Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990
C 31
]
i
I
I
I
I
J
I
I
Vínlandskortið á Þjóðminjasafh-
inu. Myndin var tekin eftir að
kortinu hafði verið koniið fyrir í
sýningarkassa í anddyri safnsins.
Frá vinstri: Jón Jóhannesson lög-
regluþjónn, Árni Gunnarsson
fiilltrúi í menntamálaráðuneyt-
inu, sem sótti kortið til Ósló, dr.
Kristján Eldjárn, þáverandi þjóð-
minjavörður og síðar forseti Is-
lands, Birgir Thorlacius þáver-
andi ráðuneytisstjóri í mennta-
málaráðuneytinu og Raymond
Steinsson lögregluþjónn.
Vínlandskortið, séð í gegnum
gler sýningarkassans í Þjóð-
minjasafninu.
S>.
SlMTALID...
ER VIÐ SVEIN RAGNARSSON FÉLAGSMÁLASTJÓRA
Fátækum fjölgar
25500
Félagsmálastofnun.
— Góðan daginn, er Sveinn
Ragnarsson við?
Augnablik.
Halló.
— Sveinn, komdu sæll þetta
er Kristín Maija Baldursdóttir
blaðamaður á Morgunblaðinu.
Jú, komdu sæl.
— Mig langaði að forvitnast
um hvernig ástandið hefði verið
hjá ykkur jólamánuðinn.
Árið hefur verið frekar erfitt
og jólamánuðurinn i samræmi við
það.
— Hefur verið leitað meira til
ykkar núna en undánfarin ár?
Já, að jafnaði hafa 20% fleiri
komið til okkar á árinu, og það á
við alla mánuði ársins. Að vísu
er desembermánuður ekki endan-
lega uppgerður.
— Manstu eftir öðru ári þar
sem ástandið var svipað?
Að það sé þetta mikil fjölgun
skjólstæðinga milli ára, nei, það
er langt síðan. Atvinnuleysi hefur
verið mikið núna og kjararýrnun
hefur líka haft áhrif.
— Hverjir eru það helst sem
leita til ykkar?
Venjulega eru
þetta sjúklingar,
og þar meðtaldir
áfengissjúlðingar,
öryrkjar, aldraðir
og einstæðir for-
eldrar. Þetta eru
stærstu hóparnir.
Fólk með skerta
vinnugetu eða tak-
markaða mögu-
leika hverfur fyrst
af vinnumarkaðin-
um þegar hann
þrengist.
— í hveiju er
aðstoð ykkar aðal-
lega fólgin?
Við byijum á því að veita ráð-
gjöf og upplýsingar um þá mögu-
leika sem fólk hefur, ráðleggjum
því að leita til ráðningarskrifstofa
þannig að það fái þá atvinnuleys-
isbætur eða eitthvað úr trygging-
um. Svo getur verið um fjár-
hagsaðstoð að ræða, annaðhvort
í formi peninga eða þá við greiðum
eitthvað fyrir fólk eins og t.d.
húsaleigu. Þetta á nú við þá sem
hafa ekki lifibrauð. Síðan tengist
þessu önnur fyrirgreiðsla, eins og
útvegun húsnæðis.
— Ástandið hefur þá ekki verið
gott í ár.
Nei, það hefur verið slæmt, 20%
aukning á árinu gefur til kynna
að eitthvað hefur gerst.
— Þú manst ekki eftir sérstöku
atviki sem er þér minnisstætt?
Nei, nei, það held ég ekki.
Auðvitað koma fyrir atvik sem
rísa hærra en önnur, en það talar
maður ekki um.
— Er ekki stundum erfitt að
horfa upp á bágindin?
Það mæðir nú mest á starfs-
fólkinu.
— Heldurðu að það sé almenn
fátækt hérna?
Ef við miðum
okkur við aðrar
þjóðir þá held ég
að við séum nú
ekki talin fátæk.
En hér eru til fá-
tækir einstakling-
ar og illa staddir.
- Er bilið að
breikka milli ríkra
og fátækra?
Ég veit það
ekki, ég legg nú
ekki mat á það.
— Nei, — en
jæja Sveinn, ég
þakka þér kærlega
fyrir spjallið.
Jú, sömuleiðis.
Sveinn Ragnarsson
I
I
I
I
i
„ÍSLANDSBANKI tekinn til
starfa í fyrradag. Seðlarnir (100
kr., 50 kr., 10 kr., 5 kr.) eru fal-
legir; og pappírinn í þeim ágæt-
ur. . . Enginn maður lítur nú
við Landsbankaseðlunum gömlu
(þeireru svo Ijótir og lélegir)
. . . Isl.banki hefir opið kl. 6 'A
til 7'/'i síðdegis. Það kemur
mörgum vel og verður vinsælt.“
Erfíð fæðing
Landsbanki íslands verður að
keppa við stóran og öf lugan hluta-
bréfabanka, íslandsbanka. Þetta
stendur í Reykjavíkurblöðunum —
frá árinu 1904. Tilvitnun í inn-
gangi er úr blaðinu Reykjavík.
