konan ánægð, hefur verið sagt. En slíkri ánægju fylgir ekki endilega hamingja. Nema það sé rétt sem brezkur listfræðingur hef- ur sagt, að fegurð sé fullnægja. VIÐ ÞURFUM EKKI • annað en líta á fróðlegt samtal ungs blaðamanns á Morgun- blaðinu, Braga Óskarssonar, við Björn Guðmundsson, fyrrum bónda á Reynihólum í Miðfirði, hundrað ára í febrúar 1985, tilað sannfær- ast um að hamingja getur fylgt hverskyns veraldlegu basli og hremmingum og staðið í öfugu hlut- falli við velferð, enda verður hún vart talin eitt helzta einkenni sam- tímalífs í velferðarríkjum vest- rænna þjóða. Við þurfum þvert á móti að kljást við jafnvægisleysi og ófullnægju. Þorstanum verður ekki svalað með sýndarmennsku. Höpp og ytri gæði koma aldrei í stað innri rósemdar sem er for- senda andlegs jafnvægis og ham- ingju. Þess vegna hefur engum stjórnmálaflokki í lýðræðisríki dott- ið í hug að gera út á hamingjuna. Það gera þeir einir sem lifa í þeirri blekkingu að kenning þeirra sé að- göngumiði að paradís. En það er skammt á milli þess guðs og gúlags. Björn segir að kaupið hafi alls staðar verið lágt, þegar hann var ungur maður og töluverð vinnu- harka sums staðar. Þá tíðkaðist búskapur með gamla laginu og þeg- ar hann og kona hans fluttust á Lækjarbæ inni á heiðinni, „heyjaði maður á flám og með lækjarbrekk- | HELGI spjall Meðal ÞEIRRA skjala sem lögð eru fyrir landsfund Sjálf- stæðisflokksins eru drög að greinargerð frá svonefndri alda- mótanefnd um nokkra þætti sjálfstæðisstefnunnar. í nefndinni eiga sæti Davíð Oddsson, for- maður, Einar Oddur Kristjánsson, Guð- mundur Magnússon, Sigríður Þórðardóttir, Valur Valsson og Þorgeir Pálsson. í inn- gangi greinargerðarinnar segir að nefndin sem skipuð var af miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins hafi litið svo á að verkefni henn- ar væru fyrst og fremst að „láta sjálfstæð- isstefnuna varpa með nýjum hætti ljósi á hvernig takast megi á við ýmis þau álita- efni, sem brýnust virðast næstu árin og e.t.v. áratugina. Og með þeim hætti að færa þá stefnu, sem enn stendur góð í gildi, í nýtt form og nýjan farveg, sem fallið gæti að þjóðmálaumræðu næstu missera og jafnvel haft nokkur áhrif á hvernig sú umræða þróaðist.“ Þá segir að nefndin hafi aldrei ætlað sér að svara öll- um þeim spurningum sem upp kynnu að vakna um flokk í framtíð, né leysa allan þann vanda, sem við kynni að blasa. Nefndin ræðir um réttindi einstaklinganna og skyldur þeirra, vikið er' að hlutverki ríkisins, styrk þess og eðlilegum takmörk- unum, þjónustu þess við þjóðfélagið og þá sem það félag mynda og jafnir eiga að standa gagnvart leikreglum þess. Gerður er greinarmunur á afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til velferðarríkisins og velferðar- þjóðfélagsins og á hvern hátt sjálfstæðis- stefnan fellur að hvoru um sig. Þessi tilvísun til ríkis sósíalismans sem er að líða undir lok annars vegar og velferðar- þjóðfélagsins hins vegar endurspeglar við- leitni nefndarinnar til að þrengja að ríkinu og auka svigrúm einstaklingsins til velferð- ar. Vikið er að samspili blómlegs atvinnu- lífs og ríkisvaldsins og stjórnmálabarátt- unnar. Leitast er við að sýna fram á að í landinu búi aðeins ein þjóð, ekki aðeins í hefðbundnum skilningi heldur fremur í þeim skilningi, að hagsmunir hennar séu í sem stærstu dráttum hinir sömu, óháð því hvar í landinu menn vilji búa. Einnig er vikið að þvi á hvern veg sjálfstæðisstefn- an blasir við þeim álitaefnum, sem