Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990
í
Minning:
Ármann Sigurðs-
sonjámsmiður
Fæddur 2. janúar 1921
Dáinn 25. desember 1989
Ármann Sigurðsson er fallinn frá
— ótímabært og fyrirvaralaust. Við
samstarfsmennimir sem kvöddum
hann á síðasta degi fyrir jól horfum
nú upp á að skarð hefur verið
höggvið í hópinn.
Armann var í alla staði afar heil-
steyptur og vandaður maður. Engu
skipti á hveiju gekk — hann hélt
alltaf ró sinni og hafði þann ein-
staka eiginleika að geta rætt eigin-
lega hvaða málefni sem var út frá
hlutlausu sjónarmiði.
Það var ekki hans einkenni að
gefa út hraðsoðnar patentlausnir
um eitt eða neitt. Þegar sjónarmið
fóru ekki saman studdi hann mál
sitt rökum reistum á víðtækri þekk-
ingu. Það sem var ennþá áhrifarík-
ara var hve góða dómgreind hann
hafði og heilbrigða skynsemi. Við-
horf hans til allra- hluta mótaðist
af þessu, þannig að kreddur og ein-
strengingsháttur þekktist ekki.
Þaðv ar enda áberandi hve yngri
menn í samstarfshópnum litu á
hann sem einn úr hópnum sem
hann féll svo vel inn í.
Búinn þessum eiginleikum gerð-
ist það að sjálfu sér að orð hans
vógu þungt á metaskálum, og skoð-
anir hans voru Salomonsdómur fyr-
ir marga okkar.
Ármann setti mark sitt á starf-
semi Héðins í 47 ár. Það gerði hann
með svo eftirminnilegum hætti, að
strax í lifanda lífi hafði nafn hans
öðlast blæ þjóðsagnapersónu.
Frá því fyrsta var sjálfgefíð að
Ármann tæki að sér vandasama
hluti. Alla starfsævi hans í Héðni
var hann í forsvari fyrir fyrirtækið
í málum sem kröfðust mikils. Fram-
an af var hann titlaður verkstjóri,
en var í raun verkefnisstjóri yfir-
gripsmikilla verka þar sem verktím-
inn tók mánuði og ár, og samræm-
ing verkþátta og heildaryfírlit hvfldi
á hans herðum. Það er dæmalaust
fyrir okRur sem á eftir komum að
fara um landið og heyra vitnis-
burðinn. Ótrúlega víða hefur hann
komið við í gegnum árin, og alls
staðar er hans minnst með sömu
virðingunni. Verkþekkingin og
öryggið hafa skilið eftir spor út um
allt land.
Á seinni árum breyttist starfs-
sviðið. Sérfræðiþekking hans á
fiskimjöli varð til þess að hann tók
að sér verkefni á tæknideild Héðins.
Síðastliðin ár hefur hann lagt
grunn að þætti Héðins í uppbygg-
ingu fískimjölsiðnaðarins með sömu
vandvirkninni og hann vann sem
verkstjóri í fyrri verkum. Óteljandi
ferðir út um landið — .samtöl við
verksmiðjumenn — miðlun reynslu
og þekkingar, þessi praktíska ráð-
gjöf skilaði mönnum meira áfram
heldur en margt annað.
Dæmigert um það álit sem hann
skapaði sér var að svo var komið
að erlendir tækjaframleiðendur
báru undir hann lausnir sínar á
ýmsum útfærslum sem vörðuðu
íslenska markaðinn — og tóku mark
á honum.
Það er happ að hafa notið sam-
vista við góðan starfsfélaga, og eiga
enduirninningar eftir slíkan mann
sem Ármann Sigurðsson.
Guðmundur Sveinsson
Vinur minn og starfsfélagi Ár-
mann Sigurðsson er látinn. Kynni
okkar Ármanns ná mörg ár aftur
& Ármúla 29 símar 38640 - 686100
l>. Þ0RGRIMSS0N & C0
Armstrong LDFTAPLÖTUR
KORKOPLABT GÓLFFLÍSAR
'^fáBMAPLAST EINANGRUN
j|| VINKLARÁTRÉ
í tímann. Við kynntumst sem vinnu-
félagar í Vélsmiðjunni Héðni hf.,
og vorum við einnig með fyrstu
íbúum í Kópavogi í kringum 1947.
í öll þau ár sem við þekktumst
hefur aldrei fallið skuggi á kynni
okkar, og var það fyrst og fremst
Ármanni að þakka.
