Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 Í LEIT AÐ HINUM HREINA TÓN ví hefur stundum verið hald- ið fram, og sjálfsagt með réttu, að íslendingar hafi til skamms tíma verið mörgum öldum á eftir öðrum þjóðum hvað varðar tónmennt og söngiðk- un, og séu jafnvel enn, þótt tals- vert hafi áunnist á síðustu árum og áratugum. Víst er að á sama tíma og hljóðfærasláttur og fjöl- raddaður söngur var stundaður í Evrópu kváðu íslendingar rímur og lögðu stund á tvísöng, en í kirkj- um landsins söng hver með sínu nefi, ef nokkuð var þá sungið. I iok 16. aldar, þegar blómaskeið kórtónlistar var að renna sitt skeið meðal menningarþjóða í Evrópu og óperur og konsertar voru að ryðja sér til rúms, og allt fram á miðja síðustu öld, voru kórar og hljómsveitir óþekkt fyrirbæri á ís- landi, enda höfðu menn þá nóg með að hugsa um það eitt að lifa af. Fyrstu opinberu kórtónleikar voru haldnir hér árið 1854 og voru það skólapiltar í Latínuskólanum sem fyrir því stóðu. Eftir það urðu karlakórar talsvert áberandi í íslensku tónlistarlífi og náðu sumir ágætum árangri þótt kunnátta söngkraftanna í raddbeitingu og nótnalestri væri lítil sem engin. Við konungskomuna 1874 heyrðu íslendingar fyrst í lúðrasveit og má miða upphaf hljómsveitarleiks hér á landi við þann atburð þótt mikið vatn ætti eftir að renna til sjávar áður en markvisst skipulag kæmist á í þeim efnum. Saga nútímatónmenntar á ís- landi hefst ekki fyrr en með stofn- un Tónlistarskólans í Reykjavík 1930, en þá höfðu menningar- þjóðir í Evrópu sungið óperur í rúm 300 ár. Enn var þó langt í land að regluleg kennsla í raddbeitingu hæfist hér á landi enda var löngum litið svo á að góð söngrödd væri náðargáfa og söngnám breytti þar litlu um. Fólk leit líka á söngiðkun eingöngu sem skemmtilegt tóm- stundagaman, sem gott væri að grípa til við mannfagnaði. Samt eignuðust íslendingar nokkra ágæta söngvara á þessum árum, sem náðu frama erlendis og má þar nefna Pétur Jónsson, Einar Kristjánsson, Stefán íslandi og Maríu Markarr. Eftir seinna stríð kom svo ný kynslóð söngvara fram á sjónarsviðið og voru í þeim hópi söngkonurnar Guðrún A. Símonar, Guðmunda Elíasdóttir, Þuríður Pálsdóttir og söngvararnir Magnús Jónsson, Guðmundur Jónsson, Jón Sigurbjömsson og Kristinn Halls- son, og nokkru síðar Guðmundur Guðjónsson, Sigurveig Hjaltested og Svala Nielsen. Önnur ný kyn- slóð söngvara kom svo fram á sjón- arsviðið um og eftir 1970 og í þeim hópi eru mest áberandi Sigríður Ella Magnúsdóttir, Ólöf BERGÞOR PÁLSSON Bbaríton BERGÞÓR PÁLSSON er fædd- ur í Reykjavík 1957. Hann ólst upp í Hlíðunum, gekk í Æfínga- deild Kennaraskólans og siðan í Réttarholtsskóla eftir að fjöl- skyldan fluttist inn í Fossvog. Hann varð stúdent írá Mennta- skólanum við Sund árið 1977 og hóf síðan nám í læknisfræði við Háskóla Islands. Læknisfræðin átti ekki við mig og tónlistin togaði alltaf í mig. Ég settist því í tónmennta- kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og var þar í eitt ár. Konumar sem kenndu mér þar söng vom allar sammála um að ég ætti að leggja hann fyrir mig ogþær ráku mig eiginlega út á þá braut,“ segir Bergþór um til- drög þess að hann fór út í söng- nám. Hann kveðstþá, árið 1982, hafa farið til Bandaríkjanna með fyrrverandi eiginkonu sinni, Sól- rúnu Bragadóttur sópransöng- konu, þar sem hann stundaði söngnám við Indiana-háskóla í f imm ár. Aðalkennarar hans þar voru prófessor Roy Samuelsen og Rossi-Lemeni. Bergþór starfar nú við ópemna í Kaiserslautem, en í millitíðinni kom hann heim í eitt ár og söng þá meðal annars