Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTOBER 1989
Jóh. 4.:
Konungsmaðurinn
REYKJAVÍKURPRÓFASTS-
DÆMI: Héraðsfundur verður
haldinn í Árbæjarkirkju sunnudag-
inn 15. október kl. 16.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna-
samkoma kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Kristinn Ágúst Frið-
finnsson messar. Organisti Jón
Mýrdal. Þriðjudag: Leikfimi eldri
borgara í safnaðarheimilinu kl. 14.
Miðvikudag: Opið hús í safnaðar-
heimilinu frá kl. 13.30 fyrir eldra
fólk safnaðarins. Sr. Guðmundur
Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi
eftir messu. Munið kirkjubílinn.
Fimmtudag 19. okt.: Fundur í
safnaðarfélagi Ásprestakalls kl.
20.30. Sýndar myndir úr sumar-
ferð o.fl. Sr. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 14. Organisti Daníel Jón-
asson. Að guðsþjónustu lokinni
verður kaffisala til fjáröflunar fyrir
starf kirkjukórsins. Þriðjudag:
Bænaguðsþjónusta kl. 18.30. Fyr-
irbænaefnum má koma á fram-
færi við sóknarprest. Sr. Gísli Jón-
asson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa
kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir,
sr. Pálmi Matthíasson. Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson. Basar Kvenfé-
lags Bústaðakirkju eftir guðs-
þjónustuna. Æskulýðsfundur mið-
vikudagskvöld kl. 20. Sr. Pálmi
Matthíasson.
DIGRANESPRESTAKALL: Barna-
samkoma í safnaðarheimilinu við
Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
DÓMKIRKJAN: Laugardag 14.
okt. Barnasamkoma kl. 10.30.
Egill og Ólafía. Sunnudag 15. okt.
Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson. Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Hjalti Guð-
mundsson. Dómkórinn syngur við
báðar messurnar. Organisti Mar-
teinn Hunger Friðriksson.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Messa kl.
14. Organisti Kjartan Ólafsson.
Sr. Magnús Guðjónsson prédikar
og þjónar fyrir altari. Félag fyrr-
verandi sóknarpresta.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:
Sunnudag: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Umsjón Ragnheiður Sverris-
dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prest-
ur sr. Hreinn Hjartarson. Organ-
isti Guðný M. Magnúsdóttir.
Mánudag: Fundur í Æskulýðs-
félaginu kl. 20.30. Miðvikudag:
Guðsþjónusta kl. 20. Þorvaldur
Halldórsson og félagar annast
tónlist. Sóknarprestar.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Helgi-
stund kl. 17. Leikið á orgel kirkj-
unnar frá kl. 16.40. Orgelleikari
Pavel Smid. Séra Cecil Haralds-
son.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Eldri börnin í kirkj-
unni, 5 ára börn og yngri í salnum
niðri. Guðsþjónusta með altaris-
göngu kl. 14. Miðvikudagur: Há-
degisverðarfundur aldraðra kl. 11.
Helgistund, fræðsluerindi. Boðið
til hádegisverðar, ættjarðarlög og
indælis kaffi. Laugardag kl. 10.
Biblíulestur og bænastund á veg-
um ungs fólks með hlutverk.
Prestarnir.
HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag
14. okt. Samvera fermingarbarna
kl. 10. Sunnudag 15. okt. Messa
kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Barnasamkoma á sama tíma í
kapellunni. Þeir sem vilja bílfar
hringi í Hallgrímskirkju á sunnu-
dag frá kl. 9.30 í síma 10745.
Þriðjudag 17. okt. Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyr-
ir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa
kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson.
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Há-
messa kl. 14. Sr. Arngrímur Jóns-
son. Kvöldbænir og fyrirbænir eru
í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18.
Prestarnir.
