Morgunblaðið - 03.12.1989, Page 35

Morgunblaðið - 03.12.1989, Page 35
morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00,16.00,17.00, 18.00, 19.00,22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Áfram island. Dægurlög flutt af íslenskum tónlistarmönnum. 2.00 Fréttir. 2.06 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobs- dóttir spjallar við Þorstein Eggertsson sem velur eftirlætislögin sín. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudegi á Rás 1.) 3.00 „Blítt og létt. .." Endurtekinn sjó- mannaþáttur Gyðu Drafnar T ryggvadóttur frá liönu kvöldi. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mánu- dagsins. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjami Sigtryggsson. (Endur- tekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Lísa var það, heillin. Lísa Pálsdóttir fjallar um konur í tónlist. (Endurtekið úr- val frá miðvikudagskvöldi á Rás 2.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Á gallabuxum og gúmmískóm. Leikin lög frá sjötta og sjöunda áratugnum. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2. kl. 8.10-8.30 og 18.3-1 S.OO.Útvarp Norður- land. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Sigursteinn Másson með fréttir af veðri og færð. Barnasagan á sínum stað rétt fyrir 8. 9.00 Páll Þorsteinsson við hljóðnemann. Vinir og vandamenn kl. 9.30. Létt spjall við hlustendur, uppskrift dagsins valin. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Valdis Gunnarsdóttir tekur á mánu- dagsveikinni. Slúður og fleira skemmti- legt. 15.00 Ágúst Héðinsson tekur púlsinn á þjóðfélaginu, íslenskir tónlistarmenn í heimsókn og ný tónlist. 17.00 Síðdegisútvarp Bylgjunnar. 19.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 20.00 Ágúst Héðinsson. 22.00 Frostrósir. Gunnlaugur Guðmunds- son stjörnuspekingur og Pétur Steinn Guðmundsson fjalla um stjörnuspeki og merkin tekin fyrir. Bogmaður er merki mánaðarins og því kemur hinn góðkunni sjónvarpsmaður Hemmi Gunn í heim- sókn. 24.00 Freymóður T. Sigurðsson á nætur- rölti. Fréttir á klukkutíma fresti frá 8 til 18. STJARNAN FM102 7.00 Bjarni Haukur Þórsson. Morgunþátt- ur á Stjörnunni. Ungir íslendingar í spjalli og leigubílaleikurinn á sínum stað kl. 7.30. 11.00 Snorri Sturluson. Hádegisveröarleik- ur Stjörnunnar og Vivá-Strætó kl. 11.30 15.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Mikið af nýrri tónlist. 19.00 Ekkert kjaftæði — stanslaus tónlist. 20.00 Breski vinsældalistinn/bandaríski vin- sældalistinn. Snorri Sturiuson kynnir stöðu laga á þessum vinsældalistum. 22.00 Darri Ólason. 1.00 Bjöm Sigurösson. Næturvakt sem segir sex. AÐALSTÖÐIN FM90.9 7.00 Bjarni Dagur Jónsson. Fréttir, viðtöl og tónlist. 9.00 Margrét Hrafnsdóttir. Þægileg tónlist blandað ýmsum fróðleik. 12.00 Hádegisútvarp Aðalstöövarinnar. 13.00 Gunnlaugur Helgason. Tónlist í dagsins önn. 16.00 Fréttir með Eiríki Jónssyni. 18.00 (slensk tónlist að hætti Aðalstöðvar- innar. 19.00 Anna Björk Birgisdóttir. Kvöldstund með Ijúfri tónlist. 22.00 Undirfjöguraugu. Bjarni DagurJóns- son. Síminn á Aöalstöðinni er 626060. 