Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1990 í fjölmiðlum MJÓN VIÐAR Jónsson, leiklistar- stjóri Ríkisútvarpsins, hefur fengið leyf i frá störfum í eitt ár og við starf i hans hefur tekið María Krist- jánsdóttir leikstjón. Jón Viðar kvaðst mundu nota leyfið til að sinna ýmsum hugðarefnum sínum, en vildi ekki greina nán- ar frá fyrirætl- unum sínum að sinni. María lauk próf i í leiklist í Þýskalandi árið 1970 oghefur síðan starfað við ýmislegt auk leiklistar, en síðastliðin tíu ár hefur hún verið búsett á Húsavík, þar sem hún hefur tekið virkan þátt í leiklistarlífinu. Hún hefur meðal annars stjórnað uppfærslum á sjón- varpsleikritum og vann til verð- launa á Listahátíð með smámynd- inni „Ferðalag Fríðu“ svo nokkuð sé nefnt. Hún stjórnar uppfærslu Þjóðleikhússins á „Heimili Vern- hörðu Alba“, sem verið er að sýna um þessar mundir. María kvaðst ekki gera ráð fyrir að gera stórtæk- ar breytingar á leiklistarstefnu Ríkisútvarpsins, en sagði að starfið legðist ákaf lega vel í sig. Radio Times fær samkepnni Einkaréttur blaðanna Radio Ti- mes og TV Times til að birta dagskrár útvarps- og sjónvarps- stöðva lengra en einn sólarhring fram í tímann (tvo um helgar) verð- ur afnuminn í nýjum útvarpslögum að sögn Douglas Hurd, sem ný- lega lét af emb- ætti innanríkis- ráðherra. Búist er við að afnám bannsins leiði til þess að mörg önnur svipuð rit verði gefin út. Ákvörðunin kemur sér illa fyrir ríkissjónvarpið BBC, því að það hagnaðist um 20 milljón- ir punda á Radio Times í fyrra. MARI'A HIN RAUNYERULEGA F J ÖLMIÐLAB YLTIN G ■Er Austur-Evrópa í dag eins og hún er vegna þess að ekki tókst að draga járn- tjald fyrir sjónvarpsskjái? AÐ SJÁ er að sannfærast og sannfæringin flytur fjöll. Á árinu sem var að líða gjörbreytti austur-evrópsk alþýða gangverki al- þjóðastjórnmála og það svo rækilega að sumir sagnfræðingar telja sig þurfa að leita aftur til 1914 eða jafnvel um tvær aldir til að finna önnur eins straumhvörf í mannkynssögunni. Kunnugir segja að sú sannfæring sem þessari byltingu olli hafi m.a. orðið til við hvunndagslegt gláp á sjónvarp, þar sem myndir vestan jámtjalds sýndu að til var hagsælli veröld sem vegir frelsis gátu leitt til. Fyrrverandi fréttastjóri ITN, fréttastofunnar bresku, Geoffrey Cox, hefur haldið því fram að sjónvarpsupptökuvélarnar hafí á síðustu mánuðum gegnt sama hlutverki við fall einræðis- múranna í Austur-Evrópu og lúðrarnir á sínum tíma í Jer- íkó-borg. Blóðug valdabarátta er nú, á tímum upplýsingar, bar- átta um sjónvarpsstöðvar. Atburðirnir í Rúmeníu um jólin færa okkur heim sanninn um hversu öflugt tæki fjölmiðlamir geta verið þegar sameina þarf fjöldann. Uppreisnarmenn lögðu höfuðáherslu á áð ná stjóm á sjón- varpssendingum og þeir beittu hinni lifandi mynd markvisst og án afláts til þess að sýna spillingu gömlu valdhafanna, fólskuverk þeirra og niðurlægingu, — og telja má næsta víst að aðferðir þeirra báru árangur. Þó svo sjón- varpið hafi átt stóran þátt í framvindu mála í Rúmeníu þá átti það ekki minni þátt í umbrotun- um í öðrum löndum Austur- Evrópu þó svo þar hafi hlutverk þess verið annað. Að líkindum hefur sjónvarp hvergi haft meiri áhrif á gang mála austantjalds en í Austur- Þýskalandi. Áustur-þýskir borg- arar hafa í áraraðir getað séð inn í stofum hjá sér vestur-þýskt