HJALLAPRESTAKALL: Barna-
messa kl. 11 í Digranesskóla. At-
hygli er vakin á því að kl. 10.30
hefst föndurstund og eru foreldr-
ar hvattir til að koma með börnum
sínum. Sr. Kristján Einar Þorvarð-
arson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl-
skylduguðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 11. Yngsti kór Kársnes-
skólans syngur, stjórnandi Þor-
unn Björnsdóttir. Foreldrar eru
hvattir til að koma með börnin til
guðsþjónustunnar. Sr. Árni Páls-
son.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Óskastund barn-
anna kl. 11. Söngur, sögur, mynd-
ir. Jón og Þórhallur sjá um stund-
ina. Guðsþjónusta kl. 14. Organ-
isti Jón Stefánsson. Eflum sam-
félagið með molakaffi í safnaðar-
heimilinu eftir stundina. Miðviku-
dag 18. okt. kl. 17. Æskulýðss-
starf 10-12 ára barna. Sr. Þór-
hallur Heimisson.
LAUGARNESKIRKJA: Laugardag
14. okt. Guðsþjónusta í Hátúni
10B, 9. hæð, kl. 11. Sunnudag
15. okt. Kirkjudagur Laugarnes-
kirkju. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Hátíðamessa kl. 14. Sr. Jón Bjar-
man sjúkrahúsprestur prédikar,
sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Inga Þóra og Laufey Geirlaugs-
dætur syngja tvisöng. Kór kirkj-
unnar syngur undir stjórn organ-
istans, Ann Toril Lindstad. Eftir
messu verður kaffisala Kvenfé-
lags Laugarnessóknar. Mánudag-
ur 16. okt. Fundur hjá Kristilegu
félagi heilbrigðisstétta kl. 20.30.
Þriðjudag 17. okt. Opið hús hjá
Samtökum um sorg og sorgarvið-
brögð kl. 20—22. Helgistund í
kirkjunni kl. 22. Fimmtudag 19.
okt. Kyrrðarstund í hádeginu. Or-
gelleikur, altarisganga og fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður i
safnaðarheimilinu á eftir. Barna-
starf fyrir 10—12 ára börn kl.
17.30 í safnaðarheimilinu. Æsku-
lýðsstarf kl. 20. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Laugardag 14. okt.
Félagsstarf aldraðra, samveru-
stund kl. 15 í safnaðarheimili kirkj-
unnar. Rifjaðar verða upp minn-
ingar úr ferðum á árinu og sýndar
myndir. Inga Bachmann syngur
einsöng. Sunnudaginn 15. okt.
Barnasamkoma kl. 11 í umsjón
Sigríðar Óladóttur. Messa kl. 14,
ferming. Fermd verða: Hrund
Skarphéðinsdóttir, Grandavegi
45, Ingimundur Óðinn Sverrisson,
Hringbraut 105, og Tjörvi Skarp-
héðinsson, Grandavegi 45. Orgel-
og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
Mánudag: Barnastarf 12 ára kl.
17.30. Æskulýðsstarf 13 ára og
eldri kl. 19.30. Þriðjudag. Barna-
starf 10—11 ára kl. 17. Miðviku-
dag. Fyrirbænamessa kl. 18.20,
sr. Guðmundur Óskar Ólafsson.
Öldrunarþjónusta. Hárgreiðsla og
fótsnyrting í safnaðarheimili kirkj-
unnar frá kl. 13—17, sími 16783.
Fimmtudag. Opið hús fyrir aldr-
aða í safnaðarheimilinu frá kl.
13—17. Leikið verður á orgel i
kirkjunni frá kl. 17.30 á fimmtu-
dögum.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Sóknarprestur.
SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl-
skyldumessa kl. 11. Barnastarf á
sama tíma. Prestur sr. Solveig
Lára Guðmundsdóttir. Organisti
Sighvatur Jónasson. Umsjón með
barnastarfi hefur Adda Steina
Björnsdóttir. Mánudag. Fyrir-
bænastund í kirkjunni kl. 17.
