Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 42
42 MORQUNBLAÐIÐ IÞROTTIR 26. OKTOBER 1989 Iprmim FOLX ■ HÖRÐJJR Magnússon, marka- kóngur íslandsmótsins úr FH, hefur ákveðið að leika með FH næsta kpppnistímabil. Hörður fór til Brann í Noregi fyrir skömmu og dvaldi þar um tíma með hugsanleg- an samning í huga sem ekkert varð úr. Grískur umboðsmaður hefur haft samband við Hörð og boðið honum að leika í Grikklandi, en Hörður hefur ekki áhuga á því. ■ FRIÐRIK Friðriksson, lands- liðsmarkvörður í knattspyrnu, og félagar í danska 2. deildarliðinu B 1909 töpuðu um sl. helgi á heima- velli fyrir KB, 1:3, og komast því ekki upp í 1. deild. Viborg og KB hrepptu tvö efstu sætin í deildinni og fara upp. ■ JÚLÍUS Jónasson fer með landsliðinu í handknattleik á æf- ingamótið í Tékkóslóvakíu í næsta mánuði. Félag hans Racing Asni- eres frá París, hefur gefið hann lausan. ■ JÚLÍUS hefur staðið sig mjög vel í fyrstu deildarleikjunum með Asnieres. Fjórum leikjum er lokið og hefur hann gert 29 mörk í þeim — þar af 11 í síðasta leik. Asnieres er í öðru sæti í B-riðli frönsku 1. deildarinnar. ■ VÍKINGAR hafa nú hug á að fá annan leikmann frá Júgósiavíu fyrir næsta keppnistímabil í knatt- spyrnunni. Hjá félaginu er fyrir Goran Micic, sem leikur áfram með Víkingsliðinu næsta sumar. ' ■ SELFYSSINGAR hafa þá hug á að fá tvo leikmenn frá Júgó- | slavíu. Þeir eru nú að kanna leik- ‘ menn þaðan sem eru á lausu. ' ■ SAAB, liðið sem Þorbergur Aðalsteinsson leikur með í Alls- venskan, sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik, sigraði Lugi um sl. helgi, 24:22. Leikur þessi er talinn hafa verið sá besti sem fram hefur farið í deildinni í langan tíma. Saab og Drott eru efst og jöfn í deild- inni með 6 stig, og þau mætast einmitt um næstu helgi. ■ ÁHUGI er fyrir því að koma handknattleik að sem keppnisgrein á Evrópuleikum smáþjóða, sem fara fram annað hvert ár. Fulltrúar Lúxemborgar og Kýpur greindu Jóni Hjaltalín Magnússyni, form- anni HSÍ, frá því á Kýpur um helg- ina. Síðustu leikar voru á Kýpur fyrr á þessu, en þeir næstu verða í Andorra 1991. ■ BJARNI Sigurðsson, lands- liðsmarkvörður í knattspyrnu, fer ekki til Danmerkur til þátttöku í Evrópukeppni markvarða, í næsta mánuði eins og til stóð. Þar átti einn markvörður frá hveiju Evróp- ulandi að keppa um titilinn besti markvörður álfunnar. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, fór fram á það við samböndin á Norð- urlöndum að þau sendu ekki menn í þessa keppni. Keppa átti um Evr- óputitil, en keppnin var ekki á veg- um UEFA — heldur fyrirtækis sem framleiðir vélar sem skjóta knöttum á markverði. KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Johnny Ekström þjóð- hetja í Svíþjóð Svíargulltryggðu sérfarseðilinn til Ítalíu með sigri í Póílandi JOHNNY Ekström er nú þjóðar- dýrlingur í Svíþjóð, eftir að Svíar tryggðu sér farseðilinn til Ítalíu með því að leggja Pól- verja að velli, 0:2, í Chrozow í Póliandi í gær. Ekström hefur ekki verið vinsælasti leikmað- urinn í sænska liðinu og hafa hann og þjálfari sænska liðs- ins, Olle Nordin, fengið það óþvegið í sænskum blöðum. Sænsku blöðin hafa að undan- förnu deilt hart á Nordin fyrir að hafa Ekström í byrjunarliði sínu og bent á að Ekström hafi verið lélegur hjá Bayem Múnchen á síðasta keppnistímabili og vermi nú vara- mannabekkinn hjá franska félaginu Cannes. Þrátt fyr- ir þessar ádeilur hefur Nordin valið