Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 22

Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ VERÖLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 8. OKTOBER Mæðufréttir að heiman egar íslendingar eru erlendis eru þeir sólgnir í „fréttir að heiman" og telja ekki eftir sér að fara langar leiðir til að ná í þær. Frægast í þessum efnum er líklega dugnaður og ósérhlífni ís- lendinga við að ná sér í Moggann á járnbrautarstöðinni í Kaup- mannahöfn eða freista þess að sjá einhver slitur af honum á af- greiðslustöðum Flugfélagsins eða Loftleiða austan hafs og vestan. Til þess var hvorki sparaður tími né fyrirhöfn á árum áður. Að sjálfsögðu er þennan áhuga á íslenzkum blöðum enn að finna — en alls ekki í sama mæli og áður. Ég hitti „landsfrægan" landa minn hér í Flórída á dögun- um. Hann er svo vel stæður, að hann fær Moggann í flugpósti, les allar fyrirsagnir og síðan það sem þeim fylgir, ef fyrirsögnin (og efnið) hefur vakið áhuga hans. En samt er hann hundóánægð- ur. „Mér líður oft illa þegar ég er búinn að fara yfir blaðapakk- ann að heiman," sagði hann. „Þetta er ekkert nema svo niður- drepandi fréttir og svo yfirþyrm- andi pólitískar greinar." Mér fannst þetta harla athygl- isvert, því það hitti í mark hjá mér. Flestir íslendingar eru orðn- ir þreyttir á íslenskum stjórn- málum og lái okkur hver sem er. Mér finnst líka hafa sigið í þá áttina að harla fáir íslendingar þori að vera sjálfstæðir og hafa sjálfstæða skoðun. Fyrst vilja þeir vita hvað Þorsteinn, Jón eða Steingrímur segja um málið. Sum- ir þykjast hafa ákveðna skoðun á málinu meðan setið er yfir kaffi- bolla á veitingahúsi eða í af- mælis- og fermingarveislum. En þegar til kastanna kemur, telja þeir ráðlegra að bæla skoðanir sínar og tilfinningar, því einörð andstaða gegn þeim dýriingum sem stjómmálamenn eru orðnir á íslandi, gæti haft afdrifaríkar af- leiðingar. Flestum þykir orðið vissara að sýna enga stefnufestu, vilja heldur geta hlaupið til allra átta — eins og stjórnmálamenn- irnir, „dýrlingamir þeirra". Það kemur sér aftur afar vel fyrir stjórnmálamennina. Landa mínum í Florída, sem fær Moggann í flugi, finnst niður- drepandi að lesa íslenzku blöðin, en taldi Moggann beztan. Honum fannst yfirborðskenndu neikvæðu fréttirnar allt of margar, en alltof sjaldan væri reynt að „rannsaka“ hvað gæti betur farið og leitt til góðs. Ef forstjóri Sambandsins er talinn hafa of há laun eða forseti Hæstaréttar kaupir of margar vínflöskur, þá hafa íslenzkir blaða- og fréttamenn tilhneigingu til að velta sér upp úr slíku, en enginn „rannsakar" ofan í kjölinn af hveiju íslenzk fyrirtæki era ekki samkeppnisfær við erlend og af hveiju t.d. sömu vörur eru 3-7 sinnum dýrari á íslandi en erlend- is? Er það vegna óhagstæðra inn- kaupa, of hárra flutningsgjalda eða kunnáttuleysis í viðskiptum? Eða er það bara eðlilegt? Enginn „rannsakar" af hveiju tvö útgerðarfyrirtæki, annað á Akureyri en hitt í Hafnarfirði, sem hafa enga yfirbyggingu eða hvítflibbamenn í forstjórastólum, mala gull en flest hinna „lifa á ríkissjóði". Ræður þarna stjórn- viska eða stundarheppni? Enginn „rannsakar" af hveiju athafna- mennirnir sjálfir eru horfnir úr forsvari fyrir vinnuveitendur, en launaðir starfsmenn teknir við, og enginn „rannsakar" af hveiju enginn verkalýðsleiðtogi starfar lengur við „sitt upphaflega verk“ heldur dillar sér í fínni skrifstofu í fílabeinshöll í eigu verkalýðs- félagsins. Þannig mætti lengi telja. Það er von að landa mínum á Flórída, sem fær Moggann í flugi, blöskri og hann sé óánægður með ísienzku blöðin og fjölmiðlafólk. Ef það hætti um stund að láta stjórnmálamenn móta allar fréttir, eins og þeir móta og hnoða allt d'aglegt líf Iandsmanna, myndu fréttirnar breytast og duglegir einstaklingar finna nýjar og betri leiðir til atvinnulegrar uppbygg- ingar, í stað þess að binda allt á klafa stofnana og ráða sem síðan eiga allt sitt undir svokölluðum „valdhöfum“ hveiju sinni. En þá væri ekki eins spennandi og „gaman" að vera stjórnmálamað- ur á íslandi. HÚSGANGAR okkar á milli ... ■ IX) að hitabeltissjúkdómar séu ekki mjög