Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 Í LEIT AÐ HINUM HREINA TÓN GUNNAR GUÐBJORNSSDN ^■■HB TENÓR ■ GUNNAR GUÐBJÖRNSSON fæddist í Reykjavík 1965 og ólst upp í Kópavogi og á Alfta- nesi. Hann gekk í Gagnfræða- skóla Garðabæjar og lauk síðan stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands árið 1985. Þegar hann var í 5. bekk Verslunar- skólanáhóf hann söngnám hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur í Tónlistarskólanum í Garðabæ. Ári síðar fór hann í Nýja tónlist- arskólann, lærði hjá Sigurði Demetz og lauk þaðan burt- fararprófí um jólin 1987. Gunnar tók þátt í f lutningi Messíasar með Pólýfónkóm- um og kom einnig fram á lokatónleikum kórsins í Há- skólabíói. Þá tók hann þátt í kon- sertuppfærslu á Álfadrottning- unni með íslensku hljómsveitinni ILangholtskirkju umjólin 1985. Hann söng lítið hlutverk í Grímu- dansleik eftir Verdi í uppfærslu Þjóðleikhússins 1985 og varþað frumraun hans á ópemsviðinu. Hann söng hlutverk Don Ottavio í uppfærslu íslensku óperunnar á Don Giovanni eftir Mozart árið 1988. „Það sumar fór ég á Bux- ton Opera Festival í Bretlandi og söng þar hlutverk Clotarco í Armida eftir Hadyn og það má kannski segja að það hafi verið mitt stærsta tækifæri til þessa. Síðastliðið sumar söng ég svo ein- söngstónleika á þessari sömu tón- listarhátíð," segir Gunnar þegar við rifjum upp söngferil hans. Gunnar stundar nú söngnám í einkatímum hjá Paul Wynr.e- Griffiths í London. Jafnframt er hann kominn á samning hjá sömu umboðsskrifstofu og Garðar Cortez og Sigríður Ella Magnús- dóttir og er að byija að hasla sér völl sem atvinnumaður í Bret- landi. í haust söng hann í leikriti hjá Opera Nbrth í ferð til nokk- urra borga í Norður-Englandi og í október kom hann fram á tvenn- um tónleikum í Royal Albert Hall með Konunglegu Fflharmóníu- hljómsveitinni. Næsta sumar mun hann taka þátt í sýningum á Cosi Fan Tutte eftir Mozart hjá Velsku þjóðaróperunni í Cardiff og árið 1992 er hann ráðinn þartil að taka þátt í sýningum á Töfraf lau- tunni eftir Mozart. Þá mun hann taka þátt í tónleikum næsta vetur í tónleikaröð fyrir unga listamenn í Englandi, svo nokkuð sé nefnt af framtíðaráformum Gunnars. Hann kveðst engin áhugamál hafa fyrir utan sönginn. „Söngur- inn er mitt líf og yndi,“ segir hann. Unnusta Gunnars er Ólöf Breiðfjörð. ELÍN ðSK ðSKARSDÓTTIR HBNHH sópranH ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR fæddist á Rauðalæk í Holta- hreppi í Rangárvallasýslu árið 1961. Hún ólst upp á Hvol- svelli, gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla. Þegar hún var 11 ára hóf hún nám í gítarleik við Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli. Siðan fór hún að læra á orgel og því næst á píanó, sem varð hennar aðal- hljóðfæH. Elín Ósk var 17 ára þegar hún hóf nám í Söngskó- lanum í Reykjavík undir hand- leiðslu Þuríðar Pálsdóttur. Þá var ég orðin alveg ákveðin í að leggja fyrir mig söng. Ég hef sungið frá því ég rpan eftir mér enda geysilegur söngá- hugi á mínu heimili," segir hún og bætir við: „Sem barn söng ég einsöng í kór Tónlistarskóla Rangæinga og það komst ekkert annað að en söngurinn." Elín Ósk útskrifaðist sem ein- söngvari