Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989
H
Með
morgunkaf&nu
Ég vil ráða hundinn, en
ekki þig ...
HÖGNI HREKKVlSI
„Þú hefur orð eilífs lífs“
Til Velvakanda.
Oft má lesa í Velvakanda bréf
sem fjalla um trúarleg efni. Það er
vissulega gleðiefni að fólki leyfist
að tjá sig opinberlega um trúmál,
því eins og við vitum, er ekki all-
staðar um slíkt frelsi að ræða.
Frelsið er vissulega sá frumréttur
sem Guð gaf manninum er hann
gaf honum fijálsan vilja. Því skyld-
um við meta frelsið að verðieikum.
Á hitt ber að líta, að það veldur
sannkristnum manni hryggðar er
hann les greinar sem beinast gegn
Kristi eða jafnvel Guði sjálfum. En
sérhver maður hefur rétt til að tjá
skoðun sína. Er kristnum manni,
jafnvei hálærðum, unnt að sann-
færa sérhvern mann? Jafnvel Jesú
sjálfum tókst þetta ekki. Eigum við
þá að þegja? Ég heid ekki. Kristnum
manni ber að tjá öðrum sannfær-
ingu sína. Því vil ég segja í fyrsta
lagi: Ég er þeirrar skoðunar, að
sérhver sá maður, sem hugleiðir
allt það, sem Jesús, sem var álitinn
óbreyttur smiður, kom til leiðar á
um það bil tveimur árum ævi
sinnar, stendur frammi fyrir undur-
samlegri ráðgátu. Hér á ég ekki
eingöngu við hinn mikla fjölda kris-
tinna manna í heiminum í dag, held-
ur miklu fremur allt það er Jesús
gerði og kenndi á opinberunarárum
sínum tveimur þar til dauða hans
og upprisu bar að höndum. En
meðal annarra orða, erum við
kristnir, jafnvel þó svo að við séum
um það bil 1,7 niilljarðar að tölu
og þar á meðal hundruð þúsunda
guðfræðinga, ekki dálítið barnaleg-
ir er við trúum að Jesús sé Guð,
og að hann hafi til dæmis vakið
Lasarus upp frá dauðum þá er hann
hafði legið þijá daga í gröfinni, og
að Jesús hafi sjálfur risið upp frá
dauðum á páskadegi? Voru aldrei
til þeir efahyggjumenn og lærdóms-
menn, sem létu í ljós efasemdir og
framkvæmdu rannsóknir á þessum
fyrirbærum og fullyrðingum? Sá
sem hefur kynnt sér eitthvað örlítið
kirkjusögu veit, að gagnrýnin og
andstaðan gegn kristinni trú á
hvorki upphaf sitt í trúleysi komm-
únismans, skynsemishyggjunni,
hinni svokölluðu upplýsingu 17. og
18. aldar né heldur í ftjálslyndu
guðfræðinni. Nei, gagnrýnin hófst
sem svar við boðún Jesú Krists
þegar á hans dögum, og gagnrýn-
endur hans, gyðingaprestarnir,
neyddust til að láta taka hann af
lífi (Jóh. 11:48; „Hvað eigum vér
að gjöra? Þessi maður gjörir mörg
tákn. Ef vér leyfum honum að
halda svo áfram, munu allir trúa á
hann og þá koma Rómveijar og
taka bæði helgidóm og þjóð“). Kaif-
as fann þá sakargift, er skipti sköp-
um: „Ert þú sonur Guðs?“ Jesús
svaraði játandi. Er ekki svo, að
Biblían, og þá sérstaklega bækur
Gamla testamentisins, skapa ákveð-
in vandamál, og kalla fram ýmsar
spurningar? Víst er það svo. Aug-
ljóst er, að sérkenni þessara rita,
einkum og sér í lagi rita Gamla
testamentisins, gera það að verk-
um, að við þörfnumst ákveðins
kennivalds. Þetta kennivald gaf
Jesús okkur, fyrst í postulunum,
undir leiðsögn Péturs, og síðan í
biskupunum, undir leiðsögn páfans.
Undir öruggri stjórn þessara skip-
stjóra hefur fari kirkjunnar verið
farsællega stýrt gegnum brotsjói
19 alda samkvæmt orðum Jesú í
Mt. 28:20. í þijú hundruð ár flaut
blóð píslarvottanna og varð að sæði
nýrra kristinna manna, eins og
Tertullianus (2. öld) komst að orði.
