Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989 Hrun þorskstofnsins í Barentshafi; Umræður í Noregi um vandann lærdómsríkar Ótgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 90 kr. eintakið. Stóriðja og orkuverð - segir Friðrik Pálsson forsljóri SH NORÐMENN standa nú framini fyrir hruni þorskstofinsins í Barents- hafi og alvarlegum afleiðingum þess fyrir byggðir Norður-Noregs. A ráðstefhu, sem haldin var fyrir skömmu í Marbella á Spáni, var einn af talsmönnum norsks sjávarútvegs og ræddi hann um aflabrestinn og þau vandamál sem honum fylgja. Hann fjallaði einnig um úrlausn- ir, sem litið er til í þvi skyni að milda afleiðingarnar. Friðrik Páls- son, forsljóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sótti þessa ráðstefnu og segir hann að Islendingar geti mikið lært af umræðunni um vanda Norðmanna. Meðal annars telur hann að endurskoða þurfi reglur, sem banna löndun erlendra fiskiskipa hér á landi og reyna að fá þau til að leggja hér upp afla til að halda uppi atvinnu í fiskvinnslunni. Morgunblaðið ræddi við Friðrik og bað hann að segja frá umræðunum um vanda Norðmanna og hvað hann áliti að við gætum af þeim lært. Viðræður milli íslenzkra stjórnvalda og erlendra aðila um nýja stóriðju eru bersýnilega komnar það vel á veg, að fremur er búizt við jákvæðri niðurstöðu. Þetta er auðvitað eitt stærsta mál þjóðarinnar vegna þess, að ákvörðun á næstu mánuðum um nýtt stóriðjufyrirtæki mun hleypa nýjum krafti í atvinnu- og efnahagslíf þjóð- arinnar. Ekki veitir af miðað við þá kreppu, sem nú ríkir og mun vaxa, ef ekkert nýtt kemur til. Við íslendingar höfum hins vegar undarlega til- hneigingu til þess að hefja deilur um smærri atriði en horfa fram hjá því sem máli skiptir, þegar slíkar ákvarð- anir eru á næsta leiti. Miðað við fyrri reynslu má búast við, að á næstunni verði haf- inn mikill áróður fyrir því, að hugsanlegt orkuverð til nýs stóriðjufyrirtækis verði of lágt. í því sambandi er rétt að íhuga nokkur atriði. Frá því að Hjörleifur Gutt- ormsson hrökklaðist úr iðn- aðarráðuneytinu, þar sem hann hefur sennilega unnið meiri skemmdarverk gagn- vart íslenzkum hagsmunum en nokkur annar ráðamaður í manna minnum, hafa sendi- menn eftirmanna hans verið á þönum um alla heims- byggðina til þess að finna fyrirtæki, sem væru reiðubú- in til að taka upp samstarf við okkur íslendinga um nýja stóriðju. Staðreyndin er sú, að þessir sendimenn hafa ekki haft erindi sem erfiði, þar til á síðustu misserum. Ástæðan er einfaldlega sú, að stórfyrirtæki í áliðnaði t.d. hafa úr mörgum kostum að velja. Þau standa ekki í bið- röð til þess að byggja álver á íslandi. Þvert á móti erum við í þeirri stöðu, eins og margar aðrar þjóðir, að við verðum að leggja okkur fram um að laða þessi fyrirtæki hingað. Þau eiga margra kosta völ. Hefðbundnar deilur um orkuverð og staðarval eru líklegar til þess að fæla þessi fyrirtæki frá. Við getum ekki búizt við því að ná samning- um um orkusölu, sem tryggja okkur einhvern gífurlegan beinan hagnað af orkusölu. Við getum hins vegar vænzt þess, að fá það verð fyrir orkuna, að það standi undir virkjunarkostnaði og að sú fjárfesting skili einhveijum arði. Þetta er það sem máli skiptir. Við höfum ekki efni á