Morgunblaðið - 03.12.1989, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR söWcagur 3. DESEMBER 1989
Minning:
Magnús G. Jóns-
son, fi’önskukennari
Af ást sinni á frönsku og franskri
menningu hlaut Magnús viðurnefn-
ið „franski" og það var hans sæmd-
arheiti. Engum duldist ást hans á
tungu Frakka og það var köllun
hans að sá frönskum fræjum í frem-
ur grýttan menntaskólasvörð. í því
skyni hafði hann samið kennslubók
sem ótalin þúsund íslenskra náms-
manna hafa haft á milli handa og
vonandi lesið sér til gagns.
Magnús er mér minnisstæður þar
sem hann er að skrifa einhverja
málfræði á græna töflu, kannski
donne — donnes — donne — donn-
ons — donnez — donnent — og
gerir þá hlé, snýr sér að bekknum
og segir stundarhátt: „Ég er að
gera það sem mér fínnst skemmti-
legast — get ég verið þekktur fyrir
að taka fyrir það Iaun?“
Maður hrökk hálfpartinn við, það
er svo sjaldgæft að heyra fólk játa
hlutskipti sínu ást sína.
Þetta var veturinn 1967-68 og
þá eins og nú gerðist sagan svo
hratt að dagblöðin voru eins og
„öldin okkar“. Forvitni Magnúsar
um atburðarásina var mikil og sjálf-
ur hafði hann tekið sér það bessa-
leyfi að leggja niður þéringar við
nemendur. Honum þótti líka full
yfirlætisleg staða kennarans á upp-
hækkuðum palli fyrir enda bakkjar-
ins þar sem hann gnæfði yfir nem-
endum og vildi breyta allri uppröðun
í stofunni og láta borðin mynda
hring þar sem allir væru jafnir og
sameinaðir í ást á frönsku. Þetta
skapaði töluvert brambolt í upphafi
tíma og enda — en þetta var í maí
’68 á la Magnús Jónsson. Annað
sem sýndi hug Magnúsar: honum
þótti full bamalegt að hálffullorðið
fólk þyrfti að biðja kennara leyfis
til að víkja úr skólastofu í vissum
erindagjörðum. Vildi hann að nem-
endur færu fijálsir til þessara ferða.
Fyrir kom að nemendur misnotuðu
þetta traust og létu jafnvel ekki sjá
sig það sem eftir lifði tímans. „Hann
hefur fengið leyfi hjá Bessa,“ sagði
Magnús þá vorkunnlátur.
Kennsla Magnúsar var fjársjóður
þeim sem vildu nota. En hugur
unglinga er ófús til lærdóms á bók
og varla fyrr en fólk er orðið öld-
ungar að skilyrði skapast til að
læra.
Eins og nærri má geta hafði
Magnús mikla ást á frönskum bók-
menntum og eftirminnilegar um-
ræður þegar talið barst að skáldum.
Ég hygg að franska ljóðskáldið
Paul Valéiy hafi verið kjörskáld
Magnúsar og einu sinni þegar ein-
hver sagði: „Ekki fmn ég púðrið í
þessum Valéry" — svaraði Magnús
af sinni alkunnu hógvæíð: „Það er
ekki Valéry að kenna.“
Að menntaskóla loknum sleppti
Magnús ekki hendinni af lærisvein-
um sínum og hvar og hvenær sem
fundum bar saman voru fagnaðar-
fundir og vakandi forvitni Magnús-
ar og umhyggja auðfundin. Mér var
hann hollvinur þegar ég var að búa
mig til námsdvalar í Frakklandi og
hann snaraði öllum mínum pappír-
um yfir á löggilda frönsku. Minnis-
stæð er mér heimsókn heim til
skjalaþýðandans. Magnús kom
hlaupandi niður stigann með plögg-
in og áttum við langt samtal um
tíðina aftur og fram. En þegar ég
tók upp veskið og hugðist borga,
þaut Magnús eins og byssubrandur
upp stigann aftur: „Nei, nei, nei —
þú borgar þegar þú ert búinn að
ljúka prófum!"
Og nú þegar upp er staðið munu
margir eiga þessum öðlingi skuld
að gjalda.