sjón- varp. Þar hafa blasið við þeim vestrænir lífshættir sem undir flestum kringumstæðum hljóta að teljast eftirsóknarverðari en það sem beið þeirra eftir að slökkt var á viðtækinu. Þar sá fólk og sannfærðist. Tilfinninga-, vina- og fjölskyldubönd héldu ekki aftur af hundruðum þúsunda sem af BAKSVIÐ eftirÁsgeir Friðgeirsson staðfestu yfir- gáfu heimili sín og föðurland við fyrsta tækifæri síðla sumars. Sjónvarpið hafði sýnt fólkinu lífsgæði sem miklu mátti fórna fyrir að öðlast. Fólksflóttinn frá Austur- Þýskalandi og fjöldafundir í Dres- den og Leipzig, sem var sjón- varpað víða, leiddu síðar til hruns Berlínarmúrsins sem eins og kunnugt var molnaði í beinni út- sendingu sjónvarpsstöðva um all- an heim. Þau tíðindi bárust síðan út um alla Austur-Evrópu, á öld- um ljósvakans, eins og eldur í sinu. í Tékkóslóvakíu gegndi sjón- varpið einnig mikilvægu hlut- verki. Þar krafðist fjöldinn, með starfsmenn ríkissjónvarpsins í broddi fylkingar, þess að sýndar Þeir sem áhrif fjölmiðla munu um ókomin ár beina athyglinni að atburðum í Austur-Evrópu 1989. Hversu mikill örlagavaldur var sjónvarpið? yrðu upptökur frá fjöldafundi í Prag 17. nóvember þar sem mót- mælendur fengu óblíðar móttökur hermanna, auk þess að sýnt yrði beint frá fjöldafundi tæpri viku síðar. Það var eitt fyrsta merki um eftirgjöf stjórnvalda þar í landi þegar gengið var að þessum kröf- um. Ekki þarf að rekja hér hvaða þróun mál þar hafa tekið síðan. Enn hefur ekki verið minnst á samstarf og samvinnu fijálsra fjölmiðla og mannréttinda- og andstöðuhreyfinga í gegnum tíðina en trúlega getur margur andófsmaðurinn vitnað um þá lífsnauðsyn sem vestrænir fjöl- miðlar voru fyrir hreyfingarnar og sýnir það enn betur hversu þáttur fjölmiðla hefur verið mikill og margvíslegur í þeirri frelsis- þróun sem náði hámarki á síðasta ári, — ári almennings í Austur- Evrópu. Umboðsmenn fámnleikans ví er líkt með blöðum og mannfólkinu að þau eru æði misjafn- lega gerð. Þau eru til dæmis augljóslega misjafnlega greind ef svo mætti að orði komast og þau eru vissulega misjafnlega grandvör og umburðarlynd og skapgóð jafnvel. Þó er ég ekki viss um að geðslagið sé alltaf og ævin- lega toppunum að kenna eða þakka. Víst skipta þeir máli, satt er það, enda dansa lim- irnir eftir höfðinu ef marka má máltækið, en hér ber samt fleira til. Til dæmis eru blöð á stundum svo dæma- laust staðföst í geðvonskunni að maður hneigist til að ætla að hún sé meðfædd. Þau mega heita með magapínu árið um kring, svo geðslegt sem það er: eru ekkert nema barlómurinn og önugheitin. Annars fór þetta með blessað umburðarlyndið, sem ég þykist að vísu fremur hlynntur, að vefjast fyrir mér núna í vetur. Tilefnið var bréfkom sem birtist í DV ásamt með mynd af víetnömsku bátafólki og svo greinarstúfur af sama toga sem Morgunblaðið kom til skila núna í jólamánuðinum. Mér fannst allt í einu að umburðarlyndið sem fólst í birtingu þessara tveggja pistla — umburðarlyndið gagnvart höfundunum nota bene — væri orðið þama að uppsprettu andstæðu sinnar, nefnilega fordómanna, ein- feldninnar og þeirrar teg- undar barnalegs hroka sem nær alltaf má rekja til þrá- hyggju. Bæði blöðin sem nú vom nefnd hafa hvort á sína vísu nú um árabil forðast þann hjákátlega línudans sem felst í því að einblína á aleitt leið- arljós, hvað er því miður dijúgt