að borga með orkunni til þess að ná samstarfi við þessi fyrirtæki, en við höfum efni á því, að gera samninga um orkuverð, sem tryggja okkur viðunandi arð, þótt ekki verði um stórgróða að ræða. Samningar um nýtt álver eða stækkun álversins í Straumsvík munu tryggja, að mikið nýtt fjármagn kem- ur inn í íslenzkt atvinnu- og efnahagslíf. Og það skiptir okkur miklu máli. Slíkt inn- streymi fjármagns í okkar litla efnahagskerfi mun á stuttum tíma hafa mikil áhrif í atvinnulífi um land allt og gera okkur kleift að komast upp úr þeirri lægð, sem við nú erum í. Það er alveg ljóst, að yfir- gnæfandi meirihluti er fyrir því á Alþingi, að hér verði byggt nýtt álver. Sjálfstæðis- flokkurinn mun vafalaust standa óskiptur að ákvörðun um nýja stóriðju. Hið sama má áreiðanlega segja um Alþýðuflokk, Borgaraflokk og Fijálslynda hægri menn. Gera verður ráð fyrir því, að mikill meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins verði fylgjandi nýrri stóriðju. Sam- þykkt þings Verkamanna- sambands Islands um stór- iðju er vísbending um, að innan Alþýðubandalagsins verði sterk öfl fylgjandi stór- iðju. Endalaust karp um, að orkuverð sé of lágt eða dæg- urpólitískt þras um stóriðju- málin verður einungis til þess að stjórnmálamenn missa það traust, sem þeir kunna að eiga eftir meðal þjóðarinn- ar. Hér er svo mikið í húfi, eins og nú er ástatt í atvinnu- málum okkar íslendinga, að þjóðin mun ekki þola stjórn- málamönnum neitt klúður. Frá því var greint, að þorskveið- in í heild í Barentshafinu frá 1985 til 1989 hafi verið þannig: 1985 var gert ráð fyrir að veiða 260 þúsund tonn, 440 þúsund tonn 1986 og 600 þúsund tonn 1987. Áætluð veiði 1988 var 630 þúsund tonn, en það var endurskoðað og breytt í 490 þúsund tonn. í ár var gert ráð fyr- ir 340 þúsund tonna'veiði og spáin núna fyrir næsta ár er 200 þúsund tonn. Áf þessum afla fékk Noregur 185 þúsund tonn 1985, síðan 250 þúsund, mest 1987, 342 þúsund tonn. 1988 var þeim úthlutaður 320 þúsund tonna kvóti sem síðan _var minnkaður í 250 þúsund tonn. í ár er gert ráð fyrir 178 þúsund tonnum og næsta ár 100 þúsund tonnum. „Það sem vakti athygli mína í þessu máli var tvennt," segir Frið- rik. „í fyrsta lagi umræður um 'ástæður þessa og hve mjög þetta kemur mönnum spánskt fyrir sjón- eftir Gylfa Þ. Gíslason I. Dr. Jakob Sigurðsson skrifar hressilega grein í Morgunblaðið 12. október: „Gjöld af veiðileyfum — óraunhæf umræða." Andmælir hann þar fastlega þeim hugmynd- um, sem settar hafa verið fram um það, að hætta eigi að afhenda veiði- leyfi ókeypis, heldur skuli útvegs- mönnum gert að greiða fyrir þau með einhveijum hætti. Hann segir: „Upphaf þessarar umræðu má fyrst og fremst rekja til þess, að nokkrir prófessorar við Háskóla Islands hafa síðustu árin haldið uppi mark- vissum og skipulögðum áróðri fyrir sölu ríkisins á fiskveiðileyfum, þannig að enginn mætti halda skipi sínu til veiða nema greiða fyrir það himinháar upphæðir til ríkisins." í þessu sambandi verður að láta þess getið, að það vandamái, sem hér er um að ræða, er engan veginn neitt sérmál prófessora við Háskól- ann. Það er orðið að einu af höfuð- umræðuefnum varðandi íslenzkan sjávarútveg og þá um leið mjög mikilvægt viðfangsefni íslenzkra