Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 12
&J
íEF---'ni
•i8íií AO 5líJÖAOUTMlCTi <3fðiiI9Hl)tJ3()U
MOKGUNBLADIÐ FIMMTUDAGUK 26'"ÖKTÓBER l$Wé l
MYNDASAGA
HEIMSINS
Myndlist
BragiÁsgeirsson
í Listasafni Alþýðu stendur
nú og fram til 29. október yfir
mjög merkileg sýning, sem nefn-
ist „World Press Photo“ 1989 og
segir frá því helsta, sem fram
hefur komið í fréttaljósmyndum
á síðasta ári.
Þessar sýningar eru árviss við-
burður og hef ég séð nokkrar
þeirra, en aldrei verið gripinn
jafn sterkum tökum og að þessu
sinni. Víst hef ég séð jafn áhri-
faríkar og minnisstæðar myndir
á fyrri sýningum, en þessi er sú
áhrifamesta í heild. Það á mikinn
þátt í því, hve sýningin er vel
sett upp og hve margar afburða
fallegar myndir í yfirstærð prýða
hana.
En svo er það líka annað, og
það er hve heimurinn breytist
hratt og hve mengunin og hrá-
skinnaleikurinn í heiminum fæ-
rist í aukana, ásamt því að alls
staðar eru fréttaljósmyndarar
nærri með myndavélar, sem
verða fullkomnari með ári hveiju.
Sá er gefur sér tíma til að
skoða sýninguna vel og lesa text-
ana með myndunum verður
margs vísari, og hverjum og ein-
um hlýtur iðulega að renna kalt
vatn á milli skinns og hörunds,
en sá hinn sami hlýtur um leið
að hrífast af undrum og mikil-
leika heimsins.
Það sem þykir fréttaefni í
sjálfu sér er ekki alltaf fagurt,
menn sækja í ljótleikann og há-
skalega atburði, en fegurðin og
mikilfengleikinn gleymist þó ekki
né ótal hiiðaratriði lífsins ogtilve-
runnar.
Ótvírætt er sárast að sjá af-
leiðingar vaxandi mengunar jafnt
á iandi sem í sjó — stórborgir
eins og New York, sem eru komn-
ar í algjör vandræði með að losna
við ruslið — og sjávardýr illa leik-
in vegna veira, sem spretta upp
í höfunum — og eru án efa bein
afleiðing alls þess eitraða efnaúr-
gangs, sem verksmiðjur skila af
sér í hafið.
En svo lifnar maður við, er
maður lítur á forfeður vora le-
múrana á Madagaskar, en á þeim
slóðum eru menn víst stöðugt að
finna ný afbrigði slíkra og
prímata prósata, hinna elstu og
frumstæðustu forfeðra okkar.
Maðurinn stendur berskjaldað-
ur fyrir náttúruhamförum hvers
konar, en þær hamfarir er hann
veldur sjálfur, getur hann sér
einum um kennt og þær eru lífinu
stórum háskalegri.
Stjórnmál, vísindi, listir og
íþróttir fá sinn skammt á sýning-
unni og eiginlega er sýningin það
Lemúrar hvíla sig.
fróðleg, að hún verðskuldaði, að
biðraðir væru fyrir framan Lista-
safn Alþýðu, dagana sem hún
stendur yfir. Einkum er kjörið
að fara með skólabörn á hana
og ræða við þau um hvert mynd-
.efni fyrir sig, því að þetta er
heimurinn og mannlífið í hnot-
skurn, — seinna væri hægt að
búa til hin aðskiljanlegustu verk-
efni, sem tengjast henni og vakti
sérstaka athylgi þeirra.
Þótt ljósmyndirnar séu fyrst
og fremst fréttamyndir í úrvals-
flokki, er segja frá einstökum
atburðum, eru þær einnig sumar
hveijar frábærar í sjálfu sér, í
myndbyggingu, vinnslu og
áhrifamætti tjáningar. Hér kem-
ur fram hin dýpsta sorg, heift
og hatur, ásamt hinni mestu gleði
og hamingju, svo og allt þar á
milli.
Sitt lítið af hveiju, dauðanum
og ástinni.
