Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 5
_______________MORGUNBIuAÐIÐ LAUGARDAGUR 14., OKTÓISKU 1989 Skoðanakönnun DV: 5 f næsta ári komi einnig til greiðslu afborgun af 550 milljóna króna láni sem Framleiðsluráð landbúnaðarins tók á árinu_1988 til greiðslu útflutn- ingsbóta. A þeim tíma hafi verið útlit fyrir að svigrúm gæfist á árun- um 1990 og 1991 tii þess að endur- greiða þetta lán samhliða minnkandi framleiðslu á kindakjöti umfram þarfir innanlandsmarkaðar, en síðar hafi komið í ljós þau áhrif sem úthlut- un á fullvirðisrétti umfram búvöru- samning hefur á aukna þörf fyrir útflutningsbætur umfram fyrri áætl- anir. Áætlað svigrúm til endur- greiðslu lánsins á árunum 1990 og 1991 sé því ekki fyrir hendi, og áætlun um ráðstöfun útflutningsbóta á árinu 1990 miðist því við að samið verði um að dreifa endurgreiðslu lánsins á fleiri ár. í stað afborgunar að upphæð 370 milljónir króna eins og ráðgert hafi verið sé því einungis svigrúm til þess að greiða 140,3 milljónir króna. Hafrannsókn: Húsnæði við Skúlagötu innréttað BYGGINGASJÓÐI rannsókna í þágu atvinnuveganna er ætlað að leggja fram 20 milljónir á næsta ári til að kosta innréttingu á hús- næði Hafrannsóknarstofnunar og Rannsóknarstoíhunar fískiðnaðar- ins við Skúlagötu. Tekjur sjóðsins nema 20% af hagn- aði Happdrættis Háskóla íslands. Þar sem tekjur Happdrættisins drag- ast s.aman á næsta ári renna tæpar 44 milljónir til sjóðsins, sem er 18,5 milljóna lækkun frá ijárlögum 1989. 544 milljónir til Alþingis GERT er ráð fyrir því í fjárlaga- frumvarpinu, að heildarframlag til Alþingis hækki um 25% á næsta ári og verði tæpar 544 milljónir króna. Skrifstoíu- og alþingis- kostnaður hækkar um 30% og er sú hækkun m.a. vegna skipulags- breytinga á skrifstofu þingsins. Umboðsmaður Alþingis færist nú á sér ijárlagahlið, en rúmar 11 millj- ónir eru ætlaðar til embættis hans. Að frádregnu því framlagi hækkar rekstrarframlag til Alþingis um 32%. Rekstrarkostnaður fasteigna hækkar um 80%, úr tæplega 10,3 milljónum í rúmlega 18,5. Hækkunin er m.a. vegna aukins leigukostnaðar. Fram- lag til Húss Jóns Sigurðssonar lækk- ar um 13% frá íjárlögum 1989 og verður tæpar 4 milljónir. Nýtt viðfangsefni bætist inn í heildarframlag til Alþingis, sem er uppbætur á lífeyri starfsmanna stjórnmálaflokka, 1,7 milljón. Skatta- og- tollamál: Útgjöld aukast um 54% ÚTGJÖLD vegna skatta- og tolla- mála aukast um 54% á næsta ári, úr tæpum 800 milljónum í rúmar 1200 milljónir, og má rekja þá aukningu til upptöku virðisauka- skatts um áramótin. Mest munar um fjölgun starfs- manna á skattstofum og hjá ríkis- skattstjóra. I fjárlagafrumvarpinu kemur fram, að álagning virðisauka- skatts krefst mun meiri mannafla en álagning söluskatts, þar sem greiðendur eru ríflega tvöfalt fleiri. Auk þess hefur staðgreiðsla skatta í för með sér þörf fyrir meiri mann- afla en gert var ráð fyrir í ijárlögum 1989 og loks hefur kostnaður við gjaldheimtur og annar innheimtu- kostnaður hækkað umfram verðlag. Ræður þar mestu hækkun skýrslu- vélakostnaðar og hert framkvæmd innheimtu. Sjálfetæðisflokkurinn íengi 59,1 af hundraði atkvæða Stjórnarflokkarnir myndu tapa 13 þingsætum SJALFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 59,1% atkvæða, ef gengið yrði lil kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar DV sem birtar voru í því blaði í gær, en könnunin var framkvæmd á miðviku- dags- og fimmtudagskvöld í þessari viku. Framsóknarflokkurinn fengi 13,6%, Alþýðubandalag 9,8%, Kvennalisti 9,2%, Alþýðuflokkur 5,9%, en aðrir fíokkar eða framboð fengju innan við 1%. Þessar niðurstöð- ur eru miðaðar við þá sem tóku afstöðu. kvæmt niðurstöðum þessarar skoð- anakönnunar fengi Sjálfstæðis- flokkurinn 39 þingsæti (bætti við sig 21), Framsóknarflokkurinn fengi 9, (tapaði 4) Alþýðubandalag- ið 6 (tapaði 2), Kvennalisti fengi 6 (óbreytt) og Alþýðuflokkurinn fengi 3 (tapaði 7). Aðrir næðu ekki kjöri. Tvennt tekið með am- fetamín í Hollandi í frétt DV kemur fram að úrtak- ið var 600 manns, þar sem jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli Stór-Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar. Sé litið til alls úrtaksins, þá sögð- ust 33,2% myndu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, 7,7% Framsóknarflokk- inn, 5,5% Alþýðubandalagið, 5,2% Kvennalista og 3,3% Alþýðuflokk- inn. Óákveðnir voru 40,5%, en þeir sem neituðu að svara voiu 3,3%. DV framkvæmdi síðast slíka skoðanakönnun í ágústmánuði og miðað við niðurstöður þeirrar könn- unar og þessarar, þá hefur Sjálf- stæðisflokkurinn bætt við sig 8,5%, Framsóknarflokkurinn 0,2%, Al- þýðubandalag hefur tapað 3,3%, Kvennalistinn hefur tapað 2,7% og Alþýðuflokkurinn 2,9%. Væri þingsætum skipt sam- TVÖ íslensk ungmenni voru handtekin á Schiphol flugvelli í Amsterdam síðastliðinn föstudag og var hvort þeirra með 150 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Lögregla og ríkissaksóknari hafa lýst því yfir að framsals verði ekki krafist og verður því dæmt í málinu í Hollandi þar sem fólkið er nú í haldi. Fólkið var stöðvað á flugvellinum þegar það var í þann veg aað stíga um borð 'iflugvél á leið til islands. Annað þeirra mun áður hafa komið við sögu fíkniefnamála hérlendis. STORMARKAÐUR HmhélgínáH! OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-17 OG SUNNUDAG KL. 13-17 N0TAÐIR BILAR SELDIR MEÐ RÍFLEGUM AFSLÆTTI Allir með fulla skoðunMAIIir í úrvals ástandi Hpng!mlieÍdHenárgérrÍ985flH| Veitingar á staðnum * mmifí BíiAn Brautarholti 33- Sími 695660 PRISMA § 4nnmHniiimimmmnmimmimmmiBiHmmmmniá H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.