Erfiðari viðfangs urðu árásirnar á
kenningu kirkjunnar. Því reyndist
nauðsynlegt að móta kennisetning-
arnar í endanlegt form. Þetta átti
ekki síst við um Kristsfræðina.
Kenninguna var þá að finna í munn-
legri geymd og einnig í viðurkennd-
um ritum kirkjunnar. Árið 381
komu fulltrúar kirkjunnar saman á
kirkjuþingi í Konstantínópel. Þar
var sett fram opinberlega sú kenn-
ing, að heilagur andi sé sama eðlis
og Guð faðir og Guð sonur. í öllum
þessum langvarandi deilum studdist
kirkjan við kenningu postulanna
eins og hún birtist í ritningunni og
hjá kirkjufeðrunum. Varð Biblían
sjálf þá ekki fyrir árásum? Vissu-
lega. Til dæmis að taka, þá sleppti
Markíon (85-160) öllu Gamla testa-
mentinu úr Biblíunni. Ennfremur
leitaðist Markíon við að ijarlægja
gyðingleg áhrif úr Nýja testament-
inu. Hann hélt aðeins eftir einu
guðspjallanna og um tíu bréfum
Til Velvakanda.
Á miðvikudagskvöld vorum við
að horfa á sjónvarpsfréttir þegar
sagt var frá hinum hræðilegu jarð-
skjálftum í Ameríku. Rétt um
klukkan átta heyrist þessi mikli
hávaði frá Snorrabraut, þá er það
slökkviliðið á leiðinni á brunstað,
hugsuðum við, þetta hlýtur að vera
stórbruni. Ekki linnti sírenunum hjá
slökkviliðinu. Næsta hálftímann
biðum við eftir aukafrétt frá Sjón-
varpinu frá stórbruna í bænum.
Sem betur fer kom engin frétt um
biuna hér í bænum um kvöldið.
Morguninn eftir fæ ég Morgun-
blaðið og sé í blaðinu að það hafi
verið drukkinn maður sem.gabbaði
Páls postula, sem hann „hreinsaði“.
Harðasta hríðin gegn Biblíunni varð
þó á tímum upplýsingarinnar á 17.
öld til 19. aldar. Þessar árásir birt-
ust í því, að Biblían var ýmist
skýrð út frá sjónarmiðum skynse-
mishyggju, fijálslyndis, guðleysis,
eða sjónarmiðum þróunar og félags-
hyggju. Þýsk nákvæmni og frönsk
skarpskyggni hefðu eflaust sökkt
skipi kirkjunnar og með því páfa-
veldinu, ef slíkt hefði á annað borð
verið framkvæmanlegt. Hvernig
stóð á því, að svo reyndist ekki
vera? Jesús sagði: „Sjá, ég er með
yður alla daga, allt til enda verald-
ar“ (Mt. 28:20). '
Að lokum, þessi spurning: Þurf-
um við ef til vill að leita hjálpræðis
hjá einhveijum nýjum spámanni, til
dæmis Múhameð, eða þá einhveij-
um spámanni síðustu alda? Við
svörum þessari spurningu með
„Pétri: „Herra, til hvers ættum vér
að fara? Þú hefur orð eilífs lífs, og
vér trúum og vitum að þú ert hinn
heilagi Guðs“. Og Pétur gaf þessa
yfirlýsingu frammi fyrir ráði æðstu-
prestanna, öldunganna og fræði-
mannanna í Jerúsalem: „Ekkert
annað nafn er mönnum gefið um
víða veröld, sem getur frelsað oss“
(P 4:12). Já, höllum okkur að hon-
um, sem gaf líf sitt af fúsum og
fijálsum vilja og hefur sannað fyrir
okkur hver hann er; sonur Guðs.
Og einnig skulum við fela kenni-
valdið, sem hann gaf okkur til að
við mættumst öðlast sannan skiln-
ing á heilagri ritningu og gerum
okkur ekki eigið kennivald í málefn-
um trúar og siðferðis, né heldur
okkar eigin kirkju, gegn vilja Jesú
Krists, sem vill að við verðum öll
„fullkomlega eitt“ (Jóh. 17:23).