Krakkar í
ÚTSÖLUSTAÐIR:
REYKJAVÍK:
Álafossbúöin
Árbœjarapótek
Borgarapótek
Breiöholtsapótck
Ellingsen
Garosapótek
Holtsapótek
Ingólfsapótek
Laugavegsapótek
Lyfjabúoin löunn
Eammageröin
Skátabuöin
Sportval
ull og gjafavörur
Útilíj
Veiöibúsiö
Veiöivon
SELTJARNARNES:
Sportlíf
KÓPAVOGUR:
Kópavogsapótek
GARÐABÆR:
Apótek Garöabœjar
HAFNARFJÖRÐUR:
Apótek Noröurbcejar
KEFLAVÍK:
Samkaup
K£FLAVÍKURFLUG-
VOLLUR:
íslenskur markaður
MOSFELLSBÆR:
Mosfellsapótek
Verslunin Fell
Verksmiöjuútsala Alafoss
AKRANES:
Sjúkrahúsbúöin
BORGARNES:
Kf. Borgfiröinga
OLAFSVÍK:
Söluskáli Einars
Kristjánssonar
STYKKISHÓLMUR:
Hólmkjör
BÚÐARDALUR:
Dalakjör
PATREKSFJÖRÐUR:
Versl. Ara Jónssonar
TÁLKNAFIÖRÐUR:
Bjarnabúö
FLATEYRI:
Brauðgeröin
BOLUNGARVÍK:
Einar Guðfinnsson
ÍSAFJÖRÐUR:
Sporthlaöan
HÓLMAVÍK:
Kf. Steingrímsfjaröar
HVAMMSTANGI:
Vöruhúsiö Hvamms-
tanga
BLONDUÓS:
Apótek Blönduóss
angóruull
hía á
veturinn
í nærfatnaði úr angóruull
verður veturinn leikur einn.
Angóruullin gefur meiri
einangrun og er fínni og léttari -
en aðrar ullartegundir.
Hún hrindir vel frá sér vatni
og síðast en ekki síst klæjar
krakkana ekki undan henni.
í nærfatnaði úr angóruull er
krökkunum ennþá heitt þegar
þeir koma heim eftir að hafa
leikið sér úti allan daginn.
Fáanleg í hvítu og bláu.
sími 666006
SAUÐÁRKRÓKUR:
Skagfirðingabú ð
VARMAHLÍÐ:
Kf. Skagfirðinga
SIGLUFJÖRÐUR:
Versl. Sig. Fanndal
ÓLAFSFJÖRÐUR:
Valberg
DALVIK:
Dalvíkurapótek
Versl. Kotra
AKUREYRI:
Versl. Parts
HÚSAVÍK:
Bókav. Þórarins
Stefánssonar
REYKJAHLÍÐ:
Verslunin Sel
RAUFARHÖFN:
Snarliö
SEYÐISFJÖRÐUR:
Versl. E.J. Waage
NESKAUPSTAÐUR:
S.Ú.N.
EGILSSTAÐIR:
Kf. Héraösbúa
ESKIFJÖRÐUR:
Sportv. Hákons Sófussonar
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR:
Kf. Fáskrúösfjaröar
BREIÐDALSVÍK:
Kf. Stööfirðinga
HÖFN:
Kf. A-Skaftfellinga
HEI.LA:
Rangárapótek
SELFOSS:
Vöruhús K.Á.
HVERAGERÐI:
Ölfusapótek
Ingvar Vilhjálms-
son níræður
Áratugarins, sem lauk með upp-
hafi heimsstyijaldarinnar síðari, hef-
ur jafnan verið minnst með nokkrum
óhugnaði af þeim, sem stóðu í at-
vinnurekstri hér á landi. Á það eink-
um við um þá, sem voru í sjávarút-
vegi. Heimskreppan mikla átti upp-
haf sitt við byijun áratugarins og
birtist sjávarútveginum fljótþega í
verðhruni á framleiðslu hans. í upp-
hafi þessa tímabils var hér við völd
ríkisstjórn, sem sýndi sjávarútvegin-
um lítinn skilning, svo vægt sé til
orða tekið, og allan síðari hlutann
sat hér ríkisstjórn, sem kenndi sig
við hinar vinnandi stéttir, en slíkar
ríkisstjórnir hafa síðar nefnt sig
vinstristjórnir eða eins og í dag fé-
lagshyggjustjórn. Sameiginlegt ein-
kenni þeirra hefur verið forræðis-
hyggja á háu stigi, þar sem ríkið
krefst þess að hafa öll ráð atvinnu-
rekstrarins í hendi sér og skammtar
honum af „örlæti" sínu úr milli-
færslusjóðum og fjármálastofnunum
ríkisins, en leggur um leið dauða
hönd á athafnásemi einstaklinganna.
