Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 13
„Black Jack“ Schramme: „málaliðauppreisn." Denard biðst fyrir: tók múha- meðstrú. frönsku leyniþjónustunni og CIA. Síðla árs 1967 varð Denard „tæknilegur ráðunautur" Felix Bongo, forseta Gabon í Vestur- Afríku. Gabon varð bækistöð Den- ards á 8. áratugnum og þar stund- aði hann búskap og viðskipti við hvíta minnihlutann í Rhódesíu, þótt þau væru bönnuð. Jafnframt kom hann á laggimar svéit hvítra og svartra málaliða til aðgerða víðs vegar í Afríku. Denard og málaliðar á hans veg- um komu við sögu átaka í Angóla og Cabinda 1975-1976. í'janúar 1977 gerðu þeir misheppnaða til- raun til að steypa vinstristjórn Mathieu Kerakou í Benin (Dahom- ey) í Vestur-Afríku. Kerakou var ekki í forsetahöllinni, þegar mála- liðarnir gerðu árás á hana, og þeir náðu heldur ekki útvarpsstöðinni. Forsetinn gat því flutt ávarp til þjóðarinnar og fylkt henni um sig. Þá þegar hafði athygli Denards beinzt að Comoro-eyjaklasanum, sem eru fjórar eldfjallaeyjar norð- vestur af Madagaskar, skammt frá strönd Mósambík. íbúarnir eru um hálf milljón og af afrískum og arabískum ættum — fátækir, f lest- ir islamskir og tala swahili. Eyjarn- ar eru „ferðamannaparadís“, kunnar fyrir vanillu og ylangylang (blóm notuð í ilmvatn) og kallaðar- vKryddeyjar“ eða „Ilmvatnseyjar“. Oidum saman urðu soldánar eyj- anna að verja þær innrásum sjó- ræningja og málaliða unz Frakkar lögðu þær undir sig 1843-1886. „Forseti nr. 1 Upphaflega voru Denard og málaliðar hans fjandmenn Abd- allah, sem nú hefur verið myrtur. Abdallah var fyrsti forseti Co- moro-eyja og lýsti yfir sjálfstæði þeirra eftir þjóðaratkvæðagreiðslu 1975 (íbúar Mayotte skárust úr leik og samþykktu að halda tengsl- unum við FVakkland). Þremur vik- um síðar steyptu 30 málaliðar Denards Abdallah af stóli og við tók ógnarstjórn ungra byltingar- sinna undir forystu Ali Soilih, sem boðaði einkennilegt sambland af maoisma og strangri múhameðs- trú. Seinna fór Denard til Parísar og réð í sína þjónustu annan hóp 30 reyndra, franskra óg belgískra MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1990 Abdallah: myrtur. Djohar: bað Frakka um aðstoð. málaliða. í maí 1978 sigldu þeir á gömlum togara frá Evrópu, vopn- aðir haglabyssum og handsprengj- um, og réðust á land á Grande Comore í skjóli myrkurs. Þeir lögðu eyríkið undir sig á þremur klukk- utímum og hálfum mánuði síðar var Ali Soilih„skotinn á flótta“. Abdallah tók aftur við völdunum og eyjaskeggjar hylltu málaliðana sem „frelsara". Einingasamtök Afríku (OAU) fordæmdu þá hins vegar og neituðu að viðurkenna Abdallah, sem lýsti yfir stofnun „íslamsks sambandslýðveldis" og kom á nánu sambandi við íran. Frakkar ákváðu að veita eyjunum efnahagsaðstoð á ný og Abdallah fékk einnig aðstoð frá Suður- Afríku, Saudi Arabíu og Kuwait. Eyjaskeggjar kölluðu Denard „forseta nr. 1“ og hann kvaðst njóta svo mikils fylgis að ef f læma ætti hann burtu yrði að beita 10.000 manna kúbversku herliði. Hann fékk þegnrétt á Comoro- eyjum og tók sér nafnið Said Mu- stafa Mohadjou, kvæntist innlendri konu, sem er helmingi yngri en hann, og snerist til múhameðstrú- ar. Hann var landvarnaráðherra um skeið og skipulagði 500 manna lífvörð forsetans. Hann skipaði málaliða sína í allar foringjastöður og stjórnaði