Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 36
MORGtiNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJÓNVARÞ f n. i 3. OKTÖHKR
36
Stöð 2:
■ ■
Orlög ástmær-
innar
MMi Fjalakötturinn sýnir að þessu sinni japanskan sorgaróð frá
99 50 árinu 1953. Mynd þessi gerist á sautjándu öld og greinir
frá lífi ungrar japanskrar stúlku sem heitir Oharu og er
af samúræjaætt. Hún verður ástfangin af pilti af lægri stétt sem er
svo alvarlegt siðferðisbrot að fjölskylda hennar er gerð útlæg úr
höfuðborginni. Foreldrum hennar tekst síðar að koma henni sem
hjákonu til voldugs höfðingja, og skal hún fæða honum erfingja þar
sem eiginkona hans er ekki fær um það. En þegar erfinginn fæðist
byija þjáningar Oharu fyrir alvöru.
Mynd þessi er sögð sýna vel þjóðfélagsaðstöðu japanskara kvenna
fyrr á tímum en þær fengu litlu ráðið um eigin örlög. Þó staða vest-
rænna kvenna hafi þótt slæm í gegnum aldirnar var staða japan-
skra kynsystra þeirra sýnu verri og gæti það skýrt hve kvennréttinda-
barátta er mikið skemmra á veg komin í Japan nú á dögum en á
Vesturlöndum. Myndin er svarthvít og er sýningartími hennar 140
mín.
Rás 1:
Hádegisstund í
útvarpshúsinu
■■■H Á sunnudögum í vetur mun Ævar Kjartansson taka á
19 30 móti gestum í leiklistarstúdíói Útvarpsins við Efstaleiti.
•Lö “’ Tónlistarfólk, leikarar og skáld koma í beina útsendingu
og gefa hlustendum sýnishorn af því sem þau eru að fást við. Þótt
aðaláherslan verði lögð á flutnin tals og tóna í beinni útsendingu
þá gefst einnig færi á því að kynnast listafólkinu í spjalli. Jón Örn
Marínósson mun jafnan flytja stutta hugvekju.
UTVARP
©
RÍKISÚTVARPIÐ
FM 92,4/93,5
8.00 Fréttir.
8.05 Morgunandakt. Séra Baldur Vil-
helmsson prófastur í Vatnsfirði við Djúp
flytur ritningarorö og bæn.
8.15 Veðurfregnir. Dagskrá.
8.30 Á sunnudagsmorgni með Vilhjálmi
Árnasyni heimspekikennara. Bernharður
Guðmundsson ræðir við hann um guð-
spjall dagsins, Jóhannes 4, 34-42.
9.00 Fréttir.
9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni eftir Jo-
hann Sebastian Bach.
— Hljómsveitarsvíta nr. 3 í D-dúr. Ensku
barrokk-einleikararnir leika; Johri Eliot
Gardiner stjórnar.
— Ensk svíta nr. 2 í a-moll. Wanda
Landowska leikur á sembal.
— Brandenborgarkonsert nr. 2. Enska
konserthljómsveitin leikur.
(Af hljómplötum og -diskum.)
10.00 Fréttir.
10.03 Á dagskrá. Litið yfir dagskrá sunnu-
dagsins í Útvarpinu.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 í fjarlægð. Jónas Jónasson hittir að
máli íslendinga sem hafa búið lengi á
Norðurlöndum, að þessu sinni Guðrúnu
Haraldsdóttur Gjesvold, bóndakonu í
Röjse skammt frá Ósló. (Einnig útvarpað
á þriðjudag kl. 15.03.)
11.00 Messa í Garðakirkju. Prestur: Séra
Bragi Friðriksson.
12.10 Á dagskrá. Litið yfir dagskrá sunnu-
dagsins í Útvarpinu.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tpnlist.
13.00 Hádegisstund ÍÚtvarpshúsinu. Ævar
Kjartansson tekur á móti sunnudags-
gestum.
