Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 17
hugaðra jarðganga. Nauðsynlegt er nú að flýta eins og frekast er kostur rannsóknum á Vestfjörðum svo bjóða megi verkið út á næsta ári. Ef borvagninn verður laus úr Múlanum fyrri hluta næsta árs, er engin ástæða til þess að láta hann standa lengi verkefnalausan. Á Vestíjörðum bíður næsta verkefni. Austfirðir ættu svo að vera tilbúnir „í borun“ 1992—94. Sá árangur sem nú þegar hefur náðst í Múla- göngunum hlýtur að kalla fram vonir um að áfram verði haldið hvíldarlaust, við að ijúfa einangrun byggða, næst fyrir vestan og aust- an. Sú einangrun verður ekki rofin nema með jarðgöngum. Sem breytt hugarfar í þessa veru vil ég nefna að á aðalfundi SSA á Vopnafirði í september sl. lýsti for- stjóri Byggðastofnunar því yfir sem sinni skoðun, að vel komi til greina að stofnunin kaupi borsamstæðu til heilborunar jarðganga sem síðan verði leigð til verktaka. Þessa skoð- un forstjórans ber að taka í alvöru og sem slík er hún stórt byggðamál. Sveitarstjórnir þurfa að svara Með tilkomu Múlaganga verður akstursleið milli Ólafsflarðar og Dalvíkur, 15—20 mínútur, opin allt árið. Það segir okkur að þjónustu- og vinnusvæði þessara byggðarlaga stækkar og nær því tvöfaldast á íbúatölu. Við þessar gjörbreyttu aðstæður hljóta að vakna margar spurningar sem sveitarstjórnir þessara byggðarlaga verða að svara. Er eitthvað sem mælir á móti því að þessir tveir ná- grannabæir sameinist t.d. í eitt sveitarfélag. Vinnst eitthvað með því? Vegna fámennis hafa mörg sveit- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989 17 arfélög átt í hinu mesta basli með að standa undir lágmarksþjónustu nútímamannsins s.s. varðandi skóla, heilsugæslu, hafnargerð, flugsamgöngur, íþrótta- og félags- aðstöður svo ejtthvað sé nefnt. Verða ekki Ólafsfirðingar og Dalvíkingar að endurskoða upp- byggingu og-nýtingu mannvirkja í t.d. áðurnefndum málaflokkum? Eru Austfirðingar og Vestfirð- ingar farnir að hugsa þessi mál? Þeir verða einnig krafnir svara fyrr en síðar. Á maður kannski að trúa því, að allt verði óbreytt nema það helst að auðveldara verður að flytja búslóðina eða léttara verði að heim- sækja vini og kunningja hinu megin við fjailið. Ég held ekki. Krafan um bættar samgöngur er krafa um að uppfylla eina af frumþörfum nútímamannsins. Með því að koma til móts við þær breytast aðstæður á viðkomandi svæði. Það eru þær breyttu aðstæður sem við sveitar- stjórnarmenn sem nú sjáum fram á að losna úr „einangrun" verðum að skilgreina og mæta með breyttu skipulagi og hugsunarhætti. Hér dugar ekki að berja höfðinu við steininn, árið 2001 er skammt undan. Höfundur er hæjurstjóri á Seyðisfírði. TÖLVU- MÖPPUR írá Múlalundi... ... þar er tölvupappírinn vel geymdur. Múlalundur 5 => 3 s => z z 5 5 3 s: - allíi ino jafiivel Þurrkaðir ávextir Granola Bókhveiti Franiandi ávextir Súraltlin Súkkulaði Þessi spariskírteini Þessi spariskírteini bera enga vexti. bera góða vexti. Fjárfestir þú í réttu spariskírteinunum? Spariskírteini ríkissjóðs sem gefin voru út fyrir 2 árum, 2. flokkur D2, bera ekki neina vexti eftir 10. október. Þú missir því daglega af tekjum, bæði vöxtum og verðbótum ef þú innleysir ekki þessi spariskírteini og endurfjárfestir fyrir þau. Þessa dagana eru margir flokkar spariskírteina ríkissjóðs innleysanlegir. Þótt margir þeirra beri enn vexti og verð- bætur getur verið mikill munur á vöxtum hinna ýmsu fiokka. Því er rétti tíminn til að huga að spariskírteinum sínum - núna. FJÁRFESHNGARFÉLAG ÍSIANDS HF. HAFNARSTRÆTI KRINGLUNNI • AKUREYRI 28566 689700 25000 Dæmi um vonda fjárfestingu: Ef spariskírteini að verðmæti 500.000 kr. liggja óhreyfð í eitt ár eftir gjalddaga tapast 142.000 kr. miðað við 20% verðbólgu og 7% raunvexti. Fjárfestingarfélag íslands hf. hefur áralanga reynslu í að kaupa og selja spariskírteini ríkissjóðs og það getur margborgað sig að notfæra sér þá reynslu og leita álits ráðgjafa okkar. (2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.