Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 35
_________________________MOJIGLNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR.:?6. OKT0BER 1989 Gyða Sigrún Jóns- dóttir - Minning Fædd 12. mars 1916 Dáin 18. október 1989 Kveðja frá sonardætrum Nú er hún horfín sjónum okkar hún Gyða amma eins og við syst-i urnar sögðum alltaf þegar við töluð- um um hana Gyðu Sigrúnu Jóns- dóttúr ömmu okkar í Karfavogi 13. Hún lést í Borgarspítalanum þann 18. október eftir erfiða legu sem allt starfsfólk er að henni hlúði reyndi að létta eins og hægt var. Það er svo margt sem við getum þakkað ömmu okkar fyrir því hún Gyða amma gaf börnunum sínum og okkur barnabörnunum allt sitt líf. Amma mundi allt. Hún gleymdi aldrei afmælis- eða öðrum merkis- dögum, alltaf var amma Gyða mætt. Ekki má gleyma Jóni afa sem hefur staðið við hennar hlið í 50 ár. Það er svo stutt síðan við kom- um öll saman og samglöddumst ömmu og afa á gullbrúðkaupsdag- inn þeirra þann 20. maí síðastlið- inn. Við systurnar eigum eftir að sakna ömmu okkar í Karfavogi mikið. Elsku afi, þú hefur misst mikið, en minningin um góða konu lifir í hjörtum okkar allra. Megi elsku amma hvíla í friði. Bryndís, Hjördís, Svandís og Valdís. Mæt kona er gengin á vit feðra sinna. Sjálf var hún sátt við þá til- hugsun, svo þreytt og sjúk sem hún var orðin. En okkur hinum finnst stóít höggvið og vandfyllt skarðið sem myndast hefur. Einn af horn- steinum ijölskyldunnar er fallinn frá. Gyða Sigrún Jónsdóttir fæddist á Akureyri 12. mars 1916, dóttir hjónanna Kristínar Guðjónsdóttur og Jóns Björnssonar, sem bjuggu á Sólheimum þar í bæ, ein af 8 börn- um þeirra hjóna. Á unga aldri fór hún í fóstur til Sörens Jónasar Björnssonar og Jó- hönnu Guðmundsdóttur í Höfða- brekku á Húsavík og hjá þeim sæmdarhjónum ólst hún upp til full- orðinsára. Þegar Gyða var 10 ára eignaðist hún fósturbróður, Guð- mund Jónasson, en hann var kjör- sonur þeirra Jónasar og Jóhönnu, og var mjög kært með þeim fóstur- systkinum. Við alsystkini sín hafði hún einnig alltaf gott samband. Um tvítugt fór Gyða í Húsmæðraskól- ann á Laugum. í þá daga þótti það góð menntun fyrir stúlkur og gott veganesti út í lífið. 1939 giftist hún Jóni Birni Benjamínssyni, hús- asmíðameistara frá Súðavík, móð- urbróður mínum. Þau byijuðu sinn búskap á Akureyri og byggði Jón Björn handa þeim fallegt hús á Eyrinni. Eru tvö elstu börn þeirra fædd á Akureyri. Seinna fluttust þau til Reykjavíkur og byggði Jón Björn þar annað hús yfir jjölskyldu sína í Karfavogi 13. í því húsi bjuggu þau hjónin upp frá því með mikilli -reisn. Börnin urðu fimm. Elst er Alda Dagmar, þá Jón Sör- en, Jóhanna Björk, Sigríður Guðrún og yngst er Sigrún Anna. Þau eru nú öll gift og búin að stofna eigin heimili. Gyða var óvenju ljúflynd og heil- steypt kona sem aldrei hallmælti nokkurri manneskju, en gerði gott úr öllu. Ég man aldrei eftir henni öðruvísi en rólegri, yfii-vegaðri og brosandi, sama þótt yfir stæði stór- veisla og húsið fullt af ættingjum, vinum og fjörugum krökkum. Fjöl- skyldan er mannmörg og enginn, hvorki barn né fullorðinn, lét sig vanta í jólaboðin eða aðrar góðar veislur í Karfavog 13. Allir þekktu góða matinn hennar Gyðu og elsku- lega viðmótið. Frá því ég, 12 ára gömul, fékk að fara í ógleymanlega ævintýra- reisu til Akureyrar til þeirra hjóna, hefur mér alltaf