Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989
Sérþj ónustuprest-
um verður flölgað
KIRKJUÞING íslands samþykkti
í gær prcstakallafrumvarp sem
hefiir I for með sér nokkrar breyt-
ingar á hefðbundnu starfi presta.
Samþykkt var ráðning aðstoðar-
presta og einnig stefnt að því að
fjölga sérþjónustuprestum, m.a.
fyrir fatlaða.
Hingað til hefur ekki verið heimiit
að fá aðstoðarpresta í prestakall til
afleysinga. Á þinginu var hinsvegar
samþykkt að leyfa ráðningu aðstoð-
arpresta í fjölmennum prestaköllum,
sem sjá um ýmis störf auk þess að
aðstoða sóknarprest.
Einnig er stefnt að því að fjölga
sérþjónustuprestum. Sérþjónustu-
prestar eru t.d. fangelsisprestar og
prestar á sjúkrahúsum. Að mati
þingsins er þörf á fleiri sérþjónustu-
prestum, t.d. á sjúkrahús og elliheim-
ili. „Við verðum að horfast í augu
við það að nú eru breyttir tímar. Lög
um prestaköll voru sett 1970 og það
6 íslensk skip
leita að loðnu
SEX íslensk Ioðnuskip leituðu að
loðnu i gær, miðvikudag, en fundu
enga. Skipin voru öll í grænlensku
Iögsögunni á þriðjudag en fóru
aftur út úr henni í gær og héldu
þá austur á bóginn.
Hólmaborg SU, Jón Kjartansson
SU, Börkur NK, Hilmir SU og
Harpa RE leituðu að loðnu í græn-
lensku lögsögunni á mánudag og
Skarðsvík SH bættist í hópinn á
þriðjudag.
hefur margt breyst á tuttugu árum,“
sagði Ólafur Skúlason biskup ís-
lands.
Á þinginu var einnig samþykkt
að gera átak í safnaðaruppbyggingu.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Japanir vinna hrossakjöt á Blönduósi
Tveir japanskir kjötiðnaðarmenn eru staddir hér á
landi til að vinna fitusprengt hrossakjöt, sem Félag
hrossabænda selur til Japans. Að sögn Halldórs
Gunnarssonar, formanns markaðsnefndar félagsins,
verður kjötið unnið hér á landi til að draga úr flutn-
ingskostnaði, en auk þess fæst betri nýting og
hærra verð. „Kjötið hefur reynst of dýrt hjá okkur
í vinnslu og því var það tillaga Japananna að þeir
kæmu með tvo kjötiðnaðarmenn hingað,“ sagði
Halldór. Japanirnir taka sjálfir til vinnslu allt fitu-
sprengt kjöt af fullorðnum hrossum, en þeir njóta
aðstoðar nokkurra íslendinga við það verk. Með-
fylgjandi mynd er tekin í aðgerðarstöð á Blöndu-
ósi, en þar verður slátrað um 300 hrossum af Norð-
urlandi. Reiknað er með að samskonar aðgerðarstöð
verði sett upp á Hellu, að sögn Halldórs.
Virðisaukaskattur verður ekki á bifreiðatryggingum eftir áramót:
Yfir 100 millj. þegar greidd-
ar í söluskatt fyrir næsta ár
EMBÆTTI ríkisskattstjóra hefúr nú til athugunar erindi frá Sam-
bandi íslenskra tryggingafélaga um innheimtu söluskatts af trygg-
ingaiðgjöldum þegar tryggingarnar ná fram yfir áramót. ÖIl ið-
gjöld eiga að vera undanþegin virðisaukaskatti, sem kemur í stað
söluskatts um áramótin. Fremur stutt er síðan þetta erindi barst
ríkisskattstjóra og er ekki úrskurðar að vænta alveg á næstunni,
meðal annars vegna þess að það þarf að afla frekari upplýsinga,
að sögn Jóns Guðmundssonar, forstöðumanns virðisaukskattsdeild-
ar hjá embætti ríkisskattsljóra.