Ekström sem fyrsta mann í lið sitt - hefur aldrei misst trúna á þennan marksækna leikmann. Neikvæð skrif blaðanna gengu svo langt að Ekström hefur neitað að tala við Expressen - eitt af kvöldblöðunum í Svíþjóð. Frá Þorbergi Aöalsteinssyni í Svíþjóð Ekström kom, sá og sigraði í Chorzow í gær. Hann átti skotíð sem einn varnarmaður Pólveija bjargaði á línu með hendi á 34. mín. Peter Larsson skoraði, 0:1, úr vítaspyrnunni. Ekström gulltryggði síðan sigur Svía á 60. mín. er hann fékk knöttinn á eigin vallarhelmingi - geystist fram, lék á tvo varnar- menn Pólverja, og vippaði knettin- um yfir Jaroslaw Bako, markvörð, 0:2. „Ég er í sjöunda himni og stoltur af mínum leikmönnum. Strákarnir eru bestir þegar mikið liggur við. Þá hafa stuðningsmenn okkar veitt okkur ómetanlegan stuðning,“ sagði Nordin, þjálfari Svía. Hann kom frá Noregi í fyrra og tók við sænska landsliðinu. Undir stjórn Nordins hafa Svíar tryggt sér sigur í öðrum riðli HM í Evrópu, án þess að tapa leik. Svíar léku síðast í úrslitakeppni HM í Argéntínu 1978. Svíar hafa ákveðið að undirbúa lið sitt sem best fyrir úrslitakeppni HM næsta ár. Það á ekkert að spara og hefur þegar verið ákveðið að skipta keppninni í efstu deild, „All- svenskan", í tvennt; leika fyrri hluta deildarinnar næsta vor og seinni hlutann um haustið. Einnig fögnudur í Tyrklandi Geysilegur fögnuður var í Istan- bul þar sem leikmenn Tyrklands fóru á kostum og lögðu slaka Aust- urríkismenn, 3:0. Hetja Tyrklands var Ridvan Dilmen, sem opnaði leik- inn með góðu skallamarki á 11. mínútu og síðan bætti hann öðru marki við, 2:0, sjö mín. eftir leik- hlé. Feyyax Ucar innsigglaði glæsi- legan sigur, '3:0, Tyrkja á 60. mín. við mikinn fögnuð hinna 32.000 áhorfenda sem sáu leikinn. Tyrkir, A-Þjóðveijar og Aust- urríkismenn eru enn inn í myndinni 7 að fara með Sovétmönnum til Ítalíu. Þeir eru allir með sjö stig. Tyrkir, sem eru með bestu marka- töluna, eiga eftir að leika gegn Sovétmönnum í Moskvu. Austurrík- ismenn eiga heimaleik gegn A- Þjóðveijum. Hverjir lejka á Ítalíu næsta sumar? Það er hart barist um sæti í lokakeppni HM í knattspyrnu 1990, sem fer fram á Ítalíu. Örugg sæti: Ítalía Argentína Júgóslavía Brasilía Uruguay Kosta Ríka England Spánn S-Kórea Belgía Svíþjóð Nokkuð örugg: írland Sovétríkin Skotland Holland Tékkóslóvakía Góðir möguleikar: V-Þýskaland Kamerún Egyptaland Trinidad Farseðlartil HMá Ítalíu 1990 ENGLAND Holland Sovétríkin Tékkóslóvakía * ■llbMHHHI URUGUAY ARGENTINA Löndin sem eru skráð í svartan grunn eiu örugg með farseðil til Ítalíu 1990, en hin löndin sem skráð eru á kortið eru nær örugg með farseðil. KNATTSPYRNA / FÉLAGASKIPTI Willum Þór til Blikanna Willum Þór Þórsson, sem hefur leikið með fyrstu deildar liði KR undanfarin ár, hefur ákveðið að ganga til liðs við 2. deildar iið Breiðabliks. Willum, sem leikur með 1. deild- ar liði Gróttu í handknattleik, er annar reyndi leikmaðurinn á skömmum tíma, sem skiptir yfir í Breiðablik. Hinn er Hilmar Sig- hvatsson, sem lék með Fylki á ný- liðnu tímabili, en áður með Val. Willum Þór Þórsson Theodor til Þróttar Theódór Jóhannsson, sem hef- ur leikið með Þrótti R., Völs- ungi og Haukum, hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við sitt gamla félag, Þrótt Reykjavík. Theódór er sterkur miðvörður og kemur hann með að styrkja Þrótt- arliðið mikið. Hann lék með Hauk- um sl. keppnistímabil, eftir að hafa verið besti lfeikmaður Völs- ungs 1987. Theódór Jóhannsson. ■ ÍSLENSKT dómaratríó, Guð- mundur Haraldsson, Eyjólfur Olafsson og Olafúr Lárusson, dæmdi leik Belga og Luxemborg- ara í Brussel. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu í belgíska sjón- varpinu og hældi belgíski sjón- varpsþulurinn Guðmundi Haralds- syni fyrir að hafa góð tök á leikn- um. Þulurinn furðaði sig þó á nöfn- um þremenninganna því fornöfn þeirra enduðu öll á ur og eftirnöfn- in á son! ■ SIGUR Tyrkja gegn Aust- urriki var súrsætur að því leiti að tveir af bestu leikmönnum þeirra fara í leikbann og geta ekki leikið gegn Sovétmönnum. Fyrirliðinn Cuneyt Tanman og Ugur Tútune- ker, sem eru báðir miðvallarspilar- ar, fengu að sjá gula spjaldið í gær - þeirra annað gula spjald. ■ TYRKLAND hefur ekki tekið þátt í lokakeppni HM síðan í Sviss 1954. ■ S-KÓRE UMENN tryggðu sér í annað skiptið í röð að leika í loka- keppni HM, þegar þeir unnu, 2:0, S-Arabíumenn í gær í Asíuriðlin- um. Sameinuðu arabísku fúrsta- dæmin eða Kína fara með S-Kóreu til Italíu. ■ „EFTIR þennan sigur Tékka liggur leið þeirra til Italíu opin,“ sagði UIi Stielike, þjálfari Sviss, eftir tapið, 0:3, í Prag. Tékkar eiga eftir að leika í Portúgal og hafa efni á því að, tapa með þriggja marka mun þar. ■ BERTI Vogts, þjálfari v-þýska 21 árs landsliðsins, mun taka við landsliðsþjálfarastarfi Franz Bec- kenbauer eftir HM í Italíu. URSLIT HM í knattspyrnu 2. RIÐILL: Pólland - Svíþjóð..................0:2 Peter Larsson (34. vítasp.), Johnny Ekström (60.) Áhorfendur: 12.000 Svíþjóð................6 4 2 0 9:3 10 England................6 3 3 0 10:0 9 Pólland...............5. 113 2:7 3 Albanía................5 0 0 5 2:13 0 ■ Svíar og Englandingar fara til Ítalíu. 3. RIÐILL: Tyrkland - Austurríki.............3:0 Dilmen 2 (12., 52.), Ucar (60.) Áhorfendur: 32.000. Sovétrikin.............7 3 3 1 9: 4 9 Tyrkland...............7 3 1 3 12: 8 7 A-Þýskaland............7 3 1 3 9:10 7 Austurríki.............7 2 3 2 6:9 7 ísland.................8 1 4 3 6:11 6 Leikir sem eftir eru: Sovétríkin - Tyrk- land, Austurríki - A-Þýskaland ■Tvö efstu liðin í riðlinum fara til Ítalíu. 7. RIÐILL: Belgia - Luxemborg.................1:1 Bruno Versavel (85.) - Hellers (88.) Áhorfendur: 20.000. Tékkóslóvakía - Sviss..............3:0 Tomas Skuhravy (17.), Michal Bilek (86.), Lubomir Moravcik (8.) Áhorfendur: 33.000. Belgía...............8 4 4 0 14: 4 11 Tékkóslóvakia........7 5 1 1 13: 3 11 Portúgal.............7 4 1 2 11: 8 9 Sviss................7 1 1 5 8:13 3 Luxemborg.............7 0 1 6 2:20 1 Leikir sem eftir eru: Portúgal - Tékkósló- vakía, Sviss - Luxemborg. ■Tvö efstu liðin komast til Ítalíu. Asíuriðill: S-Kórea - Saudi Arabia...............2:0 Hwang Bo Kwan (42.), Hwang Seon Hong (89.) Áhorfendur: 11.288 S-Kórea..................4 3 1 0 4:0 7 Sam. arab. furstadæmin..4 1 3 0 3:2 5 Kína.....................4 2 0 2 4:4 4 N-Kórea..................4 1 1 2 2:2 3 Qatar....................4 0 3 1 2:4 3 SaudiArabía..............4 0 2 2 2:5 2 Leikir sem eftir eru: Sameinuðu arabisku furstadæmin - S-Kórea, S-Arabía - N- Kórea, Qater - Kína. ■Tvö efstu liðin fara til ftalíu. Vináttuleikir: A-Þýskaland - Malta...............4:0 Thomas Doll 2 (11„ 34.), Rico Steinmann 2 (72., vítasp., 85.) Áhorfendur: 4.000. Ungverjaland - Grikkland..........1:1 Sekeres (47.) - Borobokis (52.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.