Það sem fyrst vakti athygli mína
er ég kynntist Ármanni var prúð-
mennska og hversu rólegur hann
var. Við fórum oft til vinnu úti á
landi á vegum fyrirtækisins, hann
sem verkstjóri og ég sá um efni og
þessháttar. Ármann var alveg sér-
stakur sem verkstjóri, hann var vin-
ur mannanna og trúr fyrirtækinu.
Alltaf tókst honum að komast
klakkiaust frá verkstjórninni jafn-
vel þótt hann væri með stóran hóp
manna. Ætla má þó að það hafi
reynt á þolrifin hjá honum með
svona margar ólíkar sálir undir
sinni stjóm.
Ármann var mjög víðlesinn ,um
land og þjóð. Það var alltaf gaman
að ræða við Ármann, hann rólegur
og ég fljótur. Sérstaklega var gam-
an að ræða við hann um stjórnmál,
sem hann var vel inni í, hann sjálf-
stæðismaður og ég krati. Erfítt var
að æsa Ármann upp í heitar stjórn-
málaumræður, þótt það hafi tekist
í örfá skipti í umræðum okkar, oft-
ar hlustaði hann á mann tala sig
heitan, og brosti svo að öllu saman.
Ein lítil saga um Ármann sem
er mjög lýsandi fyrir hánn. Um
daginn vorum við að tala um fjalla-
hringinn sem blasti við augum frá
Héðni hf. í Garðabæ. „Veistu það
Óli, Botnsúlurnar sjást héðan.“
„Nei, það held ég ekki,“ svaraði ég,
enda var þannig veður að þær sáust
ekki þann dag. Svo líða nokkrir
dagar, þá kemur Ármánn. „Óli,
komdu út, sérðu nú. Jú, Botnsúlurn-
ar sjást á milli Móskarðshnjúka og
Skálafells." Þarna var hann búinn
að sanna sitt mál, án þess að fara
í karp, en svona var Ármann, hann
vildi koma öllu á hreint.
Ég sakna Ármanns og óska þess
að þeir sem eftir lifa séu sterkir í
sorginni.
Óli Galti
Árið 1942 voru miklir umbrota-
tímar hér á landi, þar sem málm-
iðnaðurinn, með Vélsmiðjuna Héðin
í fararbroddi, átti dijúgan hlut í
uppbyggingu annarra atvinnuvega.
í desember þessa árs réðst Ármann
Sigurðsson til starfa hjá Héðni, að
loknu námi í vélvirkjun.
Það kom fljótlega í ljós að hjá
Ármanni var að finna þá eiginleika,
sem gera menn traustsins verða,
og nýttust þeir hæfíleikar til fulln-
ustu á öllum hans starfsferli. Hann
var einstakur hagleiksmaður, ætíð
yfírvegaður, ráðagóður með af-
brigðum og einstaklega heilsteypt-
ur persónuleiki. Sem verkstjóri kom
hann ætíð fram við starfsmenn af
fyllstu háttvísi og prúðmennsku og
ávann sér ómælda virðingu allra
þeirra sem hann átti samskipti við.
Alla tíð voru honum falin marg-
vísleg ábyrgðarstörf, einkum við
verkefnastjómun og uppsetningu
flóknustu vélk og tækja. Þá helst
var hann í essinu sínu við upp-
byggingu sfldar- og fiskimjölsverk-
smiðja víðs vegar um landið. Þar
safnaðist honum dýrmæt reynsla
sem hann gerði sér far um að miðla
af, jafnt til verksmiðjumanna sem
samstarfsmanna. Þar var ekki farið
með neitt fleipur, enda óspart farið
að hans ráðum. Síðari árín settist
Ármann við skrifborð á tæknideild
Héðins og annaðist ráðgjöf og milli-
göngu við þessa aðila.
Ármann varð bráðkvaddur
síðastliðinn jóladag og hafði þá
starfað óslitið sem sannur Héðins-
maður um 47 ára skeið. Það er
mikilsvert að hafa kynnst slíkum
manni sem skilur eftir sig svo já-
kvæðar minningar með svo mörgum
samferðamönnum.
Rögnu eiginkonu hans, afkom-
endum og venslafólki er vottuð inni-
legasta samúð.
Sverrir Sveinsson
Ég vil með nokkrum línum minn-
ast vinar míns, Ármanns Sigurðs-
sonar járnsmiðs, er lést á jóladag
á heimili sínu, Hjallabrekku 41,
Kópavogi.
