Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 C 15 Klara Rögnvalds- dóttir — Minning Fædd 8. janúar 1898 Dáin 26. júlí 1989 í sumar sem leið kvaddi hún elsku hjartans frænka mín, Klara Rögnvaldsdóttir; þennan heim og fór leiðina okkar allra, til æðri heima. Hefði hún orðið 92 ára á morgun, 8. janúar. Það er ætíð sárt að sjá á eftir ástvinum fara yfir móðuna miklu, sérstaklega þegar búseta erlendis og fjarlægð frá ættingjum valda því að ekki eru tök á að ræða við þá um allar minningarnar sem fram koma í hugann á stundum sem þessum. Þá nær eirðarleysi yfir- höndinni og huggun harmi gegn er að minnast liðinna stunda með þeim hætti sem hér er gert. Klara fæddist í Dalasýslu 1898 en fluttist nokkru fyrir tvítugsaldur til Reykjavíkur. Hún giftist árið 1925 Skúla Símon Eggertssyni rak- arameistara sem var hvað lengst með rakarastofu á Laugavegi 81 í Reykjavík, þar sem þau bjuggu einnig í fjöldamörg ár. Klara og Skúli eignuðust eina dóttur, Krist- rúnu, sem er gift Hervald Eiríks- syni stórkaupmanni. Barnaböm Klöru eru Skúli Eggert lögfræðing- ur, sem að miklu leyti ólst upp hjá Klöru, kvæntur Dagmar Sigurðar- dóttur og eiga þau tvo syni, Gunnar rafvirki, ókvæntur og Kiara Lísa bankastarfsmaður, sambýlismaður Gísli ívarsson. Klara missti eiginmann sinn árið 1955 og var það mikill söknuður hjá Klöru minni, því þau hjónin voru mjög samhent. Sem barn átti ég ásamt systkinum mínum margar ánægjustundir með þeim í veiðiferð- um, beijamó eða bara að setjast í einhverja laut. Oft var farið til Þing- valla og áttum við krakkarnir uppá- haldsstað þar, sem við kölluðum „Skúlalaut“. Höfðu Klara og Skúli mikla unun af veiðiskap, einkum silungsveiði, og skipti þá ekki öllu hvar öngli var dýft niður. Landa- fræði nam ég best á ferðum sem þessum, því þá voru öll fjöll, vötn og önnur kennileiti og sveitir nefnd. Okkur börnunum var sett fyrir að muna þetta, því í næstu ferð var farið yfir það sem fyrir hafði verið sett. Ekki vorum við systkinin einu börnin sem þessa fengu notið, dett- ur mér þá í hug börn Aðalsteins Snæbjörnssonar og konu hans Svövu, sem voru 7 að tölu. Þannig voru þau hjón sérstaklega elskuleg við öll börn. Klara mín var einstaklega gest- risin kona og þau hjón reyndar bæði. A gamlárskvöldum var mikið um að vera á heimili þeirra, tekið var á móti fjölda gesta og var það siður að foreldrar mínir og systkini sæktu þau heim og dveldu hjá þeim yfir áramótin við skemmtan mikla og spilamennsku. Ekki þurfti vín til að skapa áramótaskemmtun, því áfengi hafði Klara alla tíð hina mestu skömm á. Þegar ég var átta ára gömul tók Klara mig í fóstur í nokkra mánuði vegna veikinda móður minnar. í fyrstu átti ég erfitt með að sætta mig við að vera fjarri systkinum mínum og foreldrum, en Klöru tókst að fá mig til að skilja aðstæður og una við það hlutskipti um skeið. Ég fann mikla hlýju hennar og umhugsunarsemi á þessum mánuð- um með þeim hætti að mér hefur ætíð þótt sérstaklega vænt um hana Klöru mína. Á hveijum degi tók hún á móti mér úr strætisvagni, þegar ég kom úr skólanum og síðan leysti ég heimaverkefnin. Á meðan sat Klara gjarnan við saumaskap meðan ég sinnti námi mínu. Man ég vel hve mér þótti notalegt að heyra vélarniðinn í saumavélinni. Klara var trúuð og bænheit kona. Á hveiju kvöldi fylgdi hún mér til hvílu minnar og kenndi mér að tala við guð í bænum mínum. Með þeim hætti gaf hún mér gott veganesti sem ég er henni þakklát fyrir. Á síðustu árum var heilsan farin að bila hjá frænku minni, enda engin furða þar sem hún var komin á tíræðisaldur. Minnið var þó ekk- ert farið að gefa sig og andlegri reisn hélt hún til hinstu stundar. Hún andaðist í Borgarspítalanum 26. júlí síðastliðinn. Það verða viðbrigði fyrir mig að koma heim til íslands þegar hún Klara mín verður ekki lengur í íbúð- inni sinni í Furugerði 1,-en við því er ekkert að gera. Gangur lífsins er með þeim hætti. Ég bið guð að blessa minningu Klöru Rögnvalds- dóttur, hún mun aldrei hverfa úr huga mínum eða hjarta. Dóttur hennar og barnabörnum votta ég samúð mína. Systa Roesel, San Francisco-flóa, Kaliforníu. Antona Gunnar- stein - Minning Fædd 29. júní 1918 Dáin 17. desember 1989 Nú er hún amma Tona dáin. Það er svo ótrúlegt að hún sem kom til íslands fyrir 2 árum og var þá svo hress og kát skuli nú vera farin frá okkur. Ámma flutti til Svíþjóðar fyrir rúmum 3 árum. Hún kom í heim- sókn til okkar í sveitina sumarið 1987, hún var svo spennt þá því hún átti von á að fá eldri borgara íbúð úti í Svíþjóð en hún bjó þá hjá dóttur sinni þar. Og amma flutti í íbúðina sína skömmu síðar en þegar óskin henn- ar rættist bar það allt svo brátt að, heilsan bilaði. Amma Tona var alveg einstak- lega skapgóð og létt í lund. Okkur finnst það ógleymanlegt og sýna best hve amma var einstök að þeg- ar hún kom til okkar í sveitina sumarið ’87 þá fór hún á hestbak í fyrsta skipti 69 ára gömul. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ömmu Tonu, við feng- um alltaf eitthvað gott í munninn og amma var alltaf í góðu skapi. Hún var alltaf raulandi fyrir munni sér og það var erfitt að koma ömmu úr jafnvægi, hún fórnaði alltaf sjálfri sér fyrir friðinn. Börnin hennar og síðar einnig barnabörnin voru alltaf ofarlega í huga ömmu og hún vildi allt fyrir okkur gera. Amma hét fullu nafni Elízabet Antona Vilhelmína Gunnarstein, hún fæddist 29. júní 1918 í Vaagi í Færeyjum. Hún átti 8 systkini. Hún fluttist til íslands árið 1946 og settist að á Fáskrúðsfirði, kynnt- ist þar afa okkar Einari Guðna Sig- urðssyni sem var hreppstjóri og kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði. Þau giftust 23. júní 1947. Það var kreppan kringum 1955 sem varð til þess að þau fluttu til Reykjavíkur 1958. Afi fór þá að vinna hjá Skipaútgerð'Reykjavíkur og vann þar til dauðadags. Einar afi dó 14. nóvember 1965. Amma Tona fór fljótlega að vinna á veit- ingahúsinu Gildaskálanum og vann þar í mörg ár og hélt svo áfram að vinna á veitingahúsum sína starfstíð. Amma þurfti að hafa mik- ið fyrir lífinu síðustu árin á íslandi eða eftir að Einar afí dó. Einar afi og amma Tona áttu 2 börn, Axel Pétur Júl. Einarsson f. 27.10. 1947, hann er búsettur í Reykjavík. Kristrún Sigfríð Einars- dóttir f. 20.8. 1949. Kristrún er gift í Svíþjóð. Megi minning ömmu okkar lifa. Rakel og Beta Jón Eiður Guð- mundsson - Kveðja Fæddur 21. ágúst 1964 Dáinn 1. janúar 1990 Samvera okkar Jóns Eiðs var ekki löng, aðeins tæpir 3 mánuðir. Við sátum við sama borð á Lands- pítalanum sl. sumar. Oftast vorum við tvö, stundum fleiri. Við töluðum saman, stundum lítið, aðra daga meira eins og gengur. En bara' ná- lægðin við þennan elskulega dreng gaf mér ótrúlega mikið og hafði geysileg áhrif á mig. Á sama tíma og Jón Eiður barðist við banvænan sjúkdóm, var hann oft að íhuga hvort ég fengi einhvern bata. Það er góður skóli og mikil lífsreynsla hverri hugsandi manneskju að hafa fengið að kynnast slíkum manni, og verð ég forsjóninni ávallt þakk- lát fyrir það. Hann var einstakur drengur. Ég bið Guð að blessa for- eldra hans, systkini og ástvini alla og veita þeim styrk á erfíðum stund- um. I mínum huga er Jón Eiður ímynd þess saklausa og góða. Þannig vil ég muna hann og þannig kveð ég þennan hugljúfa dreng með inni- legri þökk. Torfh. Magnúsdóttir Móðir okkar, lést 5. janúar. t JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR, Langholtsvegi 122, Guðmundur J. Guðjónsson, Jón Ingi Guðjónsson. t Elskulegur sonur minn og bróðir, LEIFUR HJÁLMARSSON, Skúlagötu 78, sem lést í Middefart í Danmörku þann 21. desember sl. verður jarðsunginn í Fossvogskirkju mánudaginn 8. janúar kl. 10.30. Hrafnhildur Leifsdóttir, Hildur Hjálmarsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANTONA GUNNARSTEIN, verður jarðsungin mánudaginn 8. janúar frá Fossvogskapellunni kl. 13.30. Axel Einarsson, Kristrún Axelsson, Nils Axelsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir minn, KRISTMUNDUR S. SNÆBJÖRNSSON, Nökkvavogi 48, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna Jón S. Snæbjörnsson. LOKAÐ BENETTO ÁNUDAG V/VERÐBREYTINGA UTSALA EFST ÞRIÐJUD. KL. 1 O VISA” enellon enellon KRINGLUNNI SKOLAVÖRÐUSTIG KRINGLUNNI 012 benelton KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.