Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 21
MÖRGllNBtAÐlÐ FIMMTUDAGUR 26. ÖKTÓBER 1989 21 Míkhaíl Gorbatsjov í Finnlandi: Finnar vænta viðurkenning- ar Sovétmanna á hlutleysinu Reuter Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseti við komuna til Helsinki í gær. Á bak við hann er Mauno Koivisto, forseti Finnlands. Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunbladsins. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, kom í opinbera heimsókn til Finnlands í gær. Þetta er þriðja heimsókn Ieið- toga Sovétríkjanna til Finn- lands en áður hafa þeir Brez- hnev og Khrústsjov heimsótt landið. Binda Finnar nú vonir við, að hlutleysisstefnan verði viðurkennd í því skjali sem Gorbatsjov og Mauno Koivisto Finnlandsforseti munu undir- rita í dag. Hingað til hafa Sovét- menn ekki formlega viðurkennt hlutleysi Finna en óformleg við- urkenning þeirra hefúr farið eftir ástandinu i alþjóðamálum hveiju sinni. Heimsókn Gorbatsjovs stendur fram á föstudag en formlegum viðræðum lýkur í dag. Nú síðdeg- is flytur Gorbatsjov ræðu í Finn- landiahöllinni, á sama stað og Reagan Bandaríkjaforseti fyrir hálfu öðru ári. Formlega er ekki búist við neinum stórpólitískum fregnum af heimsókninni en fréttaskýrendur telja ekki útilok- að að Sovétleiðtoginn íjalli um hið svonefnda Murmansk-frumkvæði um fækkun kjarriavopná á Kola- skaganum. Viðræður finnskra og sovéskra ráðamanna munu aðallega snúast um viðskiptatengsl ríkjanna en einnig um umhverfisvandamál á norðurslóðum. Málmiðnaður Sov- étmanna á Kolaskaganum hefur mengað allstórt svæði í Norður- Finnlandi en nú er reynt að taka höndum saman til þess að breyta framleiðsluháttum í verksmiðjun- um. Hingað til hafa Sovétmenn rekið þessar verksmiðjur án tillits til umhverfisáhrifa enda eru stór svæði algjörlega eyðilögð og dauð og mengunin hefur valdið miklu tjóni á skóginum, einnig í finnska Lapplandi. Vegna efnahags- kreppu í Sovétríkjunum hafa um- hverfissinnar á Kolaskaganum og Norður-Finnlandi óskað þess að finnsku fjármagni yrði dælt í að endurbæta verksmiðjurnar. Hátt í 1.000 erlendir og inn- lendir frétta- og blaðamenn fylgj- ast með heimsókninni og ræðu Gorbatsjovs í dag verður útvarpað beint. Samt er ekki hægt að tala um neina „Gorbamaníu" á borð við hrifningu Vestur-Þjóðveija og annarra þjóða sem Gorbatsjov hefur sótt heim upp á síðkastið. Aðeins kaupmenn ír Oulu (Uleá- borg) hafa reynt að æsa sig upp en þeir hafa velt því fyrir sér að breyta nafni „striksins" í bænum í „Gorbaprospekt“ (Gorbagötu) á rússneska vísu í tilefni heimsókn- arinnar. Bæjaryfirvöld eru þó lítt hrifin af því. Oulu varð óvart fyr- ir valinu sem áfangastaður Gor- batsjovs utan höfuðborgarsvæðis- ins en bæjarbúar hafa fagnað því að gesturinn tók þá ákvörðun að koma til þeirra í stað þess að heimsækja næststærstu borg landsins, Tampere (Tammerfors). Stjórnartíð Gorbatsjovs hefur samt sem áður haft einhver áhrif á hugarfar Finna. Samkvæmt skoðanakönnun sem birtist fyrir nokkrum dögum eru Finnar hætt- ir að líta á Sovétmenn sem hugs- anlega óvini. Þrátt fyrir að ut- anríkisstefna Finna hafi verið vin- samleg Sovétmönnum allt frá stríðslokum hefur tortryggni í garð Rússa verið mikil meðal al- mennings. Á tímum perestrojku og glasnosts virðist þessi tor- tryggni hins vegar hafa breyst í áhuga og samkennd. Nýtt hugtak í húömeöferö LIPOSOME fyrir andlit agjjqfo- . ---t? loc.e super liposome ioncentfote JILSANDER besta veröið á markaönum! JILSANDER Sri Lanka: 24 ungmenni myrt í árás dauðasveitar Colombo. Reuter. 