Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 11
 Nafiilausar yfirstærðir Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er mikill kraftur í dúkum Stefáns Axels Valdimarssonar, sem þessa dagana og fram til 22. októ- ber, sýnir í Kjarvalssal á Kjarvals- stöðum. Stefán vinnur í Hollandi, þar sem hann virðist vera að ná fótfestu á listamarkaðnum og hefur m.a. eitt listhús í Rotterdam fest sér verk á sýningunni. Þetta eru engir smáræðis dúkar hjá Stefáni og hefur slíkt ekki sést síðan Sigurður Örlygsson var á ferðinni í Vestari salnum. Þyrftu þeir minnst Laugardalshöllina, hyggðust þeir sýna saman nokkra tugi mynda! Þessir tveir málarar eru annars ólíkir að upplagi og eðlisfari því að þegar gætir amerískra áhrifa í málverkum Sigurðar, þá er Stefán Axel meginlandsmálari út í fingur- góma. Stórir dúkar eru svo sem ekkert nýtt í málaralistinni, en það sem er nýtt, er að það verði að fjölda- hreyfingu að mála risadúka. Þessi sýning leiðir hugann að stórsýningum eins og Zeitgeist í Berlín og hér er um einn anga af íjölþjóðaframúrstefnu að ræða (Transavantgarde). Formunum og pensilbeitingunni svipar saman, en Stefán virðist þó hafa sérstaka kennd fyrir litaspilinu eins og svo margir landar hans og kemur það einkum fram í myndum eins og „Nafnlaus" (7), sem listhúsið Delta í Rotterdam keypti. Það er meiri blíða og ljóðræna í myndum eins og „Otó“ (I), „Nafn- laus“ (4) og „It slipped through my mind“ (5). Þar er eins og sæ- slanga hlykkist mjúklega um mynd- flötinn. Myndverk Stefáns eru í senn líkust óheftri útrás tilfinninga sem yfirvegaðar stemmningarmyndir og er það hveijum og einum hollt að leika á jafn ólíka strengi. Sjálf myndefnin eru ekki ýkja frumleg né aðferðin við að útfæra þau, en hitt vegur þungt hve Stefán er heill í þessum vinnubrögðum. Áhrifin við fyrstu skoðun voru yfirþyrmandi enda næsta óvenju- legt að sjá svona stóra dúka hér á landi, en við næstu yfirferðir skilaði sýningin sér á allt annan hátt og rökréttari. Nýjabrumið fer sem sagt fljótt af siíkum yfirstærðum, þótt áhrifunum megi líkja við spreng- ingu í upphafi. Þetta er sterk og hrifmikil sýning hjá Stefáni, og hann uppsker vafa- lítið mikinn lærdóm við gerð slíkra yfirstærða í málverki, en strangt til tekið eiga allar stærðir jafnan rétt á sér. Stefán hefur á sýningum áður sýnt sérkennileg tilþrif ásamt því að hann fer ekki endilega sígildar leiðir í lögun myndverka sinna. Það er í senn skemmtilegt og lærdómsríkt að bera saman rnyndir þeirra Errós að Kjai-valsstöðum, því að báðir ausa þeir af evrópskri og alþjóðlegri hefð, en á gjörólíkan hátt. Erró hefur einnig unnið í risadúka, en myndir hans eru þá unnar í lakklitum og eru sléttar og áferðarfagrar en myndir Stefáns eru unnar á hrjúfan og jarðrænan hátt og geta ekki alltaf kallast beinlínis fagrar, þótt hann hafi fág- að myndmál sitt til muna hin síðari ár. Erró segir frá sjónrænum upplif- unum í myndum annarra í ótal ein- ingum, en Stefán tekur fyrir eitt atriði í senn. Olíkara getur það ekki verið, en er ljóslega til vitnis um breiddina í myndlist Islendinga í útlandinu um þessar mundir. Mjúkt og efiiiskennt Sumar sýningar koma manni á óvart og svo er ótvírætt um sýningu Sigurborgar Stefánsdóttur í Ás- mundarsal. Þetta er í fyrsta skipti sem Sigur- borg sýnir opinberlega á íslandi, en hún hefur dvalið í Danmörku um árabil og lauk prófi í teikni- og grafíkdeild Skolen for Brugskunst fyrir tveim árum auk þess