Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 23
mqrgu^bla^) LfijjftiMVMiw g.4, QKTjóffER,i^y Æ.i Þorsteinn Pálsson „Það blésu ferskir vind- ar á landsfundinum og það er ekki nema von að stjórnarflokkarnir og talsmenn þeirra hafi nokkrar áhyggjur eins og málum er komið." sem til ó heilla hoi'fa undir þessari ríkisstjórn. Hitt er öllu alvarlegra að ýmsum þeim málum, sem snerta framtíðarhagsmuni íslands, er nú stefnt í mikla tvísýnu. Þetta á ekki hvað síst við um afstöðu íslands til efnahagssamvinnu Norðurlandanna og annarra Evrópuríkja og afstöð- una til Evrópubandalagsins. Afturhaldið króar Alþýðuflokkinn af í þessum efnum hafa sjálfstæðis- menn markað skýra afstöðu. Við viljum með ótvíræðum hætti og án nokkurra fyrirvara taka fullan þátt í efnahagssamvinnu Norðurlanda- þjóðanna. Það þýðir að við viljum á næstu þremur árum skipa okkar löggjöf í gjaldeyris- og viðskipta- málum á þann veg að hún samrým- ist þessu alþjóðlega samstarfi. Nú- verandi ríkisstjórn hefur gert mjög ákveðna fyrirvara um þátttöku í efnahagssamstarfi Norðurlanda- þjóðanna. Það er ljósasti votturinn um afturhaldið sem ræður ríkjum í þessum efnum innan dyra í stjórn- arherbúðunum. Þá er það ótvíræð stefna Sjálf- stæðisflokksins að ísland eigi að taka fullan þátt og án fyrirvara í viðræðum Fríverslunarbandalags- ríkjanna við Evrópubandalagið. Full ástæða er til þess að láta á það reyna í þessum viðræðum hvort þessi ríki geti sameiginlega náð við- unandi tengslum við Evrópubanda- lagið og þar með þátttöku í innri markaði þess. En einnig um þetta hefur ríkisstjórnin fyrirvara. Eins og sakir standa ei ekki ástæða fyrir ísland að huga að aðildarumsókn að Evrópubandalag- inu. En við eigum auðvitað að vera opnir fyrir því á síðari stigum þeg- ar viðræður Fríverslunarbandalags- ins og Evrópubandalagsins er lokið, og með hliðsjón af því hvernig þeim lyktar, að sækja um aðild og láta þá á það reyna hvort hún er mögu- leg með þeim skilyrðum sem við hljótum óhjákvæmilega að setja vegna sérstöðu okkar. Þar koma auðvitað til yfirráðin yfir fiskveiði- landhelginni sem við gefum aldrei eftir og nauðsyn okkar sem smá- þjóðar að standa sérstakan vörð um menningu okkar og tungu. Ljóst er að Alþýðubandalagið er í grundvallaratriðum andvígt al- þjóðlegri efnahagssamvinnu af þessu tagi. Ráðandí ðfl í Framsókn- arflokknum eru einnig með mikla fyrirvara í þessum efnum. Svo virð- ist sem formaður Framsóknar- flokksins fari um þessar mundir í einu og öllu eftir því sem Páll Pét- ursson, gamli Möðruvellingurinn, hefur að segja um alþjóðlegt sam- starf. A hinn bóginn hefur Halldór Ásgrímsson lýst fijálslyndum við- horfum að því er varðar samskipti okkar við Evrópubandalagið. Ágreiningurinn innan Framsóknar í þessum efnum hefur verið stað- festur. Alþýðuflokkurinn er augljóslega lokaður af í þessu stjórnarsam- starfi. Hvort sem Alþýðuflokks- mönnum líkar það betur eða verr eru þeir í þessari stöðu neyddir til þess að fylgja afturhaidssjónarmið- um Alþýðubandalagsins og þröng- sýnustu öflunum í Framsóknar- flokknum. Frjálslyndir menn í Al- þýðuflokknum og Framsóknar- flokknum hafa eftirlátið afturhalds- öflum að ráða ferðinni í afstöðu Islands til einhverra ínestu og mikil- vægustu breytinga í efnahagssam- vinnu Evrópuþjóðanna sem um get- ur. Hér er augljóslega verið að stefna íslenskum hagsmunum í tvísýnu. Nýjar hugmyndir í kjördæmaniálinu En það er á fleiri sviðum en í efnahagsmálum sem þessi ríkis- stjórn virðist vera ófær um að taka á málum sem haft geta áhrif til lengri framtíðar. í því sambandi má meðal annars nefna breytingar sem nú eru orðnar aðkallandi í stjórpsýslu og eins kjördæmaskip- an. A báðum sviðum er um að tefla grundvallaratriði sem æskilegt væri að ná nokkuð breiðri og traustri samstöðu um. Á landsfundi sjálfstæðismanna fóru fram all miklar umræður um þessi efni. Þar var varpað fram al- veg nýjum hugmyndum um breyt- ingar á kosningalöggjöf og kjör- dæmaskipan. Þessar hugmyndir byggJa á því að hluti þingmanna yrði kjörinn í kjördæmum en annar hluti af landslista. Með breytingum af þessu tagi mætti ná fram markmiðum um aukinn