fundist eitthvað alveg sérstakt við heimilislíf og fal- legt heimili þeirra hjóna. Réðst það af því að sjaldan hef ég séð jafn samhent hjón. Viðmót þeirra hvort við annað einkenndist af svo mikilli væntumþykju og gagnkvæmri virð- ingu, að það geislaði frá þeim hlýj- an og gleðin, og allur heimjlis- bragur virkaði svo sannur og góður. Gyða hafði sérstakt lag á því að láta fólki líða vel í návist sinni. Maður fann hvað maður var hjart- anlega velkominn þegar hún var heimsótt, og sjálf mundi hún eftir öllum tyllidögum, gleymdi engum. Hún átti þann sjaldgæfa eiginleika, að kunna að hlusta og hafði alltaf tíma. Hún gat fengið hvern sem var, fullorðinn eða barn, til að viðra skoðanir sínar og segja álit sitt á hveiju því málefni sem áhugaverð- ast var í augum viðmælenda þá stundina. Allir báru takmarkalausa virðingu fyrir henni og fundu að hún gerði slíkt hið sama, og það fyllti jafnvel smáfólkið öryggi og sjálfsvirðingu. Það er því ekki að undra, þótt okkur þyki stórt höggv- ið og tómlegt við fráfall hennar. Fyrir hönd móður minnar og fjöl- skyldu flyt ég ættmönnum Gyðu og fjölskyldu samúðarkveðjur. Megi góður Guð hjálpa og hugga elsku- legan frænda minn og sætta hann við hið óumflýjanlega. Við minnumst Gyðu með þökk og virðingu og óskum henni góðrar ferðar á vit óendanleikans. Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fynr allt og allt. Hjördís Þorleifsdóttir Elsku hjartans Gyðu frænku á ég svo margt að þakka. Með burt- för hennar er höggvið stórt skarð. Enn og aftur sannar það sig að við erum sífellt að takast á við breyt- ingar. Öll vildum við hafa lífið eins og það best lét, en ekkert er eins öruggt í lífinu og breytingar. Alltaf er verið að kveðja og laga sig að nýjum aðstæðum. Þegar ég læt hugann reika aftur í tímann koma fyrst upp í huga mér öll sumrin sem ég fékk að heim- sækja Gyðu og Bjössa í Karfavog- inn. Voru það yndislegir dagar. Hún vildi allt fyrir mig gera. Einnig fékk ég að fara í heimsókn til Diddu frænku í Hveragerði. Við Sigrún lékum okkur með ýmislegt í garðin- umm hennar Gyðu sem var hennar mesta yndi og ætíð svo vel snyrtur og fallegur. Ekki síður eru eftirminnilegar allar árlegu haustferðirnar til Reykjavíkur sem ég fór með pabba, mömmu og systkinum. Fengum við þá alltaf að vera hjá Gyðu í Karfa- voginum. Móttökurnar voru alltaf svo innilegar og hlýjar, hún var alltaf svo gefandi. Ég sé þau Bjössa fyrir mér á tröppunum, glaðleg og hress að faðma okkur öll, við vorum svo iijartanlega velkomin. Ég man mig svo örugga er ég stóð á tröpp- unum hjá henni, því hann bróðir hennar og faðir minn, Steindór Kr., var nú yfirleitt í fluggír allt sitt líf svo ferðirnar milli Akureyrar og Reykjavíkur voru engin undan- tekning. Þessi karftur í honum að drífa í hlutunum var einnig í systr- unum, hverri á sinn hátt. Afi, Jón Björnsson skipstjóri, hefur örugg- lega notið starfskunnáttunnar ásamt ömmu Kristínu við að halda aga á þessum stóra og fallega barnahóp, en systkinin voru 8: Gréta, Ragna, Gyða, Sigurlaug, Hulda, Alda Dagmar, Steindór Kristinn, sem lést aðeins 7 ára, og Steindór Kristinn sem skírður var í höfuðið á honum. Vinir hans pabba höfðu oft orð á því að hann hefði alist upp í fallegum systrahópi og hvort það hafi ekki verið hræðilegt að hafa þennan stelpnaskara í kringum sig. Það væri örugglega fyrir þeirra tilstilli að