Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 16
TI 16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989 Hvað hefur gerst frá 10. október 1988? eftir Þorvald Jóhannsson í kynningarbæklingi um jarð- göng í Ólafsfjarðarmúla, sem VR og verktaki Krafttak sf. hafa gefið út, segir svo: Jarðgöngin gegnum Ólafsfjarð- armúla verða lengstu jarðgöng landsins, eða 3.130 m og um 3.400 m með vegskálum. Til samanburðar má geta þess að Strákagöng eru 783 m og Oddskarðsgöng 635 m. Göngin eru með einni akgrein og útskot með 160 m bili. Þau verða upplýst með bundnu slitlagi. Við gangamunna verða steyptir veg- skálar með tveimur akgreinum, 165 m Ólafsljarðarmegin og um 100 m Dalvíkurmegin. Nýir vegarkaflar verða byggðir með báðum munnum, alls 2,8 km. Framkvæmdir hófust í september 1988 og áætlað er að þeim verði að mestu lokið í árslok 1990. Yfirstjórn verksins er í hönd- um VR en verktaki er Krafttak sf. (tilvitnun lýkur). Samkvæmt upplýsingum VR hef- ur umferð bfla fyrir Ölafsfjarðar- múla verið um 180 bílar daglega, meðaltal allt árið. Sumarumferð er um 250 bílar. Að jafnaði hefur veg- urinn verið lokaður 30 daga á ári og jafnmarga daga hluta úr degi. Vegurinn hefur verið erfiður og varasamur vegna hruns og .snjó- þyngsla. Göngin munu anna 1.000 bfla dagsumferð. Að framansögðu er ljóst að þegar Múlagöngin verða opnuð fyrir um- ferð, væntanlega seint á næsta ári, verður þar um mikla samgöngubót að ræða. Einangrun Ólafsfjarðar verður rofin. Undirritaður átti þess kost um miðjan október sl. ásamt fleirum áhugamönnum um jarðgangagerð, að skoða framkvæmdir í Múla- göngum. Yfiijarðfræðingur Vega- gerðar ríkisins, Hreinn Haraldsson, og staðarverkfræðingur, Björn A. Harðarson, voru leiðsögumenn okk- ar um svæðið. Það sem ég sá og upplifði í ferðinni með þeim félögum styrkir enn betur trú mína á að ef vilji er fyrir hendi þá geta fyrir- huguð jarðgöng á Vestfjörðum og Austfjörðum orðið að veruleika fyr- ir árið 2001. Nú einu ári eftir að samgöngu- ráðherra setti af stað fyrstu spreng- ingu (10. október sl.) í munnastæði jarðganganna, er búið að bora og sprengja 1.900 m inn í fjallið Ólafs- fjarðarmegin. Lokið er við að steypa upp vegskála vestan megin. Á með- an unnið var við uppsteypu vegskál- ans, brugðu „bormenn" sér yfir í Múlann Dalvíkurmegin og boruðu og sprengdu þar 300 m inn í berg- ið. Áfram er nú haldið Ólafsfjarðar- megin og framundan er að bora, sprengja og moka úr bergi úr 900 m gangalengd. Gaman verður að fylgjast með því hvort „bormennirn- ir“ hitta nákvæmlega í gatið hinu megin. Ekki var að heyra neinar efasemdir um það, þar norður frá. Unnið er á tveim 12 tíma vökt- um, 6—7 menn á vakt. Borun, hleðsla og sprenging tekur 2—3 klst. eftir aðstæðum. Borvagninn, sem er sá sami og notaður var við Blöndu, er kominn til ára sinna, en hefur reynst vel. Með 3 bortijónum sem allar geta unnið samtímis bor- ar hann 4 m inn í bergið, alls 60—65 holur fyrir hveija sprengingu. Sér- stakar dínamíthleðslur eru settar í Þorvaldur Jóhannsson „Ef vilji er fyrir hendi þá geta fyrirhuguð jarðgöng á Vestijörðum og Austíjörðum orðið að veruleika fyrir árið 2001.