Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 4
4<: .MÓRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989 * Talsmenn SH og SIF um útreikninga Þjóðhagsstofiiunar: Afkoman sögð betri en hún raunverulega er Forystumenn Sölumiðstöðvar hraðírystihúsanna og Sölusam- bands ísl. fiskframleiðenda segja útreikninga Þjóðhagsstofnunar sýna betri útkomu en hún raunveruléga sé. Friðrik Pálsson for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna segir að fiskvinnslan þurfi 7%-10% hagnað til að reksturinn geti gengið eðlilega. Af- koma í sjávarútvegi er nú þannig, að mati Þjóðhagsstofnunar, að frystingin er rekin með 2% hagnaði, söltun með 3% tapi, bátaútgerð með 13% tapi og togaraútgerð með 4% hagnaði. Ákveðið hefur verið að frá og með næstu áramótum verði engar greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði til frystingar. Þær eru nú 3% af út- flutningstekjum frystingar og 5% af útflutningstekjum söltunar. Friðrik Pálsson segir tölur Þjóð- hagsstofnunar sýna betri afkomu en raun sé á. Hann segir ennfrem- ur að afnám greiðslna úr Verðjöfn- unarsjóði um áramót jafngildi 3% gengishækkun. Friðrik telur að til að fiskvinnslan geti náð nauðsyn- legum styrk, þurfi að tryggja henni þau rekstrarskilyrði, að hagnaður geti orðið á bilinu 7% til 10%. Við óbreyttar aðstæður verði þess skammt að bíða, jafnvel aðeins fáir mánuðir, að aftur þurfi að grípa til millifærslna og skuld- breytinga eins og undanfarna mánuði, en þó verði það erfiðara þar sem eiginfjárstaða fyrirtækj- anna verði enn lakari en verið hefur. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda tekur í sama streng og segir að tölur Þjoð- hagsstofnunar sýni minna tap á söltuninni en reyndin sé. Greiðslur til söltunar úr Verðjöfnunarsjóði koma nú úr þeim sjóði sem lagður var til hliðar á góðæristímanum. Þrátt fyrir hækkun verðs fyrir afurðirnar á mörkuðum erlendis, hafa seljendur ekki notið þeirra ennþá, þar sem hækkunin hefur horfið í tolla, sem teknir eru í inn- flutningi. Hins vegar verði hægt að flytja út í byrjun næsta árs án innflutningstolla í markaðslöndun- urn og veldur það betri afkomu um tíma, eða þar til tollfrjálsi kvót- inn er upp urinn. VEÐUR H'eimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) í DAG kl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 26. OKTÓBER: YFIRLIT f GÆR: Yfir N-Grænlandi er 1.015 mb hæð, en 980 mb lægð austur við Noreg á hreyfingu norðnorðaustur. Önnur lægð um 985 mb djúp skammt norður af Færeyjum hreyfist austnorðaust- ur. Veður fer kólnandi og má víða búast við tveggja til fjögurra stiga frosti í nótt. SPÁ: Hæg norðlæg átt víðast hvar og fremur kalt. Smáél á Norð- austurlandi en annars þurrt. Víða léttskýjað á Suður- og Vestur- landi. Hiti 0-4 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg norðaustlæg átt og fremur kalt. Slydduél á Norðausturlandi en annars þurrt. Víða léttskýjað á Suð- ur- og Vesturlandi. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytiieg átt og fremur kalt. Skýj- að með köflum en víðast þurrt. TÁKN: jj|| Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -J0° Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V E' — Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur Skafrenningur [7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veöur Akureyri 2 alskýjað Reykjavik 3 skýjað Björgvin 10 skýjað Helsinki 8 rigning Kaupmannah. 