hann varð svona baldinn og uppátækjasamur. Og nú finnst mér ég heyra hlátur- inn í systkinunum því þau áttu svo margar sögur frá fyrri tíð. Þau voru öll dugnaðarforkar, en Gyða var ættardrottningin í mínum augum, miðpunkturinn var hjá henni. Allir leituðu til hennar. Börn- in þeirra Björns voru fimm, Alda, Jón, Jóhanna, Sigríður og Sigrún, hópurinn stækkaði er þau voru öll komin með sínar fjölskyldur og svo allir gestirnir. Alltaf var pláss fyrir alla. í raun má segja að þó skipstjórarnir í ætt- inni væru nokkrir, þá voru þeir fleiri en starfsheitin sögðu tii um. Úr brúnni hafði Gyða vakandi auga með öllu, hafði stjórn á ferðinni, haggaðist ekki hvemig sem gaf á. Staðföst, yfirveguð og hlý. Fékk hveija ágjöfina eftir aðra en fannst það varla meira en skvetta. Eftir hveija raun varð hún sterkari, hún reyndi svo margt, en það braut hana enginn og ekkert. Hún bar byrðarnar fyrir svo marga og fyrir hennar tilstilli varð lífið þeim Iétt- ara. Hún var mesti skipstjórinn í ættinni sem minnst bar á. Sigldi af festu, hélt sjó og sigldi í gegn. Gyða frænka var svo jákvæð, og hafði svo yndislegan hlátur. Ég man þegar hún og mamma fóm á tiltek- inn stað að versla. Svei mér þá, ég hélt að karlinn ætlaði að láta þær hafa allan lagerinn. Þeim tókst svo vel upp að þegar þær komu heim í Karfavoginn rifjuðu þær þetta atvik upp og ég sé Gyðu fyrir mér þar sem hún stendur við eldhús- bekkinn og veltist um af hlátri. Þetta atvik lýsir henni vel því hún hafði svo mikla persónutöfra, að & áður en hún vissi af var hún búin að gera frábær kaup bara með því að vera hún sjálf. I huga mér er þetta fyrsti kvennabisnessinn sem bragð var að. En mamma, Emma, kvaddi á undan Gyðu. Fyrir tæpum fjórum árum dó móðir mín eftir baráttu við krabbamein eins og Gyða gekk í gegnum nú. Ég fór með henni til Reykjavíkur þar sem hún átti að fara í rannsókn, en fljótt varð ljóst að hún þyi'fti að gangast undir að- gerð. Þær urðu nokkrar suðurferð- irnar á þessum tíma og enn fékk ég að vera í Karfavoginum. Seinna eftir þessa aðgerð fékk ég viðtal við lækni sem sagði mér hægt og varfærnislega hve ástandið væri alvarlegt. Mér fannst hann punda á mig lóðum með hveiju orði. Ég var orðin undarlega þung í höfðinu þegar hann hafði Iokið máli sínu. Að öllum líkindum átti hún svo stutt eftir. Þá var svo’ yndislegt að eiga þau að;, Gyðu, Bjössa og Huldu frænku sem hafði komið með mér suður og stutt mig á allan hátt. Fyrir þennan tíma þekka ég. Gyða var alltaf svo hugrökk og varðist ætíð þeirri freistingu að gefast upp í baráttu er virtist von- laus, örugg í þeirri trú að sigur hefir alltaf verið grundvallaður á óförum og að hamingja getur ekki annað en fylgt i' kjölfar mótlætis. Hún auðgaði tilveru okkar og frá henni fóru allir glaðari en komu. Bjössi minn, þú varst Gyðu alltaf svo mikið, og vékst ekki frá henni í þessum veikindum. Þið voruð svo samstillt og hamingjusöm, missir þinn er mikill. Börnin ykkar sjá á eftir einstakri móður sem hafði hlutverk er enginn annaiyen hún gat innt svo vel af hendi. Ég sendi ykkur öllum, þér, börnunum, tengdabörnunum og barnabörnun- um hjartanlegustu kveðjur og bið góðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Kristín Steindórsdóttir Sérfræiingar í blómaskreytingum við öll tækifæri blómaverkstæði INNAífe Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 