“ holurnar, eftir kúnstarinnar reglum og síðan er straum hleypt á og sprenging verður. Það er sérstök tilfinning fyrir áhugasaman leik- mann sem er staddur 15—1.600 m inni í göngunum að beija augum 12 milljón ára gamal basaltbergið. Drunurnar og þrýstingurinn sem verður við sprengingar framkalla ólýsanlegar tilfmningar eða eins og einhverskonar mótmæli bergsins við því að nútímamenn skuli voga sér að ijúfa kyrrðina. Bormenn láta ekkert slíkt tefja sig, enda að störf- um hörkukarlar sem kunna vel til verka. Þegar sprengingu lýkur er sprautað þar til gerðu þunnu steypulagi á bergið til styrkingar og öryggis. Ef sprungur eru miklar þá er bergboltun notuð. Að lokinni styrkingu hefst hreinsun og út- mokstur efnis sem til fellur eftir sprengingar, tekur það um 2—3 klst. Að útmokstri og hreinsun lok- inni hefst borun á ný. Staðarverk- fræðingur fylgist vel með öllu og skráir jafnharðan upplýsingar á tölvu sína. Þannig hefur hann gott yfirlit yfir alla þætti, s.s. berg, sprungur, jarðlög, leka, styrkingu, afköst o.fl. Upplýsingar þessar koma til með að reynast vel okkar sérfræðingum við áframhaldandi jarðgangagerð á íslandi. Ef ég man rétt var okkur tjáð að ekki væri vitað til að svo ítarleg skráning gagna hafi verið gerð áður við fram- kvæmdir sem þessa. Fyrstu vikurnar voru afköst um 30 m á viku. Eftir því sem á leið verkið, gekk betur og nú hafa með- altalsafköst verið um 60 m. Þegar bergið hefur verið sem best til vinnslu hafa afköst komist í 90 m. Að sögn þeirra félaga hefur ástand bergs í fjallinu passað vel við þá mynd sem jarðfrgeðingar gerðu ráð fyrir og því má segja að ekkert hafi komið á óvart, nema þá helst að vatnsleki í gangastæði hefur reynst meiri en áætlað var. Góður undirbúningur og rannsóknir ájarð- fræði þeirra fjalla, sem veljast til jarðgangagerðar er forsenda þess að vel gangi. Það ásamt þjálfuðu og góðu starfsliði er ein megin- ástæða þess hve vel hefur gengið í Múlagöngum. Samkvæmt samningi á Krafttak sf. að skila verkinu fullbúnu 1. mars 1991. Miðað við að fram- kvæmdir við borun og sprengingar gangi fram eins og verið hefur má ætla að komið verði í gegn eftir 15—16 vinnuvikur. Þá er eftir að ganga frá styrkingu, vegskálum, malbika vegi að, frá og í göngum og lýsing ganga. Því er ekki ólík- legt að Akureyringar og Dalvíking- ar geti gert sín jólainnkaup á Ólafs- firði að ári. Hvað er framundan? Á Vestfjörðum og Austfjörðum hefur í sumar verið unnð við áfram- haldandi rannsóknir vegna fyrir- Bifreiðastæðin á lóð Frímúrara Vegna skrifa Morgunblaðsins sl. laugardag um lokunarbúnað á bif- reiðastæði Frímúrara við Skúlagötu vill undirritaður taka eftirfarandi fram: Borgin hefir ekki greitt neitt í stofnkostnaði búnaðarins. Hins- vegar kostaði borgin uppsetning- una, um 150.000, og fékk í staðinn aðgangsspjöld að stæðinu, sem borgarstarfsmenn í Skúlatúni og Borgartúni fengu gegn 1.000 kr. skilagjaldi. Starfsmenn annarra fyrirtækja í grenndinni fengu einnig spjöld gegn 1.000 kr. skilagjaldi og 3.000 kr. mánaðargjaldi, eins og á öðrum lokuðum bifreiðastæðum t.d. Bakkastæði. Skilyrt var þó að við- komandi korthafar rýmdu stæðið fyrir kl. 18.00 alla daga, svo eigend- ur gætu nýtt sína eign eins og áskilið er í samningi milli þeirra og borgarinnar. Ekki var séð að hægt væri að tryggja þeim afnotin með