Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990
4
Við höfum öll
einhvern
geisla
í TRÚNAÐI/ HELGA HJÖR VAR
eftir Jóh'ónnu Kristjónsdóttur
HELGA HJÖRVAR hefur bjartleitt og opið andlit og hún
notar oft hendurnar þegar hún talar. Hún hefur verið
skólastjóri Leiklistarskólans síðustu ár, þar áður var
hún framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga.
Hún var í Leiklistarskóla Leikfélagsins rúmlega tvítug,
hefúr aðallega unnið að leiklistarmálum á þessum sviðum
og lék aldrei mikið. Hún yppti öxlum og hló við þegar
ég spurði af hveiju. Hún hefði viljað leika meira en
þetta þróaðist í aðrar áttir. „Það var líka meira framboð
af leikaraeinum þá,“ segir hún. Leikhúsin voru bæði
með skóla. „Það var mikið af hæfileikafólki samtíma
mér sem margt hefúr getið sér gott orð. Eg lék fáein
hlutverk - en svo varð ekki meira um það. En auðvitað
fannst mér þá ég hefði viljað leika meira. Eftir á að
hyggja fínnst mér ég hafa lent á réttri hillu, bæði hjá
Bandalaginu og hér í skólanum. Það er lifandi starf og
það sem mest er um vert; vinna með fólki sem er
metnaðarfúllt og skapandi og þroskast hratt.“
Heldurðu að leik-
arar eins og
Brynjólfur Jó-
hannes son,
Gunnþórunn Halldórsdóttir
og önnur slík náttúrutalent
hefðu staðist inntökupróf í
Leiklistarskólann?"
Hún hlær við. „Ég hitti
norskan leikhúsmann sem
sagði að trúlega yrði hann
frægastur fyrir að hafa fellt
Liv Ullmann á inntökuprófi.
Kannski við séum stundum
smeyk við einmitt þetta. Að
hafa útilokað um stund ein-
hvern sem hefði getað unnið
mikil afrek. En varðandi
Brynjólf veitti ég því athygli
þegar ég las ævisögu hans
að hann beitti ýmsum að-
ferðum sér til þjálfunar.
Hann söng í kór, spilaði fót-
bolta og stúderaði mannlífið
í Útvegsbankanum. Hann
undirbjó sig af mikilli kost-
gæfni fyrir hvert hlutverk
þó hann sýndist gera þetta
allt áreynslulaust. . .Auð-
vitað veit ég ekki hvort hann
hefði náð. En ég held það,
hann var slíkur afburðamað-
ur með þessa ótrúlega sterku
útgeislun sem þarf til að
verða góður leikari.“
Ég spyr hvort það sé ann-
ars ekki mjög erfitt að velja
átta úr kannski 70-80 manna
umsækjendahópi.
„Auðvitað. Fyrst eru vald-
ir 32 og síðan sextán. Þessi
hópur vinnur í viku við ýmis
verkefni áður en að loka-
stökkinu kemur. Það er ekki
þar með sagt að aðrir hafi
ekki hæfni,“ segir hún. „En
við verðum lika að gæta okk-
ar að offylla ekki markaðinn.
Það eru misjafnlega margir
sem „dómnefndinni“ finnst
liggja í augum uppi að séu
hæfir. Svo eru alltaf nokkrir
sem segja má að séu mats-
atriði. Það er ekkert sem
mælir gegn því að fólk reyni
aftur og það gera alltaf þó
nokkrir. Ég get vel ímyndað
mér að sumum finnist það
erf itt. En það er ekki okkar
að telja hversu oft einhver
glímir við inntökuprófið. Ef
vilji og löngun er sterk og
einlæg gefst fólk ekki upp.
En prófið reynir mikið á
andlegan styrk eins og starf-
ið. Auðvitað er björninn samt
ekki unninn því svo tekur við
fjögurra ára nám þar sem
grunnurinn sem á að nýtast
þeim allt lífið er lagður. Við
reynum eftir mætti að gera
það sem af okkur er krafist
sem er að þroska með nem-
endum eins alhliða sköpun-
argáfu og tjáningargetu og
auðið er. Miðla þeim kunn-
áttu í tæknilegu greinunum
og veita innsýn í sögu okkar
og menningu og listir sem
leiklistin er sprottin úr. Það
er fullt starf að vera í skólan-
um enda er nemendum bann-
að að vinna með námi. Það
einfaldlega gengur ekki.
Námsskráin miðast við að
veita nemendum stig af stigi
fræðslu og leiðsögn og
reynslu þannig að þeir séu
við útskrift hæfir til að tak-
ast á við verkefni sem bjóð-
ast í atvinnuleikhúsi eða öðr-
um miðlum. Óneitanlega
hafa atvinnumöguleikar
aukist meðal annars vegna
fjölgunar í fjölmiðlun. Samt
fá ekki allir tækifæri. Enda
verða menn að sýna mikið
frumkvæði ogtilviljun og
heppni ráða oft miklu.“
Hvað knýr ungt fólk til
að leggja fyrir sig leiklist?