24.00 Næturdagskrá. Máfoffr í Kaupmannahöfn FÆST i BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI G8ei HaaMaaaa MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJÓNVARP FIRA lawimov SUNNUDAGUR 3. DESEMIÍER 1989 \' 35 Rás 1: Um daginn og veginn í þættinum um daginn og veginn að undanförnu hafa -| Q 32 ýmsir kunnir menntamenn látið til sín heyra: Sigurður. -*■«' Steinþórsson jarðfræðingur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagnfræðingur, Tómas Gunnarsson lögmaður, Þórður Kristinsson prófstjóri Háskólans o. fl. Að þessu sinni verður Þór Magnússon þjóðminjavörður með þáttinn. Hann hefur margsinnis talað í útvarp um fornleifafræði og starfsemi Þjóðminjasafns en aldrei talað í þætt- inum Um daginn og veginn fyrr. Bylgjan: Stjömuspeki ■■■■■ í þættinum Frostrós- OO 10 'r> sem er á dagskrá Bylgjunnar í kvöld, mun Gunnlaugur Guðmundsson halda áfram að fjalla um Bog- manninn. Hemmi Gunn, hinn kunni sjónvarpsmaður sem er í þessu stjörnumerki, er gestur þáttarins. Mun hann spjalla við Gunnlaug um stjörnuspeki og leggja fyrir hann-ýmsar spurn- ingar. ■■■■i Fjalakötturinn sýnir í kvöld kvikmyndina Jól í júlí. Preston 9Q 00 Sturges skrifaði ogleikstýði en myndin var gerð árið 1940. í myndinni segir frá ástfangnu pari sem þarf að afla sér §ár til að komast í það heilaga. Ungí maðurinn ætlar að auðgast á auðveldan hátt með því að taka þátt í ýmsum keppnum og þó hann fari aldrei með sigur af hólmi telur hann að sigurmöguleikarnir auk- ist við hvetja keppni. Nokkrir gárungar gera sér það til gamans að senda honum tilkynningu um að hann hafi sigrað í salgorðakeppni. Ungi maðurinn gengur um bæinn í sigurvímu og útbýtir gjöfum til allra en þegar hjónaleysin átta sig á hrekknum eru þau alveg ráðþrota. Maltin: ★ ★ ★ Stöð 2 JÓI í júlí Sjónvarpið: Utróf ^■■■i Þátturinn Litróf er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Rætt verð- Ofl 35 ur við Elínu Pálmadóttur um frönsku Islandssjómennina í “ tilefni bókar hennar „Fransí biskví". Skroppið verður í heimsókn til tveggja Skagaskálda, Kristjáns Kristjánssonar og Gyrð- is Elíassonar, sem báðir lesa úr nýjum bókum. Sýnt verður atriði úr leikritinu „Karlar óskast í kór“, sem samið var að frumkvæði Menningar- og fræðslusambands alþýðu og spjallað við höfundinn og leikstjórann Hlín Agnarsdóttur. Söngkonan Elsa Waage kemur í heimsókn og syngur eitt lag. GÁRUR eftir Elínu Pálmadóttur Mús á stærð við hest Hlutar úr erindi á ráðstefnu Lífs og lands nýlega hafa síðan verið að skjóta upp kollinum af ýmsu tilefni og gára sinnið. Mikael M. Karlsson, dósent í heim- speki, var þar að velta því fyrir sér hvort íslenska þjóðin þekkti sjálfa sig? Vitnaði í ummæli viturs manns: „Þekktu sjálfan þig. Sá sem þekkir ekki sjálfan sig, sá sem til dæmis skilur ekki eigin hæfileika, eigin tilhneigingar, eigin getu, eða eigið eðli og gerð er ekki líklegur til að lifa góðu og ánægjulegu lífi. Honum hættir til að ráðast í verk sem hann ræður ekki við, eða sem henta hon- um illa. Og honum hættir einnig til að sjást yfir hvað hentar honum vel. Slíkur maður er ævinlega fúll, honum er illa við sjálfan sig og þess vegna illa við aðra. Hann er órólegur og ósátt- ur . . . en hann skilur ekki af hveiju . . .“ Þetta kvað hann eiga jafnt við um þjóðir sem ein- staklinga. Þjóð sem þekkir ekki sjálfa sig er illa í stakk búin til að skapa þegnum sínum þau lífsskilyrði sem þeir eiga skilið. Og svo velti hann því fyrir sér hvort íslenska þjóðin þekki sjálfa sig? Knappt rúm þessa dálks gefur þvi miður ekki tækifæri til að gera erindinu næg skil. Kafli úr því minnir á býsna margt í okkar samfélagi. Tek ég hann traustataki: „Það er nokkuð langt síðan náttúruspekingar tóku fyrst eftir nánum tengslum milli stærðar og forms hluta. Imyndið ykkur mús á stærð við hest. Það sem þið ímyndið ykkur er ekki til og getur ekki verið til, eins og Galíleo Gali- lei sannaði endur fýrir löngu. í sam- ræðu sinni um tvenn ný vísindi frá 1638 segir hann: Af því sem þegar hefur verið sýnt fram á hlýtur þú að sjá að ómögulegt er að stækka hluti í feikilega stærð, hvort sem er