úr Söngskólanum í Reykjavík vorið 1984 og um haustið hélfhún til Ítalíu, þar sem hún stundaði nám í tvö ár. „Aðal- kennari minn þar var Pier Mir- anda Ferraro og úti á Ítalíu söng ég m.a. í G-dúr messu Schuberts, með kór og hljómsveit Verdi Cons- ervatorio í Mílanó, sem var mikil upplifun. Auk þess söng ég yriokkra konserta," segir hún þegar Ítalíudvölina ber á góma. „Ég kom heim vorið 1986 og söng mitt fyrsta óperuhlutverk þá um haust- ið í Tosca eftir Puccini í Þjóðleik- húsinu. Síðan fór ég til London á söngnámskeið og eftir að ég kom heim söng ég hlutverk Donnu Elviru í óperunni Don Giovanni eftir Mozart. Auk þess hef ég sungið tónleika með Sinfóníu- hljómsveit íslands og Kammer- sveit Reykjavíkur svo nokkuð sé nefnt.“ Elín Ósk mun fara með hlut- verk Dido í óperunni Dido og Aeneas, sem ísienska hljómsveitin hyggst setja upp á nýbyijuðu ári og auk þess eru fyrirhugaðir ein- söngstónleikar nú með vorinu, við undirleik Ólafs Vignis Albertsson- ar. Eiginmaður hennar er Kjartan Ólafsson, söng'kennari að mennt, starfandi tónmenntakennari og kórstjóri, og fyrsta barn þeirra, HeimirÞór, fæddist í mars á síðasta ári. Auk þess að syngja sjálf starfar Elín Ósk sem kenn- ari við Söngskólann í Reykjavík og hún kveðst eiga eitt ódrepandi áhugamál fyrir utan sönginn, sem er hestamennska. Vegna anna við kennslu og uppeldi nýfædds sonar kveðst hún ekki hafa haft mikinn tíma fyrir hestana að undanförnu en-er staðráðin í að bregða sér á bak við fyrsta tækifæri. RANNVEIG BRAGADÓTTIR ■mezzosópran RANNVEIG BRAGADÓTTIR fæddist árið 1962 og ólst upp í Reykjavík. Hún gekk í Álftamýr- arskóla og síðan Kvennaskólann og varð stúdent frá Menntaskó- lanum við Hamrahlíð árið 1982. Hún hóf ung söngferil sinn í kirkjukór Grensássóknar og síðar söng hún með Kvennaskóla- kórnum og Hamrahlíðarkórnum. Eg var 16 ára þegar ég hóf söngn- ám hjá Má Magnússyni og var lengst af hjá honum í Söngskól- anum í Reykjavík þar sem ég lauk 7. stigi. Síðan var ég við nám við Tónlistarháskólann í Vín frá 1982 og lauk þaðan prófi síðastliðið haust,“ sagði Rannveig aðspurð um söngnám sitt. Hún hlaut sérstaka viðurkenningu á burtfararpróf i frá Tónlistarháskólanum í Vín og tvö síðustu árin með náminu tók hún þátt í starfi vinnuóperu ungs fólks í Austurríki, þar sem hún fór með ýmis hlutverk. Að loknu námi fékk hún samning við óperuna í Vínar- borg til tveggja ára. Rannveig hefur tekið þátt í óperusýningum hér heima, meðal annars í uppfærslu Þjóðleikhússins á Ævintýrum Hoffmanns og hún fór með hlutverk Cherubin í Brúð- kaupi Fígarós hjá íslensku óper- unni. Þá hefur hún sungið á ein- söngstónleikum hér heima við und- irleik Jónasar Ingimundarsonár píanóleikara, svo nokkuð sé nefnt. Síðastliðið haust fór hún meðal annars með hlutverk Seodor í óper- unni Boris Godunov eftir Muss- orgsky hjá Vínaróperunni auk þess sem hún hefur sungið á tónleikum í Austurríki: Hún hefur að undan- förnu verið við æfingar á hlutverki Siebel í óperunni Margarethe eftir Gounod, þar sem hún verður til vara. í byijun febrúar næstkomandi mun hún koma fram í ýmsum hlut- verkum í níu sýningum í óperunni í Vín og má af þessu sjá, að Rann- veig hefur yfrið nóg að gera