Sr. Jón Habets
slökkviliðið út í þijú skipti. En það
hefði ekki mátt rekja símtal hans
eftir fyrsta gabb. Nei, það var gert
eftir 3. gabb. Af hveiju ekki fyrr?
Hver er refsing við svona gabbi?
Ég veit að slökkviliðsmenn vaða eld
og brennistein í öllum veðrum, hvar
og hvenær sem er. Þeir eru eld-
snöggir á vettvang er kallað er á
þá. Það þarf ekki að ýta á eftir
þeim. Þeir eiga heiður skilið fyrir
sín störf. En þeir aðilar sem eru
einmana og eru að sulla'í áfengi.
Verið ekki að leika ykkur að því
að gabba slökkviliðið. Þið eigið að
fá þunga refsingu fyrir slíka
heimsku.
Hafliði Helgason
Slökkviliðið gabbað
/f HANN ER VIÐ HEST/4HE-ILSU... EN HAÞJN
HEFUI? ÁHVGSJUK AF KVRKISLÖNGONKII -SININI. "
Víkverji skrifar
Igærmorgun, er Víkveiji var á leið-
inni í vinnuna, hlustaði hann á
útsendingu frá íslenzkutíma Bibbu á
Brávallagötunni. Þar var Mörður
Skorri, eða hvað hann nú heitir, að
reyna að skýra fyrir Bibbu mismun-
inn á því, hvenær menn noti orðatil-
tækið „hver annar“ og „hvor annar“.
Það var segin saga, að Bibba notaði
þessi orð ávallt öfugt við regluna, svo
að augljóst var að hún gerði sér fylli-
lega gi'ein fyrir mismuninum, enda
sögð greind kona.
I Tímanum í gær er fyrirsögnin
„Steþbi verði þingflokkur“ og er þar
skýrt frá tillögu forsætisráðherra,
Steingríms Hermannssonar, um að
gera Stefán Valgeirsson að þing-
flokki. Væntanlega mun þá sú regla
gilda um frásagnir af Stefáni við
annan mann, að þeir ræði „hver við
annan“, enda Stefán þá orðinn að
fleirtöluígildi?!
Venjulega nennir Víkveiji ekki
að horfa á sjónvarp, þegar sent
er út frá umræðum á Alþingi, eins
og gerðist síðastliðinn mánudag, en
þar sem dagskráin á hinni sjónvarps-
stöðinni var svo afspyrnu léleg, lét
Víkveiji sig hafa það að hlusta á
umræðumar. Ekki getur Víkveiji
sagt að hann hafi skemmt sér sér-
staklega við að horfa á umræðurnar,
en ekki er heldur sanngjarnt að segja
að þær hafi verið leiðinlegar, a.m.k.
skipti Víkveiji ekki yfir á Stöð 2.
Hins vegar má segja, að efni sem
þetta frá Alþingi eigi frekar heima
í útvarpi en sjónvarpi. Það er ekki
myndrænt með þeim hætti, að það
réttlæti margra klukkustunda út-
sendingu.
xxx
Mikil tíðindi berast nú frá Sov-
étríkjunum, þessu „sæluríki ör-
eiganna", þar sem mönnum hefur
skilizt að verkamenn og verkalýður
væri i hávegum hafður. Sovézkur
' hershöfðingi hefur nú heitið því, að
rauða hemum verði ekki framar beitt
gegn verkamönnum til þess að leysa
vinnudeilur þar í landi. Þetta gerist
á sama tíma og alþýðulýðveldi er
lagt af í Ungveijalandi og andkomm-
únísk ríkisstjóm er setzt að völdum
í Póllandi. Þetta em mikil tíðindi og
merk í pólitískri þróun Evrópu.
Á dögunum er sagt var frá breyt-
ingunum í Ungveijalandi, skýrði
fréttamaður á Stöð 2 frá því að hin
nýja stjórnarskrá Ungveija væri vest-
ræn. Þetta fannst Víkveija undarlega
að orði komizt og telur að réttara
hefði verið að segja að hún hafi ver-
ið gerð að vestrænni fyrirmynd. Þetta
sýnir að aldrei er nógu varlega farið
með orðaval í fréttum.