efnahagsmála og stjórnmála, og hefði raunar mátt verða svo miklu fyrr. En þar eð dr. Jakob vitnar ítrekað í greinar effcir mig, finnst mér eðlilegt, að ég fari um grein hans nokkrum orðum. En áður en ég kem að aðalatriði málsins langar mig til þess að vekja athygli á, að dr. Jakob leggur á það ir, vegna þess að fyrir örfáum árum voi-u spár fiskifræðinga þær, að aflinn í Barentshafi gæti orðið 800 til 900 þúsund tonn á árunum 1989 til 1991. Síðan eru staðreyndirnar þessar. Þetta er í fyrsta lagi hrun stofnanna og í annan stað standast spár alls ekki. Taldar eru til ýmsar ástæður fyrir hruninu, en engar óyggjandi. Talað er um breytt skilyrði í haf- inu, of mikla sókn í smáfisk, of mikla sókn í hrygningarstofn, sela- fár og svo framvegis. En sú spurn- ing kom fram, þegar ég talaði við Norðmennina í einkasamtölum, hvort hugsanlegt sé að veiðin hafi orðið svo mikil að þeii' hafi hrokkið niður fyrir þetta mark sem er talið að sé þorandi að fara með fiski- stofn, þannig að það taki hann síðan óralangan tíma að ná sér upp aftur. í framhaldi af því hiýtur maður að velta því fyrir sér, hvort verið þunga áherzlu, hversu óraunhæft sé að láta sér detta í hug, að útgerð- in geti, við núverandi aðstæður, greitt gjald fyrir veiðileyfi, hann spyr, hvernig „menn, sem gjör- þekkja íslenzka fjánnálastjórn", geti talið slíkt koma til greina. En dr. Jakob lætur þess hvergi getið, að útgerðarmenn greiða nú í dag stórfé fyrir veiðileyfi. Þeir, sem það gera, hljóta að hafa efni á því. En þeir greiða gjaldið ekki þeim aðila, sem á fiskistofnana, er leyfin veita rétt til þess að hagnýta, heldur aðilum, sem eiga skip og hafa þess vegna fengið úthlutað ókeypis leyfi. Ég skal hér enga tilraun gera til þess að áætla, um hversu háar fjár- hæðir er að ræða á þessu ári. Það væri hægt, en yrði of langt mál. En við dr. Jakob vitum báðir — eins og raunar allir, sem þessum málum eru kunnugir — að hér er um mikl- ar íjárhæðir að ræða. Hugmyndin um gjald fyrir veiðileyfi er því eng- an vegin óraunhæf. Gjaldið er stað- reynd. Spurningin snýzt um, hvaða tilgangi það eigi að þjóna og hvaða aðiia það eigi að falla í skaut. Með þessum orðum er ég engan veginn að gagnrýna, að viðskipti með veiðileyfi fari fram, eins og nú á sér stað. Á því er enginn vafi, að veiðileyfin eru betur komin í höndum þeirra, sem kaupa þau, en hinna, sem selja þau. Og ekki að- eins kaupendurnir hagnast, heldur þjóðarbúið í heild, þar eð gera má fastlega ráð fyrir því, að útgerð kaupendanna verði hagkvæmari en geti að við stefnum í sömu átt. Það hlýtur að vera ástæða til þess fyrir vísindamenn okkar að kynna sér vandlega skoðanir vísindamann- anna í Noregi á því hvað hafi farið úrskeiðis." Allur þorskur á land í Noregi Friðrik sagði að Norðmenn væru að velta fyrir sér hvað eigi að gera til að reyna að minnka áhrif þessa hruns á atvinnulífið í Norður- Noregi. „Hugmyndirnar snúast um það, að allur þorskur skuli berast á land í Noregi, til þess að halda uppi atvinnu," sagði hann. „í annan stað velta þeir fyrir sér möguleika á sérstökum takmörkunum á neta- veiðum og þá einkum á hrygningar- slóðum og að sjávarútvegurinn verði endurskipulagður með miklu Ijárframlagi frá ríkinu." Friðrik kvaðst vilja taka