Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B OG LESBOK 235. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Þriðja mesta verð- bréfahrun sögunnar New York. Reuter. Verðbréfahrun varð í kauphöll- inni í New York í gærkvöldi er ljóst varð að fyrirhuguðum kaup- um á næst stærsta flugfélagi Bandaríkjanna. Verðbréf hafa að- eins tvisvar áður fallið svo í verði á einum degi í sögu kauphallarvið- skipta í Bandarikjunum. Dow Jones-verðbréfavísitalan féll um 190,58 stig eða um 6,91 prósent er hópur fyrirtækja sem hugðist eignast næst stærsta flugfélag Bandaríkjanna, United Airlines, til- kynnti að ekki hefði tekist að útvega nægilegt fjármagn til kaupanna. Sérfræðingar kváðu nýjar hagtölur sem birtar voru í gær og þóttu gefa til að kynna að vaxtalækkun væri tæpast á döfinni í Bandaríkjunum einnig hafa stuðlað að þessari þróun. Vaxtalækkun stuðlar að auknum hagvexti og eykur venjulega umsvif- in á verðbréfamörkuðum. Hrunið í gær er hið mesta í Banda- ríkjunum frá því að Dow Jones- vísitalan féll um 508 stig 19. október 1987. Mest varð verðfallið þó í októ- ber árið 1929 ,sem var undanfari Heimskreppunnar miklu. Tölvuveira á kreik en Ijónið lítið London. Reuter. Föstudagurinn 13. október leið án meiriháttar tölvuóhappa en veirunnar margumtöluðu varð þó vart í nokkrum Evrópulöndum. Breska blindrafélagið, skipulags- skrifstofur svissneska ríkisins og nokkur fyrirtæki í Portúgal og Hol- landi urðu fyrir barðinu á tölvuveir- unni, sem átti að fara á kreik í gær, en talsmenn IBM-fyrirtækisins í Bandaríkjunum segjast ekki hafa fengið neinar fréttir um tjón af henn- ar völdum. Steftia okkar hvati bylling’ar í A-Evrópu — sagði Margaret Thatcher á árs- þingi breska Ihaldsflokksins Blackpool. Reuter, Daily Telegraph. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, hét því í gær að sigrast á efnahagsvanda þjóð- arinnar og lýsti jafnframt yfir því að stefna ríkisstjórnar sinnar hefði gefið umbótaöflum í kommúnist- aríkjunum austan Járntjaldsins byr undir báða vængi. Thatcher lét þessi orð falla er hún ávarpaði fulltrúa á lokadegi ársþings breska íhaldsflokksins. Fundarmenn, sem voru 4.500, fögnuðu Thatcher ákaft er hún sté í ræðustólinn í gær á 64. afmælisdegi sínurn. Thatcher fór höt'ðum orðum um stefnu Verkamannaflokksins breska, sem nýtur mun meira fylgis en flokk- ur forsætisráðherrans nú um stundir ef marka má skoðanakannanir. Breski forsætisráðherrann sagði að sú frjálslyndisstefna sem íhalds- flokkurinn hefði markað árið 1979 hefði getið af sét' byltingu. „Kyndill- inn sem hófum á loft í Bretlandi og gjörbreytti landi okkar vat'ð að báli sem nú er tekið að loga austan Járn- tjaldsins." Hún kvað það rangt að kommúnistar hefðu komist til valda í Rússlandi árið 1917 í byltingu, þeir hefðu framið valdarán. „Bylting- in eina og sanna á sér nú stað í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu," sagði Margaret Thatcher. Vaxandi þrýstingur á leiðtoga austur-þýskra kommúnista: Ráðgjafi Honeckers gagn- rýnir viðbrögð stjórnvalda Austur-Berlín, Bonn. Reuter, Daily Telegraph. WOLFANG Vogel, einn þekktasti aðstoðarmaður Erichs Honeck- Vildi geta faðmað Lisbet - sagði Christer Pettersson og lýsti samúð sinni með ekkju Palme Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. CHRISTER Pettersson, sem liof- réttur í Svíþjóð mun líklega sýkna innan skamms af ákæru um morð- ið á Olof Palme, hefur vísað á bug allri lögregluvernd og nýjum skilríkjum eftir að hann var látinn laus á fimmtudag. Á blaðamannafundi í gær sagðist Pettersson ekki bera hatur í bijósti til Lisbet Palme, ekkju sænska for- sætisráðherrans, sem taldi víst að hann væri morðinginn. Pettersson sagðist gjarnan vilja hitta Lisbet en það yrði