Einmitt á þessum áratug höfðu Is-
lendingar fyrstu kynni sín af slíku
stjórnarfari.
En mannskepnan er margrar gerð-
ar, sem betur fer, og til eru þeir, sem
ekki sætta sig við slíkar hömlur á
athafnafrelsi sínu, bijótast undan
dauðu höndinni og fara sínar eigin
leiðir. Til slíks þarf einatt mikinn
kjark, forsjálni, dugnað og óbilandi
trú á því, sem maður er að gera.
Tilefnið til þess, að ég rek þetta
hér er að í dag stendur einn þessar-
ar manngerðar á níræðu og er enn
á meðal okkar.
Ingvar Vilhjálmsson er borinn og
barnfæddur í Rangárþingi, en á tán-
ingsárunum lá leið hans út á sjóinn
á árabátum frá Þorlákshöfn, á vél-
báti frá Vestmannaeyjum og þaðan
á togara. Þetta var leið margra dugn-
aðarmanna af Suðurlandsundirlend-
inu þegar fiskveiðarnar voru að ryðja
sér til rúms á fyrstu tugum aldarinn-
ar. Ingvar fór í Stýrimannaskólann
í Reykjavík og lauk honum á einum
vetri og upp úr því lá leiðin upp í
brúna og síðustu fimm árin á sjónum
var hann togaraskipstjóri. Það var
ekki björgulegt fyrir ungan mann
að heíja eigin rekstur í miðri heims-
kreppunni við þær aðstæður, sem
mönnum voru búnar hér á landi á
þessum árum. Fiskiskipastóllinn
gekk óðum úr sér því nánast engin
endurnýjun átti sér stað og langvar-
andi taprekstur mergsaug útgerðina.
Á árunum 1933 til 1935 var Jón
Þorláksson borgarstjóri í Reykjavík.
Enda þótt bærinn væri ekki þátttak-
andi í atvinnurekstri þá sá hinn vitri
stjórnandi að ekki mátti við svo búið
standa og hér gat bærinn komið til.
Fram til þess tíma hafði útgerðin í
Reykjavík nær eingöngu byggst á
togurum, þar sem menn töldu, að
bærinn lægi ekki vel við fiskimiðun-
um fyrir bátaútgerð. Ekki voru allir
á sama máli um þetta. I samvinnu
við nokkra útgerðarmenn beitti Jón
Þorláksson sér fyrir því, að bærinn
greiddi fyrir byggingu nokkurra vél-
báta, hinir stærstu þeirra voru um
50 rúml. Ingvar keypti einn hinn
fyrsta af þessum bátum, sem var
fullsmíðaður árið sem Jón Þorláksson
lést. Þegar báturinn var fullsmíðaður
og honum skyldi gefið nafn gekk
Ingvar á fund ekkju hins látna borg-
arstjóra og fékk íeyfi hennar til að
láta bátinn heita Jón Þorláksson. Var
það fúslega veitt. Sá bátur átti langt
Ííf fyrir höndum og reyndist hin
mesta happafleyta. Þetta var upp-
hafið að útgerðarsögu Ingvars Vil-
hjálmssonar, mannsins, sem bauð
birginn óblíðum ytri skilyrðum, sem
birtust í kreppunni, en voru að hluta
til afleiðing stjórnarstefnunnar. Vél-
bátaútgerð hefur æ síðan verið snar
þáttur í atvinnulífi Reykjavíkur og
hlutur Ingvars var stór á því sviði.
