Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1990 SKIPULAG SJUKRATRYGGINGA FRÁ ÁRAMÓTUM Hinn 1. janúar 1990 taka gildi sem kunnugt er breytingar á skipulagi sjúkratrygginga innan almannatryggingakerfisins. Þá verða lögö niður öll 40 sjúkrasamlög landsins og starfsemi þeirra falin Tryggingastofnun rikisins. Sýslumenn og bæjarfógetar munu frá 1. janúar 1990 taka að sér umboð sjúkratrygginga utan Reykjavíkur, eins og gilt hefur um aðra þætti almannatrygginga hingað til, en aðalskrifstofurTryggingastofnunar rlkisins að Laugavegi 114 og Tryggvagötu 28 munu annast sjúkratryggingar Reykvlkinga. Miðað er við, að flestallar greiðslur, sem sjúkra- samlögin hafa annast fram að þessu, fari fram eftir breytinguna I viðkomandi umboðum Trygg- ingastofnunar rlkisins hjá bæjarfógetum og sýslumönnum eða I útibúum þeirra. Stefnt erað þvi, að innan tveggja ára geti almenningur fengið greiddar hvers kyns sjúkrabætur l hvaða umboði sem er eða hjá aðalskrifstofunni I Reykjavlk. Þangað til verður það hins vegar meginreglan, að hver og einn haldi sig við það umboð (í Reykjavík aðalskrifstofu Tryggingastofnunar,) þar sem hann á lögheimili. Séu hins vegar sérstakar ástæður fyrir hendi svo sem timabundin dvöl vegna atvinnu eða náms eða annars þess háttar, er I lagi að skipta við annað umboð eða aðalskrif- stofu. Þetta gildir þó ekki um greiðslur á sjúkra- dagpeningum eða ferðakostnaði innanlands, en þær verða fyrst um sinn eingöngu bundnar við afgreiðslustað þar sem viðkomandi á lögheimili. HVERT ATTU AÐ LEITA? UTAN REYKJAVIKUR í umboðum Tryggingastofnunar ríkisins hjá bæjarfógetum og sýslumönnum og mögulegum útibúum þeirra mun fólk sækja áfram alla þá þjónustu, sem það hefur hingað til sótt til síns sjúkra- samlags, þó ekki afhendingu lyfja- sklrteina og endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði. Vegna húsnæðiseklu verða bæjarfógetar á nokkrum stöðum á landinu að nýta tlmabundið húsnæði sjúkrasamlaganna fyrir þessa nýju starfsemi. Gildir þettaá Akranesi, Akureyri, í Hafnarfirði og Kópavogi fyrst um sinn. I umboðunum ferþví fram eftirtalin afgreiðsla til almennings: a) Endurgreiðsla tannlæknareikninga, sem ekki þarf að samþykkja sérstak- lega af hálfu Tryggingastofnunar. b) Afgreiðsla sjúkradagpeninga til sjúklinga með lögheimili á svæði umboðsins. Greiðsla vegna endurkræfs læknis- hjálparkostnaðar. Greiðsla vegna endurkræfs sjúkra- flutningskostnaðar. Greiðsla á ferðakostnaði sjúklinga innanlands til þeirra, sem eiga lögheimili á svæði umboðsins. f) Útgáfa sklrteina til örorku- og ellilíf- eyrisþega vegna 12 skipta hjá sérfræðingum. g) Útgáfa réttindaskírteina sjúkra- trygginga. h) Milliganga gagnvart aðalskrif- stofunni á Laugavegi 114 í Reykjavík vegna þeirrar starfsemi, sem eingöngu fer fram þar. IREYKJAVIK 1. Á skrifstofunni í Tryggvagötu 28 mun fólk sækja áfram alla þá þjónustu, sem það hefur hingað til sótt til Sjúkra- samlags Reykjavlkur nema afgreiðslu lyfjaskírteina og endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði, sem hvort tveggja verður á Laugavegi 114. í Tryggvagötu fer því fram eftirtalin afgreiðsla til almennings: a) Endurgreiðsla tannlæknareikninga, sem ekki þarf að samþykkja sérstak- lega af hálfu Tryggingastofnunar. b) Afgreiðsla sjúkradagpeninga tilv Reykvíkinga. c) Greiðsla vegna endurkræfs læknis- hjálparkostnaðar. d) Greiðsla vegna endurkræfs sjúkra- flutningskostnaðar. e) Greiðsla á ferðakostnaði sjúklinga innanlands til Reykvíkinga. f) Útgáfa skírteina til örorku- og ellilíf- eyrisþega vegna 12 skipta hjá sérfraéðingum. g) Útgáfa réttindaskírteina sjúkra- trygginga. h) Val og skráning hjá heimilislæknum í Reykjavík. 