öðru móti. Varðandi aukningu á bílastæðum inni í bakgarði við Skúlagötu og Rauðarárstíg var ver- ið að reyna að bæta úr þörfum íbú- anna á þessu svæði án þess að umræddur leikvöllur skertist. Von- andi koma þau einhveijum til góða. Virðingarfyllst Ingi U. Magnússon gatnamálastjóri. MUNKAROG TÖFRAMENN Það teljast kannski ekki tíðindi að Bubbi Morthens sé að senda frá sér plötu, enda hafa komið frá honum fimmtán plötur hið minnsta frá því hann sendi frá sér ísbjarnablús 17. júní 1980. Það er nú samt svo að í næstu viku sendir Bubbi frá sér plötuna Nótt- in langa; plötu sem hann vann með þeim Christian Falk og Hilm- ari Erni Hilmarssyni á útmánuðum. Bubbi hefur haldið vinsældum nánast óslitið þessi níu ár sem hann hefur verið að og er í þeirri aðstöðu í dag að ungar hljóm- sveitir telja sér það til tekna að, hamast að honum í textum og viðtölum. Fyrir stuttu vakti óþekkt ungsveit á sér athygli fyr- ir að ráðast harkalega á Bubba og fleiri í texta. Þar sem Rokksíð- an var mætt til að ræða við Bubba um plötuna væntanlegu var kjörið að spyrja um hvaða augum hann liti téðan texta. Mér var sagt frá þessu fyrir nokkru og skorað á mig að gera eitthvað í málinu, en mér finnst sjálfsagt að leyfa mönnum að syngja það um mig sem þeir vilja. Menn verða að fá sína útrás, hvort sem það er fyrir minnimátt- arkennd eða eitthvað annað. Segðu mér hvaða lög verða á plötunni og eitthvað um hvert lag. Fyrsta lagið er síðasta lag sem tekið var upp. Við tókum upp heila plötu í vor, en þegar ég fór að hlusta á hana í sumar ákvað ég að bæta inn tveimur lögum til að gera hana samfelldari. Textinn að þessu lagi, sem heitir Háflóð, varð til fyrir löngu og ég ætlaði reyndar að nota hann í Ijóðabók. í honum er eftirsjá og tregi eftir einhverju ótilgreindu. Lagið aftur á móti er frísklegt og stingur kannski í stúf við textann, sem gerir það skemmtilegra að mínu mati. í öðru laginu, Sagan endurtek- ur sig, bregður fyrir þeim fram- andi áhrifum sem einkenna plöt- una, en það er einskonar mársk- ur flamenkó. Textlnn er saminn upp úr sögu sem gamall maður sagði mér á Siglufirði og fjallar um hnignun þorpsins, allra þorpa. Þriðja lagið, Friðargarðurinn, er í léttu poppdeildinni og sá texti átti líka að fara í Ijóðabók. Friðargarðurinn er Hólavalla- kirkjugarður, sem er hér rétt hjá okkur. Viðlagið byrjar á samtín- ingi yfir það hvað er helst að sjá þar og endar á því að í þessum garði hafi Þórbergur fengið það fyrst. Strax þar á eftir bregður aftur fyrir framandi tónum, nú arabísk- um. Lagið heitir Sumarið 68 og segir frá sumrinu 1968; þegar ég heyrði fyrst í Hendrix, heyrði fyrst um hass og eignaðist bunka af klámblöðum; fyrsti hippinn kom til íslands, og það voru stúd- entaóeirðir í Frakklandi. Það gerðist ótrúlega margt þetta sumar og mér er það mjög minn- isstætt. Segja má að ég sé að rifja upp nokkra daga í smábút- um. Síðasta lagið á hliðinni er Tíu fingur ferðast. Við það er mjög erótískur texti, sem segir frá því hvað tíu fingur geta gert við líkama. B-hliðin byrjar með arabískum blæ á mjög rokkuðu lagi sem er eftir Christian Falk. Lagið heitir Stríðsmenn morgundagsins og segir frá unglingum í Palestínu. Þar á eftir er Þau vita það, sem unnið er uppúr