meira en sagt verður um gjörvalla íslenskupress- una. Bæði iðka að vísu „pólitík" í þeirri merkingu að þau aðhyllast ákveðnar hugsjónir eins og það heitir oftast, en bæði höfnuðu fyrir óralöngu þeirri baráttuað- ferð ofstækismannsins að unna andstæðingum sínum, raunvemlegum sem í mynd- uðum, aldrei sannmælis auk- heldur meira. Aldrei. Fyrrgreint lesendabréf og fyrrgreindur greinarstúfur bera einmitt öll einkenni þrá- hyggjunnar. Með báðum er alið á óvild og tortryggni. Höfundar hvorutveggja ganga með aríadilluna og vilja nú fyrir alla muni hreinsa þetta iand okkar í snarkasti af þessum sálum sem í þeirra augum hafa unnið sér það til óhelgis að gerast svo ósvífnar (að mað- ur tali nú ekki um tillitsleys- ið) að setjast hér að úti í hafinu og vera þó ekki af hinum eina og óviðjafnan- lega langhöfða- og bleik- nefjastofni. Hugarástandi þessara baráttuglöðu tilbrigða við hrossaræktarráðunautinn verður best lýst með beinum tilvitnunum í neyðaróp þeirra. Bréfritarinn í DV er sko ekkert að skera utanaf því. „Enn á að ráðast á garð íslendinga (bablar hann) þar sem hann er lægstur. Sárast er að vita til þess að tilræð- ið, sem ég kalla svo, er ekki hvað síst að kenna svokall- aðri líknarstofnun á íslandi, Alþjóða Rauða krossinum. Þetta er stofnun sem lands- menn í sakleysi sínu virða, því íslendingar eru gott fólk og trúa ekki ljótu upp á aðra. Sérstaklega ef þeir þykjast vera að hjálpa bágstöddum. Nefnt tilræði af hendi þess- arar alþjóðastofnunar við ís- lendinga felst í því að standa að innflutningi fólks til ís- lands, fólks sem er af gjör- ólíkum kynstofni og íslend- ingar eru. Alþjóða Rauði krossinn betlar og plokkar peninga af íslenskum al- menningi með spilakössum og öðrum hætti, og í þokka- bót tæla þeir hingað okkur óskylt fólk, sem er algjört gjörræði við íslensku þjóð- ina.“ Skoðanabróðir kempunn- ar er síst billegri. Hann er raunar svo vandfýsinn, svo hárnákvæmur í vitleysunni, að hann vill meira að segja gera hvern þann Evrópubúa útlægan héðan af landinu bláa sem álpaðist til þess að fæðast sunnan fremur en norðan Alpafjalla. Hér er niðuriag ákalls hans í allri sinni dýrð: Legg ég til að komið verði á, án tafar, fjölþættri löggjöf til verndar íslenskum þjóðar- stofni. Bundinn verði endir á allan barna- og kvennainn- flutning frá vanþróunarríkj- um, ekki verði tekið við flóttafólki, erlent verkafólk fái ekki vinnu nema það sé af norður-evrópskum upp- runa, fóstureyðingar verði bannaðar og ekki verði geng-, ið í EB, en EB-löndin hafa sameiginlegan vinnumarkað og innganga í EB mundi þýða að hingað gæti hópast fólk af Asíu-, Afríku- og Suður-Evrópuuppruna.“ Sem fyrr segir runnu á mig tvær grímur við lestur þess samsetnings sem hér er til umræðu. Ritfrelsið og skoðanafrelsið og allt hvað eina; engin smáræðis hug- sjón — og megi hún lengi lifa. En hvar lýkur réttlætinu og hvar upphefst ranglætið? Þegar allt kemur til alls eru hinir sjálfskipuðu súper- menn hér efra ekki einungis umboðsmenn fáránleikans. Þeir eru líka að boða afleita ’ trú, að sá til þessháttar óvild- ar og haturs sem nærist á fordómum og mannfyrirlitn- ingu og svo ekki óverulegum skammti af þeirri tegund minnimáttarkenndar sem á sér sinn ófélega stóra bróður í mikilmennskubijálæðinu. Gísli J. Ástþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.