snerta fjölskylduna, þjóðernistilfinningu, tungu og trúarlíf, umhverfisvernd og náttúruauð- lindir, menntun, menningu og vísindi. Þá er hugað að því hvaða meginsjónarmið hljóti að verða lögð til grundvallar ef tek- ið er á nokkrum þeim álitaefnum, sem efst verða á baugi á næstu árum og áratug- um. Hér í þessu Reykjavíkurbréfi verður vitnað í þessi drög að greinargerð og litið á aðra kafla en þá sem lúta til dæmis að mótun fiskveiðistefnu og stefnu í land- búnaðarmálum en eins og kunnugt er ber þau mál hátt á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Þá verður ekki heldur staldrað við þá kafla í greinargerðinni þar sem rætt er um stjórnarfarið, kosningar og kjördæmaskipan eða utanríkismál og sam- skipti við Evrópubandalagið, enda hafa þeim verið gerð skil í fréttum blaðsins. í GREINARGERÐ- inni er minnt á þá staðreynd að Sjálf- þjóðfélagið stæðisflokkurinn hafi sem kunnugt er haft forystu um að ríða öryggisnet fyr- ir þegnana jafnt á vettvangi þjóðmála sem og í þeim sveitarstjórnum, þar sem hann hefur ráðið mestu. Hafi stefna hans borið þann ávöxt að íslendingar geti hnarreistir borið sig saman við aðrar þjóðir. Síðan segir: „Hvað þessa stefnumörkun varðar hefur hann [Sjálfstæðisflokkurinn] verið trúr grundvallarforsendu sinni sem flokkur allra stétta. Það er þó miklu meira í anda Sjálfstæðisflokksins að tala um velferðar- þjóðfélag en velferðarríki. Skipulagshyggj- an sættir sig við mikla skerðingu persónu- legra réttinda í því skyni að tryggja vel- ferð fjöldans fyrir meðalgöngu ríkisins. Velferðar- Sé siík vegferð gengin á enda ber hún feigðina í sér og stefnan brotnar í spón eins og sést í ríkjum sósíalismans um þess- ar mundir. Velferðarríkishugmynd félagshyggj- unnar byggir á að ríkið tryggi velferðina eftir sínu höfði. Hún sé skömmtuð úr hnefa þess sem eins konar umbun hins góða ríkis til þegna sinna eftir fyrirfram ákveðnum og umdeilanlegum forsendum og misjafn- lega réttlátum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur hins vegar áherslu á, að frumkvæði einstaklinganna sjálfra, samtaka þeirra og sveitarfélaga, sem næst stendur almenningi af opinberu valdi, verði virkjað í þessu skyni. Þessir aðiiar tryggi best velferð sína og öryggi, en ríkisvaldið eigi að tryggja þeim svigrúm og almenn skilyrði og veita ákveðinn og öruggan stuðning. Velferð^rríkið og skatt- píning eru óaðskiljanlegir síamstvíburar, en velferðarþjóðfélagið og hófleg hlutdeild ríkisins í þjóðartekjum geta hins vegar ekki hvort án hins verið. Velferðarríkið sér þegnana fyrir sér sem illa haldna og ósjálf- bjarga þurfalinga, sem ekki eiga í önnur hús að venda en til þess, á meðan velferðar- þjóðfélagið lítur á borgarana sem bjarg- álna menn sem skuli hafa ótvíræða örygg- istryggingu ef eitthvað bjátar á, sem þeir geta ekki sjálfir leyst. Velferðarþjóðfélagið gerir óneitanlega kröfu til þess að hinn sameiginlegi sjóður landsmanna sé öflugur og traustur. Það getur hann ekki verið nema atvinnulífið beri ríkan ávöxt og frelsi og framtak at- orkumanna fái notið sín. Styrkur ljónsins er því einskis virði innan rimlanna og at- orkumaðurinn verður hvorki sjálfum sér né öðrum til gagns í ófrelsinu. Þetta sést glöggt úm þessar mundir, þegar afhjúpað er, að þjóð, sem byggir eitt ríkasta land veraldar, er ófær um að brauðfæða börnin sín eða veita þegnunum þau lífskjör, sem hengju í lágmarki annars staðar. Það er engin ástæða til að ætla annað, en að fyrir forystumönnum þessarar