lífverðinum að tjalda- baki, þótt hann væri í orði kveðnu aðeins hernaðarlegur ráðunautur Abdallah forseta. Frá 1984 fékk lífvörðurinn þriggja milljóna doll- ara styrk á ári frá stjórn Suður- Afríku. „Málaliðaeyjarnar“ Denard valdi einkunnarorð lífvarðarins, orbs patria nostra — heimurinn er föðurland okkar. Hins vegar eru Comoro-eyjar „eina, sanna ástin í lífi mínu“ að hans sögn. „Ég hata umferð París- ar, en elska ylang- ylang,“ sagði hann í viðtali. Abdallah var endurkjörinn for- seti „málaliðaeyjanna" 1984 og Denard bældi niður þtjár tilraunir til að steypa honum — 1983, 1985 og 1987. Eftir byltingartilraunina 1987 voru 15 fyrrverandi hermenn úr 600 manna fastaher Comoro-eyja handteknir. Auk þeirra voru fyrr- verandi lífverðir forsetans og menn úr „víkingasveit“ stuðningsmanna Ali Soilihs teknir höndum. Síðan 1978 hafa stuðningsmenn Soilihs haft bækistöðvar á Madagaskar, þar sem marxistar hafa verið við völd. Aukin tengsl Comoro-eyja og Suður-Afríku kunna að hafa leitt til byltingartilraunarinnar 1987. Þá var uppi orðrómur um reynt væri að ráða málaliða til aðgerða gegn Madagaskar með stuðningi Suður-Afríkumanna. Denard ofursti var dyggasti bandamaður Suður-Afríkumanna á Comoro-eyjum. Bæði Suður- Afríkumenn og Frakkar hafa haft þar hernaðarráðunauta. Um tíma munu Suður-Afríkumenn hafa not- að eyjarnar til að koma birgðum til Renamao- skæruliða, sem hafa barizt gegn stjórn marxista í Mósambík, og hergögnum til Iran. Hann var tíður gestur í Suður- Afríku, þótt hann reyndi að láta lítið bera á ferðum sínum þangað, og keypti hús í Durban. Ofurstinn komst yfir mikið af fasteignum og hlutabréfum í fyrir- tækjum á Comoro-eyjum. Hann eignaðist m.a. hlut í ferðamanna- þjónustu, sem suður-afrísk hótel- keðja kom á laggirnar. Smám sam- an varð hann annar ríkasti maður- inn á Indlandshafi — aðeins Abd- allah var auðugri en hann. Hann var sakaður um hroka og spillingu og sagður bera ábyrgð á pynting- um og ógnarstjórn. Hinir málalið- arnir urðu einnig efnaðir og krafa um að þeir yrðu reknir úr landi varð eitt af fáum málum, sem gátu sameinað andstæðinga Abd- allah forseta. Abdallah sætti líka gagnrýni og var sakaður um að varpa andstæð- ingum sínum í fangelsi og reyna að ríkja sem einvaldur. Snemma í nóvember voru tillögur hans um breytingar á stjórnarskránni sam- þykktar með 92,5% atkvæða, en stjórn hans var sökuð um kosn- ingasvik. Tillögurnar gerðu ráð fyrir að hann gæti gefið kost á sér sem forseta í þriðja sinn. Forsetinn myrtur Um líkt leyti komust Suður- Afríkumenn og Frakkar að sam- komulagi um að Denard og mála- liðarnir yrðu reknir frá Comoro- eyjum fyrir árslok. Vegna breyttra aðstæðna var ekki þörf fyrir þá lengur og þeir voru aðeins til traf- ala. Margir eru sannfæðir um að málaliðarnir hafi ákveðið að myrða Abdallah, þegar þeir fréttu að hann ætlaði að fjarlægja þá og skipa franska liðsforingja í þeirra stað. Laust fyrir miðnætti 26. nóvem- ber var Abdallah forseti myrtur í bústað sínum í Moroni eftir orða- sennu við Denard og Marques majór, fv. liðþjálfa í Frönsku út- lendingahersveitinni, um sam- komulag Frakka og Suður-Afríku- C 13 manna. Að sögn The Observer hitnaði þeim svo í hamsi að aðstoð- arforingi Abdallah, Joussac lautin- ant, sá ástæðu til að skerast í leik- inn til að veija