Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 41
. MOHGUNBMÐIÐ 3LAUGARDAGUR Wr-OKTÓBERil989 VELXAKANDI SVAR/R í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ NÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS Bahá’u’lláh: Eining trúarbragðanna Til Velvakanda. Mig langar til að blanda mér í umræður Fljótamanns og Dala- manns, sem skrifað hafa athygis- verða pistla í Velvakanda um trúar- ofstæki. Mai-gt er þar viturlega sagt. „Trúarofstæki veldur illdeilum og hryðjuverkum, jafnvel styijöid- um víðs vegar um heimsbyggðina," eins og Dalamaður bendir réttilega á. Ég er hins vegar ekki sammála Dalamanni að trúarbrögðin boði ekki trú á einn og sama guðinn, en halda hver fram sínum guði á kostnað annarra. Það er að vísu rétt að þannig túlka ýmsir kenning- ar trúar sinnar, en er slíkt í sam- ræmi við það sem stofnendur trúar- bragðanna hafa boðað? Ég held ekki. Sá guð sem Múhammeð boðar trú á er sá sami sem Kristur kenndi okkur að lofsyngja, svo dæmi sé tekið. En samt berast fylgjendur hinna ýmsu trúarbragða á banaspjót. Hvernig sténdur á því? Sökin liggur fyrst og fremst hjá þröngsýnum trúarleiðtogum, sem hafa afskræmt kenningar spámannanna. Trúarof- stæki ber því vott um fjörbrot, and- legt gjaldþrot og uppgjöf. Er því við Guð eða spámenn Hans að sakast? Alls ekki. Svo lengi sem fylgjendur spámanna fóru eftir þeim kenningum sem þeir boðuðu hafði trúin blessunamk áhrif á samfélagið. Ef grannt er skoðað sjáum við að sú siðmenning sem við búum við er fyrst og fremst að þakka siðbætandi áhrifum trúarinn- ar. Ég get því ekki tekið undir þá skoðun Dalamanns að það verði friðsamlegra í heiminum ef trúar- brögð yrðu lögð niður, að þá mundu menn „öðlast frelsi til að umgang- ast meðbræður sína með vinsemd og virðingu". Hefur sagan staðfest þetta sjónarmið? Það held ég varla. Á þessari öld hefur ijöldi manns snúið sér með iítilsvirðingu frá trú- arbrögðunum og bundið trúss sitt við taumlausa efnishyggju eða fengið ofurtrú á hugmyndafræði, sem það telur að geti leyst vanda- mál heimsins. Efnishyggjan hefur ekki fært okkur þá lífshamingju sem við sækjumst eftir, heldur auk- ið á glundroðann og myndað hyl- djúpa gjá milli manna. Mannakenn- ingar, eins og t.d. kommúnismi, hafa beðið algjört skipbrot, eins og dæmin sanna. En mitt í öllu þessu vonleysi hef- ur Guð vitjað mannanna á ný. Hann hefur sent opinberanda sinn, Ba- há’u’lláh, sem enduivekur í grund- vallaratriðum þær sömu kenningar sem fyrri spámenn boðuðu mann- kyni. Hann boðar m.a. einingu trú- arbragðanna og hvetui- fylgjendur sína til að umgangast fylgjendur allra trúarbragða í vináttu og með bróðurþeli. Hann færir okkur aftur til Guðs. Ég hvet því Fljótamann og Dala- mann og aðra sem hi-yllir við trúar- ofstæki að kynna sér kenningar Bahá’u’lláh og þau trúarbrögð sem þær fæddu af sér, Bahá’í-trúna. Hver veit nema fleiri gætu þá heils- hugar tekið undir eftirfarandi orð Bahá’u’lláh: „Trúarbrögð eru æðsta tækið til grundvöllunar reglu í heiminum og fyrir frið og hamingju allra, sem í honum dvelja. Ef ljós trúarinnar hættir að skína, mun ringulreið og öngþveiti af hljótast og ljós sanngirni, réttlætis, friðar og rósemi deyja út.