Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTOBER 1989 9 TIL SOLU Toyota Camry 2000 GLI hvítur að lit, árgerð '87, ekinn 55 þús. km., sjálfskiptur. Skipti koma ekki til greina. Verð: 1.050.000,- Upplýsingar í síma 75977. Kœrar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig með nœrveru sinni, góðum óskum og gjöf- um á áttrœðisafmœli mínu 7. október sl. Guð blessi ykkur öll. Friðgeir Grímsson. Ég undirrituð fceri öllum þeim vinum og vanda- mönnum, sem heiðruðu mig af tilefni 90 ára afmœlis míns í september sl., innilegustu þakkir. Þórdís G. Bridde, Bárugötu 8. Þakkarávarp? Innilegar þakkir til allra, sem heiðruðu mig á sjötíu ára afmœlinu 6. október siðastliðinn. Eg þakka af alhug heimsóknir, gjafir, heilla- skeyti og umfram allt fögur orð og mikinn hlýhug í minn garð. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn Ólafsson, kennari. HRESSINGARLEIKFIMI KARLA Nýtt námskeið hefst mánudaginn 16. október kl. 07.40- 08.30. Æft verður tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum á sama tíma í íþróttahúsi Vals við Hlíðar- enda. Lögð verður áhersla á almenna líkamsrækt, þol, kraft og liðleika. Nánari upplýsingar og skráning í símum 84389 og 11134. Hilmar Björnsson, iþróttakennari. Verð launasamkeppni Ert þú lík þessari1 Sultugerðin Búbót efnir til verðlaunasam- keppni. Leitað er að konu sem er lík Mömmusultu mömmunni. Þátttakendur eru beðnir að senda inn myndir af sér (brjóstmyndir) í lit með rauðdoppóttan skýluklút á höfðinu og grænt sjal fyrir 28. október. Vinningshöfum gefst kostur á að leika í auglýsingum fyrir Mömmusultur. Verðlaunin eru glæsileg: Fyrstu verðlaun eru 10.000 kr og nafnbótin Mömmusultu mamma 1989. Verðlaun 2 til 20 eru ýmsar sultugerðir frá sultugerðinni Búbót. Myndir ásamt nafni og heimilisfangi sendist: Sultugerðinni Búbót Skemmuvegi 24M Kópavogi. Betra eftirlit Á unrianförnuni árum hafa verið gerðar miklar ráðstafanir til að auka eftirlit meö ferðum sov- éskra herflugvéla um- hverfis Island. Fyrir rúm- um áratug komu hinar fullkomnu AWACS-rat- sjárvélar til landsins, sem eru með besta búnaði sem til er í hciminum til að fylgjast með ferðum flugvéla. Skömmu síðar fékk eldsneytisvél fyrir orrustuþotur fast aðsetur á Keflavíkurflugvelli en ineð því var geta orrustu- þotna til að fylgjast með ferðum ókunnra flugvéla stóraukinn. Um miðjan þennan áratug voru síðan nýjar orrustuþotur af F-15-gerð teknar í notkun á Keflavíkurflug- velli og þar voru einnig reist traust skýli fyrir orrustuþotumar. Jafii- lramt hefúr markvisst verið unnið að enduniýj- un ratsjárkerfisins í landinu sjálfú, þær tvær stöðvar sem fyrir em við Stokksnes og á Miðnes- heiöi fá nýjan tækjabún- að og á Bolafjalli við Bolungarvík og Guim- ólfsvíkurfjalli við Langa- nes biða ný hús eflir rat- sjártækjum. Allt hefúr þetta miðað að því að draga úr ferðum sov- éskra herflugvéla inn á íslenska loftvamasvæðið. Má ekki líta á þá miklu fækkun sem orðið hefiir á ferðum sovéskra flug- véla það sem af er þessu ári sem árangur af þessu starfi? Á því er enginn vafi, þótt ýmislegt annað komi einnig til eins og fram kemur í upplýsinga- bréfi Oryggismálanefnd- ar, þar sem meðal amiars er á það bent, að Sovét- memi láti minna að sér kvcða utan heimaliafa en áður. Fréttin í Jane’s Defen- ce Weekly um fjölgun sovéskra kafbáta og um að þeir séu nú hljóðlátari en