Söluskattur er ekki á öllum
tryggingum. Til dæmis eru skipa-,
farm- og flugtryggingar undan-
þegnar söluskatti, sem og líftrygg-
ingar og slysatryggingar launþega
og sjómanna. Aðrar tryggingar eru
með 25% söluskatti, sem fellur nið-
ur um áramót þegar ráðgerður 26%
virðisaukaskattur á að taka við af
honum. Algengasta tímabil bif-
reiðatrygginga er frá 1. mars til
loka febrúar á hveiju ári og því
hafa flestir bifreiðaeigendur, sem
staðið hafa skil á tryggingum
sínum, greitt söluskatt af trygging-
unni í tvo mánuði á næsta ári.
Tryggingafélögin hafa haldið því
fram að sölu- eða virðisaukaskattur
ætti ekki að leggjast á iðgjöld, þar
sem um tvísköttun væri að ræða.
Samkvæmt samningum Bruna-
bótafélags íslands, sem Vátrygg-
ingarfélag íslands hefur yfirtekið
eftir sameiningu þess fyrrnefnda
og Samvinnutrygginga, hófst nýtt
tryggingatímabil fasteigna úti á
landi 15. október. Upphæð þeirra
nam rúmum 208 milljónum og á
þær kom söluskattur til ársins að
upphæð 52 milljónir. Velta vátrygg-
inga í heild á landinu á árinu 1988
var rúmir sex milljarðar. Þar af
má gera ráð fyrir að greiddur hafi
verið söluskattur af um 4,5 milljörð-
um. Ökutækjatryggingar námu 2,6
milljörðúm. Miðað við verðlags-
hækkun mílli ára mætti áætla sam-
svarandi upphæð á yfirstandandi
ári 3 milljarða og söluskatt vegna
iðgjalda tveggja mánuða á næsta
ári því um 125 milljónir.
„Við erum að hugsa um að gefa
út tryggingaskírteini til áramóta,
sem endurnýjast þá. Þetta er spurn-
ing um þjónustu. Fólk er ekkert
ánægt með að þurfa að borga sölu-
skatt yfir áramót og það er strax
farið að spyijast fyrir um þetta,“
sagði Hilmar Pálsson, fram-
kvæmdastjóri vátryggingasviðs Vá-
tryggingafélags Islands.
Saltað í 45 þúsund tunnur
SALTAÐ hafði verið í samtals 45 þúsund tunnur af síld í gær. Þá var
búið að salta í 7.200 tunnur í Grindavík, 6.200 á Fáskrúðsfirði, 6.000
á Höfn í Hornafirði og 5.600 á Eskifirði. Samningar um sölu á saltsíld
til Sovétríkjanna höfðu ekki tekist í gærkvöldi.
Útgáfustyrkúr 1987:
Hæstiréttur hafnaði
kröfu Borgaraflokks
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm héraðsdóms, þar sem kröfú
Borgaraflokksins um hluta útgáfústyrks til stjórnmálaflokka fyrir
árið 1987 var hafnað. Borgaraflokkurinn tók sæti á þingi eftir
kosningar í maí 1987 og þá hafði styrknum þegar verið úthlutað.
Albert Guðmundsson og Júlíus Sólnes höfðuðu mál á hendur Qár-
málaráðuneytinu, fyrir hönd Borgaraflokksins, en kröfú flokksins
var hafnað.
Borgaraflokkurinn krafðist
1.986.660 kr. auk vaxta en flokkur-
inn taldi sig eiga rétt á 2.986.660
kr. í styrk. Jón Baldvin Hannibals-
son, þáverandi fjármálaráðherra,
veitti Borgaraflokknum hinsvegar
eina milljón króna sem átti að draga
frá styrknum fyrir árið 1988. Borg-
araflokkurinn krafðist þess að fá
fullan styrk og taldi að greiðsla
Jóns Baldvins hefði verið viður-
kenning á rétti flokksins, en ekki
fyrirframgreiðslu fyrir næsta ár.
í dómi Hæstaréttar var orðalag
á Ijárlagaliðnum, sem varðar út-
hlutun sjóðsins, túlkað á þann hátt
að Borgaraflokkurinn ætti ekki rétt
á styrk og ekki hafi verið hægt að
skilja greiðslu Jóns Baldvins sem
viðurkenningu á rétti Borgara-
flokksins til styrks á árinu.