Æskulýðsfundur mánudagskvöld
kl. 20.30. Opið hús fyrir 10—12
ára börn þriðjudag kl. 17.30.
Fundur með foreldrum fermingar-
barna miðvikudagskvöld kl. 20.30.
Opið hús fyrir foreldra ungra
barna fimmtudag kl. 2—5. Takið
börnin með. Samkoma á vegum
Seltjarnarneskirkju og Ungs fólks
með hlutverk fimmtudagskvöld kl.
20.30. Léttur söngur og fyrirbæn-
ir. Þorvaldur Halldórsson leiðir
sönginn. Sóknarprestur.
KIRKJA Óháða safnaðarins:
Kirkjudagurinn. Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 14. Svala Nilsen syngur.
Feðgarnir Jónas Dagbjartsson og
Jónas Þórir sjá um tónlistina.
Kaffisaia kvenfél. eftir messu.
Safnaðarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl.
14. Sóknarprestur.
NJARÐVÍKURPRESTAKALL: Fjöl-
skylduguðsþjónusta í safnaðar-
heimili Innri-Njarðvíkurkirkju kl.
11. Sunnudagaskóli í Ytri-
Njarðvikurkirkju kl. 11. Sr. Guð-
mundur Örn Ragnarsson.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fílad-
elfía: Almenn bænasamkoma í
kvöld kl. 20.30. Almenn guðs-
þjónusta sunnudag kl. 20. Ræðu-
maður Sam Daniel Glad.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Völvu-
felli: Sunnudagaskóli kl. 16. Ath.
breyttan tíma. Almenn guðsþjón-
usta kl. 16.30. Fjölbreytt dagskrá.
KRISTSKIRKJA Landakoti: Lág-
messa kl. 8.30. Þessi messa er
stundum lesin á ensku. Hámessa
kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúm-
helga daga lágmessa kl. 18 nema
á laugardögum þá kl. 14. Á laugar-
dögum ensk messa kl. 20.
MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há-
messa kl. 11. Rúmhelga daga,
lágmessa kl. 18.
KFUM & KFUK: Kristniboðssam-
koma Amtmannsstíg 2B kl. 20.30.
Fréttir fluttar af heimastarfinu:
Friðrik Hilmarsson. Ræðumaður
Benedikt Arnkelsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Hátíð fyrir Heim-
ilasambandssystur í Garðastræti
40 kl. 18. Hjálpræðissamkoma kl.
20.30. Kapteinarnir Anne Gurine
og Daniel Óskarsson stjórna og
tala. Heimilasambandssystur
taka þátt í samkomunni.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheimil-
inu kl. 11. Messa í Lágafellskirkju
kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Organisti Þröstur Eiriksson.
Sr. Bragi Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Hámessa kl. 10.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl.
14. Barnakór Víðistaðasóknar
syngur. Organisti Kristín Jóhann-
esdóttir. Sr. Sigurður Helgi Guð-
mundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11. Munið
skólabílinn. Messa kl. 14. Altaris-
ganga. Oliver Kentes leikur á
selló. Nokkur fimmtíu ára ferm-
ingarbörn heimsækja kirkjuna.
Séra Gunnþór Ingason.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Bragi Skúlason sjúkra-
húsprestur prédikar. Kaffisala
kvenfélagsins hefst að lokinni
guðsþjónustu og verður í sal
Iþróttahússins við Strandgötu.
Samverustund í safnaðarheimil-
inu mánudagskvöld kl. 20. Biblíu-
lestur. Sr. Einar Eyjólfsson.
KAPELLAN St. Jósefsspitala:
Hámessa "kl. 10.30. Rúmhelga
daga lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Munið skóla-
bílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Kven-
félagskonur aðstoða við guðs-
þjónustuna. María Guðmunds-
dóttir sýngur einsöng. Organisti
Örn Falkner. Sóknarprestur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Keflavík:
Almenn guðsþjónusta kl. 16.