Ármann var mikill mannkosta-
maður, hvers manns hugljúfi og
góður heimilisfaðir. Hann féll fyrir
aldur fram aðeins tæplega 69 ára
í fullu starfi. Hann stundaði sína
iðngrein alla ævina og vann lengst
af hjá Vélsmiðjunni Héðni hf. í
Reykjavík. Fyrstu árin vann hann
sem almennur járnsmiður, en fljót-
lega voru honum falin ábyrgðar-
verkefni, þegar forráðamönnum
vélsmiðjunnar urðu ljósir yfirburða
hæfileikar hans á ýmsum sviðum,
og verkstjórn við uppsetningu fiski-
mjölsverksmiðja út um allt land. I
mörgum tilfellum var hann með
ábendingar í sambandi við hönnun
verksmiðjanna svo betur mætti fara
samfara reynslu sinni á áratugabil
við þessi verkefni. Voru honum, auk
þessa, falin mörg trúnaðarstörf fyr-
ir viðkomandi félag, sem yrði of
langt mál að rekja nú. Segir það
söguna hvers hann var megnugur
og naut mikils trausts húsbænda
sinna.
Vegna starfs síns varð Ármann
að dvelja langtímum saman frá
heimili sínu, sem honum var svo
kært, og kom þá í hlut elskulegrar
eiginkonu hans að sjá um allt sem
viðkom því, sem hún leysti með
sérstakri prýði. Allt það er var
framkvæmt á hans vegum vegna
fiskimjölsverksmiðjanna skráði
hann nákvæmlega niður, allar þær
upplýsingar er komið gætu að gagni
og orðið til hagræðingar þegar til
seinni tíma yrði litið. Allt sem Ár-
mann gerði og framkvæmdi ígrund-
aði hann vel og lét ekki fljótfærni
verða sér fjötur um fót, fyrir það
var hann þekktur alls staðar, örugg-
ur, rökfastur og framkvæmdamað-
ur. Mér var sagt af samstarfsmönn-
um hans að hann hefði, vegna
greindar sinnar og sjálfsnáms, verið
með þekkingu á við tæknifræðing
og að hluta verkfræðing, og mun
það vera staðreynd.
Hann naut þess að lifa lífinu og
átti sér mörg áhugamál utan hins
almenna vinnudags, stundaði
íþróttir á yngri áruln svo sem skíða-
og skautaíþróttir og fjallgöngur,
var það mest á skólaárum hans á
Akureyri. Seinna þegar suður kom
var það lax og silungsveiðin sem
heillaði hann ásamt fuglaveiði. Fyr-
ir nokkrum árum fékk hann vægt
hjartaáfall, en náði sér allvel og
stundaði sína vinnu þar til hjartað
gaf sig á jóladag snögglega.
Ármann fæddist 2. janúar 1921
í Móhúsi á Stokkseyri, yngstur 12
bama hjónanna Sigurðar bónda og
trésmiðs Magnússonar og konu
hans, Hólmfríðar Þóru Ragnheiðar
Gísladóttur, bæðiÁrnesingar. Þau
bjuggu fyrst í Miklaholtshelli í
Hraungerðishreppi í Flóa, og þar
fæddust 11 börnin, en fluttu svo
niður á Stokkseyri í Móhús 1920
þar sem Ármann fæddist. Af systk-
inum hans eru nú 5 á lífi og votta
ég þeim og mökum þeirra hjartan-
lega samúð og óska þeim allrar
blessunar.
Ungur að árum kynntist hann
ungri glæsilegri stúlku, Rögnu Þor-
gerði Kristjánsdóttur, sem hann
gekk að eiga 1. apríl 1945, hún var
dóttir Kristjáns, f. í Laugardælum,
trésmiðs og bónda í Bár í Flóa,
Ólafssonar og seinni konu hans,
Ragnheiðar Þorkelsdóttur bónda í
Smjördölum, Jónssonar. Þau
bjuggu sér bú í Reykjavík og lifðu
saman í hamingjusömu hjónabandi.
Þeim varð fjögurra mannvænlegra
barna auðið: Ragnheiður gift Þor-
steini Þorsteinssyni verkfræðingi
og dr. í vélaverkfræði, þau eiga
þrjú börn. Búsett í Salem, N.H.,
USA. Sigríður búsett í Mosfellsbæ,
hún á þijú böm. Sigurður auglýs-
ingahönnuður búsettur í Reykjavík,
kona hans er Linda Wright og eiga
þau tvö böm. Kristján tæknifræð-
ingur búsettur í Mosfellsbæ, kona
hans er Herdís Hermannsdóttir,
eiga eina dóttur.
■ Þeim öllum votta ég samúð okk-
ar hjóna og óska þeim allra heilla
á komandi tímum.
