Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989 25 Morgunblaðið/Hulda Sigmundsdóttir Dósasöfhunargámur Björgunarsveitarinnar Dýra. Þingeyri: Tvær flugur í einu höggi Þingeyri. Björgunarsveitin Dýri slær tvær flugur í einu höggi með því að veita viðtöku ál- og plastumbúðum á Þingeyri. Björgunarsveitin kom sér upp alla daga vikunnar getur fólk losað gámi við Stefánsbúð til að taka við einnota umbúðum og um leið minnka óhreinindin. Tekið er á móti þessum umbúðum gegn greiðslu á miðvikudögum frá klukk- an 21-22. En aðra tíma dagsins sig við draslið beint í gáminn og rennur þá ágóðinn til björgunar- sveitarinnar og Þingeyri heldur áfram að verða hreinni og hreinni íbúunum til óblandinnar ánægju. - Hulda Styrkur til íþróttafélaga: Kópavogur í fót- spor Reykjavíkur „ÉG fagna því að Kópavogsbær skuli ganga í fótspor Reykjavíkur og styrkja íþróttafélögin myndarlega með því að greiða 80 prósent af stofnkostnaði við byggingu íþróttamannvirkja eins og gert er í Reykjavík," sagði Július Hafstein formaður íþrótta- og tómstundar- áðs Reykjavíkur en bæjarsfjórn Kópavogs hefur samþykkt að veita Ungmennafélagi Breiðabliks 118 milljónir króna á næsta sex og hálfa ári. sem varið er til framkvæmda,“ sagði Júlíus. „Samanburður núna á þessu átaki þeirra í Kópavogi er ekki raun- hæfur við það sem við erum að gera í dag, hvað sem við kunnum að gera síðar. Samanburðurinn hlýtur að ná yfir lengra tímabil annað er ekki eðlilegt né sanngjarnt." Júlíus benti á að Breiðablik hefði nýlega fengið úthlutað landsvæði vestan við Kópavogsvöll en langt er síðan íþróttafélög í Reykjavík fengu til umráða ákveðin svæði í hverfum borgarinnar. „Uppbygging íþróttafé- laganna í Reykjavík hefur staðið yfir á síðustu árum og áratugum og fá félögin ákveðnar upphæðir árlega, Fiskverð á uppboðsmörkuðum 25. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 103,00 62,00 85,97 12,218 1.050.359 Þorskur(óst) 59,00 59,00 59,00 0,047 2.773 Þorskur(smár) 25,00 25,00 25,00 0,048 1.200 Ýsa 107,00 80,00 96,69 2,727 263.629 Ýsa(ósl.) 95,00 59,00 84,81 2,961 251.135 Smáýsa(ósL) 37,00 37,00 37,00 0,030 1.110 Karfi 55,00 40,00 41,12 6,950 285.785 Ufsi 24,00 24,00 24,00 0,110 2.629 Langa 50,00 34,00 47,56 6,656 316.522 Keila(ósl.) 25,00 20,00 24,92 8,590 214.071 Samtals 62,01 42,719 2.648.967 í dag verður selt óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 69,00 39,00 67,24 9,402 632.246 Ýsa 92,00 60,00 87,85 2,490 218.775 Ýsa(ósl.) 84,00 77,00 78,86 2,946 232.315 Karfi 38,00 35,00 36,37 14,993 545.225 Ufsi 39,00 30,00 38,40 19,321 741.938 Hlýri+steinb. 54,00 44,00 50,01 0,346 17.304 Skarkoli 50,00 50,00 50,00 0,035 1.750 Langa+blál. 40,00 40,00 40,00 1,649 65.960 Lúða 375,00 185,00 216,30 0,342 73.975 Lax 235,00 230,00 231,10 0,118 27.270 Samtals 48,67 53,256 2.591.735 Selt var meðal annars úr Hegranesi SK og Freyju RE. í dag verða meðal annars seld 70 tonn af karfa, 15 tonn af ufsa og óákv. magn af þorski og ýsu úr Margréti EA og Jóni Vídalín ÁR. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 75,00 32,00 61,78 17,325 1.070.306 Þorskur(umál) 39,00 39,00 39,00 0,350 13.650 Ýsa 92,00 27,00 85,11 7,917 673.786 Karfi 40,00 40,00 40,00 0,030 1.200 Ufsi 19,00 15,00 15,57 0,350 5.450 Langa 35,00 20,00 32,40 1,129 36.500 Lúða 300,00 115,00 181,36 0,169 30.560 Keila 18,00 14,00 17,49 1,031 18.034 Skötuselur 100,00 100,00 100,00 0,023 2.300 Síld 9,16 9,16 9,16 1,660 15.206 Samtals 62,34 30,071 1.874.547 Selt var úr Búrfelli KE, Ólafi GK, Víði KE, Þorsteini GK og Reyni GK. I dag verður m.a. selt úr Víkingi IIIIS, línu- og netabátum. SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 16. til 20. október. Þorskur 132,30 23,208 3.070.306 Ýsa 93,71 1,261 118.169 Ufsi 80,42 40,468 3.254.630 Karfi 88,29 461,109 40.710.221 Grálúða 105,19 0,699 73.530 Samtals 88,94 548,069 48.747.176 Selt var úr Vigra RE 17. október, Hauki GK 18. okt. og Hólma- tindi SU 19. október. Selt var úr öllum skipunum í Bremerhaven. Landsfundur Kvennalistans: Eiga kvenna- listakonur að sitja í bankaráð- um? LANDSFUNDUR Kvennalistans verður haldinn að Básum í Ölf- usi dagana 27.-29. október næst- komandi. Meðal dagskráratriða á fundinum eru umræður um setu í bankaráðum, Evrópu- bandalagið og EFTA og spurn- ingin Eiga konur erindi i sveita- stjórnir? Fundurinn verður settur á föstu- dag klukkan 13.45 með erindi Ingi- bjargar Hafstað sem flytur „fáein- ar stiklur úr feminískri hugmynda- fræði.“ Önnur erindi fyrsta fundar- daginn verða Hagfræðin og konur, Atvinnumál kvenna, Dagvistarmál og um Evrópubandalagið og EFTA. Hópstarf verður að loknum erind- um. Laugardag verður byijað klukk- an 9.00 með umræðum um reynslu kvenna af sveitarstjórnarmálum. Að þeim loknum flytur Kristín Ástgeirsdóttir erindið Eiga konur erindi í sveitarstjórnir? Síðan verða umræður um stefnumál Kvenna- listans í komandi sveiþarstjórnar- kosningum. Á sunnudag hefst fundur klukk- an 10.00 með umræðum um spurn- inguna hvort taka eigi sæti' í bank- aráðum. Fundinum lýkur klukkan 16.00 á sunnudag. Fundurinn er opinn öllum kvennalistakonum, en þátttakend- ur þurfa að skrá sig hjá starfskonu Kvennalistans fyrir fund. Farþegum til Portógal fjölgar FERÐASKRIFSTOFAN Evrópu- ferðir efiidi til Portúgalskynn- ingar í ráðstefiiusal Hótels Loft- leiða fyrir helgina og var til hennar boðið starfsfólki í ferða- þjónustu, Qölmiðlafólki og ýms- um áhugamönnum um ferðalög. Framkvæmdastjóri Caravela- ferðaskrifstofunnar sem hefur aðsetur í London, Pliilip Gill kynnti starf hennar og ýmsa kosti sem hún býður. Ferðaskrif- stofan er í eigu portúgalska flug- félagsins TAP. Joao Carlos Teixeira forstjóri Ríkisferðaskrifstofunnar portúg- ölsku í Stokkhólmi sem sér um Norðurlandasvæðið talaði einnig á kynningunni og Moreira frá TAP. Sýnd var kvikmynd frá Madeira og efnt var til happdrættis þar sem ýmsir vinningar voru og sá stærsti vikudvöl í Portúgal. Gestum var síðan boðið upp á veitingar. íslendingar hafa síðustu ár gert sér æ tíðförulla til Portúgal og árið 1988 fóru 2.200 þangað og á árinu 1989 hefur íslenskum gestum þangað fjölgað um 20 prósent. Um helmingur Islendinganna dvelur á sólarströnd Algai-ve í Suður Port- úgaL. Fram kom í máli portúgölsku fulltrúanna að ferðamannastraum- ur til Portúgals hefur vaxið hressi- lega síðasta áratug. Flestir ferða- menn eru frá Bretlandi, Vestur Þýskalandi, Norðurlöndunum, Spáni og Hollandi. Ellimálaráð Rey kj avíkurprófast- dæmis: Kristileg öldr- unarþjónusta heldur námskeið Á VEGUM Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastdæmis held- ur kristileg öldrunarþjónusta námskeið í Askirkju við Vestur- brún, laugardaginn 28. október kl. 9 til 15:30. Á námskeiðinu verður farið í grundvallaratriði þess hver maður- inn er í ljósi Guðs Orðs, hverjar innstu þarfir hans eru og ræddar leiðir til að mæta þeim í kristilegri öldrunarþjónustu, eins og segir í frétt frá ellimálaráði. Dagskráin hefst með morgun- bæn, síðan flytur sr. Magnús Björnsson fyrirlestur um Kristinn mannskilning og Guðrún Dóra Guðmannsdóttir hjúkrunarfæðing- ur talar um Trúarlegar þarfir. Að hádegisverðarhléi loknu verður kynning á Kristilegu félagi heil- brigðisstétta. Þá verður fyrirlestur um hvernig trúarlegum þörfum er mætt og svarað fyrirspumum. Dagskránni lýkur með helgistund. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Boðið er upp á léttar veiting- ar í hádegishléi. Þátttaka tilkynnist fyrir 27. október í síma 82405 eða 674810 fyrir hádegi eða í síma 30994. (Úr fréttatilkynningu) Bókmennta- kynning í Blindrabóka- safiii LAUGARDAGINN 28. október kl. 14 verður haldin bókmennta- kynning fyrir börn í Blindra- bókasafni íslands í Hamrahlíð 17. Danski rithöfundurinn H.C. Andersen verður kynntur. Keld Gall Jörgensen, lektor fjallar um skáldið og verk hans og Gísli Hall- dórsson, leikari, les úr verkum hans. . Morgunblaðið/Bjami T.f.v Fulltrúi TAP, Moreira, J.C. Teixeira frá Ríkisferðaskrifstofu Portúgals, Friðrik Brekkan frá Evrópuferðum, Jóhanna Tryggva- dóttir forstjóri Evrópuferða og Phil Gill, framkvæmdastjóri Cara- vela. Sýnir hjá Sævari Karli ÁRNI Páll opnar myndlistarsýn- ingu í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, á morgun, fostu- daginn 27. október. Árni Páll fæddist í Stykkishólmi árið 1950 og hélt sína fyrstu einka- sýningu í SÚM 1976. Hann hefur síðan haldið eina eða fleiri sýningar á ári, einn og með öðrum, heima og heiman. Sýningin stendur til 24. nóvem- ber og er opin á verslunartíma frá klukkan 9-18. Haustskákmót í Kópavogi HIÐ árlega hausthraðskákmót Taflfélags Kópavogs verður haldið í Hjallaskóla sunnudaginn 29. október 1989 kl. 14. Þar munu mæta allir helstu skákmenn Kópavogs. Hótel Borg: Listmunauppboð 23. listmunauppboð Gallerís Borgar í samvinnu við Listmuna- uppboð Sigurðar Benediktsson- ar hf. verður haldið sunnudaginn 29. október nk. Uppboðið fer fram á Hótel Borg og hefst klukkan 20.30. Að venju verða boðin upp margvísleg verk eldri sem yngri höfunda, einnig nokkur verk „gömlu meistaranna" eins og til dæmis: Jóhannesar S. Kjarvals, Ásgríms Jónssonar, Ragnheiðar Jónsdóttur Ream, Þor- valds Skúlasonar og fleiri. Uppboðsverkin verða sýnd í Gall- .erí Borg á föstudag frá klukkan 10-18 og laugardag og sunnudag frá klukkan 14-18. (Fréttatilky nning) Mánaðarlegir fyrirlestrar Geð- hjálpar í vetur GEÐHJÁLP, félag fólks með geðræn vandamál, aðstandenda þeirra og velunnara, gengst fyr- ir mánaðarlegum fyrirlestrum um geðheilbrigðismál í vetur. Fyrirlestrarnir verða haldnir á Geðdeild Landspítalans í kennslustofú á 3. hæð. Þeir verða allir á fimmtudögum og heQast kl. 20.30. Fyrirléstrarnir eru fyrir félags- menn Geðhjálpar og alla þá sem kynnu að hafa áhuga. Aðgangur er ókeypis. Fyrirspumir og umræð- ur verða eftir fyrirlestrana. Fyrirlestrarnir verða sem hér segir: 26. október, Sjálfsvirðing höfnun — sjálfsöryggi: Magnús Þorgrímsson, sálfræðingur; 30. nóvember, Um svefnleysi: Júlíus Bjömsson, sálfræðingur; 14. des- ember, Meðferð við sjúklegri megr- un (anorexiu): Heiðdís Sigurðar- dóttir, sálfræðingur; 25. janúar, Lyfjanotkun — ofnotkun: Guðjón Magnússon, aðstoðar landlæknir; 22. febrúar, Er aðstoðar að vænta? Félagsþjónusta — geðsjúkir: Bragi Guðbrandsson, félagsmálastjóri: 22. mars, Þroskaskeið á lífsleiðinni — Fullorðinsárin: Oddur Bjarnason, geðlæknir og Anna Valdimarsdótt- ir, sálfræðingur; 24. apríl, Starf og stuðningur við aðstandendur geðsjúkra: Sigmundur Sigfússon, geðlæknir, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.