14.00 Listmálarinn Jón Stefánsson. Sam-
felld dagskrá í umsjón Þorgeirs Ólafsson-
ar.
14.50 Með sunnudagskaffinu. Sígild tónlist
af léttara taginu.
15.10 f góðu tómi með Hönnu G. Sigurðar-
dóttur.
16.00 Fréttir.
16.05 Á dagskrá.
Sjónvarpið:
Leikfélagið
kveður Iðnó
SKYNDISALA
ím Mll
50 - 80%
AFSLÁTTUR
Rýmum til
fyrir nýjum vörum
8ICÓ8EL
Laugavegi 44, sími 21270.
■■■■■ Sunnudaginn 3. september sl. var stór dagur í sögu Leik-
99 30 félags Reykjavíkur. Eftir áratugalanga bið gátu leikarar
L.R. loks safnast saman, tekið niður merki leikfélagsins á
gamla Iðnó og borið það í skrúðgöngu upp í hið nýja og glæsilega
Borgarleikhús. Við hátíðlega athöfn í hinum nýju húsakynnum af-
henti borgarstjóri, Davíð Oddsson, Hallmari Sigurðssyni lyklana að
Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur til varðveislu og umráða.
í þættinum í kvöld fylgist Illugi Jökulsson með leikhópi L.R. á þess-
um merku tímamótum, rifjar upp ýmislegt úr sögu félagsins og
ræðir við ýmsa velunnara þess.
Heiti potturinn
Jazztónleikar
Surwudagur 8. okt.
Kvintett
HilmarJensson,
Kjartan Valdimarsson,
Tómas R. Einarsson,
Matthías Hemstock,
SigurðurFlosason.
Hvert sunnudagskvöld kl. 21.30.
AAgangsayrlr kr. 600,-
NÁMSKEID í NIIDDIOG LÍFÖNDUN
Danskur sálfræðingur, Bodil Mobjerg, mun halda
námskeið í líföndun dagana 13-15. október.
Lone Svargo heldur námskeið í djúpu slökunar-
nuddi 28. og 29. október.
Upplýsingar og innritun í síma 18128 eftir kl.
16.30 daglega.
„LAUN Launabókhald" 20.-21. okt.
Farið verður í uppbyggingu launaforritsins LAUN frá Rafreikni/EJS
og raunhæf verkefni gerð í sambandi við vinnslu launa.
ATH: VR og lleiri stéttarfélöcj styrkja félaga sina til þátttöku
Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur
Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933.
Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.
16.15 Veðurfregnir.
16.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga:
„Heiða" eftir Jóhönnu Spyri. Kari Borg
Mannsaker bjó til flutnings í útvarpi. Þriðji
þáttur af fjórum. Þýðandi: Hulda Valtýs-.
dóttir. Sögumaðurogleikstjóri: Gísli Hall-
dórsson. Leikendur: Ragnheiður Stein-
dórsdóttir, Laufey Eiríksdóttir, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Guðmundur Pálsson,
Bergljót Stefánsdóttir, Kar[ Sigurðsson,
Arndís Björnsdóttir, Róbert Arnfinnsson,
Árni Tryggvason, Helgi Skúlason og
Helga Valtýsdóttir. (Áður útvarpað 1964.)
17.10 Sinfónía nr. 1 í D-dúr eftir Gustav
Mahler. Fílharmóníusveit Vínarborgar
leikur; Lorin Mazel stjórnar.
18.10 Rimsírams. Guðmundur Andri Thors-
son rabbarvið hlustendur. (Einnig útvarp-
að daginn eftir kl. 15.03.)
18.30 Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.31 Leikrit mánaðarins: „Óskastund sem
aldrei varð" eftir Paul Barz. Þýðandi:
Franz Gíslason. Leikstjóri: Jón Viðar Jóns-
son. Persónur og leikendur; G. F. Hándel
Gunnar Eyjólfsson, J. S. Bach Rúrik Har-
aldsson, Johann Christoph Schmid, bryti
HándelsÁrni Tryggvason. (Endurtekið frá
fyrra laugardegi.)