Haustið 1938 bar fundum okkar
Ármanns saman, kom hvor úr
sínum landsfjórðungi, hann að
sunnan en ég að norðan, þar sem
við þreyttum próf upp í 2. bekk
Iðnskóla Akureyrar. Hann hafði þá
um vorið hafíð nám í járnsmíði hjá
Sveini Tómassyni jámsmíðameist-
ara, sem seinna varð slökkviliðs-
stjóri Akureyrar. Með okkur Ár-
manni tókst þegar vinátta, sem átti
eftir að endast í rúmt 51 ár svo
eigi bar skugga á. Við fylgdumst
að í bekkjunum og lásum oftast
saman. Tókum svo burtfararpróf
1941 um vorið.
Ármann var fjölhæfur námsmað-
ur, ávallt „dúxinn“ í bekknum.
Einna helst hafði hann dálæti á
stærðfræði þar sem hann naut sín
best. Á þessum tíma var lögskipað-
ur vinnudagur 10 klst. 6 daga vik-
unnar, og kvöldskóli eftir strangan
vinnudag allan veturinn svo ekki
var mikill tími aflögu, en þó sóttum
við aukatíma í ensku og þýsku og
var það seint á kvöldin nokkra daga
vikunnar, svo var áhuginn mikill
og námsþrá. Þegar svo námi lauk
hjá okkur settumst við báðir að í
Reykjavík og giftumst. Gott sam-
band varð þegar á milli heimilanna
og ótal margar ánægjustundir átt-
um við saman. Þau hjónin voru
mjög samrýnd og gott að njóta
samveru þeirra og gestrisni sem var
alveg einstök og ekki var blíðlyndi
og trygglyndi Rögnu minna en Ár-
manns. Annan dag nýs árs komum
við hjónin til að gleðjast með þeim
hjónum á afmælisdegi húsbóndans,
þar féll ekki dagur úr í 51 ár.
Ragna mín, við hjónin óskum þér
allrar blessunar og vottum þér okk-
ar dýpstu samúð og .styrk við frá-
fall góðs drengs og eiginmanns.
Við munum ávallt minnast hans
með söknuði og virðingu.
Vilhjálmur Ingólfsson
Ármann Sigurðsson fæddist 2.
janúar 1921, sonur hjónanna Hólm-
fríðar Gísladóttur og Sigurðar
Magnússonar bónda og trésmiðs á
Móhúsum og síðar Stokkseyri. Ár-
mann var yngstur í 11 barna hóp,
en 6 elstu börnin voru dætur og 5
yngstu voru synir. Sigurður féll frá
er Ármann var aðeins 14 ára gam-
all og var hann unglingur þegar al-
vara lífsins tók við og hann þurfti
að sjá um sig sjálfur.
Á unglingsárum var Ármann
kaupamaður í Bár í Flóa. Síðan-lagði
Ármann leið sína norður til Akur-
eyrar þar sem hann nam járnsmíði
við Iðnskólann á Akureyri í byijun
seinni heimsstyijaldar. Járnsmíðar
voru aðaláhugamál Ármanns, en
honum voru margskonar smíðar til
lista lagðar. Á Akureyri eignaðist
Ármann kunningja og vini sem hann
hélt tryggð við ævilangt.
Á Akureyri hóf Ármann sinn fer-
il sem skáti, en hann lærði þarmargt
gott og hafði því mikla ánægju af
því starfí. Ármanri var mikill áhuga-
maður um útiveru og kunni vel að
meta náttúruna og umhverfið eins
hafði hann áhuga á tjaldútilegum
og veiðiskap. Á yngri árum voru
þessi áhugamál sameinuð í sumar-
ferðum til Þingvalla og víðar. Eins
fór Ármann til ijúpna á hveiju
hausti og taldi það vera bæði heilsu-
bætandi og ánægjulegt.
MmmifiiHHJtÍÍKUffíi) I
Eftir nám flutti Ármann suður til
Reykjavíkur þar sem hann hóf störf
hjá Vélsmiðjunni Héðni á plötuverk-
stæðinu og þar starfaði hann í nær
fimmtíu ár. Þó svo að starfsferillinn
hafí allur verið hjá sama vinnuveit-
anda, taldi Ármann að hann hefði
skipt um starf innan félagsins a.m.k.
þrisvar sinnum. Ármann var tryggur
starfsmaður Héðins og var bæði
duglegur og vandvirkur í sínu starfi
þar.
Eftir komuna til Reykjavíkur trú-
lofaðist Ármann Rögnu Kristjáns-
dóttur, Ólafssonar bónda í Bár.