áður, þannig að vam- arliðið á Keflavíkurflug- velli eigi erfitt með að finna þá, vekur þá spum- ingu, hvort þaraa séu ekki tengsl á milli. Hvort Sovétmenn fjölgi ekki einmitt kafbátum sinum Ratsjárstöðin á Bolafjalli. Sovéskum kafbátum fjölgar í Morgunblaðinu í gær er það haft eftir breska vikuritinu Jane’s Defence Weekly, að nú í ár fái sovéskir flotaforingjar fleiri nýja kafbáta afhenta en nokkru sinni fyrr. í ritinu er einnig skýrt frá mjög fullkomn- um árásarkafbátum Sovétmanna sem meðal annars kunni að vera á ferð í ná- grenni íslands og kemur þar fram að varnarliðsmenn í Keflavík standa frammi fyrir erfiðu verkefni því sovéskir kafbátar verða sífellt hljóðlátari. I Morgunblaðinu í gær var einnig sagt frá því, að í upplýs- ingabréfi Öryggismálanefndar kæmi fram, að ferðum sovéskra flugvéla fækk- aði umhverfis ísland á sama tíma og kafbátunum fjölgar. Að þessu er hugað í Staksteinum í dag og þeirri staðreynd að Bandaríkjamenn ætla einhliða að fækka kjarnavopnum á höfunum um 1100. en dragi úr flugferðuin, af því að kafbátamir séu orðnir það fúllkoinnir að eftirlitskerfi í Noregi og á íslandi dugi ekki leng- ur til að finna þá. Ilvað sem öllum umræðum um breytt samskipti milli austurs og vesturs liður er hitt staðreynd, að framleiðsla sovéskra her- gagna hefur ekkert minnkað í tíð Gorbatsjovs og endurnýjun sovéska heraflans heldur áfrarn jafiit og þétt. Hafi aukið eftirlit dregið úr ferðum sov- éskra herflugvéla i kringum landið, kaim endumýjun á eftirlits- kerfum með kafbátum að leiða til hins sama í haf- djúpunum. Einhliða fækkun I upplýsingabréfí Ör- yggismálanefndar er rætt um cinhliöa fækkun i sjóher Bandaríkjanna. Þar segir meðal annars: „Bandarikjafloti hefúr ákveðið að taka úr notk- un rúmlega ellefu hundr- uð skammdræg kjarna- vopn, sem smíðuð vom á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Tilkynnt hefúr verið að öll þessi vopn verði horfin úr flotanum árið 1991. 1 fyrsta lagi er um að ræða 290 Terrier loft- varnaflaugar. Ekki á að smíða aðrar í staðinn þannig að árið 1991 verða engar kjamaloft- vamarflaugai' í banda- ríska flotanum. I öðm lagi verða allar kjamaflaugar sem hafð- ar em í skipum og ætlað- ar gegn kafbátum teknar úr notkun, jafhvel að tal- ið er á þessu ári. Þetta em svonefiidar ASROC (Anti-Submarine Rocket) flaugar, en flotinn á sam- tals 574 slíkar. Nýjar flaugar sem koma í stað- inn (Vertical ASROC) verða líklega eingöngu búnar hefðbundinni hleðslu. Loks verða allar svo- nefhdar SUBROC (Sub- marine Rocket) gagnkaf- bátakjamaflaugar sem hafðar em i kafbátum teknar úr notkun „alveg á næstunni", samtals 285 flaugar. Byrjað var að taka SUBROC flaugar úr notkun fyrir fjórum ámm. Unnið er að þróun nýrra flauga í stað SUBROC, sem nefnist Sea Lance, en ákvörðun um hvort þær verði bún- ar kjamahleðslu hefur verið frestað til ársins 1992. Stefiia Bandaríkja- flota er að Sea Lance verði ýmist búnar kjama- hleðslu eða hefðbundinni hleðslu." í upplýsingabréfinu kemur fram, að þessi ein- hliða fækkun banda- rískra kjarnorkuvopna á höfúnum eigi í'ætur að rekja til róttækrar stefnubreytingar. I stað þess að reyna að tryggja fælingu gegn kjarnorku- árás á bandarísk hcrskip með því að hóta kjarn- orkuárás á sovéska flot- aiui, eigi að byggja svo til eingöngu á hótun um gagnárás á stöðvar hans á landi með langdrægum kjamastýriflaugum og