Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 14
15~~T~
l^GIJNBrag[g:|3LTJp^pr<yGUP T4..0KT0BEK 19CT- -
PÁLSJURT
— Saintpaulia ionantha —
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
144. þáttur
Ýmsir, sem hafa ánægju af inni-
blómum, kannast trúlega við þessa
fínlegu pottapiöntu, sem sumir
reyndar kalla postulablóm. Hún teist
til Gesneriaættar, sem einnig nefnist
sumargullsætt. Sums staðar eriendis
gengur pálsjurt undir heitunum
Afríkufjóla eða Usambrafjóla, en
blóm hennar eru ekki ósvipuð fjólu-
blómum. Pálsjurt á heimkynni í hiýju
og röku skóglendi Usambrafjalla í
Tansaníu, en nær öld er liðin síðan
hún barst þaðan til Evrópu og farið
var að föndra við ræktun hennar og
síðan fást við að laga hana til og
betrumbæta mgð kynbótum. í því
skyni hefur nokkuð verið gripið til
að víxla hana við tegundina S. conf-
usa, sem er villt á svipuðum slóðum.
Af innijurtum vekur pálsjurtin eftir-
tekt margra vegna smæðar, sérstaks
yfirbragðs og blómskrúðs. Hún
myndar mjög stuttan stöngul sem
er næsta ósýnilegur lengi vel, en á
hann raða blöðin sér í allar áttir í
Pálsjurt — Saintpaulia ionantha.
allt að því lárétta þétta hvirfingu.
Þau eru þykk, stilklöng og þétthærð,
rauðleit að neðan. Frá blaðöxlunum
lyfta blómin sér upp fyrir laufskrúð-
ið.
Pálsjurt hefur smám saman náð
óhemju vinsældum sem hýbýlaprýði,
enda getur hún verið einstaklega
blómviljug og er gædd þeim eigin-
leika að geta endurtekið blómgun
mörgum sinnum á hveiju ári. Blóm
hennar eru auk þess fjölbreytileg í
formi og litfögur. Ýmist einlit eða
tvílit, einföld eða ofkrýnd og oft
skemmtilega kögruð. Litur þeirra er
í ýmsum blæbrigðum frá hvítu yfir
SÝIMUM
NISSAN SUNNY LINUNA
^1990
Laugardag og sunnudag kl. 14-17
Sunny bílar eru hlaðnir aukahlutum, s.s. samlæsingu í hurðum, aflstýri,
rafstýrðum rúðum og mörgu fleira.
Ný l 2 ventla vél, 1600 cc
Verð á Nissan Sunny bókstaflega drekkhlöðnum aukahlutum
864.000.
Lánakjör: T.d. 25% út og 75% lánað í allt að 21/a ár með lánskjörum banka.
NISSAN: Mesl seldi japanski bíllinn í Evrópu
■Réttur bíll á
réttum staó
litgvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
sími 91-674000
• 3ja dyra hlaðbakur • 4ra dyra fólksbíll, sedan,
• 5 dyra hlaðbakur hvort heldur framhjóladrifinn
• Skutbíll, fjórhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn, þú velur.
í SUNNY LÍNUNNI ER ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ
VIÐ ALLRA HÆFI
í rautt og blátt, sem reyndar er bló-
malitur formóðurinnar. Til eru einnig
dvergkenndii- yrkistofnar, mjög smá-
blöðóttir og smáblóma, sem vekja
eftirtekt vegna smæðar.
Umönnun
Pálsjurt er mjög meðfærilegt
stofublóm miðað við mörg önnur.
Eftirfarandi atriði þarf þó að hafa
í huga eigi ræktun hennar að tak-
ast vel. Hún þolir ekki dragsúg,
þarf jafnan hita, 18-20° og þó held-
ur lægri að vetri til. Samt aldrei
neðar en 15°. Góð ljósskilyrði, en
þolir samt aldrei að sól skíni á hana.
Suður- eða austurgluggi myndi
henta henni vel í mesta skammdeg-
inu, en norður- eða vesturgluggi,
eða næsta nágrenni þeirra, frá því
að sólar fer að gæta síðla vetrar.
Pálsjurt þarf gætilega vökvun.
Einkum á veturna og þegar plantan
hægir á vexti er brýnt að fylgja
þessu eftir. Forðist að vatnsmetta
moldina. Látið yfirborð ætíð þorna
nokkuð en þó ekki um of á milli
vötnunar. Notið aldrei kalt vatn
ef vökvað er ofan frá, því fari vatns-
dropi á blöð verða þau brúnblett-
ótt. Sé vatnið ylvolgt (20-25°) er
aldrei hætta á blettum þótt blöð
vökni. Sé sú aðferð notuð að vökva
á undirskál, verður að gæta þess
að láta vatn ekki standa lengur en
15—20 mín. ella getur það reynst
skaðvænt því rætur eru fínar og
viðkvæmar. Pálsjurt er frekar
nægjusöm á næringu. Henni nægir
dauf upplausn blómaáburðar á
10—14 daga fresti þegar plantan
er í vexti.
I svartasta skammdeginu er
sjaldan mikið vaxtarfjör í pálsjurt,
en hún bregst mjög vel við raflýs-
ingu, betur en flestar aðrar stofu-
jurtir. Þannig mætti laða fram góð-
an vöxt og blómgun með tiltölulega
takmarkaðri lýsingu þegar lítið er
um blómskrúð í vistarverum. Bæði
vöxtur og blómgun pálsjurtar rýrn-
ar með aldri, en auðvelt er að íjölga
henni með blaðgræðlingum.
Óli Valur Hansson
Upplýsingasímsvari 681511.
Lukkulínan: 99 1002.