stóru þjóð- ar, þessa heimsveldis, hafi af einlægni vakað að skapa réttlátara velferðarríki en annars staðar þekktist. En þar hefur þeg- ar sannast, sem einnig myndi sannast hér, að sá sem ætlar að gera allt fyrir alla, verður fyrst að taka allt frá öllum. Það er rótgróið viðhorf íslensku þjóðar- innar og samofið kristinni lífsskoðun henn- ar, að bágstöddum skuli til bjargar koma og leitast við að hjálpa mönnum til sjálfs- hjálpar. Þessi viðhorf eru og samgróin Sj álfstæðisflokknum. “ I KAFLA ÞAR Hlutverk ríkisvalds- ins sem rætt er um hlutverk ríkisvalds- ins segir að nauð- synlegt sé að taka reglugerðarskóg þess sérstaklega fyrir, grisja hann mjög með því að fella burtu óþörf ofstýringarfyr- irmæli, án þess að dregið sé úr almennu öryggi borgaranna. Þá segir að takmarka þurfi heimildir til útgáfu bráðabirgðalaga. I fyrsta lagi með því að gera ríkari kröfu til þess skilyrðis, að um „brýna þörf“ sé að ræða, og í annan stað að slík lög skuli lögð fyrir þing í upphafi þess og afgreið- ast innan mánaðar, ella falli þau úr gildi. Þau stefnumið sem þama eru sett eru í góðu samræmi við hina almennu stjórn- málaþróun á þann veg að.minnka skuli hlut ríkisins og auka svigrúm borgaranna að sama skapi. Sú árátta að setja lög sem heimila útgáfu reglugerða um stórt og smátt stendur margvíslegri þróun fyrir þrifum. Og hin rúma túlkun á „brýnni þörf“ til útgáfu bráðabirgðalaga samrým- ist ekki lengur hugmyndum manna í lýð- ræðisríki um valdmörk ríkisstjórna. Þá segir í greinargerðinni: „Sjálfstæðis- flokkurinn hlýtur ætíð að hafna þeim lodd- araskap og lýðskrumi, sem felst í því að reyna að koma því inn hjá almenningi að hægt sé fyrir meðalgöngu stóra bróður að afnema lífsbaráttuna og menn þurfi ekki að vera ábyrgir gerða sinna og taka að nokkru afleiðingum afglapá sinna. Það er of mikið sagt að hver maður sé REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 7. október sinnar gæfusmiður. Þar kemur fleira til. En það réttlætir ekki að hafa af gæfu- smiðnum hamarinn og fjarlægja sögina. Hamar og sigð í höndum ríkisins hefur ekki reynst leiðin til bættra lífskjara. Ríkinu ber að tryggja innra öryggi og al- mannafrið. Löggæsla þess verður að vera öflug og öguð, en athafnafrelsi hennar sem og ríkisins sjálfs hlýtur að takmarkast af ríkum persónurétti sérhvers manns.“ Og enn segir í þessum sama kafla: „Eins og fyrr var sagt hlýtur Sjálfstæð- isflokkurinn að stefna að því að ríkisvald- ið sé öflugt en takmarkað. Áríðandi er einnig að ríkisvaldið og forsvarsmenn þess þekki sín takmörk. Ríkisvaldið birtist stundum þegnunum sem óseðjandi hít, þar sem óvæntir skuldadagar koma reglubund- ið upp. Ríkið á þá ekki fyrir þeim verkefn- um, sem það hefur anað út í. Áætlanir virðast einatt rangar og verði ekki leiðrétt- ar með öðrum hætti en þeim, að seilast lengra niður í vasa borgaranna. Nauðsyn- legt er að finna leiðir til þess að ríkið lúti í megindráttum sömu lögmálum og heimil- in í landinu og líkt því sem gerist með sveitarfélögin. Þessir aðilar haga sér að jafnaði þannig, að tekjustofnarnir eru óbreytanlegir að mestu leyti og þeir verða því að koma útgjöldum sínum fyrir innan þess þaks, sem þeir að lögum eða vegna eðlis málsins búa við. Þessu hefur verið öfugt farið með ríkið. Tilhneigingin hefur verið sú, að forsvarsmenn þess marka út- gjöldin fyrst og leita síðan tekna. Þannig bólgnar ríkisbúskapurinn út umfram það sem jbúafjölgun og vöxtur sameiginlegra tekna gefur tilefni