sprengjuþotum frá flug- vélamóðurskipum. Bandaríkjafloti hafi i reynd misst áhugann á að eiga kjamavopn gegn sovéskum skipum og kaf- I bátum. Reykjavíkurborg1 kynnt sem fimdarstaður fi*amtíðarinnar Borgin ver 18 millj. kr. til kynningarstarfa á árinu REYKJAVÍKURBORG og hagsmunaaðilar í ferðamannaiðnaði hafa tekið höndum saman um að kynna Reykjavík sem fundarstað framtí- ðarinnar. Þrjú ár eru nú liðin frá því að leiðtogafundur Reagans Banda- ríkjaforseta og Gorbatsjovs Sovétleiðtoga var haldinn í Höfða og fljót- lega að honum loknum ákvað borgin að leggja ferðaþjónustunni lið í þessum efiium enda styrkti leiðtogafundurinn landsmenn í þeirri trú að hér væri kjörinn staður fyrir þessa arðbæru tegund ferðaþjónustu. Þetta kom in.a. fram í máli Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, á blaða- mannaftindi, sem haldinn var í Höfða sl. fínnntudag. Borgin ver 18 milljónum kr. til kynningarátaksins á þessu ári. Ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar, undir forystu Júlíusar Hafstein, hef- ur markvisst unnið að þessu kynn- ingannáli í samvinnu flugfélaga, gistihúsa og ferðaskrifstofa. Útbúið hefur verið sérstakt kynn- ingarrit, „Reykjavík - fundarstaður framtíðar11. Það er sniðið fyrir erlend stórfyrirtæki, ferðaskrifstofur og fyrirtæki sem sérhæfa sig í skipu- lagi og framkvæmd ráðstefna. Ritið er komið út á ensku og þýsku. Ver- ið er að leggja síðustu hönd á frönsku útgáfuna og eru áform uppi um sænska útgáfu. Þá er lokið við gerð myndbands, sem dreift verður á svipaðan hátt og kynningarritið. Myndbandið er fimm mínútna langt og er afi'akstur samvinnu Reykjavík- urborgar og Stöðvar 2,- Magnús Magnússon er þulur ensku útgáf- unnar, Arthur Björgvin Bollason þeiirar þýsku og Robert Mellk las inn á amerísku útgáfuna. Gert er ráð fyrir að myndbandið verði einnig fáanlegt á frönsku og sænsku. Ferðamálanefndin hefur, í sam- ráði við ferðaþjónustufyrirtæki, ákveðið að taka þátt í skipulögðu kynningarátaki á svæðum sem liggja vel við áætlunarflugleiðum Arnar- flugs og Flugleiða. Fyrsta slíka verk- efnið er þegar hafið í Vestur-Þýska- landi í samvinnu við Flugleiðaskrif- stofuna í Frankfurt. Nýverið voru sendar á sjötta hundrað sérhannaðar kynningarmöppur með umræddum bæklingi og fleiri upplýsingum um land og þjóð ásamt bréfi frá Davíð Oddssyni stílað á nafn viðtakanda, en valdir voru úr ráðamenn í mikil- vægum fyrirtækjum og alþjóðlegum samsteypum. Næsta skrefíð er að senda allt að eitt þúsund yfirmönn- um fyrirtækja í Bretlandi sams kon- ar gögn. Þar á eftir koma um 200 fyrirtæki í Belgíu og 200-300 í Frakklandi. Þetta verður einnig gert á austurströnd Bandaríkjanna og á Norðurlöndunum. Flugfélögin og ferðaskrifstofur fylgja svo málinu eftir með skipulagðri sölustarfsemi. Ferðamálanefnd Reykjavíkur hef- ur haldið ráðstefnur með ferðaþjón- ustuaðilum árin 1987 og 1988 og er nú að undirbúa þá þriðju, þar sem m.a. verður kynnt ráðstefnuaðstaða i hinu nýja Borgarleikhúsi og í útsýn- ishúsinu á Öskjuhlíð. í fyrra hélt borgarstjóri sérstakan kynningar- fund með framkvæmdastjórum rúm- lega 100 fyrirtækja á höfuðborgar- svæðinu, sem eru í samskiptum eða hafa umboð fyrir flest stærstu fyrir- tæki heims, til að hvetja þá til þátt- töku í kynningar- og söluátakinu og er jafnframt vonast til að það skili árangri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.