Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 10
Kjaraskerðingin verður hjá fólki með miðlungstekjur eftirHalldór Blöndal Nú hefur frumvai'p til fjárlaga verið lagt fram á Alþingi. Eg ætla að gera einn þátt þess að umræðuefni, af því að hann er lýsandi fyrir viðhorf fjármálaráð- herra og ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar til iaunafólks, sem hefur miðlungstekjur og góð- ar tekjur. í greinargerð frumvarpsins eru þær breytingar tíundaðar, sem nú á að gera á tekjuskatti launafólks: 1. „Að barnabætur verði í ríkari mæli tekju- og eignatengdar, þannig að þær komi fyrst og fremst í hlut iágtekjufólks." Þetta þýðir á mæltu máli, að fyrir dyrum stendur að lækka barnabætur hjá öllum þorra foreldra. Oft er það svo, að báðir foreldrar vinna úti, en í skattalögum er sá kostnaður, sem siíku heimilishaldi fylgir, ekki frádráttarbær. Slíkir foreldrar kallast ekki „lágtekjufólk" og fá því skertar barnabætur. Ég minni einnig á, að barna- bætur voru hækkaðar verulega, þegar söluskattur var lagður á matvæli. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga mun reikningurinn yfir daglegar þarfir heimilanna hækka frá næstu áramótum, með því að virðisaukaskattur verður 26%, en dregið verður úr niðurgreiðslum. Það er ekki ætlunin að standa við fyrirheit um að halda því niður- greiðslustigi, sem dugir til þess að verð á dilkakjöti, mjólkui-vör- um, innlendu grænmeti og fiski lækki um 10% frá áramótum. 2. „Að hækka skatta á fólki með háar tekjur með því að hækka tekjuskattshlutfall og persónuaf- slátt,“ segir í greinargerð frum- varpsins. Um síðustu áramót var tekjuskatturinn hækkaður úr 35,2% í 37,74%. Á næsta ári verð- ur hann kannski 40%, síðan kem- ur 4% greiðsla í lífeyrissjóð og 1% í stéttarfélagsgjald. Þá er stað- greiðsluskatturinn orðinn 45%, en þetta dugir ekki Ólafi Ragnari Grímssyni og ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Enn segir í greinargerð: 3. „Að komið verði á sérstöku skattþrepi á háar tekjur." Og þá fer staðgreiðsluskatturinn ásamt launatengdum gjöldum bráðlega að verða 55—60% og hlýtur að taka til miðlungstekna. Að öðrum kosti hefðist ekkert upp úr því að eyðileggja staðgreiðslukerfið, eins og það er núna, í einu þrepi og einfalt í framkvæmd. Ef hug- myndirnar um tvö skattþrep verða að veruleika koma þær t.d. þungt niður á sjómannastéttinni. Enn er ekki öll sagan sögð. Ríkisstjórnin ætlar að skattleggja sparifé, sem er meira en hæpið, — það gengur glæpi næst eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu, erlend- ar skuldir eru vaxandi og sam- dráttur í atvinnulífi. Slík skatt- lagning hlýtur að framkalla hækkun vaxta. Og því skyldi Halldór Blöndal „Þetta þýðir á mæltu máli, að fyrir dyrum stendur að lækka barnabætur hjá öllum þorra foreldra.“ maður halda, að ríkisstjórnin reyndi að mæta því með því að vaxtagreiðslur launafólks yrðu frádráttarbærar. Það á að vísu að gera, en með sömu takmörkun- um og áður. Fólkið, sem fær skert- ar eða engar barnabætur, en á þó að bera hærri tekjuskatt en áður og á ekki rétt á félagslegum íbúðum, verður að bera skuldir sínar án nokkurs vaxtafrádráttar. Því eru í raun allar bjargir bann- aðat', — því dugir ekki einu sinni að reyna að afla ntikilla tekna með mikilli vinnu, af því að eftir- tekjan rennur í of ríkum mæli i ríkissjóð. Nema viðkomandi geti skotið tekjum undan skatti og auðvitað verður meir unt það en áður, þegar skattheimtan hefur snúist upp í arðrán. Það getur enginn orðið hissa á því, þótt vel menntað fólk á besta aldri kjósi að leita af landi brott, eins og nú standa sakir. Við lesum líka um það í blöðunum, að straumurinn liggur þangað. Og við verðum að sætta okkur við það í bili. Síðan verður enginn leikur að taka við, en það kemur að því. Og brátt mun straumurinn snúast við og fólkið hvet'fa til síns heima, sem nú kýs að vera erlend- is um stundarsakir. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokks fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Til greinahöfunda Aldrei hefur meira aðsent eftii borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æski- legt er, að greinar verði að jafn- aði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hverja línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki hægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birt- ingu. Minningar- og afmælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að birta ræð- ur, sem haldnar eru á fundum, ráðstefnum eða öðrum manna- mótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningartilvikum. Ritstj. 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. LÖGG. FASTEIGNASr Nýjar eignir á fasteignamarkaðnum: Úrvalsíbúð - frábært verð 5 herb. íbúð á 1. hæð í Seljahverfi. 3 svefnherb., stór skáli, tvöf. stofa. JP-innr. Sólsvalir. Sérþvottahiis og -búr við eldhús. Nýlegt park- et. Góð geymsla í kj. Bílhýsi með sérgeymslu fyrir hvert bílastæði. Verð aðeins kr. 6,7 millj. Skammt frá Háskólanum endurnýjuð 4ra herb. hæð 101,7 fm nettó í þríbhúsi. Sérhiti. 3 góð svefnherb. með innb. skápum. Sólsvalir. Skuldlaus. Laus strax. Á útsýnisstað í Garðabæ 5 herb. sólrík efri hæð 131 fm í tvíbhúsi. Allt sér. Góður bílsk. Rækt- uð lóð. Skipti möguleg á 3ja herb. íbúð í Garðabæ með bílsk. Ódýr íbúð í gamla Austurbænum 4ra herb. á 3. hæð 76,1 fm í reisulegu steinhúsi. Parfnast málningar. Skuldlaus. Laus strax. Verð aðeins kr. 4,5 millj. Við Sundin blá Stórt og vandað parhús í norðanverðum Laugarásnum. Útsýnisstað- ur. Skipti mögul. á minna húsnæði t.d. sérhæð miðsvæðis í borginni. Bjóðum ennfremur til sölu 4ra herb. íbúðir við: Lynghaga - Dalaland - Hraunbæ - Langhoitsveg - Álfheima og Sporhamra. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Opið í dag laugardag kl.10.00tilkl. 16.00. ________________________________ Fjöldi fjársterkra kaupenda. FAST EIGNASAL AH LAUGAVEGi SIMAR 21150-21370 ALMENNA feMMiEáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 508. þáttur Ég hef þennan þátt á ákalli til fréttamanna. í 'guðanna bæn- um hættið þið að segja og skrifa „taka yfir“ (e. take over) í stað- inn fyrir að taka við (stjórn- inni), taka völdin og þvílíkt. Hin ósköpin, „taka yfir“, hafa verið svo uppivöðslusöm í frétt- um undanfarið, að hroll setur að mér. Ég þykist þó vita að flestir fréttamenn séu andvígir erlendri mengun í máli okkar. Annað er líka. Ég á við of- notkun orðsins umhverfi, vafa- lítið fyrir erlend áhrif (sæ. miljö, fr. og d. milieu). í dagblaði um daginn mátti sjá fyrirsögnina: Rekstrarumhverfí fyrirtækja á Akureyri. Þetta er ekki fínt. Þetta væri á íslensku rekstrar- skilyrði. Greinin hófst svo á orðunum: „Maður í fyrirtækja- rekstri á Akureyri segist þurfa að borga ...“ Þetta er fátæklegt mál, útlenskulegt og böngulegt. Betra væri: Maður, sem rekur fyrirtæki á Akureyri, o.s.frv. En miklu best væri þó: Atvinnurek- andi á Akureyri segist þurfa að borga .. . Með þessu móti losuðu menn sig við óþörf orð og stíllinn yrði myndarlegri og bæri ekki ofkeim af öðrum tung- um. ★ Matthías Eggertsson í Reykjavík sendir mér klippu úr helgarblaði Þjóðviljans um miðjan september og merkir við þessa klausu: „Hannes Hlífar Stefánsson sem aðeins er 17 ára gamall hefur þegar öðlast mikla reynslu, tefldi í vetur og vor á sterkum mótum í New York og Moskvu. Hann er án efa einn mesti vonarpeningur okkar. Tapskák hans í 1. umferð fyrir Tómasi Björnssyni vekur því nokkra athygli.