Ræðumaður Sam Daniel Glad.
KAÞÓLSKA kapellan Keflavík,
Hafnargötu 71: Messa kl. 16 á
sunnudögum.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Framhalds-
sagan, söngur, verkefni o.fl.
Bænasamkoma alla þriðjudaga kl.
20.30. Sr. Örn Bárður Jónsson.
KIRKJUVOGSKIRKJA: Messa kl.
14. Fermingarbörn lesa ritningar-
greinar. Sérstakur þáttur fyrir
börnin. Sr. Örn Bárður Jónsson.
ÚTSKÁLAKIRKJ A: Sunnudaga-
skólastarfið hefst í kirkjunni kl.
11. Nýtt fraeðsluefni verður kynnt.
Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson.
HVALSNESKIRKJA: Sunnudaga-
skólastarf vetrarins hefst í grunn-
skólanum í Sandgerði kl. 14. Nýtt
fræðsluefni kynnt. Sr. Hjörtur
Magni Jóhannsson.
NJARÐVÍKURPRESTAKALL: Fjöl-
skylduguðsþjónusta í safnaðar-
heimili Innri-Njarðvíkurkirkju kl.
11. Sunnudagaskóli i Ytri-
Njarðvíkurkirkju kl. 11. Sr. Guð-
mundur Örn Ragnarsson.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl.
14. Sóknarprestur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Selfossi,
Austurvegi 40b: Almenn guðs-
þjónusta kl. 16.30. Ræðumaður
Garðar Ragnarsson.
ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Orgelleikari Einar Sig-
urðsson. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli
yngstu barnanna í Vinaminni kl.
13 í dag, laugardag. Barnaguðs-
þjónusta sunnudag í kirkjunni.
Barnakórinn syngur. Organisti
Einar Örn Einarsson. Messa fellur
niður vegna héraðsfundar próf-
astsdæmisins. Fyrirbænaguðs-
þjónusta mánudag kl. 18.30. Beð-
ið fyrir siúkum.
BORGARPRESTAKALL: Barna-
guðsþjónusta í Borgarneskirkju
kl. 10. Messa í Borgarneskirkju
kl. 11 við upphaf héraðsfundar
Borgarfjarðarprófastsdæmis. Sr.
Geir Waage í Reykholti prédikar.
SIGLUFJARÐARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Vigfús Þór
Árnason sóknarprestur kveður
söfnuð sinn. Organisti Anthony
Raley. Fluttirverða Hátíðarsöngv-
ar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Að
messu lokinni verður kaffisam-
sæti í safnaðarheimilinu á vegum
Systrafélagsins og sóknarnefnd-
arinnar. Sóknarnefnd.
Ragna Jónsdóttir,
' fsafírði - Minning
Já, elsku vinir, það er okkar reynd,
að öruggt er kærleiksbandið
og dauðinn er ekkert annað en hlið
inn á eilífðar framfara-landið.
(E.H. Kvai'an)
Ekki er hægt að sýna látnum
vini meiri kærleika en að skrifa
nokkur orð við Iandamæraskiptin.
Vissulega er örðugt að sjá á bak
vinunum. Á útfarardaginn eru þeir
ekki fjarlægari en svo, að þeir finna
ástúðina og lesa þær kærleiks-
hugsanir, sem minningarnar um
samvistirnar við þá vekja innra með
okkur. Þá víkur hjá framliðnum
saknaðarkenndin, þeir fá frá okkur
stórkostlega orku sem er ólýsanleg,
þegr fólk les greinar um þá. Bænir
fyrir látnum föður eða móður, syst-
ir eða bróðir, maka eða vini, syni
eða dóttur veita framliðnum
ómælda blessun. Bandið milli þess
heims og annars slitnar aldrei.