fram, að þetta væru enn aðeins hugmynd- ir, en hann héldi að engar ákvarðan- ir hefðu verið teknar ennþá. „Annað atriði, sem mér fannst mjög merki- legt, er.að þeir eru að tala um að leyfa landanir erlendra fiskiskipa," sagði hann. „Þar líta þeir fyrst og fremst til Sovétmanna, sem veiða úr sama stofni. Hér á landi eru hins vegar lög, sem banna löndun er- lendra skipa nema í undantekning- artilfellum. Þessi lög vom sett á meðan Iandhelgin var nánast uppi í landsteinum. Þá óttuðust menn að skipin lægju upp við fjöruborðið og lönduðu fiski sem þau mokuðu hinna, sem seldu leyfin. Viðskipti með veiðileyfi eru hagkvæm, eins og önnur viðskipti yfirleitt. Ein þeirra breytinga, sem gera þarf á núgildandi reglum um fiskveiði- stjórnina, er þess vegna einmitt að afnema þær takmarkanir, sem enn eru á viðskiptum með veiðileyfi. En þótt þau yrðu alveg frjáls, næst með því móti einu ekki það megin- markmið, sem stefna verður að, þ.e. að fiskiskipaflotinn minnki mjög vérulega og veiðin sé í höndum þeirra, sem stunda hana með hag- kvæmustum hætti. Það markmið næðist a.m.k. með þessu móti ekki nema á mjög löngum tíma, og margs konar óhagkvæmni og rang- læti mundi viðgangast á meðan. II. Kjarninn í grein dr. Jakobs Sig- urðssonar er fólginn í því, að hann spyr, hvar þeir séu, allir milljarðarn- ir, sem sjávarútvegurinn hefði átt að greiða í leyfisgjöld. Og hann segir, að mikið megi íslenzkur sjáv- arútvegur vera auðugur, ef hann hefði haft af þjóðarheildinni allt þetta fé. Spurning dr. Jakobs er skynsam- leg. Hann svarar henni í greininni, og er svarið aðalefni hennar. En svarið er að mestu leyti rangt. Það er þó ekki rangt að öllu leyti. Og það eru einmitt þessi atriði, sem gera vandamál sjávarútvegsins erf- ið viðfangs og valda því, að jafnvel færustu menn eiga erfitt með að gera sér þau ljós. Á að skattleggja iðn- að og þjónustu í þágu of stórs fískiskipaflota? Friðrik Pálsson upp rétt utan við landhelgislínuna. Þetta er auðvitað gjörbreytt. Miðað við ástand fiskistofna okkar, hljót- um við þá ekki að velta því fyrir okkur hvort við getum líka hagnast á afla sem aðrir veiða?“ Umframgeta í allri vinnslu Friðrik segir tvímælalaust þörf fyrir að nýta betur fjárfestinguna í fiskvinnslunni hér á landi, einkum með tilliti til þess að líkur benda til minnkandi afla. Hann segir að vinnslugeta sé til að bæta við afla frá erlendum veiðiskipum og ráða þrátt fyrir það við allar eðlilegar sveiflur í aflabrögðum. „Það er umframgeta í allri vinnslu," sagði hann. „Víðast hvar er aðeins unnin dagvinna og óvíða hefur verið tekin upp vaktavinna. „Það er enginn vafi á að það er hægt að nýta fjár- festinguna miklu betur en gert er í dag, sem menn hljóta og eiga að gera,“ sagði Friðrik Pálsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- húsanna. Gylfi Þ. Gíslason „Gallinn á „kvótakerf- inu“ er ekki sá, að veiði- leyfum eða „kvótum“ sé beitt við stjórn fiskveið- anna. Það er nauðsyn- legt til þess að tak- marka sóknina. Megin- galli „kvótakérfísins“ er fólginn í því, að veiði- leyfunum er úthlutað ókeypis, á skip og til alltof stutts tíma.