Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 12
12 C
. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990
FYRIR12 árum var frönskum
málaliðaforingja, Bob Denard
ofursta, fagnað sem hetju þegar 30
hvítir málaliðar undir hans stjórn
gerðu byltingu á Comoro-eyjum á
Indlandshafi, sem höfðu verið
frönsk nýlenda. Þeir komu fyrrver-
andi forseta landsins, Abdallah
Abderamane, aftur til valda og
síðan studdist hann við lífvarðar-
svéitir, sem Denard kom á fót.
Málaliðar voru skipaðir í allar for-
ingjastöður í lífvarðarsveitunum og
Denard varð valdamesti maður eyj-
anna á bak við tjöldin.
í lok nóvember sl. var Abdallah
myrtur og Denard var kennt um
verknaðinn. Frakkar og Suður-
Afríkumenn hættu allri fjárhagsað-
stoð og hófii samningaumleitanir í
því skyni að fá málaliðana til þess
að fara á brott. Um 300 franskir
fallhlífamenn voru sendir til aust-
ustu eyjunnar, Mayotte, sem er enn
frönsk nýlenda, og fjögur frönsk
herskip með 100 landgönguliðum
innanborðs sigldu upp að strönd
aðaleyjunnar, Grand Comore.
Rúmum hálfum mánuði eftir
morðið náðist samkomulag. Um 200
franskir fallhlífahermenn komu til
höfiiðborgarinnar Moroni frá May-
otte og tóku við sfjórn öryggismála
og flestir málaliðarnir voru sendir
til flugleiðis til Suður-Afríku og
þaðan til Frakklands. Óljóst var
hvort gengið hafði verið að kröfum
þeirra um bætur fyrir fjárhagstjón,
sem þeir kváðust hafa orðið fyrir.
Denard í Kongó: „reiðhjólainnrás" fór út um þúfur.
„Forseti nr 1 Denard og Comoro-hermenn 1978.
MlLUIflll
LEGGJAUPF
LllPlHi
Ttu árayfirrádumþeirra á Comoro-eyjum á
Indlandshafi lokid
„Hinir hræðilegu"
Denard ofursti hafði tekið þátt-
í byltingum, uppreisnum og borg-
arastyrjöldum í Afríku í tæp 20
ár þegar hann kom til Comoro-
eyja 1978. Hvítir málaliðar höfðu
fengið slæmt
orð á sig í svörtu
álfunni og hlotið
viðumefnið les
affreux —
ófreskjurnar eða
hinir hræðilegu.
„Gullöld" þeirra var lokið og Com-
oro-eyjar voru kærkominn griða-
staður í augum Denards og manna
hans.
Denard er fæddur 20. janúar
1929 skammt frá Bordeaux, þar
sem faðir hans var smábóndi. Hann
var undirforingi í landgönguliðinu
í Indókína, barðist með fallhlífa-
hermönnum í Alsír og þjónaði í
öryggissveitum Frakka þar og í
Marokkó. Árið 1954 var hann
mERLENDh
hriwcsiA
eftir Gubm. Halldórsson
ákærður fyrir að hafa verið viðrið-
inn tilraun til að myrða Pierre
Mendes-France forsætisráðherra
oghann sat 14 mánuði í fangelsi.
í desember 1961 skaut Denard
upp í Mið-Afríku. Málmauðugt
hérað, Katanga (Shaba), hafði sagt
sig úr lögum við
Kongó (Zaire),
fyrrum nýlendu
Belga, undir for-
ystu Moise
Tshombe. Den-
ard varð hægri
hönd yfirmanns hersveita mála-
Iiða, Robert Faulques, og stjómaði
stórskotaliðinu. Þegar friðar-
gæzlulið SÞ náði aðalstöðvum
námafélagsins Union Miniere á sitt
vald 19. desember varð Denard
yfirmaður þeirra máláliða, sem
urðu um kyrrt.
Fall Kolwezi
Er gæzluliðið hóf lokasókn gegn
málaliðum ári siðar varði Denard
síðasta vígi Katanga-
manna í Kolwezi. Bærinn
féll 21. janúar 1963, en
Denard gat sér gott orð
fyrir hreysti 'og forystu-
hæfileika. Stjórn Tshombe
í Katanga leið undir lok
og Denard, belgíski plan-
tekrueigandinn Jean
(„Black Jack“) Schramme
majór og Jeremiah Puren,
flúðu ásamt 100 málalið-
um og nokkur þúsund
Katangamönnum. Þeir
fengu að endurskipuleggja
lið sitt í Angóla, sem þá
var enn portúgölsk ný-
lenda, en Denard leiddist
þófið og fór til Jemen að
hjálpa her konungssinna í
borgarastríði, sem þar
geisaði, ásamt Faulques.
Þegar Tshombe varð
óvænt forsætisráðherra
Kongó sumarið 1964 réð
hann Denard og fleiri
málaliða í sína þjónustu. Tshombe
ríkti í tæpt eitt og hálft ár með
stuðningi vestrænna ríkja og bældi
niður svokallaða Simba- uppreisn
með hjálp málaliðaforingjans „Mad
Mike“ Hoare. Síðla' árs 1965 náði
Mobutu völdunum af Tshombe,
sem flúði land og var dæmdur til
dauða. (Hann var handtekinn í
Alsír eftir sögulegt flugrán 30.
júní 1967 og lézt tveimur árum
síðar.)
Mobutu skipaði Denard yfir-
mann annars af tveimur herjum
málaliða í Kongó. í lok júní 1967
fól hann Denard að leysa upp hinn
málaliðaherinn, sem var undir
stjórn Schrammes, en Denard ótt-
aðist að röðin kæmi að honum
næst og gekk i lið með Schramme.
I sameiningu skipulögðu þeir upp-
reisn máliða og um 1.000 herlög-
reglumanna frá Katanga.
Skömmu eftir að „málaliðaupp-
reisnin" hófst særðist Denard al-
varlega og flúði til Rhódesíu
(Zimbabwe) í stolinni flugvél. Eft-
ir sex vikna sjúkrahúsvist hélt
hann til Evrópu, réð nýjan hóp
málaliða til starfa og fór með þeim
til Angóla. Þaðan hugðist hann
sækja til Schramme, sem Mobutu
hélt í umsátri í Bukavu í Austur-
Kongó með fjórðungi hers síns og
flestum flugvélum sínum. Til
Bukavu var 1.600 km leið um
frumskóga, þar sem þúsundir
Kongóhermanna lágu í leyni.
„Reiðhjólainnrásin“
1. nóvember réðust 110 málalið-
ar og 50 blökkumenn á reiðhjólum
inn í Katanga til að efna til upp-
reisnar þar og draga úr þrýstingn-
um á Bukavu. Skopleg en hugvit-
samleg „reiðhjólainnrás" Denards
fór út um þúfur á nokkrum dögum.
Bukavu féll 5. nóvember og þar
með Iauk uppreisn málaliða í
Kongó.
Skömmu sfðar skaut Denard
upp í héraðinu Biafra, sem lýsti
yfir aðskilnaði frá Nígeríu. Faul-
ques var hins vegar falin yfirstjórn
franskra málaliða þar, en ekki
Denard. Af Denard fréttist einnig
í Líbýu, Kúrdistan, Tsjad og víðar
og hann virtist vera á mála hjá