13 skýjað Narssarssuaq vantar Nuuk vantar Ósló 13 léttskýjað Stokkhólmur 12 léttskýjað Þórshöfn 7 skúr Algarve vantar Amsterdam 14 alskýjað Barcelona 21 mlstur Berlín 17 skýjað Chicago 12 heiðskírt Feneyjar 13 þokumóða Frankfurt 17 þokumóða Glasgow 11 rigning Hamborg 13 þokumóða Las Palmas 24 léttskýjað London 17 léttskýjað Los Angeies 17 skýjað Lúxemborg 16 mistur Madríd 14 mistur Malaga 22 mistur Mallorca 22 léttskýjað Montreal 7 þoka New York vantar Orlando vantar París 19 þokumóða Róm 20 þokumóða Vín 22 léttskýjað Washington 6 mistur Winnipeg 4 heiðskírt Morgunblaðið/Sverrir Hús á hjólum Óvenjuleg hindrun mætti vegfarendum um Bergstaðastræti í gær- kvöldi. Þar stóð timburhús á hjólum á miðri götunni, en verið var að flytja það. Húsið, sem stóð við Bergstaðastræti 8, átti að flytja í hverfi timburhúsa í Skeijafirðinum, en þar eru fyrir nokkur hús, sem hafa verið flutt þangað á undanfömum árum. Bankaráð Búnaðarbankans: Stefán lýsir áhuga á formennsku áfram ENGIN niðurstaða fékkst á fúndi bankaráðs Búnaðarbanka ís- lands í gærmorgun um það hver verður ráðinn sem bankastjóri í stað Stefáns Hilmarssonar. Stefán Valgeirsson, formaður bankar- áðs hefúr ekki viljað upplýsa hvern hann hyggist styðja, en Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra upplýsti Morgun- blaðið um það í gær að Stefán Valgeirsson hefði haft samband við sig og lýst áhuga sínum á því að verða endurkjörinn sem for- maður bankaráðs Búnaðarbankans. „Það er ekkert ólíklegt að við munum reyna að hafa áhrif á það hver verður næsti bankastjóri Bún- aðarbankans," sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að ekkert væri farið að ræða það innan þingflokks Framsóknarflokksins enn og kvaðst telja-þetta vera ótímabærar vanga- veltur. „Ég hef ekki beitt Stefán Val- geirsson neinum þrýstingi í þessu máli, en hann hefur haft samband við mig út af kjörinu í bankaráð Búnaðarbankans og lýst áhuga sínum á því að verða kjörinn í það á nýjan leik, en við höfum ekkert ákveðið í þeim efnum,“ sagði for- sætisráðherra. „Stefán er að vísu stuðningsmað- ur ríkisstjórnarinnar og finnst sem slíkur að hann hafi rétt á einhveiju, en kannski hefur hann nóg,“ sagði Steingrímur. Yfirskoðunarmenn og forsetar Alþingis: Eðlilegt að Alþingi fái skýrsluna fyrst - segir Geir H. Haarde GEIR H. Haarde, einn þriggja yfirskoðunarmanna ríkisreiknings, segir að það sé eðlileg regla að Alþingi fái skýrslu yfirskoðunar- manna í hendur áður en fréttir um hana birtast í fjölmiðlum, en enginn geti bannað yfirskoðunarmönnum að birta upplýsingar, eins og stjórnarskráin er úr garði gerð. Geir hefur sagt að hann hafi haft fulla heimild til þess að veita upplýsingar. Forsetar Alþingis og yfirskoðunarmenn ræddu þessi mál á sérstökum fundi á mánudag, af því tilefni að upplýsingar úr skýrslu yfirskoðunarmanna birtust í fjöl- miðlum áður en skýrslan var lögð fram í Alþingi í síðustu viku. Á fundinum létu forsetarnir bóka eft- irfarandi: „Forsetar Alþingis beina þeim tilmælum til yfirskoðunar- manna ríkisreiknings að þeir gæti þess framvegis sem sérstakir trún- aðarmenn Alþingis að birta ekki athugasemdir sínar við ríkisreikn- ing fyrr en þær hafa verið lagðar fram á Alþingi eins og áskilið er i 43. grein stjómarskrárinnar.“ Geir sagði að þessi mál hefðu verið rædd af fullri vinsemd á fund- inum. Engin formleg niðurstaða hefði orðið af honum og hann liti svo á að þessu máli væri lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.