í listum eða í náttúrunni; jafn- ómögulegt er að smíða risastór skip, hallir og musteri þannig að . . . þau haldist saman; né heldur getur náttúran af sér tré af afbrigðilegri stærðargráðu af því að greinarnar mundu bresta undan eigin þyngd. Á sama hátt gæti beinabygging manna, hesta og annarra dýra ekki haldið skepnunum saman, eða gegnt eðlilegu hlutverki sínu, ef dýrin stækkuðu verulega. Slík stækkun getur aðeins orðið ef efni- viðurinn er óvenjusterkur, miklu sterkari en við venjulegar aðstæð- ur, eða með því að . . . breyta lög- un beinanna þannig að þau hæfi skrímslinu. Sama gildir um stóra smíð: hún getur ekki virkað rétt, getur jafn- vel ekki orðið til í smækkaðri mynd. Eða eins og líffræðingurinn víðkunni, J.B.S. Haldane, benti á í stórskemmtilegri grein um að vera mátulega stór, getur mannsauga ekki orðið miklu minna án verulegr- ar truflunar á virkni. Haldane seg- ir:„í botni mannsaugans . . . er aragrúi af skynfrumum, keilum og stöfum, sern eru að þvermáli álíka og meðal ljósbylgja. I einu auga er hálf milljón af slíkum frumum, og til þess að augað geti greint milli tveggja hluta verða myndir þeirra að falla á aðskildar keilur og staTi. Það er augljóst að með færri en stærri keilur og stafi sæjum við ekki eins greinilega ... En ef skynfrumurnar minnkuðu og þeim fjölgaði sæjum við engu betur vegna þess að greinileg mynd getur ekki borist auganu þannig að hún sé minni en öldulengd ljóss. Þannig er auga músar ekki smágerð eftir- mynd af mannsauga. Stafir og keil- ur þess auga eru svipuð að stærð en færri að tólu en í okkar augum. Mús gæti ekki greint að tvö manns- andlit í tveggja metra fjarlægð." Það er næsta augljóst hvaða lærdóm við getum dregið af þessu, heldur Michael M. Karlsson áfram. Stærð og form eru náskyld. Smiður getur stækkað og minnkað tiltekinn grip, og náttúran breytir stærð kvikinda með þróun í tímans rás. En slíkar stærðarbreytingar hljóta að fela í sér formbreytingar. Hlutur með tittekið form hlýtur að vera af tiltekinni stærð. Það er niður- staða Haldanes um lifandi verur. En Haldane er líka fljótur að yfir- færa niðurstöðu sína á félagsleg fyrirbæri. „Rétt eins og sérhvert dýr (þ.e. dýr með tiltekið form) á sér tiltekna kjörstærð,“ segir- hann,„gildir hið sama um samfélög manna.“ Mannleg samfélög eru í senn náttúrugripir og mannanna verk. Þau verða til, breytast, þroskast og þróast fyrir tilverknað náttúrunnar, og þar, eins og endranær, sér nátt- úran um að stærð hæfi formi, og form falli að stærð. Mannlegt sam- félag sem fær að þróast nógu lengi hlýtur þannig að taka á sig form sem því hentar, ella líða undir lok. En mannlegar fyrirætlanir og ráða- gerðir móta líka samfélög manna. Nokkuð er undir hælinn lagt hvort slíkar ráðagerðir leiði af sér form sem hentar þessu tiltekna samfé- lagi. Ef þessi form henta ekki stærð samfélagsins staðnar samfélagið og ræður ekki við hlutverk sitt.“ Mikael M. Karlsson er að velta fyrir sér hvort form samfélags- stofnana á íslandi henti vel eða illa þjóð af okkar stærð. Og segir: Ég veit raunar um eina og aðeins cina smáþjóð — sem er þó margsinnis stærri en íslenska þjóðin — sem sérstaklega hefur velt fýrir sér sér- stöðu sinni og í einhveijum mæli reynt að laga form sinna stofnana að eigin stærð. Það eru Svisslend- ingar.“ Gáruhöfundur hefur verið að horfa á þessar kynjaskepnur í samfélaginu í kring um sig í þessu ljósi. Og viti menn, þær virðast margar eiga álíka illa heima í íslensku nútímasamfélagi sem risa- eðlurnar útdauðu — sem ekki pöss- uðu lengur í umhverfið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.