jöfnuð og meiri festu í stjórnarháttum. Engum vafa er undirorpið að óskir almennings eru nú mjög ótvíræðar um það að gerð- ar verði breytingar í þá veru sem leitt geti til aukinnar ábyrgðar á alþingi og minni glundroða í fjöl- flokkaríkisstjórnum. Þegar sjálfstæðismenn setja fram hugmyndir sem þannig skipta miklu máli um framtíð íslendinga, hvort heldur er á sviði efnahags- samvinnu við aðrar þjóðir eða stjórnskipunarinnar sjálfrar, hengja andstæðingarnir haus og láta ólundina leka af sér. En hvað sem því líður þá munu ferskir vindar frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins feykja þessum hugmyndum inn í stjórnmálaumræðuna og gera þær að veruleika í fyllingu tímans. Höfíindur er formaður Sjálfstæðistlokksins. Hafharfjörður: Bærinn býður 10% ávöxtun skuldabréfa - sagði Asmundur Stefánsson á þingi VMSI I ræðu sinni á þingi Verkamannasambandsins sagði Ásmundur Stefáns- son að Hafnarfjarðarbær seldi um þessar mundir skuldabréf og byði 10% ávöxtun umfram verðbólgu. Þorsteinn Steinsson fjármálastjóri Hafharfjarðarbæjar sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri ekki rétt, og sér væri alls ekki kunnugt um hvað Ásmundur væri að tala um. Ásmundur sagði í ræðu sinni að nauðsynlegt væri að taka á öllum lánamarkaðinum, og þá sérstaklega gráa markaðinum, sem vaxið hefði hröðum skrefum með verðbréfavið- skiptum utan bankanna. „Með sama áframhaldi er stutt í það að verð- bréfamarkaðirnir og kaupleigurnar verði umsvifameiri en bankarnir. Það er rétt að vekja athygli á því að það eru ekki aðeins óprúttnir braskarar, sem sækja fé á gráa markaðinn. Þannig er Hafnarfjarð- arbær um þessar mundir að selja skuldabréf og býður 10% ávöxtun umfram verðbólgu," sagði hann. „Mér er ekki kunnugt um hvað Ásmundur sagði ræðu sinni, en það er alls ekki rétt að við höfum verið að selja skuldabréf með þessum vöxtum. Við höfum hins vegar eins og önnur sveitarfélög og aðrir tekið lán þegar við höfum þurft á þeim að halda, og þá með þeim bestu kjörum sem við höfum náð á mark- aðnum hveiju sinni. Við höfum ekki verið að taka nein lán á okurkjör- um, og þess má geta að síðasta lán sem við tókum var með 7,9% vöxt- um," sagði Þorsteinn Steinsson, fj ármálastjóri Hafnarfj arðarbæjar. Asmundur Stefánsson forseti Alþýðu- sambands íslands: Stjórnvöld stýri ráðstöfun fískafla ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sagði í ræðu sem hann hélt við setningu þings Verkamannasambands ís- lands, að sér sýndist nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld geri kröfu til þess að fá að stýra ráðstöfun fískafla, þar sem áherslan á íslenska eignaraðild í sjávarútvegsfyrirtækjum nægði ekki til að tryggja hags- muni íslendinga. 1 ræðu sinni vék Ásmundur að því að ríkisstjórnin gerði þá kröfu í viðræðum við Efnahagsbandalagið að engar takmarkanir mætti setja á viðskipti með fisk. Þegar hefði Drög að kjaramálaályktun 15. þings VMSI: Kaupmáttarhrap almenns verkafólks verði leiðrétt Ganga þarf þannig frá málum að þeir sem semji síðar geti ekki í skjóli séraðstöðu knúið fram margfalt meira en láglaunafólk ¦------—,,,,.........jjp || | miiii.i.i....i | Björn Þórhallsson, fráfarandi formaður Landssambands islenskra verslunarmanna, í ræðustól á 17. þingi sambands- ins, sem hófst á Hótel Sögu á föstudag. að hækka hlutfallslega meira en önnur laun. Hins vegar hefði lítið miðað í þá átt og óheilindi innan verkalýðsstéttarinnar sjálfrar væru aðalástæðan fyrir því. Björn sagði að menn mættu ekki gleyma skaðabótakröfum Flugleiða á hendur Verslunarmannafélagi Suðurnesja fyrr á þessu ári. „Við skulum ganga þannig frá samning- um í framtíðinni að við fáum ekki lögsóknir í bakið á okkur eins og þarna voru á ferðinni." Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, var kosinn forseti 17. þings LÍV með lófataki. Rétt til setu á þinginu eiga 113 fulltrúar frá 25 félögum og félagsdeildum. Félagar í LÍV voru 14.053 talsins 1. janúar síðast- liðinn. Þar af voru konur 9.175 talsihs, eða 65,3% félagsmanna. FJÖRUGAR umræður urðu um kjara- og atvinnumál í gær á fímmt- ánda þingi Verkamannasambands íslands, sem nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum og ráðgert er að ljúki í dag. Þar komu meðal annars fram áhyggjur manna vegna atvinnuástandsins, hvort hér stefni í viðvarandi atvinnuleysi og hvað sé til úrbóta. Flestir sem til máls tóku lýstu sig fylgjandi orkufrekum iðnaði, þar sem stækk- un álversins í Straumsvík yrði fyrsta skrefið, en þær raddir heyrð- ust einnig að erlend stórfyrirtæki á þessum sviðum ættu ekki er- indi til landsins. Þá var lögð rík áhersla á að bæta kaupmáttinn og að þeir samningar sem gerðir yrðu í vetur yrðu verðtryggðir, en mörgum þótti það vanta í drög að kjaramálaályktun þingsins. í drögunum er varað við þeirri hættu sem blasi við framfærslu heimila vegna rýrnandi kaup- máttar og varað mjög alvarlega við því að núverandi aðstæður í þjóðmálum séu notaðar til áróð- ursstríðs „sem hafi það markmið að fá fólk til að trúa þeirri blekk- ingu að kaup verkafólks ,sé ein aðal orsök þess hvernig komið e_r fyrir íslenskum þjóðarbúskap." Á því hafi borið að atvinnurekendur ætli sér að fara spila þessa gömlu plötu, en meginorsaka þess hvern- ig sé komið sé að leita hjá atvinnu- rekendum siálfum og þá fyrst og fremst í gegndarlausum fjárfest- ingum sem engar forsendur hafi verið fyrir. Atvinnurekendur geti ekki vænst þess að geta velt ábyrgðinni eða kostnaðinum af eigin stjórnleysi yfir á verkafólk. Síðan segir: „Það er meginkrafa 15.. þings VMSÍ að kaupmáttar- hrapið sem orðið er og verður til loka gildandi kjarasamninga verði leiðrétt fyrir allt almennt launa- fólk. Þingið telur að við gerð næstu kjarasamninga verði að ganga þannig frá málum, að þeir hópar sem á eftir koma, geti ekki í skjóli sérstakrar aðstöðu sinnar knúið fram margfalda ávinninga þess sem láglaunafólk samdi um." Ekki er talin ástæða til þess að endurskoða vinnulöggjöfina, en hins vegar sé ekki óeðlilegt að aðilar á vinnumarkaði taki upp viðræður sem gefi tækifæri til þess að skiptast á skoðunum um hana. Kjörorð VMSÍ séu eins og í síðustu kjarasamningum trygg- ing fullrar atvinnu, lífskjarajöfnun og að verðbólgu verði haldið í skefjum. Þá er lögð áhersla á að fjármagnskostnaður verði lækkað- ur og breytingar gerðar á skatta- kerfinu sem lækki skatta á eðlileg- um framfærslukostnaði, en skatt- ar á hærri tekjur verði auknir. Verðlagi verði haldið í skefjum með aðhaldsaðgerðum í peninga- málum og að gert verði stórátak í atvinnumálum sem miði að því fyrst og fremst að auka verðmæti framleiðslunnar innan okkar hefð- bundnu atvinnugreina, jafnframt því sem aðrir kostir vei'ði skoðaðii-. verið gert þannig samkomulag við önnur EFTA-lönd, sem tæki gildi á rriiðju næsta ári, en stutt væri síðan sér hefði orðið Ijóst að sú krafa ætti ekki einungis við um unna vöru heldur einnig ferskfískútflutn- ing. Eina atriðið sem ríkisstjórnin gerði kröfu um til að tryggja ráð- ' stöfun íslendinga á fiskaflanum væri að fyrirtæki í sjávarútvegi væru í innlendri eign. Hann sagðist geta fullyrt að það eitt að eigendur fyrirtækjanna væru íslenskir ríkis- borgarar væri engin trygging fyrir því að ákvarðanir fyrirtækisins mið- uðust við íslenska hagsmuni, og þótt hvergi væri um greiðslur undir boi'ðið að ræða, þá gæti það verið hagur útgerðarfyrirtækis að selja allan fisk frá fyrirtækinu óunninn beint til útlanda. Hann sagði að hér væri nauðsynlegt að breyta um stefnu, og íslensk stjórnvöld ættu að gera kröfu um að fá að stýra ráðstöfun aflans, en aðeins þannig væri hægt að ráðstafa honum þann- ig að hann nýttist best. Mikilað- sókn á sýn- ingu Errós GEYSILEGUR fjöldi hefur séð sýningu á verkum Errós á Kjar- valstödum og var tala gesta kom- in í 23.500 á fimmtudaginn. Kristín Guðnadóttir safnvörður tjáði Morgunblaðinu að vegna þess mikla mannfjöida sem kæmi að skoða sýninguna um helgar hefði þurft að bæta við starfsfólki á mesta annatímanum. Sýningin var opnuð þann 16. september og stendur til 22.. októ- ber næstkomandi. Sagði Kristín að nú væru eftir tvær sýningarhelgar og mætti búast við að sýningargest- um ætti enn eftir að fjölga umtals- veit. é V MMI ¦-1-OT»iM III IIÍIIÉtHH liil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.