Hildigunnur Ásgeirs- dóttir - Kveðjuorð Fædd 23. apríl 1927 Dáin 20. september 1989 Hún fæddist með vorinu og kvaddi með haustinu. Það var tákn- rænt fyrir Hillu, því líf hennar ein- kenndist af birtu og yl, hvar sem hún fór, krafturinn var svo mikill að hún var farin áður en maður vissi af. Þegar við hjónin fluttum til Ólafsfjarðar fyrir hart nær 23 árum, atvikaðist það svo að Árna- hús systkinin, eins og Hilla og systkini hennar voru gjarnan köll- uð, urðu okkar bestu vinir og hefir sá vinskapur haldist, þrátt fyrir brottflutning okkar hjóna. Til marks um hjálpfýsi Hillu langar mig til að minnast á atburð_ sem átti sér stað er við bjuggum í Ólafs- firði. Þannig var að sú, er þessar línur skrifar, veiktist og varð að dvelja á sjúkrahúsi um hríð. Þetta var í miðri sláturtíð og var ég nú viss um að ekki yrðu tekin nein slátur á okkar heimili þetta haustið, en viti menn, Hilla vissi þetta og kall- aði saman vinkonu okkar, Rögnu, svo og dóttur sína, Sigrúnu. Saman tóku þær slátrin og þegar ég kom heim var allt frágengið. Þetta er vinskapur og enn í dag fyllist ég gleði þegar ég hugsa til baka um þennan atburð og reyndar margt fleira gott sem kom frá þessari góðu konu. Hildigunnur giftist Ing- ólfi Baldvinssyni frá Grímsey, 31. desember 1945, og varð þeim 5 barna auðið, Sigrúnar, Áslaugar, Frímanns, Péturs og Óla Hjálmars. Öll búa þau í Ólafsfirði utan Áslaug býr í Kópavogi. Ingólfur átti dóttur frá fyrra hjónabandi, Guðrúnu, og býr hún einnig í Ólafsfirði. Öllum þessum hóp reyndist hún hin besta móðir og aðstoðaði þau í blíðu og stríðu, eins og hennar var von og vísa. Hilla fæddist í Ólafsfirði og bjó þar alla tíð. Ferðalög var hún ekki mikið fyrir, en leið best heima, en nú hefir hún farið í það ferðalag sem bíður okkar allra og er ég þess fullviss að vel hefir verið tekið á móti henni af öllu hennar fólki sem á undan var gengið. Ég efa ekki að hún er þegar tekin til starfa á nýjum vettvangi. Kærleikurinn og gleðin, sem hún var gædd í svo ríkum mæli, hæfa eflaust vel á þeim vettvangi, því uppákomur þær sem hún átti til voru engu líkar og von- laust að láta sér leiðast í návist hennar. Við hjónin og ijölskylda okkar biðjum góðan Guð að styrkja Ing- ólf, börnin ykkar og barnabörn og hjálpa háaldraðri tengdamóður, sem sér nú á bak annarri tengda- dóttur sinni á 2 árum, en hún hefir staðið af sér meiri sjó en þetta og tekist. Fari hún í friði. Gógó Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS M. FRIÐLEIFSSONAR myndskera. Guðrún Ólafsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Ólafur Friðriksson, Halldóra K. Friðriksdóttir, Friðleifur í. Friðriksson, Axel Þ. Friðriksson, Friðrik G. Friðriksson, Ólöf J. Friðriksdóttir, Árni Friðriksson, Halldóra K. Eyjólfsdóttir, Helga Erla Gunnarsdóttir, Arnór Guðbjartsson, Hrönn Friðgeirsdóttir, Kristín Finnbogadóttir, Anna María Gunnarsdóttir, Guðni Þór Jónsson, Þóra Böðvarsdóttir og barnabörn. Til greinahöfunda Aldrei heftir meira aðsent efhi borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æski- legt er, að greinar verði að jafn- aði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hverja línu. Minningar- og afmælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekhingar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ritstj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.