Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 26
£6 MORGUNBLAÐIÐ ATVINI\1A/RAÐ/SMA vVÍ UA 8. OKTÓBER
jfv'lM'.1' ■'f'A > r-i ‘ rj J 111 1 1 yfrCH [T/OH7TJ tJvlU [vl
í, | |p * I ATVINNU/AÍ JGJL ÝSIhJC^/ \R illllil
A
iJ&J
Fóstrur - Kópavogur
Leikskólinn Fögrubrekku
Starfsfólk og börn á Leikskólanum Fögru-
brekku vantar fleiri fóstrur eða starfsfólk með
uppeldismenntun til að taka þátt í tilrauna-
verkefni. Um er að ræða hlutastörf e.h.
Hafið samband við forstöðumann og kynnið
ykkur starfsemina í síma 42560.
Skóladagheimilið Ástún
Fóstrur eða annað uppeldismenntað starfs-
fólk vantar til starfa. Um er að ræða hluta-
starf e.h.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
641566.
Einnig gefur dagvistarfulltrúi upplýsingar um
ofangreind störf í síma 45700.
Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu-
blöðum, sem liggja frammi á Félagsmáia-
stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
Laus störf
Bókaversiun í borginni vill ráða starfsfólk
til framtíðarstarfa, sem fyrst.
Afgreiðslustarf íslenskar bækur
Vinnutími frá kl. 12 til 18.
Afgreiðslustarf erlendar bækur
Vinnutími frá kl. 12 til 18.
Skrifstofustarf. Viðkomandi sér um erlendar
pantanir og tölvuskráningu samfara því.
Vinnutími frá kl. 9 til 17.
Tungumála- og tölvukunnátta er nauðsynleg.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar.
GlJÐNT TÓNSSON
R AÐC JÖFijRAÐNIN CA R h) O N U STA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22
Sölustarf f
Frakklandi
Stórt fyrirtæki í útflutningi og framleiðslu
á sjávarafurðum vill ráða sölumann til starfa
í Frakklandi. Viðkomandi þarf að hefja undir-
búningsstörf hér heima sem fyrst, en flytur
til Frakklands í desember.
Starfið felst í sölu á fiskafurðum.
Skilyrði er einhver frönskukunnátta og
reynsla í sölumennsku. Laun samningsatriði.
Allar fyrirspurnir og umsóknir trúnaðarmál.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist skrifstofu okkar fyrir 15. okt. nk.
GijðntTónsson
RÁÐc J ÖF fr R AÐN I N CA R h l Ó N U STA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
„Au pair“
Stúlka óskast til aðstoðar á íslensku heimili
í Svíþjóð.
Upplýsingar í síma 18124 sunnudag og
mánudag frá kl. 19-21.
Organisti
Starf organista við Patreksfjarðarkirkju er
laust til umsóknar. Nýr organisti þarf að
geta hafið störf eigi síðar en 1. desember nk.
Allar upplýsingar um starfið veita formaður
sóknarnefndar, Birna Friðriksdóttir, Brunn-
um 16, Patreksfirði, í síma 94-1396 á kvöld-
in og séra Sigurður Jónsson, sóknarprestur,
Aðalstræti 57, Patreksfirði, í síma 94-1324
og taka þau jafnframt við skriflegum umsókn-
um um starfið.
Sóknarnefnd Patreksfjarðarkirkju.
Staða yfirfóstru
á Sólbrekku, Seltjarnarnesi, er laus til um-
sóknar.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í
síma 611961 næstu daga.
LAND SPITALINN
Taugarannsókna-
deild
Rannsóknamann vantar á taugarannsókna-
deild Landspítalans. Starfið er heilsdagsstarf
frá kl. 8.00-16.00. Starfið fellst í m.a. töku
heila- og taugarita ásamt aðstoð við aðrar
rannsóknir. Starfið er laust nú þegar.
Umsóknarfrestur er til 15. október.
Upplýsingar gefa Jenný Baldursdóttir, deild-
arstjóri, í síma 601675 og Sigurjón B. Stef-
ánsson í 601673.
