Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 C 17 Morgunblaðið/Árni Sæberg 1963. Þá var þetta þriggja ára skóli og kennt á kvöldin. Eg vann með náminu eins og f lestir gerðu. Sveinn Ein- arsson var skólastjóri. Allir helstu leikarar kenndu við skólann og kveiktu í manni löngun til að þroskast og þjálfa sig. Það var mikil gróska hjá Leikfélaginu þessi ár.“ Af hveiju talarðu í þátíð? „Kannski af því maður var á mótunarskeiði á þessum árum og upplifði allt svo sterkt. Þetta voru umbrota- tímar. Leikfélagið var að breytast í atvinnuleikhús og komast í fastari skorður og þar ríkti mikill metnaður. Svo leggst angurværð minn- inganna við og þá er útkom- anþessi." Ertu líka angurvær af því þér gafst ekki færi á að leika meira sjálfri? „Nei, það held ég ekki. Ég hefði sem sagt ekkert frekar kosið en gera leik að ævistarfi þá. En það bar svo margt til eins og ég sagði. Eftir á að hyggja finnst mér ég hafa lent á réttri hillu, bæði hjá Banda- laginu og hér í skólanum. Það er lifandi starf og það sem mest er um vert; vinna með fólki sem er metnaðarfullt og skapandi og þroskast hratt. Það voru margar stelpur um kvenhlutverk og í leiklistar- sögunni eru langtum f leiri karlhlutverk. Kannski er það hluti af heimsmyndinni. En það er langt síðan ég sætti mig við þetta og raunar vel það. Ég hafði gaman af kennslu og nemendur mót- tækilegir og einlægir. Þegar ég vann hjá Bandalaginu komst ég svo í kynni við óskaplega margt fólk sem er að fást við leiklist út um allt land við margs konar aðstæður og fullt af áhuga. Og það hafði í sér þessa þörf sem ég var að tala um. Til að skapa. Það var bæði lærdómsríkt og skemmtilegt. Og nú hef ég verið hér í sex ár. Og mér f innst ég hafa verið í sköpunarstarfi." Helga er alin upp í Túnun- um í grennd við bústað Ás- mundar myndhöggvara. Hún segist hafa verið sveitabarn og varla komið í bæinn langtímum saman. I Laugar- nesskólanum var mikið fé- lagslíf, settir upp leikþættir, ýtt undir áhuga á ljóðum. Bíóferðir á sunnudögum töldust til undantekninga. „Þar sem skemmtistaðurinn Hollywood er nú hafði fóstri minn kindur og mamma hænur. Það var búið vítt og breitt um Laugardalinn. Við áttum sumarbústað við Rauðavatn og f luttum þang- að búferlum á vorin. Þótti langt þá! Ég var nokkur sum- ur hja frændfólki á sumrin á Kirkjubóli í Valþjófsdal. Það var góður staður og hefur komið í ljós síðar að fleirum en mönnum þótti fýsilegt að leita þangað; kýrin frækna tók þar land þegar hún f lýði sláturhúsið á Flateyri. Þó mér finnist ekki ýkja langt síðan þetta var var allt enn með gamla laginu. Ullin var þvegin í ánni og mótekja var búbót. Svo var róið til fiskjar og fiskurinn hengdur upp. Vegasamband var óburðugt og því einangrað en hvort þetta var manni ekki góður skóli! Eg gekk í Kvenna- skólann eftir barnaskólann," segir hún. „Frk. Ragnheiður Jónsdóttir var þá enn við stjórn. Það voru mikil viðbrigði að koma í Kvennaskólann því ég hafði haft svo takmörkuð kynni af borgarsamfélaginu. Aginn var mikill og við kunnum ekki að meta hann þá. Frk. Ragnheiður var afburða mannkynssögukennari og athyglisverður stjórnandi sem við virtum. Henni var áfram um að við gengjum vel um þetta gamla hús. Hún lagði bann við ýmsu sem jafnöldrum í öðrum skólum þótti sjálfsagt. Við máttum aldrei nota varalit. Á dans- æf ingum var vangadans bannaður. Ég efast um að þessi agi fengi staðist nú. En uppeldi f lestra var þann- ig að við hlýddum en þar með var ekki sagt að við værum sáttar við allar regl- ur. Síðar kom frú Guðrún P. og hún hélt uppi miklum aga en hann var mildari en sama formfestan hélst. Kvennaskólastúlkur höfðu á sér gott orð og áttu auðvelt með að