Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 244. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 1989 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Gorbatsjov hyllir hlutlaust Finnland Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKHAIL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og Raisa, kona hans, komu í gær I opinbera heimsókn til Finnlands og var þeim vel fagn- að við komuna. í ræðu, sem Gorbatsjov flutti í gærkvöld í kvöldverð- arboði Maunos Koivistos Finnlandsforseta, hyllti hann hið hlutlausa Finnland og er það í fyrsta sinn, sem sovéskur leiðtogi viðurkennir berum orðum stefnu Finna í utanríkismálum. Kom þetta meðal ann- ars fram í fréttum BBC, breska ríkisútvarpsins. Nokkur þúsundu manns söfnuðst saman fyrir framan forsetahöllina í Helsinki til að fagna Gorbatsjov og konu hans en búist hafði verið við, að helsta umræðuefni leiðtoganna yrðu breytingarnar í Sovétríkjunum og A-Evrópu, viðskipti ríkjanna og gífurleg umhverfisspjöll af völdum Sovétríkin: Verkfallsmenn vilja forræði flokksins burt Moskvu. Reuter. NOKKUR þúsund námamenn í Vorkuta, nyrst í Rússlandi, lögðu í gær niður vinnu þrátt fyrir bann yfirvalda við vinnu- stöðvunum í mikilvægum at- vinnugreinum. Kreljast þeir bættra kjara en hafa einnig samþykkt kröfú um stórpóli- tískar breytingar. Verkamenn í þremur námuni samþykktu að leggja niður vinnu og sagði talsmaður þeirra, að í verkfallsátökunum í sumar hefði námamönnum verið heitið bætt- um kjörum og meira vöruúrvali en við ékkert hefði verið staðið. Nú væri þess krafist að auki, að sami maðurinn gegndi ekki for- setaembætti og formennsku í kommúnistaflokknum, og, að ákvæði um forystuhlutverk kommúnistaflokksins væru num- in burt úr stjórnarskránni. Óttast er, að verkföllin í Vork- uta geti grafið enn frekar undan „perestrojku" eða efnahagslegri umbótastefnu Míkhaíls Gorb- atsjovs forseta. Hann sagði í við- tali við Prövdu, flokksmálgagnið, í gær, að ágreiningur meðal ráða- manna stæði í vegi fyrir nauðsyn- legum ákvörðunum og hagfræð- ingurinn Leoníd Albakín, aðstoð- arforsætisráðherra og róttækur umbótasinni, sagði, að yrði ekki gripið í taumana strax væri öll von úti um batnandi tíð. iðjuvera Sovétmanna á Kolaskaga. Finnar höfðu einnig vænst. ein- hverrar viðurkenningar á hlutleysis- stefnu sinni og það rættist þegar Gorbatsjov hyllti hið hlutlausa Finn- land. Hafa þessi ummæli vakið at- hygli vegna þess, að talið er, að Sovétmenn vilji að samskiptin við Finna verði að fyrirmynd fyrir sam- skipti þeirra við þær Austur-Evrópu- þjóðir, sem nú eru að snúa af braut kommúnismans. Sjá „Finnar vænta... “ á bls. 21. Nokkur þúsund manns fognuðu þeim Gorbatsjov og Raisu, konu hans, þegar þau setahallarinnar í Helsinki. Með þeim eru þau Tellervo og Mauno Koivisto, forseti Reuter stigu út á svalir for- Finnlands. Óskir EFTA í viðræðum við EB: Samningar milli aðila tryggi frjálsa dreifingu fiskafiirða EB vísar til fiskveiðisteftiu sinnar Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTA-ríkin óska eftir því í niðurstöðum sameiginlegra könnunar- viðræðna embættismanna frá aðildarríkjum Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og framkvæmdastjómar Evrópubandalagsins (EB),- að samningar milli þessara aðila tryggi fijálsa dreifingu fiskaf- urða. Fulltrúar EB segja hins vegar, að það mál tengist öðrum þáttum fiskveiðistefnu bandalagsins en EFTA-fúlltrúarnir segja að slík tenging í samningaviðræðum stangist á við grundvallar- hagsmuni einstakra þjóða. Viðurkenna báðir aðilar að efnisþættir ákvæða um þetta mál verði þannig samningsatriði, þegar fram líða stundir. Þetta kemur fram í sameiginlegu skjali sem embættismenn aðild- arríkja EFTA og framkvæmda- stjórnar EB gengu frá hér í Bruss- el á föstudag og verður til umræðu á ráðherrafundi EFTA í Genf á morgun, en honum stýrir Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra. Þar vérður rætt um, hvert verði framhald viðræðnanna við EB. Áður en endanleg ákvörðun verður tekin um það verður þjóðþingum EFTA-landanna gerð grein fyrir niðurstöðum könnunarviðræðnanna og framhaldi málsins. Er umræða á Alþingi íslendinga ráðgerð 23. nóvember