“ Ég ætla að byrja á að fjalla um það, sem til sanns vegar má færa í svari dr. Jakobs. Svar hans við því, hvað þeir séu, milljarðarnir, sem sjávarútvegurinn hefði átt að greiða fyrir veiðileyfi, er einfalt. Hann segir, að arðurinn af sjávarút- veginum flæði jafnt og þétt í stríðum straumum frá útgerðinni til þjóðarinnar. Þess vegna geti Árni iðnaðarmaður fengið vinnu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989 23 Greinargerð f| ármálaráðuneytis um virðisaukaskatt: Endurgreiðsla skatts á mat- væli nái til kjöts og mjólkur FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefiir kynnt í ríkisstjórninni og sent þing- flokkum stjórnarflokkanna greinargerð um upptöku virðisauka- skatts. Gerð er grein fyrir undirbúningi reglugerða, tillögur um breytingar á lögunum um virðisaukaskatt og ábendingar um atriði í þeim sem ríkissljórnin og stjórnarflokkarnir þurfi að taka afstöðu til. Meðal þeirra atriða sem ekki er samkomulag um er endur- greiðsla virðisaukaskatts á matvælum og skattlagning'blaða, tíma- rita, bóka, útvarps og sjónvarps. í greinargerðinni er bent á galla við að endurgreiða virðisaukaskatt á grænmeti og fisk og bent á þann möguleika að öll matvælaendurgreiðslan verði látin koma til lækkunar á kjöti og mjólk. Þá er helst talið koma til álita að leggja skatt á allt prentmál og afiiotagjöld útvarpsstöðva, en á móti athugað að bæta rekstrarskilyrði viðkomandi fyrirtækja með stofiiun sérstakra sjóða o.fl. Stjórnvöld ákváðu fyrr á þessu ári að lækka verð á rnjólk, dilka- kjöti, fersku innlendu grænmeti og fiski um 10% við upptöku virðis- aukaskattsins um næstu áramót. Þessi lækkun samsvarar því að 13% vii'ðisaukaskattur verði á þessum vörum í stað 26%. Kostar þessi aðgerð ríkissjóð um einn milljarð á ári. Fyrir liggja fullmót- aðar hugmyndir um tilhögun end- urgreiðslu vegna mjólkur og dilka- kjöts, þannig að framleiðendur fái ákveðið hlutfall af heildsöluverði endurgreitt. Endul'greiðslan renni til afurðastöðva og kæmi til lækk- unar á heildsöluverði. í greinar- gerð fjármálaráðherra segir að öllu meira umstang verði við end- urgreiðsluna til fisksala og græn- metisframleiðenda, eins og meðal annars var rætt um er Borgara- flokkurinn gerðist aðili að ríkis- stjórninni. Framleiðendur séu fleiri og smásöluálagning fijáls og því verði erfiðara að fylgjast með hvort endurgreiðslan skili sér til neytenda. I greinargerðinni segir að ein- faldast væri að hækka endur- greiðsluna á mjólk og dilkakjöti eða hafa hana víðtækari þannig að hún nái til fleiri mjólkurafurða en hætta við endurgreiðslu á grænmeti og fiski. Væri þá hægt að lækka verð á mjólk og dilka- kjöti um 14-15% í staðinn fyrir 10% með sömu heildarfjárhæð. Samkvæmt virðisaukaskatts- lögunum verða áhrifin á útgáfu- starf og útvarpsrekstur eftirfar- andi: Bækur bera nú söluskatt og verða með virðisaukaskatt að óbreyttu. Flest tímarit eru án sölu- skatts og verða án vircfisauka- skatts á sölu, en útgefandinn ber allan innskatt af aðföngum. Dag- blöð, landsmálablöð og héraðs- fréttablöð eru án söluskatts og verða án virðisaukaskatts og fá innskatt endurgreiddan. Afnota- gjöld útvarps og sjónvarps eru án söluskatts og bera ekki virðisauka- skatt. Auglýsingar í prentmiðlum eru án söluskatts en auglýsingar í sjónvaipi með söluskatti. Allar auglýsingarnar bera virðisauka- skatt frá áramótum