um þessar mundir. Þá er fyrirhugað að hún komi heim og syngi á ljóða- tónleikum og afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í mars næstkomandi. Rannveig sagði að fyrir utan sönginn hefði hún gaman af að vera úti í náttúrunni og til þess gæf ist gott tækifæri í Austurríki þar sem mikil náttúrufegurð er og stutt að fara upp í fjöllin, til dæm- is á skíði. Hún er gift Arnold Postle frá Austurríki, en hann starfar sem kennari og listmálari í heimalandi sínu. HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÚTTIR ■■ MEZZOSÓPRAN | HRAFNHILDUR GUÐMUNDS- DÓTTIR er fædd á Útskálum í Garði árið 1955. Níu ára gömul hóf hún nám í píanóleik í Tónlist- arskólanum í Keflavík og síðan tók hún til við að læra á fiðlu. Hún hófsíðan nám viðtón- menntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík og lauk það- an tónmenntakennaraprófi 1977, burtfararprófi í söng árið 1985 og einsöngvaraprófi árið 1987. Hún hefur siðan verið í einkatim- um hjá Sigurði Demetz. jr Eg tók frekar seint við mér hvað sönginn varðar og það var ekki fyrr en ég fór að læra söng í tónmenntakennaradeildinni að ég fann að þetta tjáningarform átti mjög vel við mig, og þá ákvað ég að halda áfram að læra að syngja," sagði Hrafnhildur. Hún kvaðst lítið hafa sungið síðan hún lauk próf i fyrr en hún kom fram í Brúðkaupi Fígarós í íslensku óperunni í apríl 1989, sem hún sagði að hefði verið frumraun sín á óperusviðinu og sitt stærsta tækifæri til þessa, en þar fór hún með hlutverk Cherubino. „Svo var ég með ljóðatónleika í Gerðubergi, sem voru mínir fyrstu opinberu ljóðatónleikar eftir að ég lauk námi og það var skemmtileg reynsla,“ sagði hún. Hrafnhildur er í hópi þeirra tíu söngvara sem eru fastráðnir með íslensku hljómsveitinni og mun hún taka þátt í uppfærsiu hljómsveitar- innar á óperunni Dido og Aeneas á þessu ári. Hún ergift Ingólfi Ey- fells verkfræðingi og eiga þau þijá syni. Auk söngsins og húsmóður- starfa vinnur Hrafnhildur fyrir al- þjóðleg samtök sem nefnast Mahi Kari, eða „Hið sanna ljós Guðs“, sem hún sagði að miðuðu að því að ef la andlegan þroska manna. Sagði hún að starfið í þessum sam- tökum væri hennar aðaláhugamál fyrir utan sönginn. SIGURÐUR BRAGASON | BARÍTON SIGURÐUR BRAGASON fæddist í Reykjavík árið 1954. Hann ólst upp í Norðurmýrinni og gekk í Austurbæjarskólann og Gagn- fræðaskóla Austurbæjar áður en leiðin lá í Kennaraskólann þar sem hann lauk stúdentsprófi árið 1975. Sigurður lauk prófi frá tónmenntakennaradeild Tónlist- arskólans í Reykjavík og síðar 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík. Aárunum 1983 til 1986 stundaði Sigurður söngnám í Mílanó á Ítalíu og var þar í einkatímum hjá Pier Miranda Ferraro auk þess sem hann sótti tíma hjáýmsum öðrum þekktum kennurum þar ytra. „Og það má gjarnan nefna að ég sótti tíma hjá Helene Karruso og Kostas Paskalis, þegar þau voru með námskeið hér heima, og ég reyni að sækja tíma til þeirra þegar því verður við komið,“ segir hann þegar við rifjum upp námsferil hans. Sigurður fór með hlutverk munksins í Tosca eftir Puccini í uppfærslu Þjóðleikhússins, sem var hans frumraun á óperusviðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.