forsetann. Marques mun þá hafa skotið Joussac og beint byssu sinni að Abdallah. Um nóttina gerðu Denard og félagar hans tvær örvæntingarfull- ar tilraunir til að láta líta út fyrir að Abdallah hefði fallið í byltingar- tilraun hersins. Þeir gáfu þá skýr- ingu að bryndrekasveit hefði ráðizt á bústaðinn og til að styðja þá staðhæfingu sína skutu þeir eld- flaug inn um gluggann á svefn- herbergi forsetans, þar sem þeir höfðu komið líki hans fyrir. Svo illa vildi til að fv. yfirmaður hersins, Ahmed Mohamed majór, sem Denard sagði að hefði stjórnað byltingunni, var á annarri eyju þetta kvöld. Hann var fljótlega handtekinn og færður á vettvang. Forseti Hæstaréttar, Said Moh- amed Djohar, tók við embætti for- seta til bráðabirgða og tilkynnti að forsetakosningar færu fram innan 40 daga. „Morðingi! Morðingi!“ Tuttugu og sjö féllu og 200 voru handteknir þegar lífvörðurinn réðst á bækistöðvar hersins og lög- reglunnar. Varnir bækistöðva lífvarðarins voru efldar og varalið kallað út. Herinn var afvopnaður og vörður settur við búðir hans. Nokkrir pólitískir fangar voru látn- ir lausir. Bráðabirgðaforsetinn og ráðhérrar hans urðu raunverulegir gíslar Denards og málaliðanna. Fáir virtust trúa Denard þegar hann harðneitaði því að hann hefði verið viðriðinn morðið á Abdallah. Þegar hann fór í bænahús til að votta að hann hefði ekki myrt for- setann hrópaði mannfjöldi fyrir utan: „Morðingi! morðingi!" Lífvörðurinn beitti bareflum og táragasi til að bæla niður mót- mæli verkamanna og námsmanna og ríkisstarfsmenn lögðu niður vinnu. Tilgangslaust var fyrir Denard að reyna að veijast herliði því sem Frakkar drógu saman á Indlands- hafi, en hann reyndi að treysta sig í sessi og komast að góðum kjörum fyrir sig og málaliðana. Upphaf- lega mun hann hafa krafizt þess að fá 12 milljónir dollara og jafn- virði hálfs árs launa fyrir að fara frá eyjunum. Auk þess vildi hann tryggingu fyrir því að hann og málaliðarnir fengju annan griða- stað og leyfi til að taka hluta eigna sinna með sér. Denard mun hafa reynt að fá að setjast í Suður-Afríku. í Frakkl- andi á hann á hættu að verða send- ur til Benin, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir morð í sam- bandi við byltingartilraunina 1977. Leynd hvílir yfir samkomulagi því sem Frakkar og Suður-Afriku- menn náðu við málaliðana, en full- yrt var að þeir hefðu enga greiðslu fengið fyrir að fara frá Comoro- eyjum. „Kaflaskipti" Þegar samningar höfðu tekizt neyddu Fi-akkar og Suður-Afríku- menn Djohar bráðabirgðaforseta til að biðja um franska hernaðarað- stoð. Sama dag fóru fimm eða sex málaliðar til Nairobi og þaðan til Parísar. Daginn eftir komu 190 franskir fallhlífahermenn flugleiðis frá Mayotte og tóku við stjórn öryggis- mála á Comoro-eyjum af málalið- unum. Það gerðist við hátíðlega athöfn á f lugvellinum í Moroni eins og málaliðarnir höfðu krafizt. Fjórum tímum síðar fóru Denard og 21 annar málaliði með flugvél til Jóhannesarborgar og höfðu meðferðis kassa af kampavíni. „Ég er enn haldinn ævintýraþrá," sagði einn málaliðinn „Hoffman höfuðs- rnaður," sem iðraðist einskis. „Það hafa orðið kaflaskipti og við byrj- um aftur.“ En tímarnir hafa breytzt og ævintýrum hvítra mála- liða i Afríku virðist að mestu lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.