samkvæmt núgildandi lögurn. I greinargerðinni er rætt um ókosti við þetta fyrirkomulag. Síðan er sagt að helst komi til álita að leggja skatt á allt prent- mál, hvort sem um sé að ræða bók, dagblað eða tímarit. Sama gildi um afnotagjöld útvarps- stöðva. Þannig fái öll fjölmiðlun sömu skattalegu meðferð. „Væri sá kostur valinn væri eðlilegt að stjórnvöld ynnu að því að bæta sérstaklega rekstrarskilyrði þeirr- ar útgáfu og fjölmiðlunar sem af þjóðræknis- og menningarástæð- um eða frá lýðræðis- og byggða- sjónarmiðum er talin sérstök ástæða til að efla. Meðal hug- mynda sem uppi eru og þarf að athuga gaumgæfilega, ef þessi leið er valin, er stofnun „Menning- arlánasjóðs“, stofnun „Fjölmiðla- sjóðs eða Lýðræðissjóðs", efling Kvikmyndasjóðs, sérstök framlög til bæjar- og héraðsfréttablaða, stóraukinn stuðningur við bóka- söfn, bæði almenningsbókasöfn og skólabókasöfn, og endurskipu- lagning og efling í þeim íjármálum ríkisins sem varða rithöfunda og aðra listamenn,“ segir í greinar- gerðinni. Meðal þeirra atriða sem ekki er ágreiningur um og íjármálaráð- herra leggur til að verði breytt er fyrirkomulag endurgreiðslu virðis- aukaskatts til húsbyggjenda. Lagt er til að endurgreiðslan verði greidd húsbyggjendum einu sinni á ári í tengslum við álagningu tekju- og eignarskatts og að hún miðist við ákveðna krónutölu á ferrnetra. Um er að ræða 800-900 milljónir kr. á ári. Einnig er lagt til að leiksýningar og tónleikar verði úndanþegnir skatti í staðinn fyrir endurgreiðslu hans. Þá‘ er Iagt til að skoðaður verði sá mögu- leiki að koma á fót réttarþjónustu (ókeypis lögfræðiaðstoð) fyrir þá sem ekki hafa fjárhagslegt bol- magn til að borga fyrir slíka þjón- ustu í staðinn fyrir að undan- þiggja alla lögfræðiþjónustu. Fjármálaráðherra gaf í gær út tvær fyrstu reglugerðirnar við virðisaukaskattslögin. Önnur reglugerðin varðar bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskatt- skyldra aðila og hin endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferða- manna. Á næstu vikum og mánuð- um er von á tólf reglugerðum til viðbótar. sína vel borgaða. Þess vegna geti kennarar hækkað laun sín árlega. Allir málsvarar gjalds fyrir veiði- leyfi hafa viðurkennt það, sem rétt er í þessu sjónarmiði. Áuðvitað hef- ur sjávarútvegur verið og er einn höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar og verður það eflaust áfram. Hagvöxt- ur á íslandi á þessari öld og góð lífskjör þjóðarinnar byggjast að verulegu leyti á hagnýtingu sjávar- útvegsins á auðlindunum í hafinu umhverfis landið. Hins vegar hafa stjórnvöld í áratugi haldið illa á máiefnum sjávarútvegsins, stefna þeirra í málefnum hans hefur verið röng. Þegar tekið var að skrá gengi íslenzku krónunnar um miðjan þriðja áratuginn, var sú stefna mörkuð, að taka mið af afkomu sjávarútvegsins, þ.e. að hann kæm- ist sæmilega af. í meginatriðum hefur þeirri stefnu verið fylgt allar götur síðan. Stundum hefur orðið talsverður hagnaður í sjávarútveg- inum, í góðærum hvað afla og verð- lag snertir. Stundum hefur orðið tap. En þegar á heildina er litið hefur afkomunni verið haldið í járn- um. Einmitt af því, að sjávarútvegur- inn hefur aldrei þurft að greiða neitt fyrir það að hagnýta verðmæt- ustu