Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 30
3Q
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1,4. OKTOBER 19S9
St)örnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Andlegt vanmat
í daglegu lífi gloymum við því
oft hversu miklu máli hinir
andlegu og trúarlegu þættir
tilverunnar skipta. Skemmt-
anir, ástamál, vinna, húsa-
kaup og |>að að ná langt í
þjóðfélaginu eru sett á oddinn.
Margii- gera beinlínis grín að
andlegum málum og sjá ekki
nokkurn tilgang með slíku
„rugli“. Aðrir sem ekki taka
svo sterkt til orða telja sig
samt sem áður hafa lítinn
tíma fyrir sálrænu málin, eða
þar til eitthvað gerist í þeirra
eigin lífi.
Mannleg lög
Við vitum öll að til að einstakl-
ingar geti starfað saman í
þjóðfélagi þurfa að' koma til
ákveðnar reglur og lög um
mannleg samskipti. En hvað
skyldi vera að baki þessum
lögum?
Siðfrceði
Ég tel að mörg af mikilvæg-
ari lögum um mannleg sam-
skipti hvíli á siðfræði sem á
rætur að rekja til trúarbragða
hverrar þjóðar. Ef trúarlegt
siðfræði (9. hús) er að baki
lögum og rcglum þjóðarinnar
(10. hús) og við hættum að
leggja rækt við trúna og and-
lega göfgun sem trúin veitir
er hætt við að botninn detti
úr þjóðfélaginu. Eða hvar
höldum við að þjóðfélagið
stæði ef það væri í höndum
lögfræðinga og stjómmála-
manna sem hefðu ekkert sið-
ferðilegt aðhald frá andlegum
gildum?
Siðleysi
Það er því svo að ef við van-
metum siðferðilegt gildi trúar
og leggjum litla áherslu á
andlegt og trúarlcgt nám, t.d.
í skólakerfinu og almennu
uppeldi, þá tekur þjóðfélagið
að gliðna. Siðleysi heldur inn-
reið sína. Vanmat á gildi and-
legra mála getur því orðið
ansi dýrkeypt.
Streitulosun
Markmið flestra andlegi-a
skóla er að stuðla að þroska
einstaklingsins. Slíkt er mikil-
vægt, því við þurfum oft að
vinna mikið og crum strcssuð,
spennt á taugum, æst og í
ójafnvægi. Þó fáir hugsi til
þess svona dagsdagiega hefur
trúarleg og andleg iðkun tölu-
vert hagnýtt gildi og getur
hjálpað til að skapa jafnvægi
í sálarlíf okkar. Á ’dagskrá
andlegra fræða er m.a.
kennsia í því að kyrra hugann
og stýra hugsunum. Við get-
um lært og þjáifað okkur í
að hugsa jákvætt og losað
okkur við neikvæðar hugsanir
sem eitra líf okkar. Með því
t.d. að læra ákveðnar öndun-
aræfingar má stiila geðið og
koma ró á líkamsstarfsemina.
Við lokum því á marga mögu-
leika sem geta hjáipað okkur
í dagiegu lífi með því að van-
meta andleg mál.
Kreppa?
Það er í sjáifu sér ágætt að
vilja stærri íbúð og meira af
peningum. Það er hins vegar
lítt ánægjulegt að sitja svcitt-
ur af stressi í einbýlishúsinu
vegna skulda. Þar komum við
að öðrum þætti andlegra
fræða. Þau kenna okkur
nægjusemi og opna augu okk-
ar fyrir því að fleira er til í
lífinu en peningar. Ég tel mig
geta fullyrt með vissu að ef
við hefðum andleg gildi að
leiðarljósi í daglegu lífi okkar
þá sætum við ekki í þeirri
heimatilbúnu kreppu sem
hrjáir okkur í dag. Það er
kreppa á íslandi, en samt er
þjóðarauðurinn mikill. Hvað
þýðir það annað en það að
kreppan er andlegs eðlis, að
við ofmetum það sem skiptir
litlu en vanmetum það sem
ætti að skipta miklu?