hlutverk Lepo- rello í Don Giovanni í íslensku ópemnni. Fyrsta hlutverk hans í Kaiserslautern var Don Giovanni sjálfur. Hann er nú að vinna við hlutverk greifans í Brúðkaupi Fígarós, þar sem hann syngur á móti Sólrúnu Bragadóttur, sem fer með hlutverk greifynjunnar. Bergþór er á samningi hjá ópe- mnni í Kaiserslautern fram í febr- úar 1991 og sagði að óráðið væri hvað við tæki eftir það. „Mig lang- ar til að koma heim og láta reyna á hvort það gengur að starfa á íslandi við sönginn," sagði hann. Bergþór kvaðst hlusta mikið á tónlist í frítíma sínum og þá alls konar tónlist. Hann er ókvæntur, en fyrrverandi kona hans er Solr- ún Bragadóttir og eiga þau átta ára dreng. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiifiimiiMirnttiii Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortes, Kristinn Sigmundsson, að ógleymdum Kristjáni Jóhannssyni, sem líklega hefur náð mestum frama þeirra söngvara sem nú eru starfandi. Allt þetta fólk þurfti að sækja menntun sína til útlanda með æm- um tilkostnaði, sem ekki var á allra færi enda nutu margir styrkja frá einstaklingum og samtökum til að kljúfa námið. Með tilkomu Söng- skólans í Reykjavík 1973 gjör- breyttist öll aðstaða hér á landi til söngnáms og söngiðkunar og síðan hafa verið settar á stofn fleiri söngmenntastofnanir sem þjónað hafa sama tilgangi með góðum árangri. Afraksturinn af þessu starfi er rtú að koma í ljós með nýrri kynslóð söngvara og verður hér fjallað lítillega um tíu þeirra, sem allir hafa vakið nokkra at- hygli og var þar m.a. farið eftir ábendingum kunnáttufólks. Skylt er að geta þess að auðvitað er þessi hópur miklu stærri, en þar sem sýnt var að rúmsins vegna yrði ekkí unnt að fjalla um nema hluta hans var úrtakið miðað við einn tug, og lausleg viðmiðunar- regla sett við 35 ára aldur og yngri, auk þess sem miðað var við að þeir hefðu lokið námi og komið fram í óperu hér á landi. Hér er því ekki um einkunnagjöf eða tiln- efningu útvaldra að ræða. GUÐBJÖRN GUDBJÖRNSSON GUÐBJÖRN GUÐBJÖRNSSON fæddist í Reykjavík 1962 og sleit barnsskónum í Kópavogi og síðar á Álftanesi. Hann gekk í Gagnfræðaskóla Garðabæjar og lauk stúdentsprófí frá Versl- unarskóla Islands árið 1981. Hann stundaði síðan nám í Háskóla íslands i ensku og heimspeki. Eg byijaði að syngja í Verslun- arskólakómum og samhliðá háskólanáminu fór ég í Söng- skólann í Reykjavík og var þar í eitt ár hjá Magnúsi JónSsyni. Þá stóð ég frammi fyrir því að velja á milli háskólanáms og frekara söngnáms og ég ákvað að fara út í sönginn og láta á það reyna hvort ég hefði eitthvað við það að gera,“ segir Guðbjörn. Hann var aðeins 23 ára þegar honum boðið að syngja með Sin- fóníuhljómsveit íslands í Há- skólabíói „Stabat Mater“ eftir Dvorák undir stjóm Guðmundar Emilssonar og var hann þá yngsti maður sem sungið hafði með Sin- fóníuhljómsveitinni. „Þetta gekk mjög vel og ég sá fram á að ef til vill ætti ég möguleika á því að verða atvinnumaður í söngn- um,“ ságði hann. Guðbjörn söng hlutverk dómarans í Grímudans- leik eftir Verdi í Þjóðleikhúsinu og er það eina ópemhlutverkið sem hann hefur farið með hér á landi enda hélt hann f ljótlega eft- ir það utan til frekara söngnáms. Guðbjörn lauk burtfararprófi frá Nýja tónlistarskólanum 1987 þar sem hann stundaði nám hjá Sigurði Demetz í fimm ár. Því næst hélt hann til Austur-Berlínar og stundaði þar nám í einkatímum hjá prófessor Hannelore Kuhse. Þótt hann haf i nú lokið námi fer hann enn til hennar af og til í tíma og eftirlit, eins og hann orð- ar það. í fýrsta skipti sem Guð- björn söng fyrir, í Bremen, var honum boðinn samningur sem hann hafnaði þar sem hann taldi hlutverkin of stór fyrir byijanda. „Ég vildi byija í lýrískari hlutverk- um, Mozart og þess háttar. Mér var einnig boðinn samningur eftir að hafa sungið fyrir í annað sinn þannig að það virðist vera nóg að gera í þessu. Maður hefur ekki við að hafna samningum ogþetta er allt að snúa upp aSig núna.