auðlind þjóðarinnar, fiskistofn- ana í sjónum, hefur gengi íslenzku krónunnar, allar götur frá því farið var að skrá það, verið skráð of hátt. Allir aðrir atvinnuvegir lands- manna hafa þurft að greiða fyrir öll þau verðmæti, sem þeir hafa notað, nema sjávarútvegurinn. Reikningar hans í þjóðarbúskapn- um hafa verið rangir. Það hefur vantað einn gjaldalið, síðan það kom í ljós, að aukin sókn tók að skerða fiskistofnana. Þeir eru takmörkuð auðlind, og gefa auðvitað af sér arð, rentu, eins og allar auðlindir. En útgerðin hefur aldrei verið látin greiða þá rentu, hún hefur aldrei greitt afgjald fyrir að hagnýta sam- eiginlega auðlind þjóðarinnar. Þann gjaldalið hefur vantað í reikninga hennar innan þjóðarbúsins. í stað þess hefur gengið verið rangt skráð, það hefur verið miðað við ranga reikninga. Afleiðingin hefur þá auð- vitað orðið sú, að innfluttar vörur og innflutt þjónusta hefur orðið ódýrari en ella. Það er að þessu leyti, sem segja má með sanni, að sjávarútvegurinn hafi bætt kjör Árna iðnaðarmanns og kennaranna, þ.e. neytenda yfirleitt, með því að gera þeim kleift að kaupa erlenda vöru og þjónustu við lægra verði en ella. En þar með er ekki sagt, að þessi stefna hafi verið eða sé skynsam- leg. Það er bæði óhagkvæmt og ranglátt að dreifa afgjaldinu, rent- unni, af auðlindum sjávarins, til þjóðarinnar í formi óeðlilega lágs verðs á öllu, sem keypt er frá út- löndum. Gengisskráning, sem fyrst og fremst er miðuð við afkomu sjáv- arútvegsins, er einnig mjög ranglát í garð allra annarra atvinnugreina, sem flytja til útlanda. Hún er byrði á þeim. Þegar afkoma sjávarút- vegsins hefur verið góð, hefur geng- isskráningin verið útflutningsiðnaði og margs konar þjónustugreinum fjötur um fót. Þegar svo er komið, eins og nú á sér stað, að útflutning- ur sjávarafurða aflar aðeins rúm- lega helmings af gjaldeyristekjum, ætti að vera augljóst, hversu frá- leitt það er, að miða gengisskrán- inguna fyrst og fremst við afkomu hans. Slík stefna er í raun og veru skattlagning á útflutning iðnaðar- vöru og þjónustu. III. Á þessari öld hafa heildartekur, brúttótekjur, íslenzks sjávarútvegs auðvitað byggt upp mikil verðmæti í landinu og staðið undir miklum launagreiðslum, bæði beint og óbeint. En hann hefur ekki skilað þjóðarheildinni endurgjaldi fyrir hagnýtingu þeirrar sameiginlegu auðlindar, sem hann hefur notað, fiskimiðanna í sjónum, umfram þá hagsbót, sem notendur erlendrar vöru og þjónustu hafa orðið aðnjót- andi vegna of hárrar skráningar á gengi krónunnar. Þjóðin í heild á rétt á því að fá allt það afgjald, sem sameiginleg auðlind hennar skilar af sér. Það er ranglátt, að hún skuli ekki hafa fengið það og fái það ekki. Hitt er þó ekki síður rnikil- vægt, að það hefur orðið til alvar- legs tjóns, að sjávarútvegurinn hef- ur ekki verið látinn skila þessu af- gjaldi, þessari rentu. Það hefur annars vegar valdið ofveiði og með- fylgjandi minnkun á fiskistofnum, og hins vegar uppbyggingu alltof stórs veiðiflota og of margra vinnslustöðva í landi. Það er að þessu leyti, sem dr. Jakob Sigurðs- son og skoðanabræður hans hafa rangt fyrir sér, þegar þeir halda því fram, að sjávarútvegurinn hafi skilað þjóðarheildinni öllu, sem hon- um ber. Milljarðarnir, sem