Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990
C 19
Auglýsingar
vindla
bannaðar
Fyrirhugað er að banna að aug-
lýsa vindla og píputóbak í sjón-
varpi í Bretlandi — eina landi Evr-
ópu þar sem slíkar auglýsingar eru
enn leyfðar. Bannið á rætur að rekja
tii tilskipunar Evrópubandalagsins
um útvarpsmál. Því verður komið á
í áföngum og verður algert eftir tvö
ár.
FURÐUHEIMAR
FJÖLMIÐLAIMNA
(Véfréttadeild)
Ásthildur skrifar: Kona ein lán-
aði Azmílkennslubækur og spól-
ur í ítölsku. Ég man ekki hverjum
en þetta er merkt, henni. Nánari
upplýsingar gef ég í síma 51525.
DV, lesendasíða
Eg hef saknað
starfsfélaganna
- segir Jón Birgir Pétursson, sem tekur við starf i
fréttastjóra Alþýðublaðsins um miðjan mánuðinn eft-
ir áratugar fjarveru frá fréttaslagnum
„Ég hef verið í frekar ein-
manalegu starfi undanfarin 11
ár og hef saknað starfsfélag-
ánna úr blaðamannastétt. Svo
var mig farið að langa til að
komast aftur í fréttaslaginn.
Þetta blundar alltaf í manni,“
sagði Jón Birgir Pétursson
blaðamaður, sem tekur við
starfi fréttastjóra Alþýðublaðs-
ins um miðjan þennan mánuð.
Jón Birgir hefur starfað sjálf-
stætt við eigið fyrii’tæki, Blaða-
og fréttaþjónustuna, frá því
hann lét af störfum sem frétta-
stjóri Dagblaðsins árið 1979.
Jón Birgir hóf störf við blaða-
mennsku árið 1962, sem
íþróttafréttaritari á Vísi, og var
þá í hlutastarfi og starfaði jafn-
framt hjáFlugfélagi íslands. Síðar
hóf hann störf hjá Hafskip jafn-
framt íþróttafréttamennskunni.
„Ég var staddur í Englandi vegna
heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu 1966 þegar mér barst
hraðbréf frá stjórnendum Vísis
þar sem mér var boðið starf frétta-^
stjóra. Það kom ákaf lega f latt upp
á mig og ég hugsaði mig talsvert
um áður en ég þáði boðið því ég
var í ágætu starfi hjá Hafskip,
sem þá var vaxandi skipafélag
sem lofaði góðu. En það varð úr
að ég tók við fréttastjórastarfinu
og ég var á Vísi þar til klofningur-
inn kom upp í ágúst 1975, en þá
varð ég fréttastjóri Dagblaðsins
og var það fram á árið 1979 þeg-
ar ég ákvað að hætta í frétta-
mennskunni. Það hafði alltaf
blundað í mér löngun til að skrifa
bækur og ég lét verða af því og
skrifaði þá tvær sakamálasögur.“
Jón Birgir sagðist hafa haft það
ágætt í Blaða- og fréttaþjón-
ustunni, þar sem hann hefur með-
al annars tekið að sér að gefa út
blöð og bæklinga fyrir ýmsa aðila.
Aðspurður um hvernig það væri
að fara yfir á pólitískt málgagn
eftir að hafa starfað svo lengi við
svonefnda frjálsa fjölmiðla kvaðst
Jón Birgir engu kvíða. „Ég hef
áður unnið við blaðaútgáfu fyrir
stjórnmálaflokka og kann því vel.
Þeir hjá Alþýðublaðinu vita að ég
hef verið flokksbundinn Sjálf-
stæðismaður on beir vita líka að
Jón Birgir Pétursson:„Ég mun sem fréttastjóri verða algjörlega óháð-
ur stjórnmálaflokkum..."
ég hef aldrei látið stjórnast af
pólitík í mínu starfi. Þeir hafa
heldur ekki verið með nokkurn
pólitískan þrýsting í minn garð
enda mun ég sem fréttastjóri
verða algjörlega óháður öllum
stjórnmálaflokkum."
'Jón Birgir kvaðst hafa í hyggju
að brydda upp á ýmsum nýjungum
varðandi fréttaflutning Alþýðu-
blaðsins, en of snemmt væri að
tjá sig um þær á þessu stigi. „Ég
er svona að móta þetta með mér
og það verður bara að koma í ljós.
Alþýðublaðið er mjög lítið blað,
ætli allir starfsmenn séu ekki álíka
margir og á íþróttaritstjórn Morg-
unblaðsins, þannig að svigrúmið
til stórstígra breytinga er auðvitað
ekki mikið. En ég hef samt trú á
að við eigum eftir að gera ýmsa
góða hluti,“ sagði Jón Birgir Pét-
ursson.
SKRANING ER HAFIN.
TAKMARKAÐUR ÞÁTTTAKENDAFJÖIDI.
INNRITUN í SÍMUM 621066 OG 10004.
Málaskólinn
Mímir
Ánanaustum 15
Sijómuiwrfélag islands
er eigandi Móloskólans Mintis.
Þó samskipti fólks af ólíku þjóðerni aukist dag frá
degi dugir svona fjölþjóða hrærigrautur skammt þeg-
ar á hólminn er komið.
Vilt þú auka samskiptahæfileika þína við fólk af ólíku
þjóðemi, geta talað, lesið og hugsað á öðru tungumáli?
Hvort sem þú ætlar að leggjast I ferðalög, fara utan (við-
skiptaerindum eða einfaldlega njóta ávaxta heimsmenning-
arinnar er kunnátta (erlendu tungumáli fjársjóður sem veit-
ir þér aukna möguleika og ánægju.
Til þess að tungumálanám beri sem mestan árangur
leggjum við áherslu á að kenna málið yfir lengri t(ma. (
upphafi námskeiðs færðu stöðu-
mat sem gefur mynd af kunnáttu
þinni. þannig leitumst við að
tryggja að þú takir upp þráðinn (
náminu þar sem kunnáttunni
sleppir. S(ðan mætir þú tvisvar (
viku, tvo tíma f senn í 12 vikur og
færö svo nýtt stöðumat ( nám-
skeiðslok. Þú munt komast að
raun um að tungumálanámið hjá
M(mi er fræðandi, spennandi og
skemmtilegt nám.
Málaskólinn Mímir býr að 40
ára reynslu (tungumálakennslu. Við tryggjum hagnýtt nám
og vandaða kennslu, með áherslu á að þú lærir það sem
máli skiptir og náir árangri.
Námið hefst 22. og 23. janúar.
Enska
Enska fyrir börn
Vidskiptaenska
Þýska
Dansku
Franska
Spænska
ítalsko
Spænska
íslensk réttritun
íslenska fyrir útlendinga
Tungumálanúm erlendis