algengir í Norður- Evrópu er maður þó ekki algjör- lega óhultur. Upp hafa komið nokkur tilfelli þar sem mýflugur og önnur skorkvikindi hafa kom- ið sem „laumufarþegar" með flugvélum og borið þannig sjúk- dóma á borð við malaríu til Evr- ópu. Svissnesk heilbrigðisyfir- völd skýrðu nýlega frá tveimur slíkum tilfellum þar sem tveir aðilar er bjuggu í grennd við Genfar-flugvöll sýktust af mal- aríu án þess að hafa heimsótt neitt land síðasta árið þar sem sjúkdómurinn er landlægur. Svipaðar fréttir hafa einnig bor- ist frá París, Amsterdam og Zurich. -STS ■ SVÍAR eru samir við sig. í fi’éttabréfi sænska barnavernd- unarráðsins var nýlega skýrt frá hugmyndum um koma upp sér- stökum „barnavögnum" í sænsk- um lestum. Þessir vagnar eiga að vera sérstaklega hannaðir fyr- ir börn og leiki þeirra en ekki fyrir fullorðna og dagblaðalestur og kaffidrykkju þeirra. Fimm slíkir vagnar verða teknir í notk- un á næstunni i tilraunaskyni. -STS ■EN velferðarþjóðfélagið sænska er ekki með öllu hættu- laust. Níu tíu og tveggja ára gamall maður skaut i ágústmán- uði lækni einn til bana á sjúkra- húsi í Björkhagen, í suðurhluta , Stokkhólms. Var sá gamli orðinn óþolinmóður á að bíða eftir lækn- inum en taldi hann einnig hafa gert sig blindan. „Þá er það búið og gert,“ sagði maðurinn þegar lögreglan afvopnaði hann í mót- töku sjúkrahússins. -STS c ^ Filmupökkunarvélin EIINISTÖK GÆÐI ★ Stór hitaplata meö teflonhúö (ekki dúkur) ★ Hitastillir ★ Hitahnífur (ekki vír) 20% afsláttur af fyrstu 20 vélunum kr. 17.544.- staðgreitt. KRÖKHÁLSI 6 SfMI 671900 MEÐ HÁKARL Á HÚSBRÚNINNI Mitt í eldheitum umræðum um réttmæti eða mikilvægi húsa- skreytinga, sem Karl prins hefur nú nýverið endurvakið, kemur í Ijós að ekki er allt sem sýnist. Eins og best hefur komið fram í þessari orðasennu era ekki allir á eitt sátt- ir um hvaða skreytilist klæði um- hverfi okkar — og sumir efast jafn- vel um að við þurfum nokkra. En prinsinn hefur gefið öðram húseig- endum í landinu fordæmi sem þeir geta allir fylgt, hver eftir sínum smekk. Hann hefur skreytt sveita- setur sitt nýklassískum krúsum, sem ganga í berhögg við upphaflegt útlit hússins. En hann á bygginguna og má því gera það sem hann kýs við útlit hennar. En á þessi frið- helgi einkaeignar jafnt við alla þegna landsins? Vegir skreytilistarinnar eru nefnilega óútreiknanlegir. Nú stendur í bæjarfélagi nokkur styr um listrænt tjáningarfrelsi Bills nokkurs Heine. Fyrir þremur árum reisti hann forláta hákarl úr trefja- plasti á hæstu brún húss síns við New High Street Headington í Oxford. Tilvist þessarar óvenjulegu húsaskreytingar vakti strax miklar umræður í bænum og sumir drógu jafnvel í efa lögmæti þess að reisa slíkt listaverk á einkalóð. En hvem- ig mátti það vera? Bill Heine var réttmætur eigandi hússins, og var honum þá ekki leyfilegt að skreyta það eftir sínu höfði? Bæjarstjórnin var á annarri skoð- un. Hún höfðaði mál á grundvelli þess að hákarlinn bryti í bága við byggingarreglugerðir, þa. sem Heine hefði ekki sótt um leyfi til að bæta eða brevta útliti húss síns. Glerdýrið var að auki talið geta dregið athygli bílstjóra frá akstr- inum og valdið tjóni, t.a.m. ef það tæk- ist á loft í óveðr- um. Loks var talið að hákarlinn spillti húsaverði í grend- inni. Vert er þó að geta þess að ná- grannar Heine hafa ekki tekið undir þessa síðustu röksemd, heldur þvert á móti stutt hann í baráttu sinni við yfirvöldin. En dómarinn í bænum féllst á málflutn- ing bæjarstjórnar- innar og'var lista- manninum því gert að fjarlægja hinn umdeilda há- karl. Svar Bill Heine var hins vegar einfalt. Hákarlinn væri listaverk og því hefði hann ekkert með bygg- ingarreglugerðir að gera. Málið snerist um tjáningar- frelsi listamanns, og hann lagði á það áherslu, að það snerti ekki hann einan heldur og allt samfélag- ið. Hann ætlaði að áfrýja til æðri dómstóla svo að hægt verði að fá úr því skorið í 'eitt skipti fyrir öll hvort listamenn — sem og prinsar — hafi enn nokkurt frelsi til að viðra sköpunargleðina á þann hátt sem þeir sjálfir kjósa sér. V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.