næstkomandi. Viðræður EFTA og EB snúast um eðli og umfang þess sem kallað er hið evrópska efnahagssvæði og einkennt er með skammstöfuninni EES. Heimildarmenn í Brussel segja, að nokkur árangur hafi orðið í könnunarviðræðum embættis- mannanna að því er varðar „frelsin fjögur“, þ.e. ferða-, atvinnu- og búsetufrelsi, frjálst flæði fjár- magns, fijálsa vöruflutninga og sameiginlegan þjónústumarkað-. Flóknasti þáttur viðræðnanna og sá viðkvæmasti snertir ákvarðanir, sem hafa áhrif á evrópska efna- hagssvæðið sem heild. Voru ýmsir kostir kannaðir í því efni af embætt- ismönnunum. Meðal annars það sem hefur verið kallað „tveggja- stoða-iíkanið“ og kennt er við Jacq- ues Delors forseta framkvæmda- stjórnar EB. Um það sagði Jón Baldvin Hannibalsson í ræðu í Dubl- in fyrir siðustu helgi, að það fæli í sér eflingu EFTA í því skyni að gera það að traustum, virkum og hæfum aðila í væntanlegum samn- ingi við EB. Telja fulltrúar EB slíka eflingu EFTA nauðsynlega for- sendu fyrir því að þessi. „tveggja- stoða“ skipan verði tekin upp. Af hálfu EFTA hefur verið lögð áhersla á að sameiginlegt ákvarðanaferli sé forsenda fyrir pólitískum stuðn- ingi við ákvæði um skipulagsbundin tengsl og lagalega þýðingu fyrir- hugaðs samnings. Ákvæðið um frjálsa dreifingu á fiskafurðum innan evrópska efna- hagssvæðisins er að finna í þeim kafla hins sameiginlega álits emb- ættismannanna, þar sem rætt er um fijálsan flutning á vörum og landbúnaðarafurðir sérstaklega. Um landbúnaðarvörur segir, að kannað verði hve mikið frjálsræði skuli ríkja varðandi þær, þó er ekki talið raunhæft að mótuð verði sam- eiginleg landbúnaðarstefna fyrir allt evrópska efnahagssvæðið. Sjá ennfremur „Samningavið- ræður ... “ á bls. 19 Francois Mitterrand um A-Evrópu: Samevrópskur banki til aðstoðar Strassborg. Reuter. FRANCOIS Mitt- errand, forseti Frakklands, lagði í gær til, að stofnaður yrði samevrópskur ljárfestingar- banki til að stuðla að endur- uppbyggingu í þeim Austur- Evrópuríkjum, Mitterrand sem segja skilið við kommúnism- ann. í ræðu, sem Mitterrand flutti á Evrópuþinginu í Strassborg, sagði hann, að umrótið í Austur-Evrópu væru mestu atburðir, sem gerst hefðu í álfunni og jafnvel öllum heimi frá stríðslokum. Það væri einnig skylda Vestur-Evrópuríkj- anna að gera allt hvað þau gætu til að tryggja lýðræðisþróunina. „Því ekki að koma á fót samevr- ópskum banka, sem fjármagnað gæti ýmsar stórframkvæmdir, banka, sem stjórnað væri af fulltrú- um Evrópubandalagsríkjanna 12 og annarra? Póllands, Ungveijalands — jafnvel Sovétríkjanna? Áustur- Evrópumenn eru nefnilega farnir að hleypa heímdraganum og sá, sem víða ratar, veit hvað hann vill. Hann vill frelsi. Þessi þróun verður ekki stöðvuð, verum vissir um það,“ sagði Mitterrand. Mitterrand sagði einnig, að margir héldu, að það væri aðeins á færi efnahagssérfræðinga að ákveða stofnun samevrópsks banka. „Það er rangt. Vilji er allt, sem þarf,“ sagði hann. Sovétmenn aðhyllast „Smatra-kenninguna“ Washington. Reuter. GENNADÍ Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytis- ins, sagði í gær í bandarísku sjónvarpi, að sovéskir ráðamenn aðhylltust nú „Sinatra-kenninguna" í samskiptum sínum við önnur Varsjárbandalagsríki — það er að segja, þau geta haft það eins og þau vilja. Gerasimov kom fram í sjón- varpi til að íjalla um ræðu Edú- ards Shevardnadzes,' utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, á mánu- dag en þá gagnrýndi hann innrás- ina í Afganistan og viðurkenndi, að smíði umdeildrar ratsjárstöðv- ar í Síberíu færi í bága við ABM- samninginn. Sagði hann líka, að Sovétmenn virtu fullveldi allra ríkja, ekki síst Varsjárbandalags- ríkjanna. Áður studdust þeir við „Brezhnev-kenninguna" svoköll- uðu og tóku sér rétt til að hlutast til um málefni annarra kommún- istaríkja. „Nú fylgjum við „Frank Sin- atra-kenningunni“,“ sagði Ger- asímov. „Hann söng einu sinni „Eg hafði það á minn hátt“ (I had it my way) og það er best, að þjóðirnar ráði sjálfar ferðinni.“ Gerasímov sagði Sovétmenn aldrei framar beita hervaldi í Austur-Evrópu hvernig svo sem kommúnistaflokkunum þar reiddi af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.