sem hún stundaði nám hjá H. Cr. Höier list- málara. Það má merkja það af myndum Sigurborgar, að hún hafi stundað nám sitt vel, því vissulega kemur fram rík kennd fyrir mjúkri teikn- ingu og grafískum eigindum forma í myndverkum hennar. Sigurborg gengur óhikað og hreint til verks og má það teljast helsti kostur hennar og í þeim verk- um er saman fara formræn fjöl- breytni og efniskenndir litir nær hún tvímælalaust heillegustum árangri svo sem í myndunum nr. 12, 17 og 31. Mun rýrari verður uppskeran er Sigurborg vinnur yfii’vegaðra og litirnir eru þynnri og þróttminni eins og víða sér stað og hefði hún haft ávinning af að grisja sýninguna svolítið til að ná sterkari heildar- áhrifum. En slíkt er varla tiltöku- mál á fyrstu sýningu. Sigurborg er gædd teiknihæfi- leikum og sýnir ósjaldan skynræna hugkvæmni í útfærslu verka sinna svo sem á sér stað í myndunum nr. 2, 3, 4, 5 og 21. Mér virðast vera dijúg fijómögn í þessari sýningu sem benda til þess að höfundurinn geti bætt heil- Sigurborg Stefánsdóttir miklu við sig í náinni framtíð. En til þess þarf vísast einnig heilmikla vinnu. jj RÝMINGARSALA vegna flutninga 20-40% AFSÚnUR Teppabútar á hlægilegu verði Opnum glæsilega verslun að Fákafeni 9 laugardaginn 28. október TEPPAVERSLUN rTTTl FRIÐRIKS BERTELSEN SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 68 62 66 Á undangengnum árum hefur talsvert borið á fíngerðum smá- myndum eftir Valgarð Gunnarsson í listhúsum borgarinnar. Þær hafa iðulega verið formsterkar og vel upp byggðar, auk þess sem litablæ- brigðin hafa verið mjög þekkileg. Það telst dálítið óvenjulegt, að upgir listamenn leggi fyrir sig á þennan hátt gerð smámynda, því að segja má, að þetta hafi verið áratugur risadúkanna. Nú er listamaðurinn mættur til leiks með dúka af stærri gerðinni, en stærðirnar eru þó innan hóflegra marka. í stað þess að stækka hinar minni myndir, sem margur hefði gert, hefur Valgarður tekið þá stefnu að víkka út formsvið fígúra sinna. Þær eru ekki lengur form- fastar og sígildar í byggingu, held- ur á stundum holar og loftkenndar og sumar eilítið klunnalegar í bland. Ekki virka þessar fígúrur allar jafn sannfærandi á mig og margar hinna gömlu, því að þær eru m.a. mun lausar skorðaðar á myndflöt- inn og bakgrunnurinn vinnur ekki á sama hátt með þeim. En liturinn stendur sem fyrr full- komlega fyrir sínu, en hann með- höndlar Valgarður á einkar per- sónulegan og sérkennilegan hátt, svo að á stundum minnir á þá Nab- istana Vuiliard og Denis og er þá ekki leiðum áð líkjast. Það er alveg' rétt stefna hjá ungum listamönnum, að reyna að tileinka sér eitthvað úr fortíðinni og það hafa ýmsir af frægustu og persónulegustu nú- listamálurum heimsins einmitt gert. En þó skal ég ekki fullyrða, að þetta séu bein áhrif en hin þýðu blæbrigði minna vissulega á þá kumpána. Á sýningunni þóttu mér þijár myndir hafa sérstöðu um persónu- lega meðhöndlun lita og forma: „Holur hestur“ (7), „Kona“ (10) og „Gul meining" (11). Fann ég þar sterkustu uppbygg- inguna og mesta samræmið á milli forma og lita. Hvað lit og áferð snertir má merkja á þessari sýningu, að Val- garður Gunnarsson sé í sókn. Valgarður Gunnarsson niyndlistar- maður. Morgunblaðið/Bjami Útlitsgallaöar bækur, verö frá kr ZÖr Eldri bækurmeö 40-70% afslætti. Opiö laugardag frá kl 10-14. dSkjaldborg BÓKAÚTGÁFA ÁRMÚLA 23 108 REYKJAVÍK Simi: 67 24 00 - 67 24 01

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.