Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989 Aðíor að íslendingum: Ríkissjóður krefst sneiðar af innleggi almennings í bygg- ingarsjóð Háskóla Islands eftirÞóriKr. Þórðarson Starfsmenn fjármálaráðunejrtis- ins eru í vandræðum með gjalda- hliðina í ríkisflármálunum á þess- um erfiðu timum og telja sig hafa fundið upp heillaráð: Að taka til sin dijúgan skerf af tekjum Happ- drættis Háskólans, sem almenn- ingur spilar í til þess að efla þekk- ingarleit og dómgreind í þjóðfélag- inu og til að bæta skilyrði sona sinna og dætra sem vilja fara þá leið. Alþingismenn munu áreiðan- lega grípa i taumana, því þeim hefur aldrei dottið það þjóðráð í hug að éta útsæðið í kartöfluleysis- ári. Allir vita að sérhver þjóð þarf að búa við traustar stofnanir. Það vissi Gandhi. Þegar hann barðist fyrir stofnun fullvalda ríkis á Ind- landi sagði hann það hornstein hvers þjóðfélags að hafa traustar stofnanir svo sem dómstóla, þing, skóla og háskóla. Ef menn vilja drýgja tekjur ríkissjóðs í erfiðu árferði með því að taka til sín sjálfsaflafé Háskóla íslands, sem hann hefur aflað sér af framsýni Alexanders Jóhannessonar, Jónas- ar Jónssonar frá Hriflu og annarra mætra manna, er stigið fyrsta skrefið í átt að hengifluginu. Sú leið má vonandi löng teljast, en fyrsta skrefið markar stefnuna. Tekjur happdrættisins munu hrynja ef almenningur fær það á tilfinninguna að það sé að styrkja ríkissjóð fremur en eftirlætisstofn- un sína, sem fólkið hefur styrkt með milljarðaframlögum á núgengi í liðlega hálfa öld. Og þá yrði Háskólinn kyrktur, einmitt nú er þingmenn ræða sem oftast nýlund- ur í atvinnumálum og andlegu lífi þjóðarinnar. Þingmenn Framsóknarflokksins munu vafalaust vilja minnast Jón- asar Jónssonar frá Hriflu með ein- hverjum öðrum hætti en þessum. Og þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu áreiðanlega fylgja drengi- legu frumkvæði Birgis ísleifs í málinu, og þá er ekki að Alþýðu- bandalagsmönnum að spyija, sem ég reyndi á Norðfirði að hyggind- um og þeirri sýn sem sér niður fyrir yfirborð hlutanna. (Og svo eiga þeir heilan háskólaprófessor í ráðherrahópnum.) Og ekki efast ég um aðra flokka á þingi, sem munu vita að útsæði er til þess að gefa af sér. Ef Háskólinn gefur ekki nógu góða uppskeru á liðandi stund, er engum það betur ljóst en okkur sjálfum. Sífelld sjálfsgagnrýni og tilraunir til bóta sanna það. Til- raunanámskeiðum hefur verið hleypt af stokkunum til að kanna leiðir til betri þjónustu við unga fólkið og til eflingar fræðastarfi, kennslumálanefnd - háskólaráðs hefur nýverið gefið út mikla ENDURNÝJAÐU NÚNA NÝTTU ÞÉR KYNNINGARTILBOÐIÐ Á damixa blöndunartækjunum m 4 ARCHITECT LINE Með útdraganlegum barka Afsl. 10% 30LÍNAN Einföld og ódýr Áður kr. 2.428,- Nú kr. 2.185,- 50LÍNAN Best i eingripstækjum Afsl. 10% ARCHITECT LINE ► Stíll og stöðugleiki Afsl. 10% Útsölustaðir: byggingavörur, Borgarnesi fíkr byggingavörur, Eyri, Sauðárkróki COSMO LINE Það allra nýjasta í hönnun Áður kr. 9.765,- Nú kr. 8.789,- 20LÍNAN Sígild og örugg Áður kr. 7.001,- Nú kr. 5.951,- byggingavörur, Húsavík Dr. Þórir Rr. Þórðarson „Þjóðarbókhlöðunni er m.a. ætlað að verða Háskólanum e.k. ver- stöð þekkingar, einn af hornsteinum háskóla- lífsins. Skattur sem al- menningur greiðir vegna hennar á að renna óskiptur til fram- kvæmda.