„Það er ákveðin manngerð
sem fer í leiklistamám. Ég
held ég myndi orða það svo
að það er fólk sem hefur
sterka sköpunarþörf, og er
mjög gjöfult. Það er einnig
mjög ósérhlíf ið og vinnu-
samt. Þó sviðshræðsla sé rík
í leikurunri er það til dæmis
verkefni skólans að styrkja
þau og aga og veita þeim
þekkingu svo að þau getið
hamið sviðshræðsluna.
Stundum verður sviðs-
hræðslu enn meira vart hjá
reyndum leikurum. Það segir
sig nokkurn veginn sjálft
hver ástæðan er; með aukn-
um þroska gera menn meiri
kröfur til sjálfs sín og öðlast
skynjun á því hversu erfitt
er að ná fullkomnun. Mér er
óhætt að segja að það kemur
f Ijótt upp úr dúrnum hversu
mikil alvara býr að baki hjá
nemendum við inntökupróf.
Eftir því sem menn vita
meira um skólann eru menn
síður með einhveijaryfir-
borðslegar þenkingar eða
grillur um frægð og frama
án fyrirhafnar. Það kemur
fyrir að sköpunarmáttur hef-
ur ekki fengið útrás, verið
bældur. Við getum örvað
hann en við getum aldrei
kennt löngunina til að skapa.
Hún verður að koma frá
nemandanum sjálfum.
Kannski skilurþar á milli
feigs og ófeigs.“
Ég spurði um Brynjólf.
Heldurðu að möguleikar
náttúrutalenta nú um stundir
séu heldur rýrir.
„Ég held einfaldlega að
óskólagengnir menn eigi örð-
ugt með að mæta kröfum
atvinnuleikhúsa. Þeir geta
það um tíma og að vissu
marki en möguleikar á að
þróast og þroskast eftir
ákveðnu ferli eru tiltölulega
litlir. Manneskja með það
sem við köllum náttúrutalent
og útgeislun verður frábær
leikari ef hún skólar sína
hæfileika. Það er varla hægt
að búa til útgeislun og fólk
í þessari stétt sem öðrum
hefur hana í mismunandi
ríkum mæli. En það hafa
f lestir einhvern geisla. Þá
er spennandi að reyna að
stækka hann. Ef sköpunar-
þörf er fyrir hendi og menn
sigrast að mestu á líkamlegu
og persónulegu óöryggi er
engu líkara en manneskjan
sé eins og endurfædd."
Helga lauk leik-
listarnámi frá
skóla LR 1966
og segist háfa
leikið dálítið eins og áður
kom fram. Hún fékk áhuga
á leiklist þegar hún vann á
skrifstofu að loknu Kvenna-
skólanámi. Hún hafði þó
fengið snertþegar hún var
sætavísa í Þjóðleikhúsinu 18
gömul. „Þessi leikár voru
f lutt verk Ionescu, Nashyrn-
ingarnir, Pétur Gautur Ibs-
ens, Kardimommubærinn og
Strompleikur Halldórs Lax-
ness. Þetta var ævintýri. Það
er ekkert annað orð yf ir það.
Ég fór í LR-skólann árið
10.-12. jan.kl. 13-17
Umbrotsnámskeið í WordPerfect 5 ■0 26.-28.feb.kl. 13-17
12 klst. námskeið fyrir þá sem vinna við að skrifa, semja og slá inn texta sem síðar skal senda
til prentsmiðju til prentunar.
Einnig hentar námskeiðið þeim sem fullvinna smærri tímarit og fréttabréf. Gert er ráð fyrir
einhverri þekkingu á WordPerfect 5.0.
Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.
SKIPA PL0TUR - INNRETTINGAR
SKIPAPLÖTUR í LESTAR
prpw BORÐ-SERVANT PLÖTUR
: I I IWC HÓLF MEÐ HURÐ
| BAÐHERBERGISÞIUUR
LAMETT Á GÓLF - BORÐPLÖTUR
N0RSK VIÐURKENND HÁGÆÐA VARA
Þ.ÞORGRlMSSON &C0
Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640
Dans * Jazzballett * Lelkflmi * Nuddpottur * Böð * Ljás * w 1 u D 1 Smiðsbúð 9, Garðabæ, s. 45399.
Leikfími, iow impack,
vaxtamótun
Mjúkt og rólegt fyrir 50 ára ogeldri.
Megrun og leikfimi.
Margrét Bjarnadóttir
leikfimiskennari.
ói
Líf & þol
Barnajazz - harnadans
Jazzballett fyrir alla aldurshópa.
Konur leikfimi/dans
Samkvæmisdans fyrir alla
Dagný Björk
Dansandi kveója danskennari
MeOlimuríD.S.Í. ★ D.í. * I.C.B.D.
ALLIR MEÐ...! INNRITUN 8.-1 2. JAN. KL. 14-1 8 I SIMA 45399.
4-