“ Síðastliðið vor gerði Guðbjörn námssamning við óperuna í Zurich í Sviss og hefur sungið þar ýmis hlutverk í vetur. í desember síðastliðnum skrifaði hann undir samning til tveggja ára við óper- una í Kiel sem lýrískur tenór í aðalhlutverkum. Hann mun hefja störf þar næsta haust. Aðspurður um önnur áhugamál en sönginn sagði Guðbjörn að það væri þá helst konan hans, Kati Hasse Guðbjörnsson. Hún er þýsk og stundar nú söngnám í Berlín. Þau eru barnlaus og „ekkert á leiðinni svoégviti", segirhann. GUÐJÓN G. ÚSKARSSON BASSI GUÐJÓN G. ÓSKARSSON fæddist í Vestmannaeyjum árið 1954 og ólst þar upp til 10 ára aldurs. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og gekk í Voga- skóla. Þaðan lá leiðin í Mennta- skólann við Tjörnina þar sem hann lauk stúdentsprófí árið 1974. Hann hóf síðan nám í sögu og heimspeki við Háskóla Islands og starfaði jafnframt við Námsgagnastofnun í nokk- ur ár áður en hann sneri sér að söngnum. enn höfðu verið að hvetja mig til að fara í söngnám en ég hafði einhvem veginn ekki trú á að ég hefði neitt í það að gera. Svo var ég uppgötvaður á Gauk á Stöng. Þannig var að það var einhver uppákoma þar sem menn máttu reyna hæfileika sína og það var tenór þama við borð, sem var að syngja eitthvað út í loftið og ég tók undir. Þetta var þá Guðbjörn Guðbjörnsson söngvari og hann sagði að ég yrði endilega að koma og syngja fyrir kennara sinn. Og það varð úr að ég hóf nám í Nýja tónlistar- skólanum árið 1984. Þar lærði ég > •' T- hjá Sigurði Demetz í tæp þijú ár.“ Guðjón tók þátt í óperunni Tos- ca í Þjóðleikhúsinu haustið 1986 og fór með hlutverk Sacristano. Kristján Jóhannsson og hljóm- sveitarstjórinn Mauricio Barbacini hvöttu hann til að fara utan og það varð úr. „Barbacini kom mér í samband við óperufólk á Ítalíu sem var að fara í ferð með Rigo- letto eftir Verdi til Frakklands og fór ég með hlutverk Sparafucile. Þetta var farandsýning og ég söng þarna á ýmsum stöðum í Frakklandi og þetta var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Þá um haustið var ég búinn að syngja fyrir tónlistarakademíu í Osimo á Ítalíu og komst inn. Þar var ég í tvo vetur og kom heirn í haust og söng aftuf í Tosca. í milli- tíðinni var ég búinn að syngja hlutverk Lindorf í Ævintýrum Hoffmanns í Þjóðleikhúsinu haustið 1988,“ sagði Guðjón þeg- ar við rifjuðum upp söngferilinn. Hann er nú nýkominn heim frá Ítalíu þar sem hann söng í Sálu- messu Mozarts á tvennum tónleik- um, í Flórens og Osimo. Guðjón sagði að tónleikarnir hefðu heppn- ast afar vel fyrir troðfullu húsi. Guðjón er nú á förum til Mílanó á Ítalíu þar sem hann hyggst koma sér á framfæri sem atvinnu- maður jafnframt því sem hann mun sækja tíma hjá kennara til að stilla röddina af, eins og hann komst að orði. „Ég tel mig þó vera kominn á það stig að ég þurfi ekki á frekara námi að halda og er tilbúinn til að gefa mig að þessu af fullum krafti,“ sagði hann. Guðjón sagði að tónlistin væri sitt helsta áhugamál og að hann hefði gaman af allri tegund tón- listar, sígildri, djassi og dægurtón- list, sem fremi hún væri vel flutt. Eiginkona hans er Inga Grímsdóttir og eiga þau f imm ára dóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.