draumi. Þú varst svo sæt er næsta lag og þar er enn róið á framandi mið. Ragnhildur Gísladóttir syng- ur með í því lagi og beitir rödd- inni mjög skemmtilega. Skrifað í snjóinn fjallar um það þegar ég varð fyrst alvarlega ástfanginn, þá þrettán ára, og fór að heimsækja stelpuna. Það var ansi kalt og snjór yfir öllu og þegar til átti að taka þorði ég ekki að banka uppá og hímdi því fyrir utan í þeirri von að sjá henni bregða fyrir. í textanum bregður fyrir framandlegum röddum; munkaröddum og töframönnum, sem Hilmar Örn kom fyrir. Lokalag plötunnar, Ég er að bíða, lýsir bið eftir dópsölumanni sem ekki kom. Þeir eru margir sem vita um hvern er verið að syngja, en meðan það er ekki sagt beint út skiptir það ekki máli. Á geisladisknum verða svo tvö aukalög, Mér stendur ekki og Ég vil fá þína sál. Það er í sjálfu sér lítið að segja um Mér stendur ekki, enda var það alltaf unnið sem aukalag. Ég vil fá þína sál er aftur á móti lag sem vék fyrir Háflóði og Friðargarðinum af plötunni. Eg vil fá þína sál; sá texti og laglínan, varð til þegar Das Kapital var til. Þegar við Hilmar og Christian ákváðum að taka það upp höfðum við New Order í huga, en fannst það svo of gamaldá'gs þegar á reyndi. Þá datt okkur í hug að gera Stooges- legt lag með massífum rytma. Niðurstaðan varð hreinræktað danslag með rödd sem vísar til Jóns pönkara á ísbjarnablús. Er eitthvað uppáhaldslag? Sagan endurtekur sig. Það er þá söngstíllinn sem ég held mest uppá í því lagi. Það er ekki oft sem maður getur leyft sér að syngja á þennan hátt í íslensku dægurlagi. Ég held líka mikið upp á Skrifað í snjóinn og þar finnst mér texti og lag falla ótrúlega vel saman. Nær öll platan var tekin upp í janúar/febrúar. Hvernig hefur hún elst? Mér finnst þetta vera það besta sem ég hef gert lengi. Ég lít á þetta sem rokkplötu, þó hún sé keyrð á hljómborðum og hljóð- gerflum að mestu, en þó fyrst og fremst sem öðruvísi rokk- plötu. Ef við Christian og Hilmar færum aftur inn í hljóðver í dag til að taka upp þessi lög, yrðu þau ekki mikið öðruvísi. Hvað eiga þeir Hilmar og Christian mikið í plötunni? Þeir eiga stóran hlut og einnig þeir Ken Thomas og Johann Söd- erberg. Það var mjög ánægjulegt að vinna með þessu teymi og við ætlum okkur reyndar að vinna aðra plötu saman, sem við tökum til við í febrúar/mars. Þá plötu á að vinna í Júgóslavíu, en það er of snemmt að fara frekar út í það. Á næsta ári á ísbjarnarblús tíu ára afmæli og þú þá um leið sem „opinber“ tónlistarmaður. Hvað eru plöturnar orðnar margar og hvað er f ramundan? Ég hef ekki hugmynd um hvað plöturnar eru orðnar margar, en þær eru í það minnsta fjórum of margar. Síðasta Egóplatan, Ný spor, hálf Fingraför, Línu- dans; þetta eru allt plötur sem áttu ekkert sérstakt erindi. Hvað framtíðina varðar þá hef ég lagt á hilluna allar framavonir í útlönd- um. Ég ætla að einbeita mér að íslandi, enda hefur það gefið mér mikið. Það stendur til að gefa Nóttina löngu út í Svíþjóð, en mér finnst þá að það verði að gera með íslenskum textum. Textarnir sem eru á plötunni og allir þeir textar sem ég er að semja í dag eru svo íslenskir að það er ekki hægt að þýða þá yfir á ensku svo vel sé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.