“ Ég geri fastlega ráð fyrir að Matthíasi mislíki hér notkun orðsins vonarpeningur, og sama er að segja um mig. Sam- kvæmt minni málskynjun er vonarpeningur alls ekki sá sem miklar vonir eru bundnar við. í Orðabók Menningarsjóðs er skilgreiningin á vonarpeningi þannig: „e-ð sem lítils er að vænta af; e-ð sem brugðið getur til beggja vona um“. Og í Blönd- al: „Menneske ei. Dyr, om hvis Fremtid godt kan haabes, men intet sikkert udsiges: Þar sem hann var þá enn fullkominn vonarpeningur á 5. aldursári (Eimr. XIV. 182); þú áttir ekki að leyna mig þess, að hún (D : kýrin) var gallagripur og vonarpeningur." Síðari tilvitn- unin er tekin úr leikriti eftir Þorstein Egils(s)on. Hólið, sem átt hefur að vera um Hannes Hlífar, hefur því snúist upp í last. ~k Inghildur austan kvað: Við dásemdir lífsins hér dvínar sorg, það er duflað og skálað við Rínartorg. Svo ríkt er það gaman að gleðjast hér saman, að enginn fer viljandi úr Vínarborg. ★ Við vorum rétt áðan að velta fyrir okkur orðinu vonarpen- ingur. Von var áður vón og í eldgamla daga ván. Tökum hér eina miðaldavísu úr Maríukvæði (einu af mörgum); „þú ert það æðsta yndi sem englakóngurinn gaf. Hver þann harminn fyndi, að huggaðir eigi af, nema eg hrygg, er heit á þig, verlaus kvinnan? Vón mín sæt, viltu ei heyra mig?“ Hér er ekkja, sem týnt hefur syni sínum, látin tala við Maríu mey, „hina æðstu guðsgjöf". Ilún spyr hver hefði nokkru sinni reynt 'slíkan harm, að María huggaði manninn ekki af hon- um. En konan segist vera hrygg og hefur enn ékki verið bæn- heyrð. Hún kallar Maríu yndi og sæta .von sína og spyr hvort hún vilji ekki (bæn)heyra sig. Þótt'orðin von og yndi séu ekki mjög lík nú, eru þau náskyld. Gamla myndin ván var í fjórðu hljóðskiptaröð við *vun, sem best sést í þýsku Wunder (= undur), wunderbar (= undursamlegur) o.s.frv. Svipað er þetta í ensku wonder, því að hvorki Þjóðverjar né Eng- iendingar höfðu sið áa okkar, að fella niður v (w) á undan varamynduðum sérhljóðum, eða kringdum, eins og t.d. u og o. En við segjum ekki *vunaður, *vuna, *vunna og *vyndi, held- ur unaður, una, unna og yndi. Margt mætti tína hér til enn, svo sem unað (hvk.), unun og sérheitin Una, Unnur (bæði karik. og kvenk.) og Unnar. Óðinn nefndist t.d. bæði Unnur og Unnar. Þá má bera saman þýska orðið Wunsch og okkar ósk sem merkja hið sama og samsvara hvort öðru. V féll hins vegar ekki niður hjá okkur á undan gleiðum sér- hljóðum (ókringdum), og þess vegna hélst v-ið í ván og þegar ván breyttist svo í vón og síðar á von, var gamla brottfallslög- málið úr gildi fallið. Af ván var myndað með i-hljóðvarpi orðið vænn og ýmsar samsetningar af því, og sagnirnar að vænta og vona eru náttúrlega sam- bærilegar að uppruna og merk- íngu. Þessi orð, sem nú hafa verið nefnd, gætu svo verið eitt- hvað skyld orðinu vinur og heiti þess goðkynjaða ættflokks sem nefndist Vanir, og hver veit nema glitti í latnesku ástargyðj- una Venus einhvers staðar á bak við allt saman? ★ Sigurðut' Helgason stærð- fræðingur í Belmont í Massa- chusetts, tryggur lesandi þáttar- ins, hefur sent umsjónarmanni hlýlegt bréf sem hann þakkar kærlega fyrir. Auk þess leggur Kristján skáld frá Djúpalæk til að í stað- inn fyrir útlenda orðið nostalgia höfum við þátíðarþrá á íslensku. Umsjónarmanni líst mætavel á þessa tillögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.