Ekki þurfti Ingvar fjárhagslegan
stuðning til bátakaupanna, hann átti
sjálfur fyrir því, en stuðningur bæjar-
ins birtist í byggingu verbúða,
„gömlu verbúðanna" í vesturhöfninni
og bryggju fyrir bátaútgerðina og
mun Ingvar hafa fengið fyrstu ver-
búðina, en þær voru leigðar útgerð-
inni og þóttu á sínum tíma mikil
framför.
Um sama leyti og Ingvar hóf út-
gerð sína byijaði hann einnig fisk-
vinnslu, smátt og smátt á öllum þeim
sviðum, sem þá tíðkaðist, og var t.d.
með þeim fyrstu, sem hófu skreiðar-
verkun. Varð sá þáttur um langa
hríð veigamikill í rekstri hans. Þá
kom einnig síldin inn í atvinnurekst-
ur hans. Bátar hans stunduðu
síldveiðar og brátt tók við síldarsölt-
un á Norðurlandi, Austfjörðum og í
Reykjavík á meðan síldin gaf sig til.
Einnig varð hann þátttakandi í
síldarverksmiðjum á Austfjörðum og
í Reykjavík. Yfirleitt var það svo í
gegnum árin, að Ingvar fékkst við
útgerð og fiskvinnslu á öllum sviðum
og var atvinnurekstur hans þá með
því stærsta, sem gerðist hér á
landinu.
Slíkri alhliða atvinnustarfsemi
fylgdi auðvitað mikil þátttaka í fé-
lagsmálum á öllum þeim sviðum, sem
starfsemi hans tók til og var hann
þá jafnan í forystuliðinu, sem sýnir
vel hvert traust menn báru til hans,
enda hafði hann að miðla af mikilli
reynslu og sýndi fljótt að hann var
traustsins verður.
Það var ekki ætlun mín að rekja
hér í þessu afmælisspjalli þá miklu
og margþættu sögu, sem tengist
ævistarfi Ingvars á sviði sjávarút-
vegs. Hér hefur raunar aðeins verið
dvalið við eitt skeið þessarar sögu,
og það ekki hið ómerkasta, þegar
hann hóf bátaútgerð frá Reykjavík,
við þær óhemju erfiðu aðstæður, sem
sjávarútvegurinn átti þá við að búa.
Sú saga lýsir manninum vel.
Persónuleg kynni mín af Ingvari
hófust nokkru síðar, er ég sem ung-
ur maður kom til starfa í Fiskifélagi
íslands. Nokkrum árum síðar var
Ingvar kjörinn á Fiskiþing og í stjórn
Fiskifélagsins. Þar sátum við saman
í meira en tvo áratugi. Naut ég þar
mjög reynslu hans á sviði sjávarút-
vegsins, sem hann miðlaði fúslega.
í gegnum það samstarf tengdumst
við einnig vináttuböndum, sem aldrei
hefur borið skugga á og ég verð
ævinlega þakklátur fyrir.
Um svipað leyti og Ingvar kom í
land og hóf útgerð sína, sem áður
var lýst kvæntist hann glæsilegri
konu, Áslaugu Jónsdóttur frá Hjarð-
arholti í Stafholtstungum. Það má
glöggt heyra á honum þegar rætt
er um þessi löngu liðnu ár, að hann
telur þetta liafa verið sitt mesta
gæfuspor og mátti það öllum ljóst
vera, sem kynntust þeim hjónum.
Bjuggu þau saman í 33 ár, en þá
lést Aslaug skyndilega á aðfanga-
dagskvöld árið 1968. Var það Ingv-
ari þungt áfall. Þau eignuðust 4 börn,
Jón, lögfræðingur, formaður Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna, og
Sigríður, viðskiptafræðingur, en
tveir synir eru látnir, annar af slys-
förum barn að aldri og Vilhjálmur,
sem lést langt um aldur fram, en
hann hafði m.a. starfað að atvinnu-
rekstri með föður sínum.
Á þessum degi hefðum við kona
mín og ég kosið að geta heilsað upp
á Ingvar, en fjarvera okkar kemur í
veg fyrir það. Verður því að láta
nægja að senda honum afmælis-
kveðjur méð ósk um, að elli kerling
megi fara um hann mildum höndum.
Davíð Ólafsson