Pétur Gunnarsson
Nýfermdur sá ég fyrst Magnús
Guðjón Jónsson, Reykjavíkurmeist-
ara í skák. Hann var grannur og
fremur lágvaxinn, fíngerður og
góðlegur. Hann talaði alúðlega við
hvern mann. Gjörla mátti sjá að
viðmælendur báru virðingu fyrir
Magnúsi en ekki varð af sjón ráðið
hvílíkur sá var er þar fór. — Nálæg-
ur varð hann mér er hann kvæntist
móðursystur minni skömmu síðar.
Á heimili þeirra dvaldi Soffía amma
mín sem ég var hændur að og því
kom ég oft þangað. Ekki voru sam-
skipti við húsbónda alltaf hlýleg þá
af minni hálfu sökum þess að for-
eldrar minir fólu Magnúsi að hafa
eftirlit með menntaskólanámi sem
hét að ég sinnti, áhugasnauður og
mótþróahlaðinn.
Eitt sinn er kæruleysi keyrði úr
hófi var ég að kvöldlagi kvaddur
heim til Magnúsar og gekk í stofu
andstöðubrynjaður. „Við skulum
taka nokkrar hraðskákir áður en
að erindi kernur," sagði Magnús.
Ég. fór halloka og hann sagði: „Þú
veist til hvers þú komst, en ræðum
það ekki að sinni.“ Ég hélt heim
gjörsigraður. Rétt sálræn tök hins
kyrrláta menntamanns höfðu náð
fyrirhuguðum árangri. Síðar varð
ég vitni að" viðlíka meistaratökum
í örlagaskák varðandi lífsferil ungs
manns, — var peð í höndum Magn-
úsar er harin hindraði áformaðan
afleik. Það sinn sem oftar vissu
fáir hvað gott var gert. í fjallræð-
unni er fyrir mælt að fremja ekki
réttlæti fyrir mönnum „en þegar
þú gefur ... þá viti vinstri hönd þin
ekki hvað hægri hönd þín gjör-
ir ...“ Þannig var lífsmáti Magnús-
ar G. þá rösku fjóra áratugi sem
ég þekkti hann.
Magnús fæddist í Krísuvík í Gull-
bringusýslu á vetrarmessu hins
heilaga Þorláks, 23. desember
1908. Faðir hans, Jón Magnússon,
búfræðingur, stórbóndi og um skeið
fasteignasali, var kominn af valin-
kunnum höfðingsbændaættum í
Árnessýslu, sonur Magnúsar Andr-
éssonar alþingismanns í Syðra-
Langholti og Katrínar Eiríksdóttur
af Reykjaætt. — Ingibjörg, móðir
Magnúsar, var Sigurðardóttir
Oddssonar í Gufunesi. Valgerður,
kona Sigurðar, var dóttir Þorgríms
prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd
og sonardóttir Guðmundar Þor-
. grímssonar hins fyrsta dómkirkju-
prests í Reykjavík. Sigríður, kona
Guðmundar, var sonardóttir Finns
Jónssonar biskups, þess _er samdi
hina miklu kirkjusögu íslands á
latínu. Ekki verða hér taldir fleiri
biskupar, prestar og fræðimenn í
móðurætt Magnúsar en ættfróðir
menn vita að þeir eru margir.
Magnús Guðjón tók í arf frá for-
feðrum sínum og mæðrum skarpar
gáfur ásamt virðingu fyrir fraéði-
mennsku og menntum. Hann hafði
þann metnað að helga sig lífsstarfi
sínu, frönskukennslu, af allri orku
líkams og sálar og varð farsæll í
störfum og einkalífi. — Að loknu
glæsilegu stúdentsprófi hélt hann
utan 19 ára gamall til náms í róm-
önskum málum. Licence-és-lettres-
prófi í frönsku og spönsku lauk
hann við Sorbonne-háskóla í París
1933. Ritari var hann á ræðis-
mannsskrifstofu Frakka í
Reykjavík næstu átta ár. Á síðustu
starfsárum þar hóf Magnús
kennsluferil sinn sem aukakennari
við Háskóla íslands og stundakenn-
ari við Menntaskólann í Reykjavík.
Fastur menntaskólakennari í
frönsku varð hann 1942 og yfir-
kennari 1958. Lausráðinn háskóla-
kennari og síðar lektor í því tungu-
máli var hann tæpan aldarfjórðung
en skipaður dósent frá 1. janúar
1963 og gegndi því starfi til 1979.