fá vinnu. Ég réð mig til Samvinnutrygginga og var einnijg sumartíð í Dan- mörku. Eg gifti mig svo 1964 meðan ég var í Leiklistar- skólanum." Hvernig var að koma inn í Hjörvarfjölskylduna? Eg var sjálf úr stórri fjölskyldu. Átti ein 20 systk- ini og stjúpsystk- ini. Fjölskylda Helga Hjörvar var einnig mjög mannmörg. En óneitanlega breyttist lífsmyndin mín enn þegar ég giftist Úlfi og kynntist borg- aralegra lífi en ég hafði áður þekkt. Það var mikill gesta- gangur hjá tengdaforeldrum mínum og listamenn voru þar tíðir gestir. Þetta var rótgróið menningarheimili. Tengdamóðir mín var glað- sinna og mikil dugnaðar- kona. Og óg man hvað var gaman að ganga með tengdaföður mínum um bæ- inn og alltaf var hann með spaugsyrði á vör og þekkti alla. Hann hugsaði mikið um túlkun á texta og varla tilvilj- un hvernig hann las sögur í útvarp. Hann hugsaði um þögnina og kunni að nýta sér hana. Ég var að f ikra mig áfram og mér fannst ég læra mikið og opnast nýr skilning- ur.“ Hvað um kaffihúsamálin? Náðir þú Laugavegi 11? N ei varla. Mín kynslóð hélt hins vegar til á Mokka. Við vissum svo margt á þeim árum og ef inn var nú ekki að þvælast fyrir manni þá. Ég var róttæk og hef alltaf verið félagslega sinnuð, andsnúin hermennsku. Úlfur var þá í blaðamennsku og byijaður að fást við þýðingar og fyrsta leikritið var Yfir- máta ofurheitt. Hann þýddi svo fyrir LR og Grímu sem var eiginlega okkar nem- endaleikhús á þeim tíma.“ Hvernig líkaði þér að sinna heimilisstörfum? Ertu myndarleg húsmóðir? „Nei, því miður er ég það ekki. Ég dáist hins vegar að þeim konum sem eru það. En ég er mjög heimakær og uni mér best með fjölskyldu minni - enda fædd í krabba- merkinu. Ég reyni þó öðru hveiju að vera myndarleg húsmóðir en annir starfsins setja mér þar skorður.“ Skólastjóri Leiklistarskól- ans er ráðinn til fjögurra ára og hefur síðan möguleika á að gegna starfinu önnur fjögur svo Helga á eftir eitt og hálft ár. Hvað ætlar hún að taka sér fýrir hendur þá? „Ég hef ekki hugmynd um það en það er svo margt skemmtilegt hægt að gera. Ég vona ég haldi áfram að vinna með hugmyndaríku og skemmtilegu fólki. Það er gaman að hafa gaman af því að vinna! Finnst þér það ekki? Mér hefurþó einu sinni leiðst í vinnu. Þó skömm sé frá að segja var það við fisk- vinnslu. Ammoníaksfnykur- inn var hreint að drepá mig. Vinnan hefur alltaf skipt mig mjög miklu máli. Ég hef þann ókost eða kost að ég verð gagntekin af því sem ég er að gera. Jú, víst getur það talist til kosta en er óneitanlega slítandi. Ég held mér finnist mikilvægast af öllu að finna ánægju í því sem maður er að gera.“ Eru leikarar mjög hjátrú- arfullir? „Ég býst við að allir haf i sína siði eða venjur hvort sem við kjósum að kalla það hjátrú. Nei, ég er ekki hjátrú- arfull. Ekki þannig. Hins vegar hvarf lar ekki að mér eitt augnablik að það sé ein- ungis til sem ég horfi á með augunum og get þreifað á.“ Friðrik Karlsson og Björn Thor- oddsen, stofiiendur Nýja gítar- skólans. Nýr gítar- skóli NÝI gítarskólinn hefúr tekið til starfa. Stofnendur skólans eru Björn Thoroddsen og Friðrik Karlsson. í skólanum verða kenndar hinar ýmsu stíltegundir raf- og þjóð- lagagítarleiks, t.d. blús, rokk, jass, „heavy metal“ og dægurlagatónlist. Nýi gítarskólinn verður í sam- starfi við Tónlistarskóla FIH, sem er til húsa í Rauðagerði 27 í Reykjavík. STIMPLAH Eigendur fyrirtækja athugið. Nú er VSK tekinn við af söluskatti! Þá vantar þig stimpil með VSK.-númerinu. Búum til stimpla meö hraöi. STIMPLAGERÐ FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNAR HF. Spítalastíg 10 - Sími 91-11640 - Fax 91-29520

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.