Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 40
40
MORGtJNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR <1'4'1OKTÓBER 1BS9
„ Pi'iMXrx er kopoin.''
*
Ast er...
\UJO'Ö
. saga pilts og stúlku.
TM Reg. U.S. Pal Oft — all rights reserved
© 1989 Los Angeles Times Syndicate
Stundvísi þína met ég mik-
ils. En þegar þú fórst heim
í gær var ég í miðri setn-
ingu ...
Siðaðir flauta ekki á eftir
kvenfólki ...
Nagladekk
auka öryggið
í umferðinni
Til Velvakanda.
Gatnamálastjóri, Ingi Ú. Magn-
ússon, sendi frá sér grein í Velvak-
anda laugardaginn 30. september
sl. varðandi nagladekk og
skemmdir á malbiki. Einblínir
hann eingöngu á kostnað borgar-
innar í því máli. Það má ekki
gleymast í öllum þessum væl um
göturnar að auðvitað eru nagla-
dekk öryggisatriði í vetrarumferð
og ef allir ækju um á ónegldum
hjólbörðum fjölgaði slysum og
árekstrum. Það kostar líka. Það
átti að salta allar aðalgötur í fyrra
fyrir kl. 7 á morgnana. Það vildi
misfarast, enda getur hálka komið
fyrii-varalaust, sérstaklega seint á
kvöldin.
Það að stytta leyfilegan tíma
nagladekkja á íslandi til samræm-
is við hin Norðurlöndin er út í
hött, vegna þess að veturinn hér
hjá okkur er yfirleitt mun lengri
en þar. Fólk er farið að veigra sér
við því að setja negldu dekkin
undir vegna sífellds áróðurs gatna-
málastjóra og aka því margir allan
veturinn á sumardekkjum.
Það má ekki koma því inn hjá
fólki að það sé hálfgerðir skemmd-
arvargar þó það leiti eftir öryggi
í umferðinni.
S.E.
Þessir hringdu . .
Er ekki skylt að hafa
öryggistæki í lagi?
Geir Þormar hringdi:
„Ég var að aka út úr Skaftahlíð
inn á Miklubraut og lenti þar í
faðmlögum við strætisvagn fyrir
nokkru. Kallað var á lögreglu og
mældust bremsuförin hjá strætis-
vagninum 16 metrar. Ég spurði
bílstjórann hvers vegna hann
hefði ekki reynt að flauta til að
vara mig við. Hann sagði að flaut-
an væri ekki í lagi og það væri
lítið eftirlit með þessu hjá strætis-
vögnunum, en þetta var strætis-
vagn frá Strætisvögum Kópavogs.
Vil ég koma þeirri fyrirspurn á
framfæri hvort Bifreiðaeftirlitið
fylgist ekki með þessum ökutæk-
um eins og öðrum, og skylt sé
að hafa öll öryggistæki í lagi á
þeim. Bremsuförin sýndu að
strætisvagninn hafði aðeins
bremsað á einu hjóli en lögreglan
virðist heldur ekki hafa talið
ástæðu til að geta þess í skýrsl-
unni sem tekin var.
Þá vil ég spyija gatnamála-
stjóra um annað mál. Fyrir nokkr-
um árum var steyptur kantur hér
fyrir framan Barmhlíð 15. Fólk
er alltaf að reka fæturnar í þenn-
an kant sem hefur verið ófrágeng-
inn í nokkur ár. Gengið var frá
kanntinum ofantil skömmu eftir
að hann var gerður en síðan hefur
ekkeil meira verið gert. Hvenær
verður gengið endanlega frá
þessu verki?“
Skór
Poki merktur versluninni „17“
með svörtum rúskinnsskóm tap-
aðist 7. október. Finnandi er vin-
samlegast beðinn að hringja í
síma 667030.
Jakki
Rauður, grár og hvítur
Addidasjakki nr. 130 tapaðist í
Grafarvogi. Finnandi vinsamleg-
ast hringi í síma 676716 eftir kl.
19.
Köttur
Sex mánaða gamall högni fór
að heiman sl. þriðjudag. Hann er
hvítur með gulbrúna bletti og
mjög gæfur, heitir Hreinn og er
eyrnamerktur. Vinsamlegast
hringið í síma 79978 ef hann hef-
ur einhver staðar komið fram.
Víkverji skrifar
HÖGNI HREKKVlSI
S-18
„ HAKJN) eR E’KKI ad fara ao hei/han ...