20.40 íslensk tónlist.
— „Per Voi" eftir Leif Þórarinsson. Manu-
ela Wiesler leikur á flautu og Snorri Sigf-
ús Birgisson á píanó.
— „Elegy" eftir Hafliða Hallgrímsson. Rut
Magnússon syngur, Manuela Wiesler
leikur á flautu, Halldór Haraldsson á
píanó, Páll Gröndal á selló, Snorri Sigfús
Birgisson á selestu og Hafliði Hallgríms-
son á selló.
21.00 Húsin í fjörunni. Umsjón: HildaTorfa-
dóttir. (Frá Ákureyri. Endurtekinn þáttur
frá liðnu sumri.)
21.30 Útvarpssagan: .Haust í Skirisskógi"
eftir Þorstein frá Hamri. Höfundur les (2).
22.00 Fréttir. Orð kvöldsins. Dagskrá morg-
undagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 (slenskir einsöngvarar og kórar
syngja. Ólafur Þ. Jónsson, Liljukórinn,
Eygló Viktorsdóttir og Karlakórinn Fóst-
bræður syngja islensk og erlend lög.
23.00 Frjálsar hendur. Illugi Jökulsson sér
um þáttinn.
24.00 Fréttir.
0.10 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfs-
dóttir. (Endurtekinn Samhljómsþáttur frá
föstudagsmorgni.)
1.00 Veðurfregnir.
1.10 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
FM 90,1
9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari
Gests. Sígild dægurlög, fróðleiksmolar,
spurningaleikur og leitað fanga í segul-
bandasafni Útvarpsins.
11.00 Úrval. Úrdægurmálaútvarpi vikunnar
- á Rás 2.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Tónlist. Auglýsingar.
13.00 Grænu blökkukonurnar og aðrir
Frakkar. Skúli Helgason kynnir nýja tón-
list frá Frakklandi. (Einnig útvarpað að-
faranótt föstudags að loknum fréttum kl.
2.00.)
14.00 Spilakassinn. Getraunaleikur Rásar 2
Umsjón: Jón Gröndal. Dómari: Adolf Pet-
ersen.
16.05 Slægur fer gaur með gígju. Magnús
Þór Jónsson rekur feril trúbadúrsins Bob
Dylan. (Einnig útvarpað aðfaranótt
fimmtudags að loknum fréttum kl. 2.00.)
17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson tengir
saman lög úr ýmsum áttum. (Frá Akur-
eyri.)
19.00 Kvöldfréttir.
19.31 „Blítt og létt..." Gyða Dröfn Tryggva-
dóttir rabbar við sjómenn og leikur óska-
lög. (Einnig útvarpað kl. 3.00 næstu nótt
á nýrri vakt.)
20.30 Útvarp unga fólksins. Umsjón: Sigrið-
ur Arnardóttir.
21.30 Kvöldtónar.
22.07 Klippt og skorið. Áslaug Dóra Eyjólfs-
dóttir tekur saman syrpu úr kvölddagskrá
Rásar 2 liðna viku.
2.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
Fréttirkl. 8.00, 9.00. 10.00, 12.20, 16.00,
19.00, 22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARP
1.00 Áfram l'sland. Dægurlög flutt af
íslenskum tónlistarmönnum.
2.00 Fréttir.
2.05 Djassþáttur -Jón MúliÁrnason. (End-
urtekinn frá þriðjudagskvöldi á Rás 1.)
3.00 „Blítt og létt..." Endurtekinn sjó-
mannaþáttur Gyðu Drafnar Tryggvadótt-
ur.
KASKÖ
leikur í kvöld.
&HOTELH’
nixuiw* flmnom
Opiö öll kvöld til kl. 1.00
Frítt inn fyrirkl. 21.00
Aögangseyrir kr. 350,-e/kl. 21.00