til. Til viðbótar þessu, og það sem verra er, þá virðast gjöld ár eftir ár vanmetin af ásetningi í því trausti að tekna verði aflað fyrir óráðsíunni eftir á, hvort sem skattgreiðendunum líkar bet- ur eða verr. Þegar sýnt er að tekjuöflunin hrekkur ekki fyrir útgjöldunum er gripið til fjölmargra úrræða og flest eiga þau það sameiginlegt að vera óyndisúrræði. Skattar eru hækkaðir, óbeinir oftar en beinir, þar sem sú músin læðist en stekkur ekki. Skuld er safnað í Seðlabankanum, sem ávísun á síðari tíma skattahækkun og skattheimtu. Ríkisskuldabréf eru seld í auknum mæli og lán eru tekin í útlöndum fyrir almennum útgjöldum.“ í lok þessa kafla segir: „Brýnt er að fyrirkomulagi ríkisfjármálanna verði breytt og það verði látið búa við sama fjár- hagslega agann og heimilin og sveitarfé- lögin. Fjárlög þurfa að vera marktæk og með nútíma samgöngum er auðvelt að setja það skilyrði að þing verði fyrirvar- alítið kallað saman, ef sýnt er að fjárlög fara úr böndunum. Með slíkt yfir höfði sér er líklegt að fjármálayfirvöldin í ríkisstjórn og á þingi myndu vanda betur til vinnu- bragða en ella.“ Mennta- stefna I ATTUNDA kafla draganna að greinargerð alda- mótanefndar er fjallað um mennta- og skólamál auk menningarmála. Hann hefst á þessum orðum: „Eitt meginágrein- ingsefnið í stjómmálum jafnt þessa lands sem annarra er hver skuli vera umsvif einstaklinganna í þjóðfélaginu annars veg- ar og ríkisvaldsins hins vegar. Um þessa skiptingu hljóta að verða átök um langan aldur. Flestir eru á hinn bóginn sammála um það, að ríkisvaldið hljóti að láta til sín taka, hversu menntun, menningu og upp- lýsingu þjóðarinnar er varið og beita sér í þeim efnum.“ Fram kemur sú skoðun að segja megi að íslenskir stjórnmálaflokkar hafi í raun forðast að marka sér skýra menntastefnu, til að mynda skoðun á því, á hvaða þætti beri að leggja megináherslu í kennslu og skyldunámi skóla og í hvaða anda sé nauð- synlegt að reka slíkar menntastofnanir. Ekki fari á milli mála, að eitt megin- markmiðið hljóti að vera að menntastofn- anirnar stuðli að sem víðtækustum þroska einstaklinganna og þegnskap þeirra. Kenni þeim í senn að rækta einstaklingseðli sitt og meta þá heild, sem þeir eru af, og átta Morgunblaðið/Þorkell sig á að einn er maðurinn einungis hálf- ur, en með öðrum meiri en hann sjálfur. Þýðingarmikið er að því sé aldrei gleymt að einstaklingarnir eru misjafnir og ólíkir og það er ekki verkefni skólanna og hins opinbera kerfís að reyna að steypa alla menn í sama mót, heldur beri að ýta und- ir sérgáfur og sérkenni hvers einstaklings, þótt honum sé hjálpað til þess að aðlagast sínu umhverfi og nýta sér hæfileika sína í þágu annarra. Skólarnir þurfi að leggja áherslu á að efla þegnskap og þjóðernistilfinningu með fólki, efla skilning á gildi þess að vera ábyrgur einstaklingur, borgari í lýðfijálsu landi, og þau forréttindi, sem það er í raun að búa við lýðræðislega stjómskipun og þá velmegun sem slík stjórnskipun hef- ur skapað. Setja verði í öndvegi rækilega kennslu í kristnum fræðum, sögu lands- ins, tungu okkar og tilbrigðum hennar, bókmenntum og öðrum listgreinum. Því miður hafi þessar hefðbundnu greinar nokkuð orðið að þoka fýrir útlendum tísku- stefnum á síðustu árum og áratugum. Það sé áríðandi að nemandinn komi úr skóla sínum með þokkalega vitund um, að því fylgir bæði vandi og vegsemd að vera ís- lendingur. Æskilegt væri að gera róttækar breyt- ingar á því efni sem kennt sé í grunnskól- um. Þar