Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 21
C 21 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1990 Leifíir Hjálmars- - Minning son Fæddur 16. nóvember 1955 Dáinn 21. desember 1989 Enn einu sinni erum við minnt á það, hvað stutt er milli lífs og dauða. Leifur dáinn; aðeins 34 ára gamall. Hátíð ljóss og friðar var framundan og hann búinn að und- irbúa jólin og senda móður sinni og systur bréf frá Danmörku, þar sem hann var búinn að vera búsett- ur í tæp 3 ár þegar kallið kom. Fólk virðir fyrir sér og dáist að sólaruppkomu og sólarlagi, blessar nýtt líf, er fæðist, en staldrar við og syrgir sárt er dauðinn knýr á. Leif þekkti ég frá því hann var unglingur, þar sem við áttum heima í sama hverfi. Margar góðar minn- ingar á ég frá þeim árum, með honum. Þær voru ófáar stundirnar sem ég átti með honum í Efsta- landinu, þar sem hann reyndist mér tryggur vinur. Margt var braliað saman á þeim árum og oft glatt á hjalla. Margar Keflavíkurferðir voru hjá okkur líka á þessum tíma og oft gaman, og ansi ævintýra- legt. Ég gleymi því aldrei þegar ég gifti mig og sagði við Leif að þar sem ég væri nú af stórri fjölskyldu, eins og hann vissi, vildi mamma endilega að mínir vinir kæmu dag- inn eftir eða seinna, þá sagði Leif- ur: En ég hlýt nú að mega koma, sem varð svo úr. Þetta lýsir kannski vináttu okkar á þessum árum. Það var oft mikið að gera hjá Leifi og hann var oft leitandi. Hann miklaði ekki hlutina fyrir sér, þó að mér þætti 'stundum of. Stundum eins og gengur hjá öllum vinum kom til orðaskipta hjá okkur þar sem skap- stór voru jú bæði, og þá kom oft hjá honum: Hvað með það Gunna? Þetta er ekkert mál, því það er um að gera að lifa lífinu, sagði hann oft við mig og eins og fyrr sagði, fannst mér hann oft leitandi og í kappi við tímann að mér fannst. Þó svo að við bæði stofnuðum heim- ili og eignuðumst okkar fjölskyldur þá hættum við ekki að hafa sam- band þá. Leifur giftist Guðrúnu Einars- dóttur og átti með henni einn son, Hjálmar litla sem nú sér á eftir föður sínum. Leifur og Guðrún skildu. Fyrir átti hann son, Hauk, búsettan á Akureyri. Leifur missti föður sinn aðeins 17 ára gamall, hann fór ekki var- hluta af erfiðleikum í lífinu eins og við svo mörg. Ég hafði ekki samband við hann eftir að hann flutti til Danmerkur, því vil ég þakka honum fyrir gömlu góðu árin okkar, því margs er að minnast. Með þessum fáu orðum vil ég og fjölskylda mín votta syst- ur hans, Hildi, og móður hans, Hrafnhildi, okkar dýpstu samúð, svo og sonum hans. Nú er Leifur búinn að hitta föður sinn á ný, sem hann saknaði alltaf svo sárt. Blömastofa Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öii kvöld til kl. 22,- einnig umheigar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hafí Leifur þökk fyrir allt gam- alt og gott. Gunna H. vinkona Mig langar til að minnast Leifs bróður míns. Hann fæddist á Seyð- isfirði og var sonur hjónanna Hjálm- ars Halldórssonar og Hrafnhildar Leifsdóttur og eignuðust þau okkur tvö systkinin. Leifur var þremur árum eldri en ég og fannst honum að hann ætti að gæta mín, gat ég oft Ieitað til hans með svör og ann- að þó við værum börn, sem ég minn- ist nú. Leifur var mjög glaðlyndur og sjálfstæður, og man ég eftir mörgum bernskubrekum hans, fljótur að kynnast fólki og hændust margir að honum. Marga vini eign- aðist hann. Við fluttum frá Seyðis- firði 1959 til Reykjavíkur og flutt- um síðar oft á milli staða hér í borg. Faðir okkar lést 1974 eftir erfið og löng veikindi. Leifur var mjög hændur að föður okkar enda var missir hans sár og erfiður og fannst mér hann breytast þá mikið. Ungur fór Leifur að heiman, vildi kanna nýjar slóðir. Vann hann mik- ið í varahlutaverslunum, fljótur var hann að komast inn í störf sín og var vel liðinn. Leifur eignaðist tvo syni. Fyrri soninn, Hauk Heiðar, fæddur 24. ágúst 1980, með Unni Hauksdóttur frá Akureyri og ólst hann upp hjá ömmu og afa sínum þar. Átti hann lítil ’samskipti við soninn. En minntist hans oft. Unn- ur var Leifi góð. Síðar kynnist hann Guðrúnu B. Einarsdóttur. Þau gift- ust 1982 og eignuðust þau son 7. janúar 1983, sem Leifur skírði eftir föður sínum, Hjálmar Örn Leifsson. Var hann mjög hreykinn af því. Síðar slitu þau samvistum, 3 árum seinna, og saknaði hann Hjálmars litla mikið. Leifur átti erfiða en stutta ævi og átti betra skilið því gott hjarta átti hann, það sýndi sig best í bréfum sem hann skrifaði til okkar mæðgnanna. 