Ummæli Steingríms eru
dylgjur og gróusögur
- segja Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson
ÞORSTEINN Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og Davíð
Oddsson, borgarstjóri, segja ummæli Steingríms Hermannsson-
ar, forsætisráðherra, á fúndi í Hafnarfirði í fyrrakvöld, vera
dylgjur. Þeir segjast ekki telja ástæðu til að óska efltir því að
hann skýri ummæli sín.
Ríkissjónvarpið hafði eftir
Stéingrími á fundinum, að í
stjórnarráðinu væri að fínna ýmsa
reikninga og nótur frá tíð Þor-
steins Pálssonar, sem ijölmiðlum
þætti án efa fengur að komast
yfír. Þá var einnig haft eftir for-
sætisráðherra, að fjármagni hefði
hvergi verið ráðstafað með jafn
einstæðum og óheimilum hætti
og í Reykjavík.
„Ríkisendurskoðun er búin að
endurskoða það tímabil, sem ég
sat í forsætisráðuneytinu og ég
veit ekki til þess að neinar athuga-
semdir hafi komið fram,“ sagði
Þorsteinn Pálsson. „Mín vegna
má Steingrímur birta hvað sem
hann vill, en ég tel ekki ástæðu
til að fara fram á að hann styðji
mál sitt. Sjálfstæðismenn hafa
gagnrýnt Steingrím nokkuð
hvasst fyrir það hvað hann bygg-
ir sinn málflutning í ríkum mæli
á dylgjum og söguburði. Þegar
hann snýst til varna fer hann enn
lengra í það far.“
Davíð Oddsson sagðist ekki
skilja ummæli forsætisráðherra.
„En ef fara ætti fram á að
Steingrímur skýrði það sem hann
segir og er óskiljanlegt, þá yrði
að gera það oft,“ sagði hann.
„Hann_ hefur oft líkst Gróu á
Leiti. Ég skil ekki að hann skuli
ekki vara sig á því, þar sem það
hefur komið fram að almenningur
hefur skömm á þessum vinnu-
brögðum. Þar nægir að nefna
þegar hann var að hvísla gróusög-
um um útgerðarkonuna í Hafnar-
firði. Mér finnst ágætt að vera í
félagsskap með henni gagnvart
Steingrími Hermannssyni."
Nánast engin síldveiði var í fyrri-
nótt, að sögn Kristjáns Jóhannesson-
ar hjá Síldarútvegsnefnd. Jón Finns-
son RE fékk þá um 20 tonn af stórri
síld „uppi í íjöru“ á Seyðisfirði og
Guðmundur Kristinn SU fékk um
10 tonn í Fáskrúðsfírði. Síld veiddist
við Hrollaugseyjar í gærmorgun en
hún var frekar smá. Þrír bátar ætl-
uðu í gær að leita að síld við Eldey.
Töluverð síld hefur sést við Skrúð
en hún hefur verið á fleygiferð og
háhymingur í henni.
Sama starfefólk í úti-
*
búum Islandsbanka
„STARFSFÓLK útibúa íslandsbanka, þar með talið útibússtjórar,
verður um áramót hið sama og nú starfar í útibúum Alþýðu-
banka, Iðnaðarbanka, Útvegsbanka og Verslunarbanka. Undanfar-
ið heftir hins vegar verið ráðið í stöður starfsfólks í tilvonandi
höfúðstöðvum bankans,“ sagði Tryggvi Pálsson, einn þriggja
bankastjóra Islandsbanka. Útibú þeirra banka, sem saman mynda
íslandsbanka, verða ekki sameinuð áður en hann tekur til starfa
um álramótin.
Að sögn Tryggva hafa nú verið
ráðnir forstöðumenn deiida, deildar-
stjórar, sérfræðingar og fulltrúar.
Innri endurskoðandi íslandsbnaka
hefur verið ráðinn Steinn Valur
Magnússon, sem hefur starfað hjá
Verslunarbanka. Verið er að ganga
endanlega frá því að raða almenn-
um starfsmönnum höfuðstöðvanna
á deildir. „Almennir starfsmenn
stoðdeilda fengu, eins og allir
starfsmenn útibúa, ráðningarsamn-
ing sinn yfirfærðan," sagði Tryggvi.
„Því hefur aðeins þurft að ganga
frá ráðningu sérfræðinga og yfir-
manna.