2. Á Laugavegi 114 mun fólk sækja áfram þá þjónustu, sem það hefur hingað til sótt til sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar rlkisins og auk þess afgreiðslu lyfjaskírteina og endur- greiðslu áerlendum sjúkrakostnaði. A Laugavegi fer því fram eftirtalin afgreiðsla til almennings: a) Afgreiðsla hjálpartækjaumsókna. b) Afgreiðsla tannlæknareikninga, sem þurfa sérstakt samþykki Trygginga- stofnunar til greiðslu. c) Útgáfa lyfjaskírteina. d) Greiðsla vegna læknismeðferðar erlendis. Þessi starfsemi verður eingöngu að Laugavegi 114 fyrir allt landið. Til að byrja með verða gömlu sjúkrasamlagsskirteinin látin halda gildi sínu þar til sérstök sjúkratryggingaskírteini leysa þau af hólmi. Þá skal áréttað, að framangreindar breytingar hafa engin áhrif á þjónustu lifeyris- og slysa- trygginga, sem verður því með óbreyttum hætti á sömu stöðum og verið hefur. TRYGGINGASTOFN UN RÍKISINS Macintosh námskeiö Maclntosh fyrir byrjendur, Word, Excel, FileMaker, PageMaker og meira en 10 önnur námskeiö • Kennarabraut Útgáfubraut Sérstök hraóbraut • Hringdu og fáöu senda námsskrá 1990 og ókeypis áskrift aö fróttabréfi • Gunnar Svavarsson og Halldór Kristjánsson aöalleiöbeinendur Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 ---- Sími: 68 80 90 — JflHÚflR TILBOÐ af nokkrum vögnum og ýmsum öðrum barnavörum þennan mánuð. ALLT FYRIR BORNIN KLAPPARSTÍG 27 SÍMI19910 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Þ.ÞDRGBÍMSSON&GO QQSQO00* gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 BAKÞANKAR Tom Swift - In Memoriam * Ielna tíð vildu allir ungir dreng- ir verða uppfinningamenn. Líklega var þetta Tom Swift- bókunum að kenna. Unglingarn- ir nú á dögum kunna engin deili á Tom Swift og félaga hans Bud Barclay. Það er synd og skömm. í þá daga til- heyrði það jólun- um að hátta á jólanótt í drifhvítt rúmið með Tom Swift eftir súkkulaði og smákökur. Nú vilja unglingarnir þungarokk. Fari það jnargniður- neglt. Tom Swift eftir Victor App- letpn var hetja æsku minnar. í þá daga hétu drengjabækur drengjabækur. Og bækur, sem skrifaðar voru fyrir stúlkur hétu stúlknabækur. Engri óbrjálaðri manneskju hefði þótt taka að búa til rugl úr jafn sjálfsögðu. Drengjabækur voru skrifaðar af körlum. Og stúlknabækur settu konur saman, hvernig mátti annað veraf Gæti nokkur imyn- dað sér fúlskeggjaðan kafloðinn karl dunda sér við að semja Önnu í Grænuhlíð. Nei, ekkert rugl. Tom Swift eftir Victor Apple- ton var ætíð átján ára þótt árin liðu. Rannsóknarstofan fljúg- andi. Kjarnorkukafbáturinn. Gervirisarnir og Geimstöðin, svo nokkrir titlar séu nefndir. Megi bókaútgáfan Snæfell í Hafnar- firði hljóta ævarandi lof umfram aðra íslenska útgefendur fyrir þetta framtak sitt. Dæmigerð Tom Swift-saga hófst eitthvað á þessa leið: Bud! kallaði Tom, nifteinda-rofinn þinn sýnir rautt ljós. Áhyggju- bylgjur hrukkuðust um enni ljós- hærða átján ára uppfinninga- mannsins þar sem hann stóð við stjórnborðið i Swift-stofnuninni og talaði til Bud Barclay, vinar síns, sem var þrekvaxinn og einna likastur rugbý-leikara. Drottinn minn dýri, hrópaði Bud og benti út um gluggann. Tom, það er kviknað í tönkunum sem innihalda fljótandi skaron-húð- ína sem nota átti til að veija nýjustu eldflaugina þína hættu- legum gammageislum. Skyndi- lega baðaðist Swift-stofnunin miklu ljósi, þegar sprenging varð. Þeir Tom og Bud börðust við meðvitundarleysið. Síðan varð allt svart. En svo ég vendi mínu kvæði í kross: Konur hafa á undanförn- um árum kvartað nokkuð yfir því að áhrifa þeirra gæti ekki nægi- lega víða. En dytti nokkrum karli í hug að stíga fram og berja sér á bijóst og heimta að fá að skrifa fyrir stúlkur. Nei, það er óhugs- andi. Enda yrði sá maður tekinn úr umferð í einum grænum. Það er talið sjálfsagt mál að „reynslu- heim“ kvenna þekki konur einar. Og það er allt í lagi mín vegna. En það munaði þó minnstu fyrlr stuttu að mér sortnaði fyrir aug- um, rétt eins og átti til að henda þá Tom og Bud. Elns og min kynslóð man, þá var það hann Victor Appleton sem samdi sögurnar um Tom Swift. Ég er einn þeirra íslend- inga sem er töluvert náttúraður fyrir að glugga í uppsláttarrit. Lesendur geta því rétt gert sér í hugarlund hvernig mér varð við þegar ég rakst á þær upplýsingar að Victor Appleton var kven- maður. Vlctor Appleton var höf- undarnafn. Höfundur Tom Swift bókanna var kona og hét réttu nafni Harriet Stratmeyer Adams og lést haustið 1982. Auk þess að setja saman Tom Swift, samdi Harriet Stratmeyer Adams einn- ig fjölda telpnabóka, segir upp- sláttarritið. Þess er einnig getið að hún átti stóran búgarð og hafði yndi af því að safna brúð- um. Sælgæti, sígarettur og vindlar. Gætir áhrifa kvenna ekki nægi- lega víða? Ég er einna helst á því að þeirra gæti: OF VÍÐA! eftir Ólaf Gunnorsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.