Var hann og dómtúlkur og löggiltur
skjalaþýðandi í frönsku, spænsku
og ítölsku. Félagsmálum ýmiss kon-
ar sinnti hann einnig, ferðaðist tals-
vert og var í fremstu röð íslenskra
skákmanna uns hann hætti keppni
1949, þá landsliðsmaður. Magnús
var ritari Alliance Francasise
1934-1965 og forseti þess félags
1965-1975. Hygg ég á engan hallað
þótt sagt sé að Magnús G. hafi
verið driffjöður í starfí þess merka
menningarfélags í áratugi og hlaut
hann að launum margvíslegan sóma
af hálfu franskra menntamálayfir-
1 valda.
Magnús samdi kennslubók í
frönsku sem út kom 1950 og lengi
var notuð í menntaskólum. Hún var
endurprentuð nokkuð breytt 1960.
Sama ár birtust eftir hann
málabækur ísafoldar í frönsku og
spænsku. Magnús samdi einnig
kennslubréf í þeim málum fyrir
bréfaskóla SÍS. Hann þýddi margar
skákbækur á 6. áratugnum, meðal
annars eftir Emanuel Lasker og
Znosko-Borovsky. Þá voru fáar
slíkar til á íslensku. Samtímis reis
sú mikla skákbylgja sem enn er við
lýði. Mikilvægar voru þær bækur á
þeim tíma þótt úreltar séu nú. Hér
sem víðar lagði Magnús grunn sem
aðrir reistu á síðar hús eða hallir.
1967 kom út vandlega unnið rit
hans um Frakkland í bókaflokknum
Lönd og lýðir. Enn er óútgefið
handrit er varðar franska hámenn-
ingu sem Magnús bjó til prentunar
fyrir skömmu.
Ekki hirði ég að rekja fleiri störf
Magnúsar G. þótt nokkur séu
ónefnd.
Magnús kvæntist 19. júní 1947
Jónu Kristínu Magnúsdóttur. Þau
bjuggu fyrst á Grundarstíg 4 en
keyptu árið 1950 tvær efri hæðir
hins virðulega og söguríka húss
Ijamargötu 40. Þar átti Magnús
heimili til hinsta dags. Hjónabandið
var farsælt. Þau Jóna Kristín vom
samhent og starfaskipting þannig
að bæði undu vel. Hún sá að mestu
um veraldleg umsvif, jafnt heimilis-
hald sem fjárreiður og fórst vel en
Magnús sinnti hugðarefnum, lítt
háður vafstri sem flestum reynist
tímafrekt og_„stelur geði guma“.
Magnús og Jona Kristín eignuðust
tvo syni. Eldri er Magnús Sigurður,
sálfræðingur. Hann stundaði nám,
rannsóknir og kennslu áratug í
Kaupmannahöfn, en hefur síðustu
sex ár unnið í París, fyrst við mann-
fræðastofnunina, Musée de 1’
homme en síðustu tvö ár sem gesta-
prófessor við háskóla. Kona Magn-
úsar er Ágústa Sveinbjörnsdóttir,
arkitekt. Þau eiga tvö börn: Huldu
Hlín og Magnús Davíð. Yngri son-
urinn er Jón Ingólfur, doktor í
stærðfræði frá Sorbonne og kenn-
ari við verkfræðideild Háskóla ís-
lands. Kona hans er Ellen Larsen,
hjúkrunarfræðingur. Dætur þeirra
em þiján Margrét, Kristín Soffía
og Valgerður. Sameiginlega réttu
Magnús og Jóna sonum sínum
menntakyndil sem bera skal milli
kynslóða. Þau hjón vom vinmörg
og gestkvæmt á heimilinu. Jóna
útbjó og bar fram veitingar af mik-
illi rausn en Magnús sat í bóka-
stofu — umkringdur vísum mönnum
og öðmm námfúsum — ræddi,
fræddi og fræddist. Ljóðlist var
tíðrædd. Áhugaveröld Magnúsar
var víðfeðm en íslensk kvæði honum
kæmst — forn sem ný. Eddu-
kvæði, vísur Indriða á Fjalli og ljóð
eftir Sigfús Daðason eða Stefán
Hörð gátu verið samtímis á dag-
skrá.
Ég var í heimsókn síðasta sunnu-
dagskvöld sem Magnús lifði. Meðal
gesta var hinn aldni spekingur og
vísnasmiður Sigurkarl Stefánsson.