þó ekki gerlegt. „Bara að ég gæti hitt hana og faðmað að mér. Missir hennar er einnig minn rtjissir," sagði Pettersson er hélt á vendi af rauðum rósum, tákni jafnað- armanna. Blöð í Svíþjóð sögðu flest að dóm- ur hofréttarins hefði verið sigur rétt- arríkis í landinu en löglærðir hafa yfirleitt verið á einu máli um að traustar sannanir skorti fyrir sekt Petterssons. ers, leiðtoga austur-þýska komm- únistaflokksins, gagnrýndi í gær viðbrögð stjórnvalda við mótmæl- um lýðræðissinna í landinu. í yfir- lýsingu sem Vogel birti hvatti hann til þess að öllum þeim sem handteknir liefðu verið í mótmæl- unum á undanförnum tveimur vikum yrði tafarlaust sleppt úr haldi. Orð þessi virtust hafa tilætl- uð álirif því síðar um daginn var tilkynnt að öllum fongunum, að 11 undanskildum, hefði vérið gef- ið frelsi. Talsmaður vestur-þýsku ríkisstjórnarinnar skýrði frá því i gærkvöldi að 600 Austur-Þjóð- verjum sem verið hafa í vestur- þýska sendiráðinu í Varsjá yrði leyft að flytjast úr landi. Vogel er lögfræðingur og liefur m.a. átt þátt í að koma á sögulegum fangaskiptum miili austurs og vest- urs. Hann hefur verið sérlegur ráð- gjafi stjórnvalda á sviði mannrétt- indamála og ,er talinn náinn vinur Honeckers. Vogel hefur þjónað aust- ur-þýskum ráðamönnum í rúm 30 ár og kom því mjög á óvart að gagn- rýni skyldi heyrast úr þessari átt. 1 yfirlýsingu sinni sagði Vogel það vera kröfu þeirra sem fangelsaðir hefðu verið, ættmenna þeirra og þjóðfélagsins alls að þeim yrði þegar í stað sleppt úr haldi. Síðar í gærdag skýrði austur-þýska fréttastofan ADN frá því að mótmælendurnir væru nú fijálsir ferða sinna en af tilkynningunni varð ekki ráðið hvort þetta ætti aðeins við um þá sem handteknir voru í Austur-Berlin. Mótmælin í Austur-Þýskalandi hófust eftir að um 15.000 manns sem leitað höfðu skjóls í sendiráðum Vestur-Þýskalands í Prag og Varsjá var leyft að fara vestur fyrir Járn- tjaldið. Vogel vék að þessu sam- komulagi ráðamanna í Austur- og Vestur-Þýskalandi og sagði það óréttiætanlegt með öllu að þeir sem reyndu að yfirgefa landið með óleyfi- legum hætti væru dregnir fyrir dóm- stóla á meðan öðrum væri leyft að fara með sérstökum járnbrautarlest- um til Vestur-Þýskalands. Ónefndir erlendir sendimenn í Austur-Berlin kváðust telja gagn- rýni Vogels merki um að mjög væri nú þrýst á Honecker um að koma á stjórnmálaumbótum í landinu og töldu jafnframt sýnt að tök hans um valdataumana væru tekin að linast. Ótímabært væri þó að gera því skóna að valdaferli hans væri senn lokið. Honecker kom í gær 'fram opinber- lega og þótti greinilegt að tiigangur- inn væri ekki síst sá að draga úr sögusögnum og vangaveltum í þá veru. Reutcr Messað innan múra Kremlar Reykelsisilmur og dýrðaróður til drottins fylltu í gær Úspenskíj-dómkirkjuna í Moskvu þegar biskupar rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sungu þar messu, þá fyrstu innan Kremlarmúra síðan 1918. Lýstu ljós- in á áheitakertum hinna trúuðu upp alla kirkjuna en á þeim hefur ekki logað síðan kommúnistar komust til valda í Rússlandi og breyttu flestum kirknanna í söfn. Við messuna í gær voru tveir menn teknir í dýrlingatölu og þess jafnframt minnst, að 400 ár eru liðin frá stofnun erkibiskupsdæmis í Moskvu. „Þetta er kraftaverk, lof sé drottni," sagði gömul kona meðal kirkjugesta og einn biskupanna sagði, að kirkjan væri ekki lengur safn. „Hér getum við aftur borið guði vitni.“ Rússneska rétttrúnaðarkirkj- an hefur fengið aftur í sínar hendur mörg guðshús og klaustur og nú í sumar sagði Míkhaíl Gorbatsjov sovétleiðtogi frá því, sem hann hefur lengst af þag- að um, að sjálfur hefði hann verið borinn til skírnar sem barn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.