1987 flutti Leif- ur út til Danmerkur og undi vel þar. Á síðasta ári fór hann að kenna ýmissa veikinda. Ég fór til hans stuttu eftir að hann flutti þangað og var sá tími ánægjulegur. Hafði hann mér margt að sýna, og mun ég geyma þær minningar í hjarta mínu. Ekki grunaði mig, að við værum að kveðjast í síðasta sinn. Hann kom ekki heim allan tímann sem hann bjó í Danmörku, en sendi móður okkar reglulega góð og hlý- leg bréf. Síðasta bréfíð kom daginn sem hann lést. Er sorg hennar mik- il. En nú er hann kominn til föður síns. Guð geymi sálu hans. Hildur Hjálmarsdóttir t GÍSLI GUÐMUNDSSON leiðsögumaður og kennari frá Tröð, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. janúar kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Landgræðslusjóð. Anna M. Guðjónsdóttir, Jón H. Gfslason, Brandur Gfslason, GuðmundurT. Gislason, Atli Gfslason, Ásmundur Gíslason, Guðrún Gísladóttir. Valgerður Guðmundsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Marta Hauksdóttir, Jóhanna Vigfúsdóttir, Unnur Jónsdóttir, Rannveig Hallvarðsdóttir, t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR EYJÓLFSSON frá Brúsastöðum Tjörn við Herjólfsgötu, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju mánudaginn 8. janúar kl. 15.00. Ásta Hjálmarsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Gunnar Hjálmarsson, Friðberg Emanúelsson, Auðbjörg Njálsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, börn og barnabörn. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf umi + Útför móður minnar, SIGRÍÐAR LÁRU JÓHANNSDÓTTUR, Kleppsvegi 6, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. janúar kl. 13.30. Lára Jóhannsdóttir. + Móðir okkar, HALLFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, þriðjudaginn 9. janúar kl. 13.30. Kolbrún Karlsdóttir, Hrafnhildur Björk Ólafsdóttir, Steinunn Inga Ólafsdóttir. + Jarðarför móður okkar, ÓLAFÍU GUÐNADÓTTUR, Njálsgötu 11, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju hinn 8. janúar nk. kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Davfð Haraldsson, Friðrik Haraldsson. + Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN HELGASON vélstjóri, frá Húsavík, Keldulandi 13, er andaðist í Vífilsstaðaspítala 26. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. janúar kl. 15.00. Rannveig L. Sveinbjörnsdóttir, Pétur Bjarnason, Sveinbjörn Fjölnir, Þóra Birna, Fjóla, Olga Björk og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐNÝJAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Norðurbrún 1. Fyrir hönd aðstandenda, Kristfn Kristjánsdóttir. + Þökkum innilega sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför BJARGMUNDAR JÓNSSONAR frá Stykkishólmi Suðurhólum 2. Jensfna Óskarsdóttir, Ólafía H. Bjargmundsdóttir, Hinrik Hinriksson, ingigerður Bjargmundsdóttir, Valur Ólafsson, Jón Bjargmundsson, Haraldur Bjargmundsson, Elfsabet Bjargmundsdóttir, Kristín Bjargmundsdóttir, Gréta E. Bjargmundsdóttir, Birgitta Bjargmundsdóttir, Sólveig Steingrfmsdóttir, Sturlaugur Albertsson, Þorsteinn Hauksson, Kristján Gunnarsson, barnabörn og aðrir aðstandendur. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð í dag frá kl. 9.00- 13.00 vegna jarðarfarar GÍSLA GUÐMUNDSSON- AR, leiðsögumanns og kennara frá Tröð. Lögmenn, Atli Gíslason hrl., Magnús M. Norðdahl hdl. Ingólfsstræti 5, Reykjavík. V'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.