Við vistaskiptin og undirbúning-
inn, þá er það móðirin sem hinn
deyjandi sér síðast við dánarbeðið
í jarðneska heiminum og fyrst í
hinum andlega heimi. Þannig er það
mamma, bæði fyrst og síðast.
Ötnmur eru einnig hjá karlmönnum
og afar hjá konum, sem við sjáum
þegar við vöknum á Paradísarsvið-
inu; síðan fáum við að fara í göngu-
ferð með þessum ástvinum sem
voru með mömmu, og þá hittum
við aftur þá félaga, kunningja og
vini er við áður þekktum, en voru
komnir á undan. Er ekki stórkost-
legt að fá að þiggja aftur ástúð
mömmu og umhyggju, á Paradísar-
sviðinu. Nokkrum dögum eftir
vistaskiptin, þá er séð um að fólk
fái öryggistilfinningu í nýjum heim-
kynnum. Það sneitir ljúfa strengi
í hjarta framliðinna vina, að finna
og sjá að eftirlifandi ástvinir muna
eftir, að hafa bollann á borðinu eða
matardiskinn fyrstu vikurnar eftir
viðskilnaðinn, að ekki sé minnst á
reykelsi er virkar eins og næring,
og auðveldar látnum ástvinum að
komast í samband við okkur. Öllu
er ráðstafað í hærri heimum. Hver
og ein einasta manneskja fær
verndara, engilveru, sem hefur sér-
lega ríkt móðureðli. Já, fóstur sem
deyr í móðurkviði, fær einnig þrosk-
aðan kærleiksengil, en sem hefur
verið valinn til þess að annast barn-
ið. Það eru margir sem reka erindi
Guðs í annarri tilveru í þarfir þeirra
sem illa eru komnir.
Ragna Jónsdóttir, ekkja Sig-
mundar Falssonar bátasmíðameist-
ara síðast á ísafirði, er þessar hug-
leiðingar eru tileinkaðar, var sann-
færð um kærleiksríkar verur æðri
heima og samband við annan heim.
Ragna andaðist á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Isafirði 5. október sl. 80
ára að aldri, frá því 2. júlí sl. og
þá sendi ég henni kveðju hér í
Morgunblaðinu.
Ung fluttist Ragna til ísafjarðar
með fósturmóður sinni Önnu
Björnsdóttur kennara. Frú Anna
réðst verzlunarstjóri að verzlun frú
Guðrúnar Jónasson bæjarfulltrúa í
Reykjavík og fröken Gunnþórunnar
Halldórsdóttur leikkonu, en þær
vinkonur ráku verzlun á Isafirði um
árabil. Ragna varð aðnjótandi hins
mesta kærleika hjá fósturmóður
sinni og héldu þær -alltaf saman,
þar til Anna andaðist 6. september
1956.
Ragna tók ástfóstri við Isafjörð
sem var fjörlegur og skemmtilegur
kaupstaður á uppvaxtarárum henn-
ar, iðandi mannlíf og menningarlíf.
Ragna var vinsæl í hópi íjölskyldu
sinnar og vina, er héldu tryggð við
hana og léttu henni stundirnar eftir
lát Sigmundar móðurbróður míns.
Sigmundur umvafði Rögnu ástúð,
virðingu og umhyggju. Þau áttu
saman fallegt og glæsilegt heimili,
fyrst á Skólagötu 8, síðar á Litla-
Býli við Seljalandsveg. Síðustu árin
dvaldi Ragna á Hlíf, dvalarheimili
aldraðra, þar sem hún naut umönn-
unar. Endurminningar mínar um
Önnu Björnsdóttur, Rögnu og Sig-
mund eru mér hjartfólgnar. Vegna
alvarlegra veikinda foreldra minna,
kemst ég ekki, til þess að vera við-
staddur útförina, og enga hjálp að
fá, að gæta þeirra á meðan.
Guð blessi minningu Rögnu Jóns-
dóttur.
Helgi Vigfússon