RÍKISSPÍTALAR
Reykjavík, 8. október 1989.
Starf dagskrárritstjóra sjónvarpsins er laust
til umsóknar.
Góð almenn menntun og reynsla í blaða-
mennsku er æskileg. Starfið krefst sjálf-
stæðra vinnubragða, góðrar íslenskukunn-
áttu og leikni í að semja texta.
Umsóknarfrestur er til 11. október nk., og
ber að skila umsóknum til Sjónvarpsins,
Laugavegi 176, á eyðublöðum sem þar fást.
BORGARSPÍTALINN
Lausar stCdur
Aðstoðarmaður
iðjuþjálfa
Viltu kynna þér iðjuþjálfun? Ertu að hugsa
um framhaldsnám? Þá höfum við 50% stöðu
aðstoðarmanns á nýrri iðjuþjálfunardeild
spítalans í Fossvogi. Ráðningartími er fram
til næsta vors. Æskilegur vinnutími er frá
10-14, en aðrir möguleikar koma einnig til
greina.
Upplýsingar veitir yfiriðjuþjálfi í síma 696369.
Uppeldisfulltrúi
Meðferðarheimilið v/Kleifarveg óskar eftir
uppeldisfulltrúa til starfa.
Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun
eða starfsreynslu á uppeldissviði (þroska-
þjálfar, fóstrur eða kennarar).
Upplýsingar í síma 82615.
Ritari
Opinber stofnun óskar að ráða ritara til
starfa sem fyrst. Starfið felst í vélritun, rit-
vinnslu, símavörslu og öðrum almennum
skrifstofustörfum. Launakjör skv. samning-
um opinberra starfsmanna.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri sörf, sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Ritari - 9068“.
^IRARIK UIho.
^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS U IUUO
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum
í eftirfarandi:
RARIK-89006 7/12 kV aflstrengur.
Opnunardagur: Miðvikudagur 8. nóvember
1989 kl. 14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík,
fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á
sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum,
sem þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf-
magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavík, frá og með þriðjudegi 10. október
1989 og kosta kr. 300,- hvert eintak.
Rafmagnsveitur ríkisins,
Laugavegi 118,
105 Reykjavík.
nníi
©
RIKISUTVARPIÐ
Morgunútvarp -
rás 1
Tónlistardeild útvarpsins vill ráða umsjónar-
mann með morgunþætti á rás 1.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða
þekkingu á sígildri tónlist og sé allvel að sér
í straumum og stefnum léttrar tónlistar.
Reynsla í gerð útvarpsþátta er æskileg.
Umsóknarfrestur er til 15. október og ber
að skila umsóknum til Ríkisútvarpsins, Efsta-
leiti 1, á eyðublöðum sem þar fást.
KRISTNESSPÍTALI
Sjúkraþjálfari
Staða sjúkraþjálfara við Kristnesspítala er
laus til umsóknar. Góð vinnuaðstaða með
nýjum tækjum. Komið og takið þátt í upp-
byggingu nýrrar endurhæfingadeildar við
spítalann. Starfinu fylgir aðgangur að barna-
heimili spítalans.
Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri
í síma 96-31100.
Yfirvélstjóri
Yfirvélstjóra vantar á 300 tonna rækjufrysti-
skip.
Upplýsingar í síma 95-12390 á skrifstofu-
tíma.
Tæknifræðingur
Ungur rafeindatæknifræðingur (tölvusvið),
nýútskrifaður frá Danmörku, óskar eftir starfi
sem fyrst. Kunnátta í forritun.
Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl.,
fyrir 15. október merkt: „Starf - 2225“.
Bifvélavirki
Bifvélavirki eða maður vanur bílarafmagni
óskast til starfa á verkstæði miðsvæðis í
Reykjavík.
Upplýsingar í síam 689675 á daginn og
84591 á kvöldin.
Útvarp
Dagskrárgerðarmenn vantar. Umsækjendur
þurfa að vera á aldrinum 17-25 ára.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
miðvikudaginn 11. okt., merktar: „Góð - 89“.