24 ungmenni voru myrt í bænum Kandy í Sri Lanka í gær og talið er að þau hafi verið myrt til að hefria morðs uppreisnarmanna á sjö manna Qölskyldu lögreglumanns. í Sri Lanka, þar af tíu í Kandy. Bæjarbúar sögðu að ungmennin hefðu verið myrt skammt frá heimili Iögreglumannsins. Hópur, sem nefn- ist „Ernirnir", lýsti verknaðinum á hendur sér. Á meðal þeirra 20 sem einnig voru myrtir víðs vegar um landið voru búdda-munkur og skólastjóri. Þeir urðu fyrir skotárás uppreisnarmanna í Þjóðfrelsisfylkingunni, sem steypa vilja stjórn landsins af stóli. Sjálfskipuð lögreglusveit fylgis- Dauðasveitir myrtu 20 til viðbótar manna stjómarinnar hefur myrt hundruð ungmenna í hefndarskyni á síðustu vikum í Kandy og nágrenni. Kandy er eitt af höfuðvígjum upp- reisnarmanna. Almennt er talið að félagar í öryggissveitum landsins séu viðriðnir morðin en því hafa stjórn- völd vísað á bug. Illræmdur yfirmað- ur öryggissveitanna á svæðinu beitir einnig öllum ráðum til að útrýma uppreisnarmönnunum. Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 MMRUTLAND jg/g ÞÉTTIEFNI Á ÞÖK- VEGGI - GÓLF ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Efnahagsleg sókn. Lýðræðisleg vakning. == Efnatiagsumræðan == hagfræðirit nr. 3 er komið út og fæst í bókaverslunum. Lík 24 ungmenna lágu í gær á einni af götum bæjarins Kandy í Sri Lanka eftir hroðalega árás dauðasveitar, sem vildi hefna morðs á lögreglumanni og fjöl- skyldu hans. ReUter FRÁ LISTASAFNE SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Lawrence Eagleburger, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna: Risaveldin tvö eru að renna sitt skeið Áhrif Vestur-Evrópuríkjanna o g Japans aukast stöðugl Washington. Reuter. SÁ tími er nú að ganga í garð þegar veldissól risaveldanna tveggja er að ganga til viðar en áhrif Vestur-Evrópuríkjanna og Japans að aukast að sama skapi. Kom þetta fram hjá Lawrence Eaglebur- ger, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, á ráðsteftiu um utanríkismál í Washington. „Heimurinn er ekki sá, sem hann áður var. Sá tími er liðinn, að Bandaríkjamenn geti ieyst flest vandamál með því einu að dæla í þau peningum," sagði Eagleburger. „Japan og Vestur-Evrópa verða að leggja meira af mörkum til að tryggja stöðugleika um heim allan.“ I viðtali, sem Eagleburger átti síðar við Reuters-fréttastofuna, sagði hann, að Bandaríkin og Sov- étríkin yrðu enn um sinn valdamik- il vegna hernaðarmáttar síns en áhrif þeirra yrðu þó hverfandi frá því, sem áður var. Um önnur mál- efni, til dæmis umhverfismál, sagði Eagleburger, að alþjóðleg samtök yrðu að ráðast gegn skógeyðing- unni, g’róðurhúsaáhrifunum og súru regni en einnig þar yrðu það ekki risaveldin, sem hefðu forystuna, heldur Vestur-Evrópa og Japan. Sagði hann, að áhrif þeirra innan alþjóðasamtaka ykjust dag frá degi. Eagleburger sagði einnig, að efnahagslegur og annar uppgangur Bandaríkjanna eftir stríð væri ekk- ert lögmál og kvaðst hann sjá fyrir sér, að þessi tími væri líka að renna sitt skeið. „Við erum að hverfa aftur til þess tíma þegar vel grunduð ut- anríkisstefna, eðlilegur skilningur á takmörkum okkar, verða boðorð dagsins ... með öðrum hætti getum við ekki heilsað 21..öldinnL“. --- Fyrsta vetrardag var opnuð sýning á járnmyndum Sigurjóns ásamt gjöf- um og aðföngum síðastliðinna ára. í vetur verður safnið opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og öll þriðju- dagskvöld kl. 20-22. ESAB RAFSUÐUVÉLAR vír og fylgihlutir = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.