Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 25
C 25 MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 DJASS///ver var mabur ársins 1989f Bjartyfir ÁRIÐ SEM LEIÐ hefur á margan hátt verið gjöfult íslensku djasslífi. Sem fyrr hefur verið djassað hvern sunnudag í Heita pottinum í Duus húsi og stunum víðar í Reykjavík. Á landsbyggð- inni var mikil djasshátíð í júlí. Var það önnur djasshátið Jazz- klúbbs Egilstaða sem haldin var með miklum glæsibrag í Vala- skjálf á Egilsstöðum undir ör- uggri leiðsögn Árna Isleifssonar. Ymsir ungir hljóðfæraleikarar hafa komið heim frá námi á ár- inu, flestir til skemmri dvalar að sinni, en Sigurður Flosason, saxófónleikari, er þó alkominn og er mikill fengur að hingað- komu hans. Hann hefúr tekið við yfirkennarastöðu hjá Tónlistar- skóla FÍH, en sá skóli er vaxtar- broddurinn i Islandsdjassinum. Ymsir ágætir erlendir gestir léku í Heita pottinum á síðasta ári með íslenskum hrynsveitum: banda- ríski altósaxófónleikarinn Charlie McPhearsson, danski píanistinn Arne Forchhamm- er, færeyski Jótinn Kristian Blak ásamt sænska gítaristanum Lelle Kulgren sem einn- ig býr í Þórshöfn og svo kom góður gestur frá Svíþjóð í árslok: Halldór Pálsson altósaxófónleikari. Var stórgaman að heyra hann blása í altóinn í félagsskap Sigurðar Flosa- sonar, Árna Schevings, Tómasar R. Einarssonar og Matthíasar Hem- stoks trommara, en Matthías er sá af yngstu hljóðfæraleikurunum er sýnt hefur hvað mestar framfarir á árinu ásamt Hilmari Jenssyni gítar- leikara. Finninn Jukka Linkola kom hér í annað sinni á síðasta ári og stjórnaði tíumanna hljómsveit FÍH á stórgóðum hljómleikum í hinum nýja sal FÍH við Rauðagerði, en þar hefur félagið og skólinn fest kaup á glæsilegu húsnæði. Þegar hlustað. var á tíumannasveitina var manni hugsað til Stórsveitar RÚV og væri það besta nýársgjöf fyrir íslenska djassunnendur að hún yrði sett á laggirnar að nýju. Sem betur fer er þó stórsveit starfandi í Kópavogi þarsem Stefán S. Stefánsson heldur áfram starfi Árna Schevings og Gunnars Ormslevs við að þjálfa djasssveit og er þar að sjálfsögðu byggt á því mikla menningarstarfi er Björn Guðjónsson hefur unnið með lúðraæskunni í þeim bæ. Á Akureyri er líka stórsveit við Tón- listarskólann og einn af höfuð- eftir Vernharð Linnet Tómas R. Einarsson — for- göngumaður atvinnumennskunnar. paurunum heimsótti höfuðstaðinn á síðasta ári og blés í Heita pottinum. Það var Finnur Eydal sem enn blæs í barýtonsaxinn með snilldartökt- um. Með honum kom kona hans Helena Eyjólfsdóttir og söng. Kuran Swing nefnist kvartett skipaður Símoni Kuran, Birni Thor- oddsen, Ólafi Þórðarsyni og Þórði Högnasyni. Þeir léku á Norrænu útvarpsdjassdögunurii í Dalsbruk í Finnlandi, en sú hátíð verður í Reykjavík í maí. Björn dvaldi um tíma við spilamennsku í Danmörku og í Bandaríkjunum gerði Skúli Sverrisson garðinn frægan, en dúó hans og þýska gítaristans Christ- ians Rovers, Yours Roughly, hlaut gullverðlaun á Musicfest U.S.A. fyrir bestu rafsveitina þarsem ald- urstakmark var ekkert, en verðlaun voru að auki veitt þremur tilteknum aldurshópum. Fjölsóttustu djasstónleikar ársins voru tvennir