Stofnun islandsbanka er tíma-
mótaviðburður í sögu íslenskra
bankamála. Bankinn tók til starfa
þann 7. júní 1904. Landsbanki ís-
lands hafði starfað síðan 1886 en
hann fullnægði ekki sívaxandi fjár-
magnsþörf atvinnuveganna. Ráða-
menn landsins höfðu því vakandi
auga með möguleikum til að fá
aukið fé erlendis frá. Umræður um
„hlutabanka“ komust á skrið um
aldamótin en ekki reyndist fullkom-
inn friður og eindrægni um banka-
stofnunina; t.d. kom sameining
banka til tals; áformað var að
Landsbankinn rynni í þennan nýja
banka en æðsti maður landsins,
Magnús Stephensen landshöfðingi,
kom í veg fyrir það.
Lög um hlutabréfabanka voru
staðfest af konungi 1902. Gert var
ráð fyrir að hlutafé yrði á bilinu
2-3 milljónir en hlutafjársöfnun
gekk treglega; innanlands söfnuð-
ust 55 þús. kr. Loksins í september-
mánuði 1903 tókst að stofna hluta-
félagið, helstu hluthafar voru Priv-
atbanken í Danmörku, Centralban-
ken í Noregi og víxlarafirmað Rub-
in & Bing í Kaupmannahöfn.
FRÉTTALJÓS
ÚR
FORTÍD
Einkabanki
ogfram-
faraafl
íslandsbanki 1904
Stöðuveitingar
Stöður í íslandsbanka voru eftir-
sóttar; ætlast var til að bankastjór-
arnir yrðu þrír. Einn Dani og tveir
íslendingar. Þótt íslandsbanki væri
óháður einkabanki virðast stjórn-
mál hafa skipt umtalsverðu máli í
stöðuveitingum. Tvær stjórnmála-
fylkingar skiptu mestu máli,
heimastjórnarmenn annars vegar
og hins vegar þeir sem aðhylltust
hugmyndir dr. Valtýs Guðmunds-
sonar háskólakennara í Kaup-
mannahöfn um þetta leyti nefndist
sá hópur Framsóknarf lokkur. Einn
helsti bandamaður Valtýs, Björn
Jónsson ritstjóri ísafoldar og síðar
forystumaður Sjálfstæðisflokksins
eldra, vildi sem flesta framsóknar-
menn við bankann en hann var þó
meðvitaður um stöðu sína sem
blaðamaður og vildi ekki þiggja
stöðu endurskoðanda við nýja
bankann. 9. mars skrifaði ritstjór-
inn Valtý: „Revisorsstarfinu. Eg
skoða það sem persónulega For-
nærmelse og hana ákaflega nagla-
lega . . . Það er eins og hann (Em-
il Scou bankastjóri í íslandsbanka)
þessi ræfill, haldi okkur vera venal
skrælingja og ölmuslúkur . . .
Fyrsta skilyrði fyrir því að ísafold
geti einhver áhrif haft hlutabank-
anum til góðs, er það, að eg sé
alls ekkert við hann riðinn, og ann-
að það, að eg beiti þeirri Selv-
stændighed (Uafhængighed) þann-
ig að eg kritiseri hans gjörðir,
Hlutabankans, alveg eins og
Landsbankans. Þetta er svo ele-
mentært atriði í public virksomhed,
sér í lagi journalistik . . . Hitt er
annað mál, að sjálfsagt er að vinna
að því, að okkar menn einhveijir
hljóti þetta starf sem önnur við
bankann hér.“
Það áform að koma framsóknar-
mönnum í sem f lestar stöður tókst
ekki eins vel og ætlað var, og er
mál manna að heimastjórnarmenn
hafi öðrum fremur náð t.il sín áhrif- »■
um.
Erlent fjármag-n
og framfarir
Ýmsir telja að íslandsbanki hafi
á starfstíma sínum, 1904-30, verið
hreyfiafl athafna og framfara og
meirihlutaeign útlendinga hafi ekki
komið að sök. Bankinn veitti er-
lendu fé til landsins. Það má hafa
til marks um styrk bankans að
upphaflegt hlutafé hans voru þre-
faldar tekjur Landsjóðs. (En þess
verður að geta að skattar voru þá
lægri og e.t.v. gætti meira aðhalds
í opinberum rekstri.)
I upphafi voru höfuðstöðvar ís-
landsbanka í Ingólfshvoli á horni
Pósthússtrætis og Hafnarstrætis
en árið 1906 flutti hann í nýbyggt
húsnæði við Lækjartorg. Áform
munu vera um að ríkissjóður ís-
lands kaupi þessa húseign með
síðari tíma viðbótum af núverandi
eiganda, þ.e.a.s. íslandsbanka.
ÍSLANDSBANKI
I