“ Sigurður Ingi Ásgeirsson Er of seint að iðr- ast eftir dauðann? Týndur köttur Þessi gulbröndótti fressköttur hefur verið týndur í næstum tvo mánuði. Hann hvarf frá heimili sínu, Hófgerði 3 í Kópavogi, og sást e.t.v. á ferli í Fossvogi. Hann var með gula hálsól með tunnu á þegar hann hvarf. Ef einhver getur gefið upplýsingar vinsamlegast hringið í síma 42615. Ritgleði eða sparnaðar- aðgerðir? Ágæti Velvakandi. Á hinum votviðrasömu haustdög- um, þegar margir kvarta um at- vinnuleysi og alls konar vandaræði, er gott að eiga í fórum sfnum litla sólskinssögu. Eina slíka fékk ég föstudaginn 29. september sl. í bréfi frá heimahlynningardeild (Hospice) Krabbameinsfélags íslands. Var mér boðið að sækja um starf hjá félaginu. Þar stóð meðal annars: / „Boðið er upp á góð kjör er varða laun, bílastyrk og vinnutíma, ásamt aðild að lífeyrissjóði hjúkruna- rkvenna (sem ég hefi fengið greitt úr síðastliðin 26 ár). Framtíðar starfsemin er enn óráðin og væri því ekki rétt að lofa framtíð- arstarfi.“ Tilvitnun lýkur. Ekki ef- ast ég um hauðsyn og ágæti þessa félagsskapar og óska ég honum góðs gengis. Ekki ætla ég þó að sækja þar um starf, þar sem ég er á 87. aldurs- ári. Mér er kunnugt um að fleiri hjúkrunarkonur á ellilífeyrisaldri hafa fengið samhljóða bréf. Nú velti ég því fyrir mér hvort það var hin rómaða ritgleði og pappírsflóð er olii því að ég fékk. umrætt bréf, eða er þetta ný út- færsla á sparnaði í heilbrigðiskerf- inu, að hætta við að hai'a aldurs- mörk meðal hjúkrunarkvenna. Guðríður Jónsdóttir Til Velvakanda. Undarlegt finnst mér 'sumt það sem prestar bjóða tilheyrendum sínum. í útvarpsguðsþjónustu var einn þeirra að ræða um dauðann og mæltist honum á þessa leið í ræðu sinni: „Eitt er víst, við dauðann er lok- ið allri náð Guðs. Eftir það þýðir ekki að biðja hann fyrirgefningar á syndum sínum." Ekki er nú þetta huggunarríkur boðskapur, og fer saman mikil van- þekking á eðli lífsins og mikil van- hugsun flytjandans. Ekkert mun fjær hinurn æðsta mætti, verundi alls sem er, en að yfirgefa börn sín, þegar vistaskipti verða. Hin æðsta vera mun ávallt leitast við að leiða hvern mann til réttrar átt- ar, bæði meðan dvalist er hér á jörð, og eftir að héðan er flutt til annarrar. Hitt er að vísu víst, að sá sem í lífi sínu hér þverbrýtur vitandi vits gegn því góða, sem í hveijum manni býr, hann mun eiga erfitt með að breyta um eigin lífsstefnu eftir að komið er á aðra lífstjörnu, en með hjálp hins æðsta máttar og sendi- boða hans, mun að lokum takast að beina hinum illa setta til réttrar áttar. Því enginn er svo illur að ekki sé í honum einhver „partur af guði“, eins og H.C. Andersen orð- aði það í einu ævintýra sinna, og einmitt þessi „partur af guði“, ger- ir hinum lengra komnu kleift, að leiða hann á rétta braut. Sem betur fer munu aðeins hin verstu illmenni lendi í hinum verstu stöðum eftir dauðann hér, en vissu- lega mun „náð guðs“ ná út yfir gröf og dauða, og verða hinum illa stadda sú lijálp, sefn duga mun að lokum. Vita skyldu allir að kærleikur hinnar æðstu veru á sér engin tak- mörk og verkar ekki síður í framlífi en í hinu stutta frumlífi okkar hér. Að kenna annað er einskonar guð- last. Ingvar Agnarsson Okkur vantar fóstrur (S> Okkur vanfar áhugasamar og hressar fóstrur eða annad uppeldissinnad fólk fil ad faka þátt í faglegri uppbyggingu í nýju foreldra- reknu dagheimili í Hafnarfirdi. HRAUNKQT Upplýsingar í simum 53910 og 65267« (Kristín) TIL SÖLU Bronco II XL 1987 Ekinn 52 þús. km. Bíll í sérflokki. Verð 1550 þús. og símanúmer sendist auglýsingadeild Mbl., .merkt: „G - 577“, fyrir 18þ.m., eða hringið ísíma616559. Kuldaskór Verð kr. 2.490.- Stærðir: 35—46 Litur: brúnt + svart. KRiNGWN KKIMeNM S. 689212 TOHeJI —'^anra VELTUSUNDI 1 21212 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs SKÓLABIÚSSA Svartar, grænarog bláarskólablússur. Vinnufatabúóin Laugavegi 76, s. 15425, Kringlunni, 3. hæð, s. 686613. Hverfisgötu 26, s.28550. Sendum í póstkröfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.