HANN 8AFSA AO LÁNA VINI SiNJUM "
Ihugum flestra höfuðborgarbúa er
Norðurland einn landshluti. Og
þannig hugsar obbi Akureyringa
einnig. Ibúar á Norðurlandi vestra
vita hins vegar manna best, að Norð-
urland er í raun tveir landshlutar,
eystra og vestra. Það var engin til-
viljun að Norðurlandi var á sínum
tíma skipt í tvö kjördæmi, því íbúar
þeirra eiga ólrúlega fátt sameiginlegt
umfram tengsl við aðra landshluta.
Til dæmis fara hagsmunir íbúa á
Norðurlandi eystra miklu oftar sam-
an með hagsmunum Austfírðinga en
nágrannanna fyrir vestan, og Norð-
lendingar vestra eiga jafnvel oftar
samleið með Vestiendingum en Norð-
lendingum eystra. Ástæðui1 þessa er
nokkrar. í fyrsta lagi landfræðilegar;
mikilúðlegur Tröilaskaginn klýfur
Norðurland milli Eyjafjarðar og
Skagafjarðar og gerir allar samgöng-
ur þar á milli erfiðar. Annað, og
kannski það sem mestu skiptir, er
að íbúar á Norðurlandi vestra þurfa
ekki að sækja neina þjónustu til
Akureyrar eða annarra staða á Norð-
urlandi eystra. Þá þjónustu sem þeir
ekkí hafa í heimabyggð sækja þeir
til Reykjavíkur. Samgöngur milli
Reykjavíkur og Norðurlands vestra
eru mjög góðar, sérstaklega eftir að
nær allur þjóðvegurinn Jiar á milli
var lagður bundnu slitlagi. Menn
geta auðveldlega skotist á bíl til
Reykjavíkur að morgni, útrétt þar
um miðjan dag og komist heim að
kvöldi. Víkveiji hefur kynnst því, að
íbúar á Norðurlandi eystra átta sig
ekki fullkomlega á þessu, ekki frekar
en Reykvíkingar, þeir telja Norður-
land einn landshluta með Akureyri
sem miðstöð. Þetta lýsir sér með
ýmsum hætti, t.d. hvemig Ríkisút-
vaipið niðurlægir Norðurland vestra,
með því að neita íbúum þar um lands-
hlutaútvaip, en láta Akureyrai’deild-
ina þess í stað varpa efni yfir J)á sem
þeir hafa jafn lítinn áhuga á og Vest-
firðingar, Sunnlendingar eða aðrir
landsmenn utan Norðurlands eystra.
xxx
Alþingi hefur nú verið kallað sam-
an að nýju. Þingmenn hafa
væntanlega flestir hveijir notað sum-
arleyfið til að rækta tengsl við um-
bjóðendur sína heima í héraði. Það
ei’ reyndar ærið verkefni, því Ijöldi
kjósenda er slíkur að ekki einu sinni
þingmönnum fámennustu kjördæm-
anna gefst kostur á að hitta kjósend-
ur sína og gera þeim grein fyrir af-
stöðu sinni til þjóðmálanna og hlusta
á þeiira sjónarmið í sama mæli og
áður tíðkaðist.
xxx
Nýlega rak á fjörur Víkveija lítinn
Ijórblöðung sem Halldór Blönd-
al, þingmaður Norðurlands eystra,
gefur út undir heitinu Bréf frá þing-
manni. í þessu fyrsta bréfi, sem hann
sendir öllum kjósendum í kjördæmi
sínu, gerir hann grein fyrir skoðunum
sínum til stjórnunar fiskveiða og lýs-
ir jafnframt eftir viðhorfum lesenda
bréfsins. Víkveija finnst þetta bréf
til fyrirmyndar á margan hátt. í
fyrsta lagi hlýtur það að teljast mjög
lýðræðislegt að þingmaðurinn geri
kjósendum grein fyrir skoðunum
sínunv allt kjörtímabilið, en ekki ein-
ungis fyrir kosningar. I öðru lagi
býður hann kjósendum sínum uppá
skoðanaskipti og beinan aðgang að
sjálfum sér. Að lokum verður Víkveiji
að geta þess að prentsmíð bréfsins
er hreint frábær, einfaldleiki þess og
agað útlit ber vitni um faglegan
metnað þeirra prentara sem hlut áttu
að máli, en bréfið er prentað í kjör-
dæmi Jnngmannsins, hjá Pi-entverki
Odds Björnssonar á Akureyri.