Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989 Stjörrivi- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Frumþættirnir fjórir, eldur, jörð, loft og vatn, varpa ljósi á eðli merkjanna, en þijú þeirra eru í hveijum frum- þætti. Hrútur, Ljón og Bog- maður eru eldsmerki og eiga því ýmislegt sameiginlegt. Eldur Eldur er úthverfastur allra frumþáttanna, sem þýðir að eldsmerkin eru opin og já- kvæð í hegðun og framkomu. Eldur er fyrst og fremst orka lífskrafsins, enda er oft sagt um fólk í eldsmerkjum að það sé lifandi og kraftmikið. Breyíingarajl Það sem ekki hvað síst ein- kennir starfsfólk er opin og björt tjáning, oft á tíðum ákafi og kraftur og sterk hugsjóna- hyggja. í eldinum er lítil kyrr- staða, en þeim mun meiri þörf fyrir að breyta til. Eldur- inn étur upp allt það sem hann kemur nálægt og um- breytir því. Það er því ein- kennandi fyrir fólk í þessum merkjum að vilja stöðugt breyta og bæta umhverfið og heim sinn. Skapandi nýjung- ar, framfarir, breytingar og þróun eru til að mynda elds- orð. Hraðbátur Það er ekki í samræmi við eðli Hrúta, Ljóna og Bog- manna að fara troðnar slóðir eða láta umhverfið segja sér fyrir verkum. Þessi merki eru athafnasöm og taka oftast nær sjálfstæðar ákvarðanir. Það er til dæmis sagt að frá eldinum komi hvötin til sjálf- sprottinna athafna, þ.e.a.s. eldsmerkin líta inn á við og ákveða sjálf hvað gera þurfi. í einni ágætri bók er því lýst þannig að eldur sé eins og hraðbátur sem klífur Ölduna og fer sína leið burtséð frá straumum eða vindum. Ef nota ætti svipaða samlíkingu fyrir vatnsmerkin, Krabba, Sporðdreka og Fisk, mætti líkja þeim við seglbát sem sætir lagi og lætur berast með utanaðkomandi straumum. Eldhugi Þegar verið er að lýsa elds- fólki í daglegu lífi, eru oft notuð orð, eins og eldhugi, hugsjónamaður og ákafur baráttumaður. Þetta fólk not- ar sterk orð: ég verð upp- tendraður, hann kveikti í mér með ákafa sínum o.s.frv. Tillitsleysi Veikleiki eldsins er sá að í ákafa sínum á hann til að gleyma öðrum, verða tillits- laus og eigingjgm, oft án þess að gera sér grein fyrir því. Hann þarf því að læra að hlusta á aðra og taka tillit til skoðana og þarfa annarra. í eðli eldsins er ríkt að fram- kvæma og hreyfa sig. Hann er athafnamaður og skortir því oft áhuga og hæfileika til að skoða í eigin barm. Elds- merkin eru þvi oft ómeðvituð um eigin hegðun. Hlýjar tilfinningar Eldsfólk hefur opnar, hressar, hlýjar og sterkar tilfinningar. það vill vera jákvætt og sýnir tilfinningar sínar því iðulega með kátínu, gleði og ákafa, en á erfiðara með að takast á'við neikvæðari tilfinningar eins og dapurleika, veikindi og sorg. Þegar slikt er upp á teninginn á það til að flýja. Eldinum er illa við þunglyndi og þyngsli. HlátUr Hann á einnig erfitt með að þola kyrrstöðu og lífleysi og verður oft pirraður og óþolin- móður þegar lítið er að ger- ast. Þegar eld skortir í stjömukort vantar oft Iffsgleði, ákafa, hugsjónir, léttieika og hiátur. GARPUR 5/opsrJóiej, múns&upess.u ? Þö/CK Sé GA£Pt AÐ GJGh/tNGtN HEFZJR. 8UNDt£> ENDt /9 FEt-Lt- 0YÍ.IMN. r-—--------7-—;------- y ólí. /phm az a r-ySJÖ MBFIÉG ALDtSEt ff&j r [ k£>/*7‘ ST1 'H/WH Sl/O kzapfhn sb/u nú /t HOBÐUflHAFtHU HOEF/STL tT>£> SKtPt ALXSU l//£> HUtNAND! STÖKA4... /~^Tý—V" GRETTIR LJÓSKA SMÁFÓLK HVAÐ? , I hate to say it, MAAM,, BUT YOUR QUE5TION5 ARE/ ‘ RUININ6 MV MAlR.. Mér er illa við að segja það, kenn- ari, en spurningar þínar spilla hárinu á mér ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Fjórir spaðar era auðunnir, en keppnisformið er tvímenning- ur, svo yfírslagurinn er dýrmæt- ur. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ K543 VK8 ♦ KD + Á6432 Vestur Austur ♦t ,,11,1 ♦ G987 VAG10976 VD ♦ 1087 ♦ 95432 * D1085 + KG7 Suður ♦ ÁD1062 V 5432 ♦ ÁG6 ♦ 9 Vestur Norður Austur Suður — — 1 spaði Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass Pass 4 spaöar Pass Pass Útspil: hjartaás. Vestur spilar hjarta áfram í öðram slag, sem austur trompar og spilar blindum inn á tígul. Sagnhafi spilar spaða á ás og þarf nú að glíma við 11. slaginn í þessari slæmu tromplegu. Þetta er erfitt, jafnvel á opnu borði. En miðað við að vestur eigi fjögur lauf, má ná á hann kastþröng í hjarta og laufi — trompþvingun, sem byggist á því til viðbótar að haga sam- ganginum í tromplitnum eftir afköstum vesturs. Besta spilamennskan er þessi: lauf upp á ás og spaði á tíuna. Síðan tígull inn á blindan og lauf trompað. Þá er tígulásinn tekinn, og nú kemur meistara- verkið: spaðadrottning. Ef vest- ur hendir hjarta, er hjarta fríað með trompun. Hendi vestur á hinn bóginn laufi, er drottningin yfirdrepin með kóng og lauf fríað með trompun. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson { klukkufjöltefli Anatolys Karpovs, fyrrum heimsmeistara, við sex efnilega unglinga frá sovézku borginni Voronez í sumar kom þessi staða upp í skák Karpovs við B. Galanov, sem hafði svart og átti leik. 26. - Bxb3!, 27. axb3 - Da7, 28. Db2 - Ha8,29. Rcl - Hal+, 30. Kc2 — De3! (Eftir þennan öfluga leik er Karpov varnarlaus.) 31. Dxal — Hxal og eftir að hafa unnið drottninguna vann svartur auðveldlega. Venjulega reynir Karpov að forðast slíkar stöður þar sem teflendur sækja á sitthvorum vængnum, greinilega ekki að ástæðulausu! Þetta er eina tapskák hans í fjölteflinu, hann vann hinar fimm. Karpov hafði tvær klukkustundir til umráða, eða sama tíma og hver andstæð- inga hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.