“ skýrslu um hag námsmanna og það áhyggjuefni hvort námstíminn nýtist nægjanlega vel, en það er í raun velferðarmál ijölskyldnanna eigi síður en námsfólksins sjálfs. Og rannsóknir og margvísleg fræðastörf blómstra meir en nokkru sinni innan þessara veggja og undir þessum þökum sem al- menningur hefur byggt með fram- lögum sínum til Happdrættis Há- skóla íslands. Ég sendi með þess- ari grein nýútkomna rannsókna- skrá Háskólans sem nær yfir árin 1987-1988. Hún er listi yfir rit- gerðir og bækur, sem birst hafa erlendis og hér á landi, og lýsingar á' fræðilegum verkefnum, og er skráin á sjötta hundrað blaðsíður! Öll þessi starfsemi kemur nemend- unum til góða og vonandi verk- menningu og andlegri menningu íslensku þjóðarinnar. Þjóðarbókhlöðunni erm.a. ætlað að verða Háskólanum e.k. verstöð þekkingar, einn af hornsteinum háskólalífsins. Skattur sem "al- menningur greiðir vegna hennar á að renna óskipturtil framkvæmda. Sagt hefur verið að Háskólinn fái geysimikla aukningu húsrýmis og „aðstöðu" með byggingu Þjóð- arbókhlöðunnar, og því sé það eðli- legur hlutur að skera af framlögum almennings til byggingarsjóðs hans. En ég spyr: Hver er sú þjóð sem ekki telur sér skylt að veija sameiginlegum skattpeningi til skóla og háskóla sinna, ekki aðeins til rekstrar heldur einnig til bygg- inga? Hver er sú þjóð? Hún er hvergi til, og íslendingar vilja vart verða fyrstir til að stofna flokk óþjóða i álfunni. Ríkissjóði ber skylda til að efla byggingarsjóð Háskólans og koma til móts við framlög almennings í landinu, en þá skyldu hefur hann ekki rækt vegna slæms árferðis væntanlega. En nú eru uppi tillögur um að snúa dæminu við. Hefur verðbólg- an valdið verðhjöðnun siðferðisins? Þetta er flokksmál. Allir flokkar á þingi munu láta það til sín taka. Höfundur er prófessor við guðfræðideild Háskóla tslands. ÚLFAÞYTUR eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson Síðustu daga hefur úlfaþytur orðið í hópi nokkurra helstu valds- manna þjóðarinnar vegna skýrslu yfirskoðunarmanna ríkisreikninga til Alþingis. Hafa þeir ráðist harka- lega að Geir H. Haarde alþingis- manni fyrir að hafa veitt Ríkíssjón- varpinu upplýsingar um efni skýrsl- unnar, degi áður en hún var lögð fram á Alþingi. Af því tilefni langar mig til að benda á þijú atriði. I fyrsta lagi laumaði Geir H. Haarde ekki upplýsingum í fjöl- miðla, eins og einhver gerði um mál Magnúsar Thoroddsens, strax eftir að ríkisendurskoðandi ræddi um það við forseta Sameinaðs al- þingis. Geir vó ekki að einstakling- um úr launsátri, heldur svaraði fréttamönnum blátt áfram, þegar þeir spurðu hann. Þetta var ekki einn hinna algengu og ógeðfelldu „leka“, þar sem valdsmenn eru í senn að kaupa sér aðgang að fjöl- miðlum og koma höggi á einhveija keppinauta. I öðru lagi er skýrsla yfirskoðun- armanna ekki í eðli sínu trúnaðar- mál, heldur opinbert plagg, og þess vegna ekkert athugavert við það upplýsa almenning um efni hennar, strax og hún liggur fyrir. Kynnti fjármálaráðherra ekki fjárlögin fyr- ir fréttamönnum, áður en hann lagði þau fram á Alþingi? í þriðja lagi er aðalatriðið auðvit- að, hvað kemur fram i þessari skýrslu og ýmsum athugasemdum yfirskoðunarmanna ríkisreikninga við gerðir valdhafa. Ef það er rétt, sem ráðherrar hafa sagt opinber- lega, að Geir H. Haarde hafi einn grafið upp þær upplýsingar, sem þar eru um mistök þeirra og brot á reglum, þá hefur hann staðið sig afburða vel í starfi og sýnu betur en hinir yfirskoðunarmennirnir. Hefði ella komist upp um hin óeðli- legu áfengiskaup Jóns Baldvins Hannibaissonar fyrir mann út í bæ, sem ráðherrann hefur nú einmitt Dr. Iianncs Hólmsteinn Gissurar- son „Geir H. Haarde er lofs verður, ekki lasts, fyrir atbeina sinn að þessu máli, en viðbrögð valds- manna má hafa til marks um það, að sann- leikanum verður hver sárreiðastur.“ beðist afsökunar á? Hefði forsætis- ráðherra ella þurft að taka hinn sérstaka aðstoðarmann Stefáns Valgeirssonar út af launaskrá for- sætisráðuneytisins, þar sem sá maður var í heimildarleysi? Geir H. Haarde er lofs verður, ekki lasts, fyrir atbeina sinn að þessu máli, en viðbrögð valdsmanna má hafa til marks um það, að sann- leikanum verður hver sárreiðastur. Höfundur er lektor í stjórnniálafræði við Félagsvisindadeild Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.