Ungur vanrækti ég þá stærðfræði
og frönsku sem þeir bám fram í
kennslustundum en í gestaboði
þessu var ég sæll þiggjandi í við-
ræðum um ljóðagerð — grein sem
ég hef í háskólapróf en þeir ekki.
Frá báðum streymdi djúp lotning.
Er ég kvaddi fylgdi Magnús mér
til dyra og sagði: „og mundu Jón
að „Sáuð þið hana systur mína“ er
mitt eftirlætiskvæði". Magnús var
að búa sig á fmmsýningu á Tosku
er hann hneig niður nokkmm kvöld-
um síðar og lést tæpum sólarhring
síðar. Við hæfí var hvemig andlát
Magnúsar bar að og ævilok sam-
kvæm ferli hans öllum. Hann var
vökull og virkur fram á síðustu
stund. Gott er að eiga minningu
um slíkan mann.
Jón Böðvarsson
Mig langar til að minnast Magn-
úsar G. Jónssonar örfáum orðum.
Magnús var kvæntur móðursystur
minni, Jónu Kristínu Magnúsdóttur,
og eignuðust þau tvo syni; Magnús
Sigurð og Jón Ingólf.
Það er erfitt að lýsa slíkum önd-
vegismannni eins og Magnús var.
Háttvís, prúður, virðulegur og hvers
manns hugljúfi var hann öllum þeim
sem kynntust honum. Þó svo að
Magnús væri mjög önnum kafinn
maður gaf hann sér alltaf tíma til
að heilsa upp á okkur þegar við
komum í heimsókn. Hann vann
mikið við þýðingar úr frönsku,
ítölsku og spönsku eftir að hann
hætti kennslu, enda var hann lög-
giltur skjalaþýðandi í öllum þessum
tungumálum.
Magnús var ekki að flíka því hve
menntaður hann var og kom eins
fram við alla, hvort sem um var
að ræða böm eða fullorðna. Barna-
bömin voru honum mikils virði og
hann sagði oft skemmtilegar sögur
af þeim og hló dátt. Hann var mjög
skemmtilegur maður og með af-
brigðum fróður. Það var alveg sama
um hvað maður ræddi við hann,
maður fór alltaf fróðari af fundi
hans en ella, og fordómalaust lagði
hann mat á það sem rætt var um.
Hann talaði aldrei illa um náung-
ann, en reyndi hins vegar að bera
í bætifláka fyrir þann sem minna
mátti sín.
Síðasta skiptið sem ég sá hann
var í afmæli konunnar hans þann
14. nóvember, aðeins þremur dög-
um áður en hann veiktist. Vinir og
ættingjar komu saman í síðdegis á
heimili þeirra hjóna í Tjamargötu
40, en Jóna og Magnús voru mikið
fyrir að halda saman ættingjum og
vinum. Þau hjónin voru mjög sam-
rýnd og samband þeirra var hjart-
fólgið og hlýtt. Þess nutum við
frændsystkini Jónu Kristínar frá
- unga aldri og vomm alltaf velkom-
in á heimili þeirra hjóna.
Magnúsi buðust margar virðing-
arstöður í þjóðfélaginu, en hann var
ekki framagjarn maður en kaus
þess í stað einfaldleikann og kær-
leikann.
Jóna, Maggi, Jón, Gústa, Ellen
og barnabömin eiga nú um sárt að
binda. Ég bið Guð að vemda fjöl-
skylduna og vona að þau fái styrk
til að standa saman eftir fráfall
Magnúsar eins og hingað til. En
sársaukinn er mikill og minningin
um Magnús gleymist ekki. Fyrir
hönd íjölskyldu minnar þakka ég
samfylgdina.
Valborg SofBa Böðvarsdóttir
t
Ástkær eiginmaður minn,
INGVAR BALDVINSSON,
Heiðargerði 17, Vogum,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn
5. desember ki. 13.30.
Þeir sem vilja minnast hans láti Hjartavernd njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda
Jóhanna V. Jóhannsdóttir.
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
KNUD A. KAABER,
Hæðargarði 7,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju nk. þriðjudag, 5. desember,
kl. 13.30.
Jóni'na Ásgeirsdóttir,
Guðrún Elín Kaaber, Ásgeir Kaaber,
Eva Kaaber, Kári Kaaber,
Birgir Kaaber.