Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ - LAUGARÐAGUR 14iOKTÓBER. 1989 35 Hið sigursæla lið slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli, KEFLAVÍKURFLU GV ÖLLUR Slökkviliðið þrefaldur sigurvegari í knattspyrnu Slökkviliðið á Keflavíkui'flugvelli tryggði sér Norðurlandameist- aratitil flugvallaslökkviliða í knatt- spyrnu fyrir skömmu er liðið bar sigurorð af liðum stærstu flugvalla Norðurlandanna. Mót þetta sem gengur undir heitinu „Nordic Cup“ er haldið árlega og er þetta í þriðja skiptið sem að Slökkvilið Keflavíkurflugvallar sigrar á mótinu. Að þessu sinni var mótið haldið í Osló og er skemmst frá því að segja að lið Keflavíkurflugvallar og Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi báru nokkuð af öðrum liðum. Bæði unnu þau mótheija sína nokkuð örugglega en innbyrðis leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. Markahlutfall íslenska liðsins var hins vegar betra og Keflavíkurflug- völlur hreppti því gullið. Lið Keflavíkurflugvallar er einn- ig Islandsmeistari atvinnuslökkvi- liða í knattspyrnu. Sá titill vannst með sigri á Gevalíamótinu sem fram fór í júlí. Slökkviliðið í Reykjavík hafnaði í öðru sæti og Slökkvilið Hafnarfjarðar í því þriðja. Þetta var þriðja árið í .röð þar sem að röð þriggja efstu liða er hin sama. Þriðji titill slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli vannst síðan í Njarðvík þar sem liðið sigraði firma- keppni UMFN. KAUPMÁLI Fúlg-an tryggð fyrir skilnaði Michael Jordan og Juanita. Körfuboltagoðið Mich- ael Jordan hefur geng- ið í það heilaga og er hin lukkulega eiginkona Juan- ita Vanoy, þrítug fyrir- sæta. Þau eiga saman 8 mánaða gamlan son. Sagt er að umboðsmenn Jordans hafi verið mennirnir á bak við brúðkaupið, en lagt þar fyrir utan að kappanum að vernda auðæfi sín með skriflegum samningum við Juanitu. Samningum sem tryggðu fúlgur kappans ef til hjónaskilnaðar kæmi. Talið er að Jordan hafi alls ekki verið afliuga því að ganga í það heilaga, en þáttur umboðsmannanna fór heldur í taugarnar á honum. Töldu þeir að per- sónuvinsældir Jordans myndu minnka ef það kæmist í hámæli að hann ætti son í lausaleik. A hinn bóginn óttuð- ust þeir um milljónirnar og þær kröfur sem Juanita gæti hugsan- lega gert ef til skilnaðar kæmi. Er um stórfenglegar upphæðir að ræða, 4 milljónir dollara ár hvert fyrir að auglýsa vörur frá Nike og McDonalds hamborgara, og 25 milljón dollara átta ára samil- ing Jordans við Chicago Bulls. Juanita brást reið við kröfu Jor- dans og manna hans, taldi það ekki góða byrjun á hjónabandi að gera slíkan kaupmála. En eftir að hafa íhugað málið taldi hún það hag barnsins að gangá að kröfunum. Þrátt fyrir allt elski hún nefnilega íþróttákappann og hann hana. DANSHUSIfl GLÆSIBÆ LAUGARDAGUR: Hljómsveit Hilmars Sverrissonar og Anna Vilhjálms leika fyrir dansi í kvöld. Opið frá kl. 22.00 til 03.00. Rúllugjald kr. 750,-. DAGSKRÁIOKTÓBER OG NÓVEMBER: 20. og 21. okt. Hallbjörn Hjartarson, hljómsv. Hilmarsog Anna. 27. og 28. okt. Hljómsveit Hilmars og Anna Vilhjálms. 3. og 4. nóv. Finnur Eydal og hljómsveit. (Bítlavinir gamlárskvöld). Dúettinn „Vid‘ leikur fyrir gesti Ölvers í kvöld. Opið frákl. 11.30-15.00 og 18.00-03.00. A BORGINNI _ RVNAR ÞÓR og hljómsveit leikur í Fánasalnum. BORGARKRÁIN opin frá kl. 18. KEISARINN LAUGAVEG 116 Diskótekiö er opið í kvöld frá kl. 23.00-03.00. Miðaverð kr. 400,- Barinn opnaður kl. 18.00 öil kvöld og er opinn í hádeginu um helgar. Komið þangaö sem fjöriö er pA Veitingahúsið Strandgötu 30, Hafnarfirði, sími 50249

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.