GARPUR
HVEF? ER KyNPOlCtíFVLLSTI
KÖTUJB SEA1 þO ÞeKt=tlR,/lt.i.A3
—->
LEFTýS, ÆT/LA áG /4£> tCO/VM
þé&x
u/l eicici Þui?r/i
AB> l/E/SNO/)
Þ'G.
&/?//H/n e//Ð
AiLA EARlA 7
'Xxi
) eu és að sue/rA
ICO//IDO /UM
/ Bi'l/kiu/ -
3-1 » I / mi W ' f f —-l'wi —Y
FERDINAND
—w
Gerðu svo vel að rétta mér sírópið,
takk ...
Má ég fá smjörið, takk?
SMAFOLK
600P 6RIEF, 5IR,Y 5WW,
UJWAT ARE YOU/ MARCIE! IM
D0IN6 WERE?! / INDI56UI5E..
WANPME A
^ U 1 5AU5A6E.
3.
Guð minn góður, herra. Hvað ert
þú að gera hér?!
Uss, Magga, ég er í dulargervi.
Réttu mér pylsu ...
BRIDS
Umsjón: Guöm. Páll
Arnarson
Þegar andstæðingarnir hafa
göslast í trompslemmu í tveimur
hringjum er hæpið að búast við
marflatri skiptingu. Vestur var
vel með á nótunum, en hann
átti út með óvenju góð spil gegn
sex spöðum.
Suðurgefur; enginn á hættu.
Norður
♦ G854
V KDG64
♦ K
*D63
Austur
II ¥ 10752
♦ 87432
+ 8742
Suður
♦ ÁK9762
¥'-
♦ ÁG5
+ ÁG109
Vestur Noröur Austur Suður
1 spaði
Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: tígultía.
Margir hefðu víst freistast til
að leggja niðui1 hjartaásinn í
sporum vesturs. En með öll þessi
spil óttaðist vestur réttilega að
suður ætti eyðu í hjarta. Og
hvers vegna spurði suður ekki
um ása?
Sagnhafa leist nokkuð vel á
blindan, en bölvaði legunni í
sand og ösku þegar hann spilaði
trompi í öðrum slag. Hann var
þó fljótur að ná sér á strik og
sendi vestur inn á spaðadrottn-
inguna.
Og'nú varð vestur að fylgja
eftir vel heppnuðu útspili. Atti
hann að spila tígli í þeirri von
að austur ætti gosann? Eða litlu
laufi? Reynajafnvel hjartaásinn?
Við sem sjáum allar hendur
vitum að ekkert af þessu dugir.
En það er þyngra að finna réttu
vörnina við borðið — spila litlu
hjarta. Og þó. Það er vitað að
suður á sex spaða, og þar með
líklega sjö spil í iáglitunum. Einn
slagur á hjarta gerir honum því
ekkert gagn, jafnvel þótt hann
eigi einspil. Kannaðu málið.
Vestur
+ D103
¥Á983
♦ D1096
+ K5
Umsjón Margeir
Pétursson
í sveitakeppni sovézkra ungl-
inga kom þessi staða upp í skák
alþjóðlega meistarans Ilya Smirin
(2.530) og M. Ulibin (2.495), sem
hafði svart og átti leik.
23. - Bxf4!, 24. Dxe7+, (Eftir
24. Hxf4 - Dxb7 fellur hvíti hrók-
urinn á cl.) 24. - Hf7, 25. Rde4
(Þetta er auðvitað algjör örvænt-
ing, en 25. De6 yrði svarað með
25. - Be3+, 26. Hf2 - DxeG og
hvítur tapar mikiu liði. Nú vonast
hvítur eftir 25. - Hxe7??, 26.
Rf6+ - Kg7, 27. Rxd5) 25. -
Be3+, 26. Kg2 - Hxe7 og hvitur
gafst upp, því hann getur auðvitað
ekki leikið 27. Rf6+, því riddarinn
á e4 er leppur.