hljóti að skipa öndvegi hefð- bundnar hugvísindagreinar annars vegar og tæknilegar greinar hins vegar, sem nýtast megi í vaxandi þjóðlífi, sem hljóti að sækja auð sinn í uppsprettu þekkingar og verkmenntunar á næstu árum þegar aðrar uppsprettur séu fullnýttar. Erlendar tískustefnur hljóti að víkja. Sagt er að.margt bendi til að skynsam- legt sé að reka einkaskóla hliðstætt þeim skólum hins opinbera. Engum blöðum sé um það að fletta að val manna verði ríkara, skólahald fjölbreyttara og foreldrar og nemendur geti fremur fengið óskum sínum fullnægt en þegar öllu skólahaldi sé mið- stýrt úr menntamálaráðuneytinu. . EFNISTÖK OG skipan í þessari greinargerð alda- Og lágkÚrU mótanefndar Sjálf- stæðisflokksins marka á sinn hátt tímamót í umræðum Upp úr lægð um íslensk stjórnmál. Þar er farið inn á nýjar brautir bæði að því er varðar einstök stefnuatriði en ekki síst hvernig þau eru kynnt og sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með vísan jafnt til fortíðar og framtíðar. Leitast er við að setja flókin mál fram með þeim hætti að þau séu auð- skilin öllum. Stendur Sjálfstæðisflokkurinn betur að vígi eftir en áður til að móta stefnu um framkvæmd einstakra úrlausn- arefna eftir að myndaður hefur verið rammi með þessum hætti. Drögin voru lögð fram á landsfundinum til kynningar og umræðu en nefndin mun halda áfram að vinna að verkefni sínu. Undir lok greinargerðarinnar er vikið að utanríkismálum. Vonir eru bundnar við þróunina í Sovétríkjunum og Austur- Evrópu en minnt á að afturkippurinn geti orðið á augabragði eins og hin hryggilegu dæmi frá himneska friðartorginu sanni. Á það er minnt að við getum notað tímann fram til 1992 og reyndar næstu árin þar á eftir til þess að skapa rétt skilyrði hér heima til annars tveggja að leita inngöngu inn í Evrópubandalagið og /eða gera fríverslunarsamning við Bandaríkin og Kanada ellegar að ná hagkvæmum samn- ingum við báða þessa aðila. Undir lok þessa gagnmerka plaggs er komist þannig að orði: „Um þessar mundir virðist mikil þörf á að lyfta stjórnmálabaráttunni upp úr þeirri lægð og lágkúru, sem hana hafa einkennt að undanförnu og farin er að ofbjóða öllu sæmilegu fólki. Það er óþolandi ef fólkið í landinu missir trúna á fulltrúa sína og hefur ærna ástæðu til að hafa heiðarleika þeirra í flimtingum. Það er jafn alvarlegt ef kjósendur festast í þeirri trú, að hvorki stjórnmálaflokkum né talsmönnum þeirra sé treystandi. Loforð þeirra, opinberar yfir- lýsingar og stefnumörkun standist illa eða alls ekki, endist í sumum tilvikum vart út daginn. Flokkarnir séu æði fúsir að hverfa frá stefnuatriðum sínum, jafnvel grund- vallarsjónarmiðum, ef stundarávinningur telst að slíku fyrir flokkana eða forráða- menn þeirra. Það er ein þýðingarmesta forsendan fyrir virku lýðræði að kjósendur viti nokkurn veginn að hveiju þeir ganga. Þeir verða að mega treysta því að leikregl- urnar verði virtar eftir að talið hefur verið upp úr kössunum.“ „Eftiistök og skip- an í þessari grein- argerð aldamóta- neftidar Sjálf- stæðisflokksins marka á sinn hátt tímamót í umræð- um um íslensk sljórnmál. Þar er farið inn á nýjar brautir bæði að því er varðar ein- stök stefhuatriði en ekki síst hvern- ig þau eru kynnt og sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með vísan jafiit til for- tíðar og framtíð- ar. Leitast er við að setja flókin mál fram með þeim hætti að þau séu auðskilin öllum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.