Ásamt Sigríði systur Rögnu og
Kristjáni Finnbogasyni voru þau
gefin saman í hjónaband í Bár þann
1. apríl 1945 af séra Sigurði Páls-
syni presti í Hraungerði og síðan
Selfossi. Með þessum. hjónum var
alltaf mikil vinátta og Ármann hafði
mikla ánægju af því að skiptast á
skoðunum við Kristján, en hvor um
sig var vel upplýstur og ákveðinn í
sínum skoðunum á þjóðmálunum.
Ármann var fijálshyggjumaður
og mjög ákveðinn stuðningsmaður
Sjálfstæðisflokksins sem telja má
frekar óvenjulegt af járnsmiði af
hans kynslóð að vera. Hann vann
að málefnum flokksins eftir því sem
aðstæður leyfðu. Ármann fylgdist
alltaf sérstaklega vel með fréttum,
bæði innlendum og útlendum og
hann var alitaf vel upplýstur.
Ármann og Ragna hófu búskap
sinn á Skarphéðinsgötunni en stuttu
seinna fluttu þau í Kópavoginn þar
sem hjónunum bauðst tækifæri til
að byggja við Nýbýlaveg á hluta af
landi Olafs Kristjánssonar, bróður
Rögnu. Þetta hverfi var nýtt og afar
afskekkt á þessum árum og voru
þau meðal frumbyggja í Kópavogi.
Hagalín lýsir því skemmtilega í bók
’sinni Fílabeinshöllinni. Kjör iðnaðar-
manna á íslandi á þessum árum
voru kröpp svo að húsinu var komið
upp með eijgin höndum í frístundum.
Á meðan Armann og Ragna bjuggu
þama eignuðust þau fjögur börn,
Ragnheiði, Sigríði, Sigurð og Kristj-
án.
Á síldarævintýrisáranum uppúr
1960, eftir margra ára starf við plöt-
usmíðar, var Ármanni falið trúnað-
arstarf sem verkstjóri við uppsetn-
ingu á mjölverksmiðjum á vegum
Vélsmiðjunnar Héðins. Þetta nýja
starf krafðist töluverðrar fjarveru
af hálfu Ármanns. Á meðan kynnt-
ist hann Norður- og Austurlandi og
heimamönnum þeirra landshluta. Þá
stjórnaði hann hópi manna, og þótti
hann sanngjarn en ákveðinn stjórn-
andi. Margir járnsmiðir nutu góðs
af leiðsögn og stjórn Ármanns og
oft hef ég hitt vélstjóra sem unnu
fyrir hann á námsárum sínum og
búa enn að því sem þeir lærðu hjá
honum. Eftir að uppgangsáram
síldarinnar lauk, vann Armann við
önnur uppbyggingarverkefni svo
sem við íslenska álverið og Kröflu-
virkjun.
Úm 1968 dreif Ármann sig í að
byggja nýtt hús sunnan við Nýbýla-
veg í Hjallabrekku í Kópavogi þrátt
fyrir að börnin væru farin að flytja
að heiman. Má telja að þetta spegli
nokkuð ört batnandi lífskjör íslend-
inga á þessum árum. Heimilið var
myndarlegt og hlýlegt. Auk þess
höfðu hjónin mikla ánægju af garð-
rækt og bar gaðurinn þess merki.
Með batnandi afkomu og vinnu
húsmóðurinnar gátu hjónin kynnst
Bandaríkjunum og Evrópu, sem þau
gerðu af sama áhuga og að ferðast
um ísland. Eins kynntist Ármann
Norðurlöndum á seinni árum þegar
starf hans í Héðni breyttist aftur.
Síðasti áfangi í ævistarfi Ármanns
hjá Héðni var við sölustörf á mjöl-
verksmiðjum. Ármann skipulagði
það verkefni eins og hann átti vanda
til og vann það af dugnaði. Honum
fannst það nokkuð mikil breyting frá
smiðsstarfinu, en hafði ánægju af
því að takast á við ný verkefni á
þessu sviði.
Ármann varð bráðkvaddur að-
faranótt jóla tæplega 69 ára gam-
all. Hann hafði verið undir eftirliti
vegna vægs hjartasjúkdóms, en eng-
inn átti von á að hann myndi fara
svona fljótt. Fjölskylda hans og vin-
ir sakna hans sárt. Hitt er jafnframt
mikil ánægja að hafa kynnst og
þekkt eins mikinn ágætismann eins
og Ármann Sigurðsson. Blessuð sé
minning hans.
Þorsteinn Þorsteinsson