Jazzvakningartónleik- ar. Þeir fyrri þarsem kvartett trompetleikarans Jon Faddis lék í Óperunni en hinir síðari þarsem Guðmundarnir djössuðu á Kjarvals- stöðum í tilefni 110 ára sameigin- legs afmælis þeirra. Stóri salurinn rúmaði varla alla gesti enda hafa Guðmundarnir, Ingólfsson og Stein- grímsson, löngum verið einna vin- sælastir íslenskra djassleikara. String Trio of New York hélt hér tónleika og Ole Koch Hansen gaf út þjóðlagadjassskífu í Kaupmanna- höfn þarsem heyra mátti útsetning- ar hans á íslenskum þjóðlögum. Ganamaðurinn Cab Kaye lék á Hótel Borg og Ax-útgáfan á Kópa- skeri gaf út snældu með verkum hans: Africa on Ice. Steinar Records í London gáfu út Playing for Time með Mezzoforte og jafnbesta djass- plata íslensk kom út á árinu: Nýr tónn með kvintett Tómasar R. Ein- arssonar. Var það gleðilegur at- burður en sorglegir atburðir gerð- ust einnig þetta ár; sá verstur að Guðni Hermanssen, saxófónleikari og málari í Vestmannaeyjum, lést fyrir aldur fram. Við hljótum að líta björtum aug- um á íslenskt djasslíf komandi árs. Alltaf bætast nýir kraftar í sveitina og margir hinna eldri spila mikið — þó saknar maður þess að heyra ekki oftar í Rúnari Georgssyni. íslenskur djass stendur á tíma- mótum. Atvinnumannalið er að vaxa úr grasi og því tel ég djass- mann ársins tvímælalaust Tómas R. Einarsson. Tvennt ber til. Hann hefur verið forgöngumaður djassat: vinnumennskunnar og hann veitti forustu þeim er léku á Nýjum tóni. Án agaðra vinnubragða hans hefði sú skífa aldrei orðið eins vönduð og raun ber vitni. Hjartans þakkir fœri ég öllum, sem glöddu mig á ýmsan hátt á áttrœðisafmœli mínu 1. janúar. Ólafur Magnússon frá Mosfelli. Líkamsrækt, líkamsrækt! Tilboðsverð á stökum Ijósatímum út janúarmánuð, 250 kr. tíminn. Flott form æfingabekkir, 3.900 kr. 10 tíma kort. IMesform, Eiðistorgi 13-15, 2.hæð, simi 612422. Opiðfrákl. 9-13 og 16—21, laugard. frákl. 11-16 RUMENIIISOFNUN GIRO 90000-1 Einnig er tekið á móti framlögum af Visa- og Eurokortum í síma 26722 í dag, sunnudag, frá kl. 13-21 og á venjulegum skrifstofutíma. Þitt framlag kemur bágstöddum til hjálpar. Rauði Kross íslands Flestum íslendingum er nú Ijóst, að síðan land byggðist hefur verið gengið of nærri landinu, skógur eyðst og annar gróður spillst. Nú á árinu 1990, í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags íslands, hefur verið ákveðið að efna til mikils átaks í skógrækt á íslandi. Átak sem byggir á virkri þátt- töku allra landsmanna, - átak þetta er nefnt „LANDGRÆÐSLUSKÓGAR - átak 1990“. FUJl-umboðið áíslandi, LJÓSMYNDAV ÖRUR h.f., hefur ákveðið að styðja þetta merka og nauðsynlega átak í ræktun landgræðsluskóga á íslandi. Sá stuðningur er tvíþættur, í fyrsta lagi með kostun á gerð nokkurra sjónvarps- mynda um landgræðslu og skógrækt, sem sýndar verða í vetur. Og í öðru lagi með fjarframlagi, sem felst í því að greiða 10 krónur af hverri seldri FUJI filmu allt árið 1990 til landgræðsluskógaátaksins. Varðveitum og bætum umhverfi okkar, - varðveitum minningarnar á FUJI filmu. _ ____ LANDGRÆÐSLUSKQGAR DflSdidijl.; I Ágrænnigreinmeð B|i| ATAK 1990 SKIPHOLTI31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.