hann hefði átt að greiða fyrir afnot fiski- miðanna, hafa farið í skerðingu á fiskistofnum og öflun framleiðslu- tækja, sem sumpart bera eneran arð óg eru raunar til byrði fyrir þjóðar- búskapinn. Það er alkunna, að á styijaldar- árunum minnkaði sókn í fiskistofn- ana á íslandsmiðum mjög, og voru þeir því sterkir við lok styijaldarinn- ar. Síðan átti sér stað gífurleg aukning á fiskiskipastólnum. Aflinn jókst, en í verðmætum talið jókst fjármagn, bundið í flotanum, margfalt meira en verðmæti aflans. Afköst f|ármagnsins, sem hagnýtt var við fiskveiðarnar, voru um miðj- an áttunda áratuginn orðin aðeins fjórðungur af því, sem þau höfðu verið 1945. Og hin stóraukna sókn skerti fiskistofnana. Botnfiskstofn- arnir hafa minnkað um helming til þriðjungs þess, sem þeir voru á sjötta áratugnum. Þangað til um miðjan áttunda áratuginn voru fiskveiðar íslend- inga það, sem fiskihagfræðingar nefna dæmigerðar fijálsar og ókeypis fiskveiðar. Afleiðingarnar urðu þær, sem að ofan greinir, og eru í fullu samræmi við það, sem við mátti búast samkvæmt grund- vallarkenningum fiskihagfræðinn- ar. Það var fyrst um miðjan áttunda áratuginn, sem allsheijarstjórn var tekin upp á fiskiveiðunum. Fyrst var „skrapdagakerfinu" beitt. Árangur þess varð ekki nógu góð- ur. Flotinn hélt áfram að stækka. • Og sókn varð meiri og dýrari en gert var ráð fyrir. Þá var „kvóta- kerfið" tekið upp. Það hefur reynzt betur, en ekki nógu vel. Flotinn hefur enn haldið áfram að vaxa, og sóknarmarksþátturinn hefur verið til trafala. Gallinn á „kvóta- kerfinu“ er ekki sá, að veiðileyfum eða „kvótum" sé beitt við stjórn fiskveiðanna. Það er nauðsynlegt til þess að takmarka sóknina. Meg- ingalli „kvótakerfisins" er fólginn í því, að veiðileyfunum er úthlutað ókeypis, á skip og til alltof stutts tíma. Úr þessu þarf að bæta með því að selja einstaklingum leyfin til langs tíma. Þá minnkar flotinn, og þeir halda áfram að veiða, sem gera það með hagkvæmustum hætti. Þá minnkar sóknin, og fiski- stofnarnir vaxa á ný. Og þjóðar- heildin fær réttmætt afgjald af verðmætustu eign sinni, fiskimiðun- um í sjónum umhverfis landið. IV. Dr. Jakob Sigurðsson og skoð- anabræður hans eru andvígir slíkri stefnubreytingu í sjávarútvegsmál- um Islendinga. Þeir vilja halda áfram á sömu braut og gengin hef- ur verið: Að veiðiréttindin séu af- hent ókeypis og gengisskráningin notuð til þess að halda sjávarútveg- inum sæmilega gangandi, þrátt fyr- ir geysimikla óþarfa ljárfestingu í fiskiskipum og vinnslustöðvum. En eins og að framan var minnzt á, verður að hafa í huga, að útflutn- ingur sjávarafurða aflar nú aðeins rúmlega helmings af gjaldeyristekj- um þjóðarinnar. Ef gengisskráning- in verður áfram miðuð við þarfir sjávarútvegsins og ekki tekið tillit til þess, að hann greiðir ekkert fyr- ir hagnýtingu auðlindarinnar, sem hann notar, eins og allar aðrar at- vinnugreinar verða að gera, þá er slík gengisskráning skattur á allan annan útflutning en útflutning sjáv- arafurða. Hún er skattlagning á útflutningsiðnað og margvíslegan annan útflutning, í þágu sjávarút- vegs, sem notar miklu meira fjár- magn en þörf er á. Höfiindur er fyrrvera ndi rádherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.